Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 9
ÞriOjudagur 6. mal 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viO Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Þrásetumaður á hárri súlu Til eru menn, sem hafa getið sér eins konar frægð fyrir það að sitja langtimum saman uppi á háum súlum, likt og skarfar á bergi i úteyjum. Dagblaðið Visir, annað aðalblað Sjálfstæðisflokks- ins, varð sér fyrir allnokkru úti um viðlika orðspor fyrir þá kenningu, að mestir óþurftarmenn og dragbitar i landinu væri það fólk, sem ræktar jörðina og framleiðir hin hollustu matföng handa þjóðinni, milljarða virði á ári hverju. Enginn af vandamönnum Visis hefur orðið til þess að bera brigður á þessa skritnu og margend- urteknu kenningu þrásetumannsins á súlunni, nema siður sé. Aftur á móti hefur hann nú vikkað kenningu sina i hverri forystugreininni af annarri að undanförnu, og verður ekki annað séð en það sé gert með fullri velþóknun allra, sem að útgerð Vis- is standa. Nú heitir þetta orðið kenningin um „hina voldugu þrýstihópa, sem mergsjúga þjóðfélag okkar.” Komið er upp úr kafinu, að það eru ekki bændur einir, sem þjóðfélagsbölinu valda, heldur ekki sið- ur sjávarútvegurinn, landsbyggðin og allt vinn- andi fólk i landinu: ,,í fremsta flokki þessara þrýstihópa eru land- búnaðurinn, sjávarútvegurinn, launþegasamtök- in, landsbyggðin og kjördæmin,” segir Visir. Fleiri „þrýstihópar” eru ekki nafngreindir, enda er hér flest tiundað af þvi, sem heldur uppi siðmenntuðu þjóðfélagi og gerir yfirleitt lift i land- inu. Samt er gefið i skyn, að fleira sé til af óþurft- arfólki á baksviðinu, þótt Visir geymi sér að leiða það til opinberrar krossfestingar. Siðan kemur lýsingin á náðinni, sem þetta skelfilega fólk nýtur, og afleiðingum hennar: „Með hinum svonefndu efnahagsráðstöfunum er reynt að finna nýtt jafnvægi milli hagsmuna þrýstihópanna, og þá vitanlega á kostnað annarra hópa þjóðfélagsins, til dæmis almennings.” Það kann reyndar að flögra að einhverjum, að sá „almenningur,” sem eftir er, þegar sleppt er þeim, sem eiga beina hagsmunalega samleið með „þrýstihópunum,” svo rausnarlega framtöldum sem þeir eru, muni heldur fáliðaður. En þá fyrst verður þessi „almenningur” þunnur i roðinu, ef litið er til óbeinna hagsmuna. Þegar bændur hætta að erja jörðina, fiskimenn að færa fisk að landi og launþegar að sinna störfum á þeim þúsundum ver- stöðva, er þeir bera uppi, mun sem sé fljótt reka að þvi, að siðasti móhikaninn lepji dauðann úr kráku- skel i einsemd sinni, og kenningasmiðin verði létt i maga, áþekkt og flautirnar á fyrri timum. Þó að einhverjum kunni að virðast það hugljúf kenning, að peningarnir, „fjármagn þjóðarinnar,” eigi að streyma frjálst eftir þeim farvegum, sem liggja til stórgróðavona, þá er hætt við, að þeir komist fljótt i ónotalega snertingu við möl og ryð, ef þeir farvegir liggja frá undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar, framleiðslugreinunum, og þeim stöðvum, er þar leggja langmest að mörkum. An blómlegrar framleiðslu er ekkert og enginn til þess að græða á. Farvegirnir þorna eins og rás á söndum i þurrkatið. Efnahagskerfi okkar kann að vara gallað, jafn- vel meingallað, og ýmsir hópar of kröfuharðir, en Visir bendir á veg dauðans. — jh Weekendavisen: Portúgalsstjórn hefur gert ítalska kommún- istaflokknum óleik Kristilegi demókrataflokkurinn er enn tregari til stjórnarsamstarfs en áður 14. FLOKKSÞING Komm- únistaflokks ttaliu var haldið dagana 18. til 23. marz. Clelio Darida, borgarstjóri Kristi- lega demókrataflokksins I Róm, var boðinn hjartanlega velkominn. Andrei Kirilenko, formanni rússnesku sendi- nefndarinnar, var fagnað með dynjandi lófataki. Erlendar sendinefndir sátu til vinstri handar leiðtogum flokksins, þeim Luigi Longo forseta og Enrico Berlinguer formanni. Hægra megin við þá sátu fulltrúar annarra flokka á ítaliu, og eins fulltrúar mennta- og listamanna. Allt bar þetta vott um þann mikla áhuga og óskiptu eftirtekt, sem Kommúnistaflokkur ítaliu vekur sem annar fjöl- mennasti flokkur i landinu og fjölmennasti stjórnarand- stöðuf'.ikkurinn. ENRICO Berlinguer flutti setningarræðuna. Hún snerist einkum um hið „sögulega samkomulag”, eða hugsan- legt stjórnarsamstarf kaþólskra manna og komm- únista. í munni Berlinguers er „samkomulagið” fyrst og fremst krafa um, að Kristilegi demókrataflokkurinn breyti um stefnu, enda lagði sendi- nefnd hans eyrun betur við en flestir aðrir fundarmenn. En fregnir af atburðunum i Portúgal spilltu strax á fyrsta degi þvi vinsamlega andrúms- lofti, sem rikti við setningar- athöfnina. Sendinefnd Kristi- lega demókrataflokksins gekk af fundi til þess að andmæla þvl, að kristilegir demókratar fengu ekki að taka þátt I kosn- ingabaráttunni I Portúgal. Amintore Fanfani, formaður flokksins, hafði skipað fyrir um þetta. FANFANI tók þessa ákvörðun án samráðs viö aðra leiötoga flokksins, eins og þá Aldo Moro forsætisráðherra og Mariano Rumor utanrikis- ráðherra. Þar á ofan for- dæmdu sóslalistar þessa ákvörðun ekki slður en komm- únistar. Vinstri armur Kristi- lega demókrataflokksins var hvergi nærri ánægður með ákvörðunina. Leiðtogar hans töldu hana ýmist „fljótræði” eða „óþarfa”. Luigi Granelli, leiðtogi eins hinna óánægðu hópa innan Kristilega demó- krataflokksins, sagði til dæmis: „Nauðsynlegt er að nota skynsemina, en láta ekki til- finningarnar einar ráða”. Andrei Kirilenko lýsti sam- úð sinni með fulltrúum Kommúnistaflokks Portúgals, sem þarna voru staddir. Þeir kröföust þess á lokuðum fundi meö Berlinguer, að hann lýsti stuöningi við ákvarðanir flokks þeirra. Berlinguer svaraöi þvi til, að flokkurinn i Portúgal hætti á að verða bannaöur, ef hann héldi uppteknum hætti. ANDRÚMSLOFTIÐ á fyrsta degi flokksþingsins gaf einna helzt til kynna, að þátt- taka kommúnista I rikisstjórn væri alveg á næsta leiti. Á sið- asta degi þingsins var flokkur- inn hins vegar kominn i vörn, og málgagn Kristilega demó- krataflokksins, II Popolo, við- hafði sama orðbragð og tiðkað var, þegar heiftin gegn kommúnistum var hvað mest. A svipstundu var búið aö lima Enrico Berlinguer, fonnaöur italska Kommúnistaflokksins. Amintore Fanfani formaður Kristilega demókrataflokks- ins. upp áróðursspjöld frá Kristi- lega demókrataflokknum vlðs vegar um Róm, og á þeim stóð: „Það sem gerðist I Portúgal, mun einnig gerast á ttaliu”. Einn af forustumönnum Kommúnistaflokks ttaliu Gian Carlo Pajetta, vakti sérstaka athygli á þvi I ræðu sinni á flokksþinginu, að ekki mætti jafna saman aðstæðum I Portúgal og á ttaliu. t Portú- gal væri náin samstaða með hernum og vinstriöflunum, og af þeim sökum væri nær að ltkja ástandinu I Portúgal viö ástandið i Alsir eða Egypta- landi en á ttaliu. Hitt væri þó ef til vill enn mikilvægara, að Kristilega demókrataflokkn- um á Italiu mætti ekki með nokkru móti likja við hinar ýmsu hreyfingar kaþólskra manna I Portúgal. Fulltrúar kaþólskra á Italiu hefðu tekið þátt i baráttunni gegn fasism- anum, alveg eins og hliðstæð- ur flokkur i Þýzkalandi hefði barizt gegn nasistum. A siðasta degi flokksþings- ins tók Berlinguer beina af- stöðu gegn þeirri ákvörðun, sem Portúgalir höfðu tekið. Hann sagði hana ekki aðeins útiloka einstaka menn, sem gæti verið réttlætanlegt, heldur stóran hóp fólks, sem fylgdi ákveðnum stjórnmála- flokki. Hann gekk meira að segja svo langt, að gagnrýna stjórnarform hersins i Portú- gal. tTALSKIR kommúnistar hafa hvað eftir annað lagt áherzlu á, að þeir væru með öllu óháðir Sovétmönnum. Þeir fordæmdu til dæmis inn- rásina I Prag. Sagt er og, að rétt fyrir siðustu forseta- kosningar á Italiu hafi Amin- tore Fanfani, frambjóðandi Kristilega demókrataflokks- ins, lagt leið sina til Rússlands til þess að biðja um stuðning. Honum á að hafa verið heitið stuðningi þar, en þegar að kjörborðinu kom, greiddu italskir kommúnistar atkvæði gegn honum. Þrátt fyrir þetta er litiö svo á, að fordæming aðfara Kommúnistaflokks Portúgal hafi verið eins konar örþrifa- ráð. Kommúnistar á Spáni, I Frakklandi — og i Portúgal — hafa krafizt þess, að Kommúnistaflokkur ttaliu stæði með þeim. Margir lita þannig á framvinduna, að Kommúnistaflokkur Italiu hafi nálgast evrópska jafnað- armannaflokka verulega með afstöðu sinni á flokksþinginu, og siður en svo staðfest sam- búð sina og samstöðu meö þeim flokkum, sem berjast ákafast „gegn heimsvalda- sinnum”. Viðbrögð erlendra sendi- nefnda voru i samræmi við þetta álit. Sendinefndir Rússa og Portúgal tóku með hang- andi hendi þátt i hátiðahöldun- um I lok flokksþingsins og hröðuðu sér síðan úr landi. HAFI einhverjir félagar i Italska Kommúnistaflokknum óttazt, að ræða Berlinguers á lokadegi flokksþingsins yrði skilin sem eins konar viður- kénning á Amintore Fanfani, þá hefur sá ótti verið gersam- lega ástæðulaus. Og hafi Fan- fani gert ráð fyrir, að komm- únistarhliðruðu sér hjá að for- dæma aðfarir Portúgala og staðfestu þar með sem rétt það álit hans, að „hið sögulega samkomulag” komi ekki til mála og sé gersamlega óraun- hæft, þá hefur honum ekki siður skjátlazt. Berlinguer lagöi höfuð- áherzlu á i ræðu sinni, aö ekki skipti mestu máli, hvenær kaþólskir og kommúnistar hæfu stjórnarsamstarf, heldur hitt, að úr þvi yröi einhvern tlma, þar sem stjórnmála- vandinn á ttaliu yrði ekki leystur með öðru móti. Jafn vandasamt verk hlýtur óhjá- kvæmilega að taka alllangan tlma, sagði Berlinguer, en Kristilegi demókrataflokkur- inn yrði alveg tafarlaust að breyta stefnu sinni. Flokksformaður Kommún- ista sagði óbeint, en afar skýrt eigi að siður, að Fanfani væri greinilega ekki rétti maðurinn til þess að koma þessu i kring. Annars var ræðan öll bein per- sónuleg árás á formann Kristilfcga demókrataflokks- ins. RÆÐAN var mjög ólik þvi, sem ræður Berlinguers eru vanar að vera. Hann sneiðir alla jafna hjá öllum orðalengingum, forðast tilfinningasemi og reynir að vera fáorður og gagnorður. Enginn efi er á þvi, að hann var fyrst og fremst að tala til þeirra manna Kristilega demókrataflokksins, sem hafa orðið að horfa upp á það und- angengið ár, að flokkur þeirra hefur klofnað meira og meira undir forustu Fanfanis, en honum hefur farizt for- mennskan óhönduglega aö flestra dómi. Varla verðurtekin ákvöröun um, hvort Fanfani eigi að láta af formennsku eða ekki, fyrr en að afstöðnum héraða- kosningunum I júní. Komi þar I ljós, að ekki beri tilætlaðan árangur sú heiftúðuga barátta gegn kommúnistum, sem hann hefur gengizt fyrir sem formaður Kristilega demó- krataflokksins, þá verður að telja óliklegt, að honum verði falin formennskan áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.