Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 6. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 14 búninginn. Gættu þess að þvo vel á þér hárið. Það verður að vera hreint, áður en ég snerti það. — Hvað áttu við með því? — Ég verð að klippa það. — Hvað ertu að tala um? Þú klippir mig ekki. Þú kemur hvergi nærri höfðinu á mér með nein skæri. — Ég sagði þér, að þetta mættu allir þola. Það er leitað á öllum. Allt f rá bílaþjóf um niður í fyllibyttur. Allir fara í sturtu. Þeir síðhærðu eru klipptir. Þú færð hreina dýnu. Við viljum fá hana hreina, án bló blóðmaurs eða flóar. Hvað vitum við um það, hvar í fjandanum þú hefur sofið? Á ökrurri eða lúsahreysum? — Þú klippir mig ekki. — Ég þarf ekki að beita miklum fortölum til að tryggja þér aðra þrjátíu og fimm daga hérna. Þú virðist nógu æstur að komast inn. Það er bezt að þú leikir leikinn á enda. Hvers vegna læturðu ekki undan? Það er bezt fyrir okkur báða. Galt — skrepptu upp og sæktu skærin, rak- krem og rakhnífinn. — Ég skal samþykkja sturtuna, sagði Rambo. — Það er nóg í bili. Viðgerum aðeins eitt i einu. Rambo gekk hægt í átt að sturtuklefanum. Teasle leit aftur á svipuörin á baki hans. Klukkan var nærri sex. Skýrsla ríkislögreglunnar myndi bráðlega kom.i^Þejor hann hugsaði um hvað tímanum leið, taldist honum svo til, að klukkan væri nærri þrjú í Californiu. Hann var ekki viss um hvort hann ætti að hringja nú. Ef hún hefði skipt um skoðun væri hún þá búin að hafa samband við hann. Það væri aðeins þvingun ef hann hringdi. Það myndi fæla hana enn lengra burt, Þó varð hann að reyna. Þegar hann væri búinn að sinna þiltinum gæti hann ef til vill hringt og rætt við hana, án þess að minnast á skilnað- inn. Hvern ertu að blekkja? Þú spyrð fyrst af öllu hvort hún hafi skipt um skoðun. Inni í sturtuklefanum skrúfaði Rambo frá sturtunni. Tíundi kafli. Gryf jan var tíu fet á dýpt. Breiddin var ekki meiri en svo, að hann gat tæplega setið með útr'étta fætur. Á kvöldin komu þeir stundum og lýstu með vasaljósi til að gægjast niður um bambusgrindina og skoða hann. Skömmu eftir dögun fjarlægðu þeir grindina og hífðu hann upp til að strita f yrir sig. Það voru sömu f rumskóg- arbúðirnar og þeir höfðu pyntað hann í. Sömu stráþöktu kofarnir og fagurgræn f jöllin. Meðan hann var meðvit- undarlaus gerðu þeir að sárum hans. Það skildi hann ekki til að byrja með. Hann var mikið særður. Djúpir skurðir á brjóstinu, þar sem liðsforinginn hafði stungið hann hvað eftir annað með mjóum hnif og rist með hon- um þvert yfir brjóst hans. Það gnísti þegar hnifurinn snerti rifbeinin. Sundurrifið bak hans. Liðsforinginn hafði læðzt aftan að honum og byrjaði snögglega að húð- strýkja hann. Fótur hans var illa farinn. En þegar árásin var gerð á herdeildina og hann handtekinn voru beinin ekki brotin. Aðeins lærisvöðvinn var skaddaður. Það leið því ekki á löngu, áður hann hann f ór að haltra. Nú voru þeir hættir að yfirheyra hann, hótuðu honum ekki lengur. Þeir yrtu ekki einu sinni á hann. Þeir sýndu honum hvað átti að vinna með bendingum, henda skólpi, grafa kamra og kveikja bál til að elda við. Hann hélt að þögn þeirra væri refsing við sig, af því hann þóttist ekki skilja málið. En á kvöldin heyrði hann ávæning af tali þeirra niður igryf juna. Af því gat hann ráðið, að jafnvel meðan hann var meðvitundarlaus hafði hann ekki sagt þeim það, sem þá fýsti að vita. Leifarnar af herdeild hans hlutu að hafa haldið á áfangastað eftir fyrirsátina og handtöku hans. Nú heyrði hann rætt um uppsprengdar verksmiðjur. Þessi f jallabækistöð var nú ein margra, sem leitaði annarra amerískra skæruliða. Brátt juku þeir við störf hans. Vinnan varð erfiðari, maturinn minni, vinnutíminn iengri og svefninn minni. Hann skildi hvert stefndi. Of langt var um liðið til að hann vissi hvar flokkur hans var niðurkominn. Og þar sem hann gat ekki veitt þeim upplýsingar, gerðu þeir að sárum hans til að geta leikið sér að honum — og athugað hversu mikið strit hann þyldi, án þess að drepast. Hann ætlaði sannarlega að láta þá bíða eftir því. Það var ekki margt sem þeir létu hann þola, sem þjálfarar hans höfðu ekki látið hann reyna. Sérsveita skólinn. Hann var látinn hlaupa fimm mílur fyrir morgunverð og tíu mílur eftir morgunverð. Hann kastaði upp morgunverðinum meðan hann hljóp. Allir urðu að halda sig í röðinni. Þeir sem stoppuðu til að æla fengu að hlaupa aðrar tíu mílur í refsingarskyni. Þeir voru látnir klifra upp háa turna, öskra númerin sín til stökkstjórans, hoppa með fæturna saman eða bundna. Þeiröskruðu eitt þúsund, tvö þúsund, þrjú þúsund, f jögur þúsund þegar þeir stukku. Magínn fór upp undir háls í honum og hann stífnaði rétt áður en hann skall á jörðina. Þeir sem hrösuðu í röðinni gerðu þrjátíu armbeygjur og aðra aukalega fyrir f lugliðið. Ef þeir öskruðu ekki nógu hátt fyrir flugliðið bættust við aðrar þrjátíu armbeygjur. ásamt enn annarri ,,fyrir Þriðjudagur 6. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir les þýðingu sina á sögunni „Stiiart litla” eftir Elwyn Brooks White (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: ,,Bak við steininn’1 eftir Cæsar Mar Valdimar Lárusson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litii barnatfminn Finn- borg Scheving og Eva Sigurbjörnsdóttir fóstrur st jórna. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir..’ Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sálin f frumstæðum trú- arbrögðum Haraldur Ólafs- son lektor flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Sérkennsla Jónas Páls- son skólastjóri flytur annað erindi sitt. 21.20 Tónlistarþáttur i umsjá Jóns Ásgeirssonar. 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja testamentið Dr. Jakob Jónsson talar um hvita- sunnuna. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón HelgasonHöfundur les (11). 22.35 Harmonikulög Leo Aquino leikur lög eftir Petro Frosini. 23.00 A hljóðbergi Sjálfsmynd á æskudögum. Úr bréfum og ljóðum bandarisku skáld- konunnar Emily Dickinson frá árabilinu 1845 til 1858. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 6. mai 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og augiýsingar 20.35 Helen — nútimakona Bresk framhaldsmynd. 11. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 10. þáttar: Vinnuveitandi Helenar býð- ur henni og börnunum I heimsókn. Þau skemmta sér saman um daginn og fer vel á með þeim. Um kvöldið ber hann upp bónorð við Helenu, og hefur, að þvi er viröist, hugsað sitt ráð vel og rækilega. Helenu er ljóst að þetta er kostaboð, en hún lætur þó ekki til leiðast. 21.30 Kappsiglingin miklaÁrið 1973 var efnt til kappp- siglingar umhverfis jörðina með viðkomu I Sidney, Höfðaborg og Rio de Janeiro. 1 kappsiglingu þessari tóku þátt 17 segl- skútur með hátt á annað hundrað manna innanborðs. Breskir sjónvarpsmenn fylgdu þessum friða flota og kvikmynduðu keppnina og ýmsa atburði i sambandi við hana. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.15 Heimshorn Frétta- skýringaþáttur. Umsjónar- maður Sonja Diego. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.