Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 5. júní 1975 Ef viljinn er fyrir hendi... 39 milli. sænskra króna til skiptanna hjá erfingjum Gústafs Adolfs konungs Af 39 millj. sænskra króna (um einn og hálfur milljarður Isl. kr.,) er Gústaf Adolf Sviakon- ungur lét eftir sig, fengu fjögur börn hans 6 millj. s. kr. hvert. Börn hans eru Ingrid drottning I Danmörku, ekkja eftir Friðrik konung IX, Bertil prins, Sigvard Bernadotte greifi og Carl Jóhan Bernadotte greifi. Svo eru það barnabórnin: Carl Gustaf og prinsessurnar Desiree, Birgitta, Margaretha og Christina, þau erfa 1,2 millj. sænskra króna hvert þeirra, og einnig fær Carl Gústaf ýmislega lausaf jármuni eftir afa sinn, sem eru áætlaðir 1.4 millj. sænskra króna virði, og einnig myntsafn gamla mannsins, sem er talið um hálfrar millj. sænskra krónu virði. Einnig gaf konungurinn sálugi mikið fé til margra stofn- ana, og safn hans af verðmæt- um fornum gripum frá Austur- löndum gengur til Austur-Asiu- safnsins í Stokkhólmi og eru þar margir ómetanlegir dýrgripir. Safn konungs vár tryggt á 4 millj. sænskra króna. Forna myntpeninga frá Grikklandi og vlðar, sem mátti telja fornminj- ar, ánafnaði konungurinn sálugi Myntsafni i Stokkhólmi, en eins og áður sagði fékk ungi sænski konungurinn mestan hluta myntsafnsins þar fyrir utan. „Mér finnst þú hreint og beint hræðilegur," sagði þýzki söngvarinn Freddy Breck við vin sinn og umboðsmann i Dan- mörku, Erik Rasmussen. „Þú rærð I spikinu eins og aldraður Isbjörn/'hélt hann áfram. „Af hverju i ósköpunum ferðu ekki i megrunarkúr og losar þig við aukakllóin?" „Ég hef ekki efni á þvi," svaraði Rasmussen og brosti af- sakandi. „Auk þess er ég orðinn vanur því að borða og drekka á við „aldraðan isbjórn", og ég er hræddur um að ég geti aldrei vanið mig af því." „Við hvað áttu, þegar þií seg- þessa röksemdafærslu. Hann stakk upp á þvi, að þeir gerðu með sér samning. „Ef þér tekst að losna við þessi 38 kiló á þremur mánuð- um, förum við saman og kaup- um á þig ný föt frá toppi til táar. Ég borga! Erik Rasmussen gekk að veð- málinu, og erfiðir timar fóru I hönd. Kona hans og dóttir lögðu sitt af mörkum, og með þeirra aðstoð tókst honum að vinna veðmálið. Hann byrjaði á þvi að fá megrunarpillur hjá læknin- um sinum, ásamt nákvæmri skrá yfir allt sem hann mátti alls ekki láta inn fyrir slnar var- ir. „Það var reyndar allt sem' mér þótti gott!" A morgnana boröaði hverjum degi, og synti þar að auki ósköpin öll. Áður en ég fór að sofa á kvöldin, gerði ég leik- fimiæfingar, þar til ég var svo dauðuppgefinn, að ég stein- sofnaði og svaf alla nóttina, án þess að vakna til þess að borða." Að þremur hræðilegum mánuðum liðnum hafði Rasmussen tekiztað losa sig við þessi umsömdu 38 kiló, og vinirnir lögðu af stað i búðar- ferð. Allt varð að kaupa nýtt, meira aðsegja sokka og skó, þvl að Rasmussen hafð minnkað á alla vegu, að þvi undanskildu, að hann var nákvæmlega jafn- hár og áður. Þegar megrunar- kúrinn hófst var Rasmussen 112 kiló, en nú var hann orðin 74, mittismálið minnkaði úr 122 sentimetrum I 84, skyrtunúm- Einstæðar tilraunir með vöðvaígræðslu Lengi héldu menn, að miklar vöðvaskemmdir væri aðeins unnt að bæta með bandvef. Nýr vöxtur vöðvavefjar var nokkuð, sem menn gátu vart hugsað sér að einhverjir möguleikar væru á. Sovézki prófessorinn A. Studitsjl hefur þó gert uppgötv- un, sem er i stuttu máli á þá lund, áð vöðvavefur er gæddur hæfileika til að endurnýjast. Fyrstu svokölluðu endurnýj- unartilraunirnar sýna, að myndun nýs vöðvavefjar er þeim mun auðveldari, sem sárið er dýpra. Þeim mun fleiri vöðvaþræðir, sem hafa skadd- azt, þeim mun fljótvirkari er endurnýjunin. Þetta studdi kenninguna um að bæta vöðva- vef með igræðslu. Prófessor Studitski hefur fundið einstæða aðferð. úr til- raunadýrum, sem venjulega eru rottur eða kjúklingar, er numinn á burt litill vöðvabiti, hann marinn i „graut", og síðan settur aftur á þann stað, þaðan sem hann var tekinn. Og nii hefst ævintýrið. Þessi formlausi massi svo að segja fæðist á ný. Hann tekur aftur á sig uppruna- legt form, i honum myndast á ný blóðæðar og taugaþræðir. Blóðrásin er orðin eðlileg aftur eftir 10 daga, og taugastarfsem- in eftir 3-4 vikur. Fyrst var vöðvinn settur aftur á þann stað, þaðan sem hann var tekinn. Siðan voru gerðar erfiðari tilraunir, menn tóku sér fyrir hendur krossigræðslur, þ.e.a.s. fluttur vöðvi úr vinstri fæti I hægri fót og öfugt. Og einnig þá greri vöðvinh fastur á ný- Til þessa hafa þessar tilraunir aðeins verið gerðar með svo- kallaða aflvöðva. En það eru og möguleikar ,á að framkvæma þetta einnig á sléttum vöðvum. Hjartavöðvinn er einn þeirra. Hugsanlegt.er, að þetta sé upp- haf að sigri yfir hjartatilfellum. istekkihafa efni á þvl að megra þig? Ég hef ði nú haldið að allur þessi matur og drykkur kostaði talsvert." „Ef ég losa mig við þau 38 kfló, sem ég er búinn að hlaða utan á mig að nauðsynjalasu, verð ég að fleygja öllum fötun- um mínum og kaupa allt nýtt, og það er svo skrambi dýrt". Sá þýzki lét ekki segjast við Rasmussen linsoðið egg, einn tómat og eina ostsneið. Siðan ekki söguna meir fyrr en að kvöldi, þá fékk hann kjötsneið og dálftið af grænmeti. Bjór og áfengi var algjör bannvara, og hann slökkti þorstann, sem sl- fellt angraði hann, með vatni eða sykurlausu sódavatni. „Ég hljóp 4-5 kilómetra á erið ur 45 I 39 og skónúmeriö úr 41 1/2 I 40. „Eins og á mér má sjá, er ég alls ekki sami maður og áður. Mér finnst ég vera endurfædd- ur. Ég var ofboðslegt kjötfjall, sem allir vorkenndu, en nii er ég talinn, með myndarlegri mönn- um! Það segir konan mln að minnsta kosti, og hiin veit hvað hiín syngur!! Læknisfræðilegir eiginleikar ölkelduvatns Hver er skýringin á heilsusam- legum eiginleikum ölkeldu- vatns? Af hverju missir það þessa eiginleika, ef það er geymt I langan tima? Visinda- menn við Rannsóknarstofnun jarðskorpunnar i Irkutsk i Aust- ur-Siberiu hafa reynt að svara þessum spurningum. Þeir telja, að þeir læknisfræðilegir eigin- leikar ölkelduvatns, sem ekki eru i venjulegu vatni, stafi frá háu hitastigi og þrýstingi, sem ölkelduvatnið hafi lent i, á leið sinni upp á yfirborðið, gegnum sprungur i jarðskorpunni. Þessa tilgáfu hafa visinda- mennirnir athugað með þvi að likja eftir náttúrulegum aðstæð- um á rannsóknarstofum. Eimað vatn var hitað upp undir mikl- um þrýstingi i margar klukku- stundir. Eiginleikar vatnsins breyttust verulega, til dæmis leystust sölt þrisvar til fjórum sinnum hraðar upp en i venju- legum vatni, og vatnið varð súr- efnisrikara. Vatnið hélt mörg- uni af hinum nýju eiginleikum eftir að hitinn hafði verið Iækkaður niður i stofuhita og þrýstingurinn var orðinn eins og i andrúmsloftinu. Þennan eigin- leika ölkelduvatns nefna visindamenn sameindarminni, en vatnið er nefnt „virkt" vatn. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa styrkzt, með þvi að tekin voru sýnishorn úr tiu öl- keldulindum á svæðinu um- hverfis Bajkalvatn, og kom þá i ljós, að það vatn er „virkt". Við geymslu missir ölkeldu- vatn þá eiginleika, sem það hef- ur fengið við hita- og þrýstimeð- ferðina. Þaðmá þó gera „virkt" aftur með aðstoð mikils hita og þrýstings. Augnablik frú, ég skal sjá hvort hann er hér. DENNI DÆMALAUSI — Nú er áreiðanlega komið vor. Wilson er að tala við tiilipanana sina, Jónatanblaðrarvið fuglana, og þú farin að taka til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.