Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 22. april 1975. HeildarútlánÚtvegsbankans 4.645 millj. Ileildarinnlán Útvegsbanka is- lands jukust á árinu um 658 milljónir króna og námu i árslok 4.645 milljónum króna, að þvi er segir i ársskýrslu bankans fyrir árið 1974. Heildarútlán bankans jukust á árinu um 2.721 milljón króna og námu i árslok 7.548 milljónum króna, en þar af voru endurseld útlán 1.666 milljónir króna, aðal- lega vegna sjávarútvegs. Skipting útlána bankans til liinna ýmsu atvinnugreina var i árslok þannig: sjávarútvegur 51.5%, verzlun 14.9%, iðnaður 10.5% og aðrar greinar 23.1%. Þannig hefur meira en helmingur heildarútlána Útvegs- bankans gengið til sjávarútvegs. Það verður að teljast óeðlilegt, að fjármögnun helzta útflutningsat- vinnuvegar þjóðarinnar skuli hvila nær eingöngu á tveimur við- skiptabönkum, Landsbanka og Útvegsbanka. Tekjuafgangur útvegsbankans árið 1974 nam 30 milljónum króna. Af hagnaði ársins var ráð- stafað 15 milljónum króna til varasjóðs, 6 milljónum króna til afskiftasjóðs, 6 milljónum króna til húsbyggingasjóðs og 3 milljón- um króna til eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbankans. Þá greiddi bankinn rikissjóði á árinu 41 milljón króna í skatt af gjald- eyrisverzlun og tæpar tvær milljónir króna i landsútsvar. Þann 23. til 26. aprfl n.k. heldur Karlakórinn Fóstbræður slna ár- legu samsöngva fyrir styrktarfélga slna. Hefjast þeir öll fjögur kvöldin kl. 19.00 Styrktarfélögum kórsins hefur fjölgað allmikið undanfarin ár, og veröa þvl samsöngvarnir I fjögur skipti, en hafa oftast áður verið þrisvar sinnum. Söngstjóri er Jónas Ingi- mundarson, en einsöngvarar með kórnum eru Sigrlður E. Magnúsdóttir, Hákon Oddgeirsson og Þorgeir Andrésson. Undir- leikari er Carl Billich. Efnisskráin er fjölbreytt aö vanda, eftir innlend og erlend tónskáld. Meðfylgjandi mynd er frá æfingu kórsins. Styrktarfélagar geta vitjað miða sinna I Leðurverzl. Jóns Brynjólfssonar I Austurstræti 3. Lögbannið auglýsing fyrir Indriða: Þjófur í Paradís bráðum uppseld? SJ-Reykjavfk. —■ Þaö eru fáein hundruö eintaka eftir óseld af skáldsögunni Þjófur I paradis, sagði Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins, I viðtali viö Tlmann. Bókin seldist vel, þegar hún kom út 1967, en við áttum þessar eftir- hreytur, og nú selst hún aftur töluvert, eftir að hún komst á hvers manns varir vegna lög- banns sem lagt var á lestur hennar I útvarp. Þessi ummæli Baldvins Tryggvasonar sýna, að lögbanns- málið vegna skáldsögu Indriöa G. Þorsteinssonar hefur orðið auglýsing fyrir rithöfundinn og bók hans. 1 slðustu viku var lög- bannið lagt á gegn 100.000 kr. tryggingu, og I þessari viku veröur væntanlega höfðað staðfestingarmál fyrir bæjar- þingi Reykjavikur. I greinargerðum sinum, áður en lögbannið var lagt á, héldu lög- fræðingarnir Knútur Hallsson (Rikisútvarpið ) og Hrafnkell As- geirsson (I.G.Þ.) þvi fram, að hlutlægdæmi vantaöi I lögbanns beiðni Kristjáns Eirikssonar hrl. um að Indriði G. Þorsteinsson hefði notað orð og orðastef i skáldsögunni, sem Tómas i Eli- vogum hefði viðhaft. Knútur Hallsson taldi skáldsöguna frem- ur fjalla um fátæka menn al- mennt á kreppuárunum, en um einn einstakan mann, og væri hún málsvörn fyrir þá. Báðir héldu þvi fram, að bókin væri fyrst og fremst skáldsaga, og að lögbannið bryti I bága við lög um mál- og prentfrelsi. Hrafnkell Asgeirsson taldi málið vanreifað af hálfu lögmanns að- standenda Tómasar heitins Jónssonar (K.E. hrl.) Hann fór fram á að tryggingin yrði 500.000 kr., en þvl var synjað. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp lögbannið. Það vekur nokkra furðu, að engar aögerðir fóru fram af hálfu aðstandenda Tómasar Jóns- sonar, þegar bókin kom út. Svo virðist sem lögbannið nú hafi alls ekki tilætluð áhrif þ.e.a.s. að vernda minningu látins manns, heldur þveröfugt, nefnilega að vekja athygli á þessu máli öllu. Yfirlýsing frá Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna: Uppsögn Kolbeins siðferði leg mistök og valdníðsla LANDSSAMBAND Isl. sam- vinnustarfsmanna hefur sent Timanum yfirlýsingu vegna upp- sagna og verkfalls hjá Kaupfélagi Arnesinga, þar sem m.a. segir, að það sé skoðun framkvæmda- stjórnar LÍS, að uppsögn Kol- beins Guðnasonar sé siðferðileg mistök og valdniðsla á starfs- manni, sem unnið hefur hjá sam- vinnuhreyfingunni i hálfan fjórða áratug. Yfirlýsing framkvæmdastjórn- ar LtS fer hér á eftir: Það hlýtur að vera samvinnu- hreyfingunni kappsmál, að ágreiningur eins og þessi komi ekki upp á vinnustöðum sam- vinnufélaganna. Ljóst er, að deila þessi hefur ekki aðeins valdið Kaupfélagi Árnesinga miklum álitshnekki, heldur samvinnu- hreyfingunni i heild. Varðandi samskipti starfsfólks og stjórnenda i samvinnuhreyf- ingunni, þá verður að gera þá kröfu til samvinnufélags, að öll mannleg samskipti séu sem far- sælust og frekar en i nokkru einkafyrirtæki þess gætt, að við- kvæm starfsmannamál séu ekki leyst með einhliða tilskipunum. Það er Landssambandi isl. sam- vinnustarfsmanna kappsmál, að atvinnulýðræði og auknum áhrif- um starfsmanna sé rudd braut i samvinnufélögunum, m.a. til að fyrirbyggja deilumál eins og þetta. Það er skoðun framkvæmda- stjórnar Landssambands isl. samvinnustarfsmanna, að upp- sögn Kolbeins Guðnasonar sé sið- ferðileg mistök og valdniðsla á starfsmanni, sem starfað hefur hjá samvinnuhreyfingunni i hálf- an fjórða áratug og hefur leyft sér Rithöfundasamband Islands: „Lögbannið skerðir tjáningarfrelsið" að mótmæla á hógværan hátt þvi að starfshlunnindi séu tekin ein- hliða af honum og vinnufélögum hans. Uppsögn, sem ber að á þennan máta, burtséð frá vinnu- hæfni viðkomandi, er mjög var- hugavert fordæmi og gefur það fyrst og fremst i skyn, að að- finnslur og mótmæli geti leitt til uppsagnar þess, er hefur slikt i frammi. Varðandi þessa uppsögn og aðrar hjá K.Á. nýverið, þá eru það starfsmenn, sem starfað hafa hvað lengst og elztir eru, eða búa við fötlun, sem sagt er upp störf- um. Fyrirtæki eins og samvinnu- félag, sem á að hafa umhyggju fyrir manninum frekar en pen- ingunum að leiðarljósi, sæmir ekki að vega þannig að atvinnu- öryggi manna. Það er sérstakt alvörumál varðandi þessa deilu, hvernig fjölmiðlar og ýmsir aðilar hafa gert hana torleystari en ella hefði orðið, sem sýnir hins vegar hversu alvarlegt og óæskilegt það er að láta deilu sem þessa koma upp og ekki þýðir að dylja fyrir nútima þjóðfélagi og þeim mögu- leikum til fréttaflutnings og áróðurs, sem eru til staðar. Þessi deila sýnir einnig á áþreifanlegan hátt, að innan samvinnuhreyfingarinnar skortir aðila, sem hægt er að skjóta deilumálum sem þessu til. Það hefur þvert á móti verið áber- andi, að þeir aðilar, sem þarna eiga mestan hlut að máli, frýja sig ábyrgð og nánast afsala sér möguleikum til að leysa þessa deilu, eins og stjórn K.A. Þetta leiðir svo aftur hugann að þvi, hvert sé vald og hlutverk stjórna samvinnufélaganna eins og hátt- aö er nú. Landssamband fsl. sam- vinnustarfsmanna gerir það að tillögu sinni, að kannað verði gaumgæfilega, bæði með hliðsjón af þessari deilu og öðrum, sem upp geta komið, hvort ekki sé hægt að koma á fót nokkurs konar gerðardómi til lausnar deilumál- um, sem ekki er i annarra verka- hring frekar að fjalla um. Með hliðsjón af aðdraganda þessarar deilu og gangi mála sið- an, þá telur framkvæmdastjórn Landssambands isl. samvinnu- starfsmanna, að krefjast verði þess að Kolbeinn Guðnason komi aftur til starfa hjá K.A. og verk- fallsmenn ekki látnir gjalda þess, að þeir lögðu niður vinnu af þess- um sökum, þött harma verði, að gripiö skuli hafa verið til ólög- legra verkfallsaðgerða, sem i eðli sinu eru vitaverðar. Þá litur 'Landssambandið það mjög alvarlegum augum, að hlunnindi starfsmanna, eins og afnot af tækjum og húsnæði utan vinnutima, séu tekin af einhliða, eins og gert var. Um slik mál áað semja og ræða, og æskilegast að þar sætu allir starfsmenn við sama borð, ef um einhver hlunn- indi er á annað borð að ræða. Landssambandið telur þá hug- mynd mjög athyglisverða i þessu sambandi, að Starfsmannafélag K.Á. eigi hér hlut að máli til lausnar. Framkvæmdastjórn Lands- sambands isl. samvinnustarfs- manna hvetur til þess að Starfs- mannafélag K.A. verði eflt sem mest, og kjósi m.a. úr sinum röð- um starfsmann í stjórn K.A. i stað þess,aðþaðernúgertá aðalfundi K.A. Um leið og Landssamband isl. samvinnustarfsmanna lýsir yfir siðferðilegum stuðningi við bar- áttu verkfallsmanna hjá Kaup- félagi Árnesinga, þá hvetur stjórnin öll starfsmannafélög samvinnustarfsmanna til þess að láta sig þetta mál skipta og jafn- framt, að samvinnumenn um land allt leggi verkfallsmönnum lið með fjárframlögum, ef þessi deila leysist ekki innan tiðar. 18. aprfl 1975 Auglýsið Tímanum Endurómur frá fyrri tíð? „Skáldsagnahöfundar hljóta að vera frjálsir að þvi að sækja efni- við sinn i mannlegar kenndir, við- brögð og athafnir i þvi augnamiði aö leiða I ljós almenn og ópersónuleg sannindi um líf og tilvist manna”, segir I samþykkt Rithöfundasambands tslands vegna lögbannsins, sem sett hef- ur verið á skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur I Paradis. í samþykktinni er lögbanninu andmælt og vlttar allar hindranir á birtingu og flutningi skáldsagna yfirleitt. Þá segir i samþykkt Rit- höfundasambandsins: „Allt frá elzta sagnaskáldskap til okkar daga hefur skáldsagan byggt á dæmum úr veruleika og lifi i tima og athöfn, og umskapað þau dæmi til listrænnar tjáningar á mannlifi. Það erbeinlinis for- senda hennar og takmark. Bók- menntasagan hefur löngu sannað, að menn kjósa fremur skáldsögur en lögbönn. Slík bönn gilda vafa- laust gagnvart raunveruleikan- um en vant að sjá, hvaða erindi þau eiga við imyndaðan veru- leika, nema menn óski að hefta tjáningarfrelsi. Skerðing á frelsi skáldsögunn- ar, eins og fyrrgreint lögbann, bindur höfunda i framtíðinni, og likist engu fremur en ritskoðun, ef lesa ætti niðurstöðu dómstóla að geðþótta einstaklinga, hvenær sem þeim þætti að sér vegið. Fjölmörg dæmi eru þess, að skáldsagnahöfundar styðjist við raunverulega atburði, þjóni þeir þvi hlutverki að skýra myndir skáldsögunnar og auðvelda niðurstöður hennar. 1 þvi efni má nefna dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar, sem Halldór Lax- ness byggir á skáldsöguna Heimsljós, og Svartfugl Gunnars Gunnarssonar. Á erlendum vett- vangi visast til viðhorfa manna eins og Sommerset Maugham, sem segir i ævisögu sinni, að það sé almenn regla að rithöfundar hafi lifandi fyrirmyndir að per- sónum I samtimaskáldsögum, Ivan Túrgenéff, sem sagðist aldréi hafa skapað persónu án þess að hún ætti sér hliðstæðu i raunveruleikanum, og til er eiginhandarhandrit eftir Sten- dahl, þar sem hann telur upp per- sónur i sögum sinum og segir hvaða hliðstæður þær eigi meðal manna, sem hann þekkti. Dæmi úr nútíma eru m.a. svokallaðar heimildaskáldsögur, t.d. Með köldu blóði, eftir Truman Capote. Ekki verður séðað skáldsagan „Þjófur i Paradis styðjist i neinu mæli við heimildir á borð við fyrrgreindar skáldsögur, og að þvi leyti er hún ekki einkennandi dæmi um skáldsögur, sem byggja á fyrirmyndum.” „Atlaga gegn hinum norræna kynstofni" — segja Ásatrúarmenn um fóstureyðingar „Fundur Ásatrúarfélagsins, haldinn 20. april að Draghálsi i Svinadal, itrekar fyrri andmæli félagsins gegn aukningu fóstur- eyðinga á islandi. Fundurinn tel- ur, að með lagasetningu i þá átt sé að þvi stefnt að gera islenzk sjúkrahús að útrýmingarstöðv- um, enda sé baráttan fyrir slíku runnin undan rifjum alþjóðlegra hreyfinga, sem beinast gegn Norðurlandaþjóðum og norrænu kyni sérstaklega.” Þannig er að orði komizt i sam- þykkt Asatrúarmanna um fóstur- eyðingafumvarpið s.k. 1 sam- þykktinni segir ennfremur: „Fundurinn telur, að aðrar ráð- stafanir séu nauðsynlegri til að bæta mannlifið á tslandi en að myrða ófædd börn, og minnir um leið á hinn forna málshátt, að enginn veit að hvaða barni gagn verður. En Islendingar þurfa á öllu sinu að halda til þess að geta gegnt sinu þjóðarhlutverki. Fundurinn minnir á, að norska Stórþingið hefur hafnað fóstur- eyðingafrumvarpi og gefið þann- ig fordæmi, sem Islendingar gætu verið vel sæmdir af að fylgja.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.