Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 12
12 TIMINN Miövikudagur 16. april 1975 KATRIN Saga frá Alandseyjum Sally Salminen við eystri höfnina. AAörg stórskip lágu við akkeri út á þröngri vikinni, jafnvel alveg upp við landsteinana, þarna var sýnilega mjög aðdjúpt. Á þessum skipum voru bæði margar og háar siglur. Katrín settist á stein og virti fyrir sér þennan glæsilega skipaf lota. Ja-há, þetta hlutu að vera skipin, sem notuð voru til siglinga um úthöf in. Á þessum skipum höfðu drengirnir hennar siglt til fjar- lægra landa. Enaldrei — aldrei myndu þau skila Gústaf hennar heim. Katrin varð því hryggari sem hún sat þarna lengur og horði á skipin. Allt líf hennar leið henni fyrir hugskots- sjónir, og gleymdar kveðjustundir rif juðust upp í huga hennar og vöktu tvöfaldan trega. Burt, burt, burt — aldrei heim. Jóhann hafði aldrei verið á þessum stóru skipum. Þau voru honum jafn ókunnug og henni. Hann mundi koma á litlu skipi að sækja hana. „Já, Jóhann, komdu f Ijótt, ég bíð aðeins eftir þér". Katrín stóð upp og rölti í áttina til bæjarins. Hún settist á bekk hjá mjórri gangbrautinni við virkisf lötina. Hand- an við torgið, dálítið til vinstri að sjá, skein síðsumarsól- in á blátt vatnið í síkjunum. Héðan var ekki svo langt nið- ur að eystri höfninni. Þarna var gott að sitja og hvíla lúin bein. Þar var f rið- ur og forsæla undir háum, þéttum krónum trjánna, sem bærðust Ijúflega í blænum. Þeir fáu, sem gengu þarna f ramhjá, fóru hægt og hljóðlega, á þessum f riðsæla stað voru hvorki bif reiðir né hesfvagnar til ama. Já, líkaminn hvíldist. En sál hennar gat ekki f undið ró á þessum stað. Allt kom henni svo ókunnuglega fyrir sjónir, og hún var of þreytt til þess að reyna að átta sig á umhverf inu. Hún var orðin gömul, og líf ið var að f jara út, það var ástæðan Hún leitaði vina sinna aðeins meðal hinna látnu, og í þeirra hópi átti hún heima. Til hvers var líka að ein- skorða hugann við lífið, fyrst allt hvarf svona eins og dögg fyrir sólu og ekkert varð eftir? Ekkert varð eftir! Var það rétt? Nei, það var þó ekki rétt. Var ekki gamli maðurinn fyrir löngu rotnaður í gröf sinni, og þó sá hún hann ganga þarna um veginn, mikinn vexti og vörpuleg- an, og heyrði hlátur hans bergmála milli trjánna? Hann var á ferli um bæinn, ekki aðeins í gervi eins manns, heldur margra, og skipaði fyrir og stjórnaði öllu á sjó og landi. Þannig var það. Jóhann hvíldi djúpt undir sandinum, þar sem nú hafði verið gerður gangstígur, og óteljandi fætur tróðu á hvílurúmi hans, og þó lifði hann í enn sannri skilningi en nokkru sinni fyrr. Hann sigldi nú hraðbyri á skipi sínu yfir úthöfin. Enn lék hann sæll og vonglaður á gróðurreinunum við götur þessarar borgar. Jóhann og hún léku sé þar, því að það var þeirra blóð, sem rann í æðum litlu barnabarnanna, þeirra, hennar, föður hennar, afa hennar. Lífið var eilift og endalaust, lof sé heilögum guði. Gufubátur blés til brottferðar í eystri höfninni. „Álandið" var í þann veginn að leggja af stað. Ef hún tæki sér nú far með því, yrði hún komin heim um ellefu leytið. En það var henni líkamleg ofraun að fara heim samdægurs. Auk þess hafði hún lofað að vera hér eitt- hvað. En sleppti hún þessutækifæri, liðu þrír langir dag- ar, þangaðtil báturinn kæmi aftur og hún kæmist heim. Hún vildi ekki vera hér svo lengi. Hún sá í anda sólhlýjan ásinn, lágt dyraþrepið, svarta eldavélina og litlausar strábreiðurnar. O, hve hugurinn þráði þetta allt! Hún gæti ekki sofið væran blund í Maríuhöfn. Hún varð að komast heim á gamla, harða rúmbálkinn sinn. Hvernig skyldi Jóhanni og þeim hinum verða við, ef þeir kæmu heim og hún væri þar ekki? Nei, hún mátti ekki vera lengur að heiman. Hún varð að komast heim í litla og kyrrláta kotiðá Klifinu. Ef hún hraðaði sér, ætti hún að komast á skripsf jöl, áður en blásið væri í þriðja sinn. Katrín tók klútinn, sem hún geymdi budduna í, og ark- aði niður að höf ninni eins hratt og hún gat. Það var verið að taka brott landgöngubrúna, er hún kom másandi og blásandi fram bryggjuna. Mennirnir dokuðu við, og ein- hver, sem stóð uppi á bátaþilfarinu, hrópaði: „Hjálpið gömlu konunni!" Katrín fann, að sterkar karlmannshendur þrifu utan um hana, og áður en hún vissi af, var hún komin á skips- f jöl, landgöngubrúin horf in og báturinn kominn spölkorn frá bryggjunni. En svo f ór hún að hugsa um, hvaða skyssu hún hef ði nú gert. Hvað skyldi Saga hugsa? Og svo yrði það auðvitað dauðhrætt um hana. Hún varð að senda þeim simskeyti strax og hún kom heim, svo að þau vissu, hvað af henni hef ði orðið. En samt var hún öðrum þræði f engin, að hún skyldi hafa gert þetta. Hún hefði ekki getað sofið væran blund í Maríuhöfn. Katrín komst heim seint um kvöldið. Hún var orðin svo þreytt, að hún steyptist á grúf u í rúmið sitt. En hún grét af gleði, nú var hún aftur komin heim. Aldrei, aldrei framar skyldi neinum takast að ginna hana að heiman, hugsaði hún gröm, rétt eins og einhver annar ætti sök á MIÐVIKUDAGUR 16. april 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Æfintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (14). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Sá hlær bezt...” eftir Ása i bæ Höfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 tJtvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón, Sveinsson Hjalti Rögn- valdsson les (4). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað Svala Valdíjnarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Kvöldvala 21.30 Útvarpssagan: „Þjófur i paradis” eftir Indriða G. Þorsteinsson Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Bók- menntaþáttur i umsjá Þor- leifs Haukssonar. 22.45 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 16. marz 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Leyndardómar dýrarík- isins. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.45 Sögur Beatrix Pottcr. Brezk ballettmynd, byggð á ævintýrum eftir brezku skáldkonuna Beatrix Pott- er, sem uppi var á 19. öld. Persónurnar eru flestar i gervi dýra, og inn i söguna er fléttað dansatriðum. Mynd þessi var sýnd i einu lagi i Háskólabiói fyrir nokkrum árum, en i Sjón- varpinu verður hún sýnd i þrennu lagi. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Brezkur teikni- myndaflokkur. 10. þáttur. Hiekkur i keðju. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.05 Nýjasta tækni og visindi. Myndmögnun við stjörnu- skoðun. Saltjafnvægi. Oryggi i umferð. Skyndi- hjálp o.fl. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.30 Sigurður Þórðarson, söngstjóri og tónskáid. Þáttur með lögum eftir Sig- urð Þórðarson og fleiri. Flytjendur eru Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Stefán Islandi og félagar úr Karlakór Reykjavfkur. Einnig er i þættinum rætt við Sigurð og ýmsa fleiri. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. Áður á dagskrá 7. april 1968. 22.25 Fóstureyðing. Umræðu- þáttur i sjónvarpssal um frumvarp það til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósem- isaðgerðir, sem nú liggur fyrir Alþingi. Umræðunum stýrir Hinrik Bjarnason. 23.05 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.