Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 6. mai 1975. Jón Skaftason, alþingismaður: ENDURMAT VIDHORFA LÍFSNAUÐSYN Endurmat viðhorfa lifsnauðsyn tslendingar lifa nú óvissutíma i efnahagsmálum, sem ekki er gott að sjá fyrir hvern endi fá. Ennþá er ekkert kreppuástand i landi óg lltið atvinnuleysi, og er mér nær að halda, að vel mætti leysa úr vandamálunum, nyti góðrar forystu — i vlðtækum skilningi — við, og meira trún- aðartraust rikti milli fulltrúa rikisvaldsins og almennings en nú er. Forystulitil og sundur- lynd þjóð vinnur ekki stóra sigra, hvorki hér né annars staðar. Það sýnir sagan okkur. Trúnaðargap Á undanförnum verðbólguár- um hefur heilbrigt verðmæta- mat allt of margra brenglazt. Menn eru I framkvæmdum farnir að reikna með mikilli verðbólgu, sem óhjákvæmileg- um fylgifiski Islenzks efnahags- búskapar. Hver getur undrazt sllkt, ef haft er I huga, að allt tlmabilið frá lokum slðari heimsstyrjaldar hefur rikt hér meiri eða minni verðbólga. Oft- ast miklu meiri en i flestum við- skiptalöndum okkar. Miðaldra Islendingur þekkir ekki annað ástand. Þetta hefur valdið þjóð- inni ómældu tjóni slðustu ára- tugina, og þá ekki slzt lágtekju- fólki, elli- og öðrum llfeyrisþeg- um og sparifjáreigendum. Margir hafa hins vegar lært á kerfið, og margir eru þeir spá- kaupmennirnir, sem matað hafa krókinn á þessu ástandi. Allir stjórnmálaflokkar, full- trúar hagsmunasamtaka og einstaklingar, sem tala um verðbólgu, segjast eindregið mótfallnir henni. Samt geysist hún áfram. Fólkið spyr hverju sé um að kenna. Og svörin eru mörg og margvisleg. Einn segir þetta, annar hitt, og niðurstaðan verður sú, að allir eru tor- tryggðir. Þessi atburðarás er undirstaða þess trúnaðargaps, sem orðið er ægilegt, ekki ein- asta milli handhafa rikisvalds þ.e. rikisstjórnar og Alþingis annars vegar og almennings hins vegar, heldur og forystu- manna I launbegasamtökun- um og félagsmannanna. Þetta höfum við fengið staðfest sið- ustu vikurnar á áþreifanlegan hátt. I þessum jarðvegi dafnar slðan lýðskrumið einkar vel. ,,Ég skal allt fyrir þig gera, kæri vinur, bara að þú styðjir mig til valda og áhrifa!” Þetta ástand er fyrir hendi hér, og það ógnar þjóðarhag. Hvernig má komast út úr þvi? Miklar framfarir. Þrátt fyrir þessa veilu i fari okkar getur enginn neitað þvl, að miklar efnahagsframfarir hafa orðið á íslandi slðustu ára- tugina. En það má ekki fylla okkur ofmetnaði og loka sjónum okkar fyrir því sem aflaga fer. Mikið af þessum framförum má llka þakka hagstæðum ytri skil- yrðum, hagkvæmum viðskipta- kjörum og góðum afla. En allt um það. Framlag vinnandi Is- lendinga I þessum framförum er stórt. Við hefðum þó tvimælalaust Þjóðkirkjan með sumarbúðir ó fjórum t BYRJUN júnimánaðar fer af stað öll starfsemi i Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar. Þær hafa verið starfræktar um árabii á nokkrum stöðum á landinu og eru sumar- búðimar við Vestmannsvatn og i Skálholti I sinu eigin húsnæði, en i leiguhúsnæði, þ.e. barnaskóium, á Eiðum og I Iiolti. I sumarbúðum Þjóðkirkjunnar er leitazt við að gera börnunum dvölina sem skemmtilegasta og gagnlegasta. Holl og góð llkam- leg Iþrótt er stunduð af kappi eftir þvl sem aðstæður leyfa og útivist er mikil, farnar göngu- og könn- unarferðir. Kvöldvökur eru á hverju kvöldi Aðalfundur Blaðamanna- félagsins Aðalfundur Blaðamannafélags tslands verður haldinn laugar- daginn 10. mai kl. 2 i Kristalsal Hótel Loftleiða. stöðum og er þar leggja börnin fram sinn skerf. Með sumarbúðaleiðtogun- um æfa þau stutt leikrit og helgi- leiki og koma með eigin efni til flutnings fyrir jafnaldra sina. Er þessi hluti kvöldvökunnar mjög þroskandi fyrir börnin og hvert kvöld er slðan endað með lestri og spjalli við þau úr bibliunni. A hverjum degi er einnig fræðslu- stund I bibllusögumog er t.d. oft gerð einhvers konar vinnubók út frá efni þvl, sem fjallað er um I Bibllufræðslunni. I Skálholti er þvl þannig hagað að hverjum söfnuði I Reykjavik ásamt Snæ- fellsnesi og Suðurnesjum, er gef- inn kostur á að senda börn frá sér til vikudvalar. Sextiu börn kom- ast að I einu og ef söfnuðurinn nær ekki að fylla sinn flokk fyrir 10. mal er fyllt I þá með almennri innritun. Upplýsingar um sumarbúðirn- ar I Skálholti fást á Skrifstofu Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunn- ar, Biskupsstofu, og um aðrar sumarbúðir á vegum Þjóðkirkj- unnar veita viðkomandi sóknar- prestar allar upplýsingar. getað gert betur. Ástæða þess, að svo varð ekki, er fyrst og fremst sú, að yfirstjórn efna- hagsmála hefur verið of reikul og hrakizt um of fyrir sjó og vindum, ef svo mætti segja. Mögur og feit timabil hafa skiptzt á eftir aflabrögðum og markaði, og stjórnvöld hafa of oft verið rög við að beita tiltæk- um hagstjórnartækjum til þess aö jafna út sveiflurnar. Þetta hefði m.a. verið hægt með auk- inni notkun verðjöfnunarsjóða i sjávarútvegi. Þá hefur andstaða sumra valdamikilla manna við stofnun nýrra útflutningsatvinnugreina oft á tlðum borið Iltilli framsýni vitni. Að efla nýjár útflutnings- greinar við hlið sjávarútvegsins hefði tryggt gjaldeyrisöflunina betur og eflt efnahaginn. Ég áli't, að margir eigi sök á þvl, hversu litill árangur af bar- áttunni gegn verðbólgu hefur orðið hérlendis. Sök okkar stjórnmálamannanna er ekki hvað minnst, þvl að oftast hafa önnur markmið verið okkur eftirsóknarverðari en efnahags- legt jafnvægi. Bölvaldur 1 mlnum huga er enginn efi á því, að óstöðugleikinn i þjóðar- búskapnum er meginorsök hinnar hættulegu verðbólguþró- unar, og hún er aftur meginor- sök flestra efnahagserfiðleika nú. Hún er orsök síendurtekinna gengisfellinga og vfðtæks styrkjakerfis I atvinnullfinu, sem kemur i veg fyrir hag- kvæma þróun framleiðsluþátt- anna. Hún er orsök ónógs láns- fjár og hárra vaxta. Hún er or- sök vinnudeilna og minni hag- vaxtar, sé yfir lengra timabil litiö. Þannig mætti áfram telja. Ég hef stundum átt erfitt með að stilla mig, er ég hlýði á þrumuræður manna um bölvun of hárra vaxta og frystingar lánsfjár. Manna, sem ég hef ekki vitað að legðu sig sérstak- lega fram um að halda verð- bólgu I skefjum. Þeir rufla sam- an orsökum og afleiðingum. Þvi miður virðist mér, að i reynd skorti á nægan skilning hjá þjóðinni á þeirri hættu, sem fylgir langvarandi verðbólgu. Ég dreg t.d. I efa eftir 16 ára þingsetu, að nokkur flokkur setji baráttu gegn henni i reynd númer eitt I forgangsröð. Og hvi skyldu þeir gera það, ef þing- menn trúa þvl, að önnur for- gangsverkefni gefi meira kjör- fylgi? A þingsetutíma minum hef ég sjálfur rætt við eða vitað af, að sendinefndir hvaðanæva af landinu gengu á fund þing- manna til þess að reyna að fá fjárveitingar til framkvæmda. Þaö er vel skiljanlegt. En ég minnist þess ekki að hafa fregnað af einni slikri, sem krefðist þess, að þingmenn stæðu sig betur i baráttunni við verðbólguna. I sannleika sagt finnst mér það gegna furðu, hve mikill tími á Alþingi fer I þref um minni háttar atriði, meðan þau stóru gleymast. Getum við ekki breytt þessu, verður verk- efni alþingismanna við stjórn efnahagsmála álika vonlaust og þeirra, sem eru að reyna að bera vatn I botnlausri fötu. Glataður er geymdur eyrir Náttúran skammtar okkur sem öðrum flest llfsgæði. Við þurfum þvl að snlða okkur stakk eftir vexti og aðstöðu. Færasthelzt ekki meira I fang I einu en skynsamlegt má telja, og skipta þjóðartekjum sann- gjamlega. Okkur greinir á um hvemig þetta verði bezt gert, og við deilum. Það köllum við stjórnmálabaráttu. Vandinn er sá að halda þeirri baráttu innan skynsamlegra marka, þvi að ella skerðir hún flestra hag. Mörg undanfarin ár hafa þjóöartekjur vaxið ár frá ári. Við höfum haft stærri köku til skipta. I ár snýst þetta við. Kak- an verður minni en I fyrra sök- um versnandi viðskiptakjara og minni afla. Einhverjir þjóðfé- lagshópar fá þvl minni sneiðar en 1 fyrra. En verða það þeir, sem mesthafa fyrir og bezt þola það? Það væri réttlátt. Þetta er yfirlýst stefna rlkisstjórnarinn- ar. En margir vantreysta henni I þvl efni og trúa engum tölum, sem frá opinberum aðilum koma. Þetta er mikið vanda- mál. Margir spyrja líka sjálfa sig og aðra, hvort auðna okkar sé slík, að okkur takist á næst- unni að leysa vanda launamál- anna á réttlátan hátt og án þess að setja allt úr skorðum. Bundn- ir togarar og óhófleg kröfugerð hátekjumanna hvetur ekki til bjartsýni I þeim efnum. Bolfiskaflinn fer minnkandi ár frá ári, þrátt fyrir slstækk- andi fiskiflota. Hvað er að ger- ast? Erum við að eyða undir- stöðum llfskjara með taumlitilli frekju i stundarhagsmuni? Rányrkjum við miðin? Ofbeit- um við landið? Kaupum við framkvæmdir of dýru verði á kostnað efnahagsjafnvægis? Enginn kemst hjá þvf að hug- leiða þessar og svipaðar spurn- ingar nú. Á nýliðnu ári varð viðskipta- hallinn við útlönd óhagstæður um 15.500 milljónir króna. Digrir gjaldeyrissjóðir eyddust upp. Rikissjóð vantaði á þessu mikla tekjuári 3.000 milljónir króna til þess að endar næðu saman. Verðbólgan jókst um 50- 60% og er þá fátt eitt talið. Spumingin nú er sú, hvort okkur takist að snúa þróuninni við á þessu ári. Um það er allt á huldu og mörg ljón á veginum. Mér virðist mikilvægast að ráðast gegn aðalbölvaídinum, verð- bólgunni, og hefja vægðarlausa baráttu gegn henni. Nýsam- þykktar efnahagsráðstafanir á Alþingi miða að því. Þótt þær séu óvinsælar- hjá mörgum eru þær óumflýtjanlegar og ég læt mér a.m.k. I léttu rúmi liggja frýjunarorð þeirra, sem ekki þorðu að takast á við vandann og hlupust undan merkjum. Keppa þarf að efnahagslegu jafnvægi og útrýmingu verð- bólguhugsunarháttarins. Slikt veröur ekki auðvelt. Innflutn- ingshömlur eru neyðarúrræði en geta þó átt rétt á sér, ef ekki er völ á öðru betra. Bezt væri, að menn ráðstöfuðu fjármunum slnum með frjálsu vali og af skynsemi af þvi að þeir fengju nýjan skilningá þvi, að krónan sé verðmæti, sem óhætt sé að eiga. Þyngri króna er pvl nauð- Frétt úr Kjósar- sýslu Fyrir nokkru efndi Fram- sóknarfélag Kjósarsýslu til almenns fundar um stjórn- málaviðhorfið. Fundurinn var haldinn I félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Að- staða þar er mjög góð til fundahalda. Húsið er stórt og gefur mikla möguleika til fé- lagsstarfsemi, en slikt er til mikilla bóta, þar sem félags- llf hefur staðið með miklum blóma I vetur. Á áðurnefndum fundi Framsóknarfélagsins mætti Jón Skaftason alþ’ingismað- ur. Hann gerði mönnum grein fyrir því stjórnmálaá- standi, sem nú rlkir I land- inu. Einnig kom hann inn á ýmsa aðra mikilsverða punkta, en hluti ræðu Jóns verður birtur hér á eftir. I upphafi fundarins ræddi Haukur Nielsson, formaður Framsóknarfélagsins, um viðhorf sýslunga til stjórn- málanna. Hann gat þess, að mikil óánægja ríkti með slmamál Mosfellssveitar, og væri svo komið, að menn væru fljótari að fara til Reykjavlkur en að hringja. I lok ræðu Jóús .Skaftasonar urðu allfjörugar umræður, sem stdðu fram á kvöld, en mikil stemmning ríkti á fundinum. syn.En hvernig má þetta verða 1 verðbólguþjóðfélagi, þar sem meginboðorðið virðist vera „Giataður er geymdur eyrir”. Til þess þarf kjark forystu- manna og góðan skilning al- mennings á eðli vandamálsins. Varnarbarátta Um sinn verður stjórn efna- hagsmála hrein varnarbarátta, þar sem reynt verður að koma i veg fyrir atvinnuleysi. Gæta verður þess, að hlifa þeim tekjulægstu. Aðrir geta axlað nokkrar byrðir, svo að hjól at- vinnulífsins snúist. Það er að sjálfsögðu aldrei vinsæltað sitja I ríkisstjórn þeg- ar þannig árar. En einhverjir verða þá að gera það. Ég er sahnfærður um, að eftir siðustu alþingiskosningar og við þær aðstæður, sem þá ríktu, var nú- verandi rikisstjórnarsamstarf það eina, sem mögulegt var. Ég fullyrði, að hjá fyrrverandi stjórnarflokkum var mjög tak- markaður vilji til þess að efna til nýrrar vinstri stjórnar. Veikasti þátturinn hjá vinstri stjórnum virðist mér vera út- haldsleysið og skortur á sam- stöðu um nauðsynleg úrræði i efnahagsmálum við slæm ytri skilyrði. Þær virðast bókstaf- lega ekki þola slæma tlma. Þrjár vinstri stjórnir slðustu þrjá áratugina.sem hver um sig hefur starfað 2 1/2 ár gefa mér tilefni til þess að fullyrða þetta. Þetta er sorglegt að þurfa að viðurkenna, en staðreynd er það engu að slður. Félagshyggjufólk á aö krefjast skýringa á þessu hjá forystumönnum sinum og vera gagnrýnið á skýringar þeirra. Nú skiptir miklu að þing og stjórn viki sér ekki undan vand- anum, þótt freistandi væri. Mik- iö er rætt um niðurskurð fjár- laga um 3.500millj. kr. og harð- lega gagnrýnt af mörgum. En þvi miður, ytri aðstæður og efna- hagsleg óstjórn margra ára gerir þetta óhjákvæmilegt. En þing og stjórn, þótt voldug séu, ráða ekki framvindu mála nema að hluta. Svonefndir aðilj- ar vinnumarkaðarins gegna þar stóru hlutverki og allur almenn- ingur I reynd lika. Skilja allir þessir aðiljar sinn vitjunar- tima? Á þvi veltur óendanlega mikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.