Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriOjudagur 6. mai 1975. Hvað er svo bobið I þennan flotta grip? Timamyndir: Gunnar. Á uppboði hjá lögreglunni: GÖMLU HJÓLIN SELDUST Á SVIPUÐU VERÐI OG NÝ BH-Reykjavik. — Þaö var ekkert óskaplega hiýtt i veðri I portinu við lögreglustööina á laugar- daginn, þegar fram fór uppboð á alls konar óskiiamunum, sem verið hafa í vörzlu lögreglunnar úr hófi fram, án þess nokkur eig- andi hafi að þeim fundizt. Allt seldist, sem þarna var á boöstól- um, enda mikið fjör i uppboöinu, og sjálfsagt hefur ýmsum hitnað i hamsiviðaðbjóða Imunina.enda þótt naumast verði sagt, að allt hafi verið gersemar, sem þar hlaut eigendur. Hins vegar er ekki kunnugt um að menn hafi endurheimt eign sfna og orðið að gjalda fyi o, en slfkt er reyndar möguleiki^ Og peningarnir streymdu til hans Jóns Jónssonar, sem vissulega er enginn viövaningur á slikum samkundum, en sat I skjóli meö sigarettu I munnvikinu oggleraugun áslnum staö_„skráöi allt samvizkusamlega I píótókoll, svo aö allt færi réttilega fram. Mest var fjöriö i boöinu á farar- skjótum á þrem eöa tveim hjól- um. Þessir á þrem hjólum fóru yfirleitt á eitthvaö um fimm þúsund krónur, en þessir á tveim fóru á allt upp I sautján þúsund krónur. Þá er eftir aö vita, hvort menn hafa grætt á viöskiptunum. Samkvæmt upplýsingum frá Reiöhjólaverksmiöjunni örninn kosta þrihjól, splunkuni og gljáandi, kr. 4.100.00 Karlmanns- reiöhjól, jafnný og gljáfægö, meö bögglabera og bjöllu, kosta 19.940.00, og tjáöi verzlunarmaöur þar okkur, aö væntanleg væru ensk, fin hjól, sem myndu kosta eitthvaö svipaö. Jón skráir allt i prótokollin. LEITAÐ AN ÁRANGURS Gsal-Reykjavik — Þrátt fyrir Itarlega og skipulagöa leit um helgina aö Siguröi Þ. Ágústs- syni, 53 ára, hefur enn ekkert tilhans spurst. Siguröur fór að heiman frá sér á föstudags- morgun og kom þann dag ekki i vinnu, svo og ekki til viðtals við lækni sem ráðgert hafði verið. A laugardagsmorgun var auglýst eftir bil hans I út- varpinu, og siðar var auglýst eftir manninum sjálfum. A laugardag fannst billinn skammt frá Reykjanesvita og fór þar fram mikil leit um helgina, — en án árangurs. Fræðslustarf um börn í umferð Flest börn slasast vor og haust 212 börn urðu fyrir bifreiðum ás.l.ári —84 börn slösuðust er þau voru farþegar i bifreiðum. 1 mai og júni gengst Umferöarráð, i samvinnu við Umferöarnefnd Reykjavikur, lögregluna, Leikvallanefnd Reykjavikur og bifreiða- tryggingafélögin fyrir fræðslu- og upplýsingastarfi um börn i umferð. Slysaskýrslur sýna, að fjóröi hver vegfarandi, sem slasast i umferðinni, er barn. Arið 1974 slösuðust 296 börn I umferðarslysum. Langflest eða 165 börn, voru gangandi vegfar- endur, 84 voru farþegar i bifreiðum og á reiðhjólum slösuðust 47 börn. Plest börn slösuðust á mánudögum og föstudögum og meira en þriðjungur barnanna slasaðist milli kl. 14 og 17 á daginn. Tilgangur þessa fræðslustarfs er að kynna likamleg og sálræn vandamál, sem börn eiga við að striða sem vegfarendur. Það er sannað mál, að börn hafa ekki, fyrr en 8-12 ára gömul, þroskaða sjón og heyrn, sem vegfarendur þurfa að reiða sig svo mjög á i umferðinni. Það er ekki hægt að reikna með fullkominni nýtni þessara skynfæra fyrr en við 12- 14 ára aldur. Þá verður einnig gerð grein fyrir hversu mikil áhrif skipulag ibúðahverfa hef- ur á tiðni slysa á börnum i um- ferðinni, og hvatt til þess, að lóðir og leiksvæði verði gerð þannig úr garði, að þau laði börn til leikja, og að leiktæki séu sett upp á sem flestum stöðum sérstaklega þó við fjölbýlishús. Einnig verður fjallað um börn og reiðhjól og foreldrar hvattir til þess að kaupa ekki of fljótt reiðhjól handa börnum sinum, eða að þeir sendi þau ekki út i umferðina ein sins liðs á reiðhjólum fyrr eú þau hafa þroska og getu til. Það hefur verið reynsla und- anfarinna ára, að flest börn slasast á vorin og haustin og þvi verður reynt að hafa þessa fræðslustarfsemi á þeim timum ársins. Fræðslustarfsemin fer að miklu leyti fram i fjölmiðl- um. Einnig verða gefin út fræðslurit um vandamál barna i umferð, um leiki og leiksvæði barna. Dreifimiðum og vegg- spjöldum verður dreift. Sjónvarpið hefur gert 40 minútna dagskrá um börnin i umferðinni, stjórnandi upptöku og höfundur er Sigurður Sverrir Pálsson. A vegum Leikvallanefndar Reykjavikur verða á þessu tímabili veittar upplýsingar um þær gerðir leiktækja, sem á boðstólum eru, svo og kostnað. Einnig verða veittar upplýsing- ar um barnaleikvelli borgarinn- ar. Simi leikvallanefndar er 28544 kl. 09 til 10 og 13 til 14 alla virka daga. Kjörmarkaður KEA nýtur vinsælda gébé Rvik— 1 marz sl. var Kjör- markaður KEA opnaður að Gránufélagsgötu 28 á Akureyri, en markaðurinn á að þjóna öllu félagssvæði kaupfélagsins. Eru þar á boðstólum, I smáum eining- um, hátt á annað hundrað teg- undir af helztu matvörum, hrein- lætisvörum o.fl., selt með 10% af- slætti frá smásöluverði. Til þess að reyna að gera slikt verzlunarfyrirkomulag mögu- legt, verður allur stofnkostnaður, svo sem innréttingar og verzl- unaráhöld, að vera i lágmarki, svo og alíur rekstrarkostnaður. Þannig þurfa viðskiptavinirnir sjálfir að koma með umbúðir um keyptan varning, staðgreiða vör- una, og sjá um hana heim. Það var i október 1973 að Birgðastöð Matvörudeildar hóf sölu til einstaklinga á nokkrum vörutegundum i stærri pakkning- um með 10% afslætti frá búðar- verði, Var þetta gert i tilrauna- skyni og við erfiðar aðstæður, en með það fyrir augum, að slik fyrirgreiðsla yrði aukin af hún reyndist vel. Nú hefur reynslan orðið sú, að þessi þjónusta hefir átt siauknum vinsældum að fagna, og er orðin svo umfangs- mikil, að ekki var lengur hægt að veita hana i Birgðastöðinni og var þvi starfsemin flutt og Kjörmark- aðurinn opnaður þann 20. marz sl. Markaðurinn er opinn frá kl. 1-6 e.h. á mánudögum til fimmtu- daga, en frá kl. 1-7 á föstudögum. AAeitillinn gaf hálfa milljón til kirkju í Þorlákshöfn Sjálfstæðis- flokkurinn: For- mannskjör gébé—Rvik. — A landsfundi Sjálfstæðisflokksins i gær- kvöldi fór fram kjör formanns og varaformanns flokksins. Formannskjöri lauk á þá leið að Geir. Hallgrimsson fékk flest atkvæði eða 650, Gunnar Thoroddsen hlaut 65 atkvæði 11 menn hlutu 4 atkvæði eða færri. 19 seðlar voru auðir. Þá fór varaformannskjör fram og hlaut Gunnar Thoroddsen flest atkvæði eða 631. Ragnhildur Helgadóttir hlaut 64 atkvæði og 10 menn hlutu örfá atkvæði hver. 24 seölar voru auðir og ógildir. Kosningu i átta manna miðsstjórn Sjálfstæðisflokks- ins var ekki lokið þegar blaðið fór i prentun. TH.B,—Þorlákshöfn — Fyrir nokkru heimsóttu félagar úr Prestafélagi Suðurlands Þorláks- höfn, ásamt nokkrum guðfræði- nemum. Skoðuðu þeir staðinn undir leiðsögn Gunnars Markús- sonar skólastjóra Svans Kristjánssonar sveitarstjóra og Benedikts Thorarensen. Meðal annars var staidrað við og litið á nýbyggðan kirkjugarð, sem að mestu er lokið. Um kvöidið var efnt til samkomu i Barnaskólan- um. Henni stýrði sóknarprestur okkar Tómas Guðmundsson. Hörður Ágústsson skólastjóri hélt þar langan og fróðlegan fyrir- lestur um kirkjubyggingar á ts- landi, að fornu og nýju. Studdi hann mál sitt afbragðs ljósmynd- um og teikningum til skýringa. Hörður svaraði slðan fyrirspurn- um samkomugesta, og var af erindi hans mikill og fjölbreyttur fróðleikur. Söngfélag Þorlákshafnar söng þá nokkur lög og sálma undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar. Eru nú senn tuttugu ár síðan Ingi- mundur hóf að koma upp visi að söngfélagi i Þorlákshöfn, og hin siðari ár hefir hann gegnt organ- istastörfum við Hjalla- og Strand- arkirkjur en auk þess æft og stjórnað Söngfélaginu, sem sungið hefir við messur i fyrr- nefndum kirkjum og i Barnaskól- anum hér, þar sem messað er vegna kirkjuleysis staðarins. Þorlákshöfn vérður bráðlega 1000 manna bær, og eins og áður getur hefir kirkjugarður, myndarlegt mannvirki, nú verið sem næst fullgerður. Er þvi vaxandi áhugi á þvi hér i Þorlákshöfn að kirkja megi risa áður en langt um liður. Þvi voru það gleðileg tiðindi þegar for- stjóri Meitilsins, Rikharð Jónsson kvaddi sér hljóðs á samkomunni og skýrði frá þvi, að á aðalfundi Meitilsins þ. 6/12, 1974, hefði stjórn félagsins ákveðið að gefa hálfa milljón króna til kirkju- byggingar i Þorlákshöfn, og minnast á þann hátt 25 ára afmælis félagsins. Fögnuðu fund- argestir þessum tiðindum og færði sr. Tómas Guðmundsson gefendum þakkir fyrir rausnar- legt framlag til þessa þarfa máls og form. sóknarnefndar Ingi- mundur Guðjónsson veitti gjöfinni móttöku. Landnámi staðar sem Þorlákshafnar verður seint lokið, en merkum áfanga er náð, þegar kirkja og kirkjugarður hafa risið á þessum stað, sem til forna var á margan hátt tengdur Skálholt.i og ber nafn hins sögufræga og ástfólgna biskups. Framhald á 19. siðu Staða yfirlögreglu- þjóns í Húsavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. Laun samkvæmt launakjör- um rikisins. Bæjarfógetinn i Húsavik Sigurður Gizurarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.