Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 6. mai 1975. TIMINN 7 Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands: ÁRSTILLAG REYKJAVÍKURDEILDAR- INNAR 4,2 MILLJÓNIR KRÓNA AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Islands var haldinn 18. april s.l. Áður en aðalfundurinn hófst, flutti Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri yfirgripsmikið og fróðlegt erindi um skipun heil- brigðismála i hinum ýmsu þjóð- löndum heims. í þvi sambandi ræddi hann þýðingu frjálsra félagasamtaka i heilbrigðiskerf- inu. Þá flutti Guðmundur Jóhannes- son yfirlæknir skýrslu um starf- semi leitarstöðva á vegum Krabbameinsfélags Islands og deilda þess. í leitarstöðvunum fer fram hópskoðun kvenna, sem ekki hafa sjúkdómseinkenni, og miðast skoðunin við það að finna krabbamein á byrjunarstigi i leg- bol og leghálsi. Hefur þetta verið eitt af aðalverkefnum Krabba- meinsfélags íslands undanfarin ár. Með aðstoð deilda Krabba- meinsfélags Islands viðs vegar um landið hefur tekizt að koma á slikum hópskoðunum um allt land, og er öllum konum á aldrin- um 25-70 ára gefinn kostur á þess- ari rannsókn annað hvert ár. Leitin að krabbameini á byrjun- arstigi i leghálsi og legbol byggist að verulegu leyti á frumurann- sókn. A árinu 1974 voru skoðuð 12827 frumusýni i þessum til- gangi. 1 skýrslu formanns Krabba- meinsfélags Islands, sem flutt var á aðalfundinum, kom fram, að Hrafn Tulinius læknir hefur verið ráðinn yfirlæknir að krabbameinsskráningunni, en hann hefur undanfarið starfað við Alþjóðakrabbameinsstofnunina i Lyon. Krabbameinsskráningin hefur nú starfað i 20 ár, og hefur á þessum tima safnazt mikill efni- viðurtil úrvinnslu og upplýsingar um hinar ýmsu tegundir krabba- meins á íslandi. Verður aðalverk- efni Hrafns til að byrja með að vinna úr þessum gögnum. Formaður gat þess i skýrslu sinni, að Gunnlaugur Geirsson læknir hefði á s.l. ári verið ráðinn til þess að hafa yfirumsjón með frumurannsóknum i Leitarstöð Krabbameinsfélags Islands i Reykjavik. Gunnlaugur hefur hlotið sér- menntun i meinafræði og frumu- rannsóknum i Bandarikjunum, og bindur Krabbameinsfélagið mikl- ar vonir við það, að takast megi að veita honum aðstöðu til þess að byggja upp frumurannsóknir hér á landi til aðstoðar við greiningu á krabbameini i fleiri liffærum, svo sem lungum, maga, þvag- færum og brjósti. Fræðslustarfsemin hefur svo sem undanfarið að mestu verið i höndum Reykjavikurdeildarinn- ar, og hefur fyrst og fremst snúizt um áróður gegn tóbaksreyking- um og almenningsfræðslu um skaðsemi þeirra. Krabbameins- félag Reykjavikur hefur unnið ötullega að fjársöfnun, og afhenti formaður þess, dr. Gunnlaugur Snædal, á aðalfundinum ávisun að upphæð 4. 2. milljónir, sem árstillag til Krabbameinsfélags Islands. Krabbameinsfélag Reykjavikur er stærsta og öflug- asta deildin innan Krabbameins- félags Islands, og var framlag þess næsthæsti tekjuliður Krabbameinsfélags íslands á ár- inu 1974. Hæsti tekjuliður Krabbameins- félagsins var opinber styrkur, sem á árinu 1974 nam rúmlega 6.8 milljónum. A fjárlögum fyrir árið 1975 hefur styrkur þessi verið hækkaður verulega. Vegna herferðar samstarfs- nefndar um reykingavarnir i fjöl- miðlum undanfarið samþykkti fundurinn einróma að senda nefndinni eftirfarandi kveðju: „Aðalfundur Krabbameins- félags Islands, haldinn 18. april 1975, sendir samstarfsnefnd um reykingavarnir kveðjur sinar og þakkar nefndinni fyrir hina ötulu baráttu gegn sigarettureykingum og áhugaverðar ábendingar til almennings i fjölmiðlum undan- farið.” Við stjórnarkosningu var prófessor ólafur Bjarnason endurkjörinn formaður félagsins. Frú Sigriður J. Magnússon, sem setið hefur i stjórn frá stofnun Krabbameinsfélags Islands, baðst eindregið undan endur- kosningu. Þakkaði formaður frú Sigriði fyrir hennar mikla og fómfúsa starf i þágu krabba- meinsfélaganna, og tóku fundar- menn undir það. Færeyjaferö er oöruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, ferðast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um að ferð til Færeyja sé öðruvísi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líkaogekki síður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavík og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. FLUGFÉLAG LOFTIEIDIR ISLA/VDS Félög með beint flug frá Reykjavík og Egilssföðum dralori AÖ mkna vel 1 'ii 1 • DRALON sængin fæst í þrem stærðum og'er fyllt með fjaðurmagnaðri DRALON kembu frá Bayer. DRALON SÆNG — LÉTT OG HLÝ DRALON SÆNG — Á SANNGJÖRNU VERÐI « . BAYER Úrvals trefjaefni GEFJUN AKUREYRI Til sölu 22ja manna Mercedes Benz, árgerð 1971. Þorsteinn Leifsson, Akureyri. Simi 96-23159.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.