Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. april 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö í iausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V________________________________________________Blaðaprenth.f. Stund efndanna öll biðum við, jafnt i sveit sem kaupstað, vors- ins, sem við vitum, að er i nánd. Þau sumur, sem okkur veitast, eru skammvinn. En þeim mun dýr- mætari eru þau okkur. Um allar aldir hefur sumarkoman vafalaust verið meira tilhlökkunar- efni á Islandi en á flestum öðrum byggðum bólum. Með vorið i námunda förum við að hugsa um gróður og ræktun og byrjum að hlynna að þvi, sem i okkar umsjá er, hvort sem það eru viðlend tún stórrar jarðar eða litill blettur við húsið. Þannig hefur það verið hvert vor. Að þessu sinni biður islenzku þjóðarinnar sam- eiginlega stærra verkefni af þessu tagi en áður. Á þjóðhátiðardegi á Þingvöllum við öxará sam- þykkti alþingi íslendinga að minnast ellefu aldar byggðar i landinu, er svo hefur gengið nærri gróðurriki þess, að okkur blæðir i augum, með þvi að ánafna landgræðsæu og gróðurvernd einum milljarði króna. Það er þjóðargjöfin, sem svo hefur verið nefnd — framlagið, sem við ætlum að reiða af höndum á næstu árum i þvi skyni að veita gróðureyðingu viðnám, snúa vörn i sókn og reyna að skila landinu ögn betra i hendur næstu kynslóð- ar en við tókum við þvi. Á Þingvöllum lifðum við stund fyrirheitsins á einum þeim degi, er fegurstur getur gefizt. Nú kemur senn að dögum efndanna, framkvæmd- anna, þegar gengið verður út að girða og friða, sá og gróðursetja. Þjóðargjöfin mun vissulega skila landgræðslu- málum okkar áleiðis á næstu árum, og þeim mun betur sem fleiri leggja þar hönd að starfi af alhug og ræktarsemi við fósturjörð sina og framtiðar- heill landsins barna. En hversu miklu, sem áorkað verður með þeim fjármunum, sem landinu hafa verið ánafnaðir i þessu skyni, getur það þó ekki orðið nema skref i áttina að þvi marki að klæða landið. Verkefnin eru svo mikil, að þau kalla á at- orku margra kynslóða. Þau verður næstum þvi að nálgast með kinversku hugarfari — hinu fræga þolgæði bóndans, sem réðst ótrauður gegn fjallinu i trausti þess, að synir tækju við af föður og þeirra synir aftur af þeim. Reiðarslag Mörg undanfarin ár hafa íslendingar streymt til Spánar i leyfum sinum. Hefur þeim ekki orðið tið- förulla til annars lands i seinni tið. Þannig hafa Spánverjar hreppt miklar fúlgur gjaldeyris frá okkur. Nú fréttist það hins vegar, að Spánverjar hafi fyrirvaralaust fjórfaldað innflutningstill á salt- fiski. Þetta gerist i lok vetrarvertiðar, þegar fisk- verkendur hafa saltað þann fisk, sem þeir ætluðu sér með hliðsjón af fyrra ástandi, og ekki verður aftur snúið. Nærri mun láta, að innflutningstollurinn nemi 30% af fiskverðinu eftir breytinguna. Þetta er reiðarslag — ekki sízt ef Portúgalar, sem nú eru i gjaldeyrisþröng, kunna að feta i fótspor Spán- verja. — JH Kristeligt Dagblad: Víetnamstríðið hefur í raun staðið í 21 ár Friðarsamningarnir í janúar 1973 voru aldrei haldnir UNDANGENGINN mánuð- ur virðist ætla að ráða úrslit- um um framtið Vietnam, en baráttan þar hefir nú staðið i 21 ár og a.m.k. tvær milljónir manna hafa fallið. Borgara- styrjöldin, sem nú virðist vera á lokastigi, hófst undir eins og friðarráðstefnan i Genf 1954 batt endi á Indókinastriðið fyrra eða striðið við Frakka. Umfangsmiklar orrustur voru þó ekki háðar fyrri en eftir 20. desember 1960, þegar Þjóð- frelsishreyfing Suður-Viet- nam var stofnuð. Þjóðfrelsishreyfingunni var sem stjórnmálahreyfingu stefnt gegn einræðisherranum Ngo Dinh Diem, en hann var myrtur i byltingu hersins 1960. Stofnendur bjóðfrelsishreyf- ingarinnar voru jöfnum hönd- um skæruliðar úr sveitum Viet Minh, sem börðust gegn Frökkum, trúflokkar fjand- samlegir rikisstjórninno og ýmsir hópar þjóðernissinna. Diem gerði þá höfuðskyssu aðstórauka miðstjórnarvaldið i Vietnam, en stjórnkerfið þar hafði einmitt verið sérlega dreift. Bændur i landbúnaðar- þorpunum voru þvi hlynntir Þjóðfrelsishreyfingunni. Fæstir tóku þó beinan þátt i bardögum eða skemmdar- verkum, en þeir skutu skjóls- húsi yfir skæruliða og létu þeim i té mat. ÁRIN 1960-1964 fjölgaði þátttakendum I bjóðfrelsis- fylkingunni úr 7 þúsund i hundrað þúsund. Stjórnmála- áhrif hreyfingarinnar i land- búnaðarþorpunum jukust að sama skapi. Eftirmönnum Diems, sem tóku við hver af öðrum, tókst ekki að koma á friði eða festu i landinu. Þegar kom fram á árið 1964 naut stjórnin i Suður- Vietnam ekki öruggs stuðn- ings nema tiu héraða af fjöru- tiu og þremur og aðeins þriðj- ungs ibúa landsins. Rikisstjórn Bandarikjanna hafði vaxandi áhyggjur af siauknum áhrifum kommúnista i Suður-Vietnam. Skæruliðar fengu vopn og vist- ir að norðan, meðal annars um Laos og Kambodiu. Leiðin var kennd við Ho Chi Minh, rikis- leiðtoga Norður-Vietnam. Bandarikin veittu stjórn Suður-VIetnam bæði efna- hags- og hernaðaraðstoð. En Bandarikin urðu ekki virkur þátttakandi i styrjöldinni fyrr en eftir Tonkinflóaævintýrið i ágúst 1964. TVEIR bandariskir tundur- spillar, sem voru við gæzlu á Tonkinflóa, urðu fyrir árás tundurskeytabáta frá Norður- Vietnam. Lyndon B. Johnson forseti Bandarikjanna ákvað umsvifalaust að láta hefja loftárásir á strandstöðvar tundurskeytabátanna I Norð- ur-Vietnam. Liðsafli Bandarikjanna i Suöur-VIetnam skipti um nafn. Sveitir hernaðarráð- gjafa urðu að her. Vorið 1965 var bætt nokkrum tugþúsund- um manna við þennan her. 1 lok ársins 1965 voru banda- riskir hermenn i Suður-VIet- nam orðnir 184 þúsund og 391 þúsund um mitt ár 1966. Her Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar hóf verulega sókn vorið 1965 og naut þá herstyrks frá Norð- ur-VIetnam I fyrsta sinni. Bandarikjamenn svöruðu þessari sókn með svonefndri „þrumuherferð”, en það voru sifelldar loftárásir á Norður- Vietnam, jafnt hernaðar- stöðvar sem aðra staði. ÞJOÐFRELSISHREYF- INGIN hóf næstu sóknarlotu sina 31. janúar 1968 við áramót þeirra Vietnama, sem nefnast Tet, enda nefndTet-sóknin. Þá lét Johnson forseti fjölga her- liði Bandarikjamanna i' Víet- nam upp I 543 þúsund manns og fjölmennara varð það ekki Þjóðfrelsishreyfingin beið hemaðarlegan ósigur i sókn sinni, en jók stjórnmálaáhrif sin I Suður-Vietnam. I september 1967 var Ngyen van Thieu kjörinn forseti Suður-Vietnam, en margir töldu svikum beitt i þeim kosningum. Hálfu ári siðar sagði Johnson forseti Banda- rikjanna, að loftárásirnar næðu til niu tiundu hluta Norð- ur-Vietnam. Jafnframt lýsti hann yfir, að hann ætlaði ekki að verða i kjöri við forseta- kosningarnarinóvember 1968. I mai 1968 hófust samninga- viðræður Norður-VIetnama og Bandarikjamanna, og i októ- ber það ár skipaði Johnson forseti svo fyrir, að öllum loft- árásum á Norður-Vietnam skyldi hætt. Þjóðfrelsishreyf- ingin hafði tilkynnt opinber- lega sumarið 1968, að búið væri að mynda byltingar- stjórn til bráðabirgða i Suður- Vietnam. FULLTRÚAR bráðabirgða- stjórnarinnar tóku þátt I friðarviðræðunum i Paris i janúar 1969, ásamt stjórninni i Saigon, Bandarikjamönnum og Noröur-Vietnömum. Þegar fram á sumarið kom, tilkynnti hinn nýi forseti Bandarikj- anna Richard Nixon, að fyrsti hópur bandariskra hermanna hyrfi heim frá Vietnam, og væri það fyrsti áfangi áætlun- ar að efla Suður-VIetnama til sjálfsbjargar, eða að „viet- namisera”, eins og það hét. Vorið 1970 voru styrjaldar- kviarnar færðar út og látnar ná til Kambódiu, sem hafði verið hlutlaus. Norodom Sihanouk var steypt þar af stóli i byltingu hersins undir forustu Lon Nol hershöfðingja. Sihanouk hafði látiö viðgang- ast að vistir og vopn frá Norð- ur-Vietnam væru flutt um Kambódiu, en Lon Nol vildi stööva þessa flutninga. Lon Nol var þarna sama sinnis og Bandarikjamenn, enda réðst bandariskur her, ásamt her Saigon-stjórnar, inn i Kambódiu litlu siðar. Borgarasty r jöldin milli skæruliða Rauðra Khemera og stjórnarhers Lon Nol er beint framhald þeirra átaka, sem hófust með innrás Banda- rlkjamanna i Kambódiu. Svipuð innrás var gerð i Laos 1971 til þess að loka að- flutningsleiðinni, sem kennd var við Ho Chi Minh. ÞAR kom, að allir urðu á einu máli um, að styrjöldin i Vietnam yrði að taka enda. Nixon leitaði hófanna, bæði i Sovétrikjunum og Kina, sem bæði höfðu veitt Norður-Viet- nömum verulegan stuðning. Hinn sérstaki ráðgjafi Nixons, Henry Kissinger, núverandi utanrikisráðherra Bandarikj- anna, átti leynilegar viðræður i Paris haustið 1972 við Le Duc Tho flokksstjórnarmann frá Norður-Vietnam. Aðilar að samningaviðræð- unum voru óðum að nálgast samkomulag um vopnahlés- skiimálana, þegar viðræðum var allt i einu hætt. Ástæðan var mikil loftárás Bandarikja- manna á borgirnar Hanoi og Haiphong i Norður-Vietnam i desember 1972. 40 þúsund smálestum af sprengjum var varpað á þessar borgir, og eyðileggingin var gifurleg. 1318 manns biðu bana og 2579 limlestust. Árásunum var hætt skömmu fyrir áramótin 1972- 1973, og viðræður hófust aftur i byrjun janúar 1973. Þær leiddu til vopnahléssamninga, sem tóku gildi á miðnætti 27. janú- ar 1973, en hafa eiginlega aldrei verið haldnir. Samning- arnir leiddu þó til þess, að að- ilar skiptust á striðsföngum. THIEU forseti sakar Norð- ur-Vietnama um brot á vopna- hléssamningunum, en and- stæðingar hans fullyrða aftur á móti, að hann og hershöfð- ingjar hans hafi gert allt, sem I þeirra valdi stóð, til þess að viðhalda ófriðarástandinu. Fulltrúar Saigon-stjórnar- kenna Norður-Vietnömum um kvaðeina, sem er henni óvin- samlegt i orðum eða gerðum. Atökin mögnuðust um allan helming i byrjun þessa árs, og alger umskipti hafa orðið und- angenginn mánuð. Baráttu- kjarkur hersveita Saigon- stjórnarinnar hefur aldrei verib á marga fiska, enda hafa þær flúið frá miðhálendinu öllu, svo að segja án viðnáms. Hersveitirnarhafa einnig flúið frá strandhéruðunum og borg- um þar, tiðast áður en til árása Þjóðfrelsishreyfingar- innar kom. Stjórnin I Saigon ræður að- , eins yfir höfuðborginni sjálfri og óshólmum Mekong i grenndinni. Ibúarnir flýja sem fætur toga. Þeir vita vel, að þeir eiga á hættu að verða fyrir loftárásum, ef þeir verða um kyrrt I þeim bæjum, sem er Saigon-stjórnar hefur yfir- gefið. Bandarikjamenn ætluðu i upphafi að sleppa frá Vietnam með „óskerta æru”. Thieu for- seti, leiðtogi Saigon-stjórnar- innar, má teljast sæll og hepp- inn, ef hann sleppur lifandi. Övini hans er meira að segja að finna meðal hershöfðingja stjórnarhersins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.