Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 22. aprfl 1975. Hinn eilífi þríhyrningur Nýlega fór lögreglumaöurinn Eric George, 24 ára gamall Englendingur, i fangelsi, til þess a& afplána tiu ára dóm. Hann haföi áöur verið fundinn sekur um aö hafa drepiö sænsk- fædda konu sina, Ritu, á heimili þeirra i Essex i Englandi. ör- lögin höguöu þvi svo til, aö Ge- orge varö ástfanginn af vinnu- félaga sinum, Carol Burton, og hinn eilifi þrihyrningur, sem svo oft hefur veriö skrifaö um i ástarsögum, var oröinn aö raunveruleika. Hin svikna eiginkona komst aö þvi, hvernig málum var háttaö, og sagöist ætla aö fara aftur heim til Svi- þjóöar. En henni haföi ekki unn- izt timi til þess, þegar hörmungarnar dundu yfir. Kvöld nokkurt rifust hjónin út af algjörum smámunum, eft- ir þvi sem George sagöi i réttin- um. — Konan min kalla&i mig öllum illum nöfnum, og reyndi að klóra úr mér augun. Ég greip um háls henni og ætlaöi aö reyna aö þagga niöur i henni. Viö duttum um sófann, og höfn- u&um bæöi i honum, en allt i einu hvitnaöi konan min I andliti og hætti aö veina. Þá geröi Eric sér ljóst, aö hann haföi drepiö konuna. Hann geröi sér einnig ljóst, aö enginn myndi trúa þvi, aö þetta heföi veriö óviljaverk, þar sem hann átti ástkonu úti I bæ. Hann ætlaði aö reyna aö láta þetta lita út sem sjálfs- morö, en tókst ekki aö koma þvi nægilega trúanlega fyrir, svo hann lét likið bara liggja uppi á lofti, þar til hann haföi hugsaö ráö sitt. Hann vissi ekki hvernig hann átti aö telja fólki trú um, aö Rita væri farin, en reyndi þaö þó eftir fremsta megni. 1 þrjá sólarhringa lá likið á loftinu, en Carol kom á hverjum degi I heimsókn. George lögreglu- manni leiö ekki sem bezt. Hann hafði'orðiö aö búa til einhverja sögu aö segja vinnuveitanda Ritu og nágrönnunum. Hann vissi brátt ekki sitt rjúkandi ráö. Loks tók hann þaö ráö aö tjalda úti I garöi, og grafa likiö i tjaldinu. Hann hélt áfram aö skemmta sér meö Carol vin- konu sinni, en svo tók einhver grunsemdafullur nágranni hans sig til og hringdi I lögregluna, og eftir þaö var úti um Eric. Hann komst ekki hjá þvi aö viður- kenna afbrot sitt. Nú situr hann sem sagt i fangelsinu og greiöir reikninginn fyrir afbrotsitt. Hér sjáiö þiö hann sitja og lesa i blaöi, en á hinni myndinni er Carol Burton, vinkona hans. ★ ★ íbúðabyggingar ganga erfiðlega Borgaryfirvöld i Paris láta á hverju ári byggja hvorki meira né minna en 15 þúsund nýjar Ibúöir. Þrátt fyrir það á borgin um hver áramót 10 þúsund færri Ibúðir heldur en árið á undan. Ein megin ástæðan fyrir þvi, aö ibúöunum heldur stöðugt áfram aö fækka er sú, að fleiri og fleiri ibúðarbyggingar eru teknar og þeim breytt i skrifstofuhúsnæði. Þetta gerist þrátt fyrir það, að i 20árhafastjómvöld barizt fyrir þvi að fyrirtæki byggi yfir sig fyrir utan Paris. Eitthvað innan viö 30% af ibúðum eru nú inni i borginni sjálfri, siðan eru um 40% I úthverfunum næst mið- borgarkjarnanum. en 30% eru þar fyrir utan. Þegar talað er um ytri úthverfin, er átt við svæði, sem er innan 50 km frá aðalborginni. 1 borginni og út- hverfum hefur tala ibúa aukizt að meðaltali um rúmlega 50 þúsund á ári allt frá árinu 1968, og er nú nálægt 3.8 milljónum. Þessar tölurbyggjast á þvi, að á hverju ári eru byggðar um 100 þúsund ibúðir eða ibúðarhús- næöi, en helmingi fleiri ibúðir eru rifnar á ári hverju, breytt i vinnustaöi, eða verða að nokkurs konar helgardval- arstöðum fólks, sem á aðrar Ibúðir, eða hús, sem það býr i virka daga. Sæmilegur hádegismatur Þaö er enginn annar en sænski iþróttamaöurinn Ricky Bruch, sem hér er aö gæöa sér á hádegisveröinum sinum. Þetta er sæmilegasti hádegisveröur, aö þvi er segir I myndatextan- um. Fyrst boröar Iþróttamaöur- inn fiskbúöing, þrjú egg, tvær brauösneiöar meö osti ofan á, og svo töluvert af mjólk, — en á eftir þessu gleypir hann svo 25 kraftapillur, hvaö sem þaö nú er. DENNI DÆMALAUSI Hann kyssir hana ekki i alvöru Þeir hafa gervimenn tii sliks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.