Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 5. júní 1975 Á s.l. sumri náðist þaö lang- þráða mark að opna Djúpveginn, þannig aö nú er hægt að aka leið- ina Reykjavik — Isafjörður með þvi aö fara aðeins einn fjallveg i stað sjö áður. Að sjálfsögðu gripu þeir, sem leið þessa þurftu að fara, þetta fegins hendi, og þá sér I lagi þeir, sem stunda akstur á vöruflutningabifreiðum, og hef ég heyrt sagt, að þeir séu allir sammála um, að við sæmilegar aðstæöur taki ferðin fram og til baka 6—8 klst. skemmri tima, þegar þessi leiö er farin, i stað þess að fara gömlu leiðina vestur Barðastrandarsýslu og þaðan vestur firöi, enda leiðin bæði styttri og fljótfarnari, þar sem með þessu móti er fjallvegum sleppt að mestu. Einnig er haft eftir ökumönnum þessum, að sparnaður á ollu sé mikill, og kemur það sér vel, þegar litið er á ört hækkandi rekstrarkostnað, og þá sér I lagi oliuverö. Þegar byrjað var á I alvöru að leggja þennan siðasta kafla DiUp- vegárins, þ.e. frá Skarði I Skótu- firðí aö Eyr'i i Seyðisfirði, þá töldu margir aö hér væri verið að fara ut i mjög dýra og jafnvel óþarfa framkvæmd, og á það bent, að mjög erfitt væri að leggja veg þarna. Raunin varð þó önnur, þvi bæði gekk þetta fljótar en menn, sem bjartsýnastir voru gerðu sér vonir um og svo einnig það, sem sennilega mun einsdæmi i sög- unni, aö kostnaður við vegalagn- ingu þessa var nokkrum tugum milljóna minni en áætlað var. Þetta gerði það svo mögulegt, að hægt var að taka fé af ætluðu framlagi til Djúpvegar f vegi utan Eyrar i Seyðisfirði, og á ég þá m.a. viðvegigegnum Súðavlk og veg I Skutulsfirði. í þessu sambandi ber þvi að þakka þeim vegagerðarmönnum, er að þessu unnu, og þá sérstak- lega stjórnanda þeirra. Greini- legt er, að hér hefur verið vel stjórnað. Ég vil og þakka þeim þingmönnum, sem að þvi stuðl- uöu, að hægt var að ná þessu marki. Strax og Djúpvegurinn komst i gagnið, fóru að koma fram um- ræður um það, hvaða leið bæri að velja suður Ur Djúpinu, og tengja þannig IsafjarðardjUp aðalak- vegakerfi landsins, en um það virðast nii eitthvað skiptar skoð- anir. Ég get þvi ekki á mér setið að leggja hér orð I belg, þar sem ég tel mig talsvert kunnugan á þessum slóðum, en hér koma til tals þrjár leiðir, það er Þorska- fjarðarheiði, sem nú er farin, sið- an Kollafjarðarheiði og Stein- grímsfjarðarheiði. Kollafjarðarheiði er á milli Isafjarðar, þ.e. innsta fjarðar IsafjarðardjUps, og Kollafjarðar viðBreiðafjörð. Yfirheiðinaer nú vegarslóöi, sem er fær jeppum og svipuðum farartækjum,og þá við . sæmilegar aðstæður. Frá Djúpi liggur vegur þessi eftir Lauga- bólsdal, sem er lágur og kjarri og grasi vaxinn. Þegar komið er fram i botn dalsins, liggur vegar- slóðinn upp mjög brattan ás, sem heitir Kambur og er á milli tveggja dala, sem ganga ur Laugabólsdal inn i Kollafjarðar- heiðina, — dalir þessir heita Hiisadalur og Geitadalur. Kamburinn er mjög brattur, og til marksum það vilégbenda á, að á u.þ.b. km. kafla þarna upp ásinn hækkar landið Ur u.þ.b. 60 m yfir sjó I u.þ.b. 350 m yfir sjó. Siðan fer landið þarna smá hækkandi og kemst upp I 500 m yfir sjó, þar sem vegurinn liggur nú. Siðan fer að halla niður i Fjarðarhornsdal, en það er dalur, sem gengur inn úr botni Kollafjarðar. Botn Fjarðarhornsdals er mjög brattur, og liggur vegarslóðinn þarna niður i brattri og klettóttri hlfð. Möguleiki mun vera á þvi að færa vegarstæðið þarna til, til að reyna að draga eitthvað úr bratt- anum. Yrði þó farið fram hlfð HUsadals, og þyrfti að grafa veg- inn þarna inn i hliðina og sneiða hann með jöfnum halla upp á heiðina sjálfa. Hins vegar mun erfitt, og sennilega Utilokað, að fá annan stað en þann, þar sem veg- urinn liggur nU niður I Fjarðar- hornsdal, þvi að bæði sunnan og norðan við dalinn er greinilega mun verra vegarstæði. Með þessu móti yrði vegurinn bæði f HUsadal og Fjarðarhornsdal skorinn I hlíð, og þvi meirihluti vegarins yfir Kollafjarðarheiði þannig stað- settur. Af þannig vegum höfum við Vestfirðingar nóg og þekkjum, að þannig gerðir vegir verða fljótt ófærir vegna snjóa og svella á vetrum og vatnselgs vor og haust. Vil ég I þessu sambandi benda á ummæli Friðberts Péturssonar, bónda I Botni I SUgandafirði, sem birtust i Timanum 12. marz s.l., en þar segir: ,,Á Vestfjörðum er vfða þannig, að vegir eru skornir I hallann á fjöllunum, og þetta er einmitt það fyrsta, sem fer I kaf." Ég vil og benda á, að erfitt mun að fá efni I veg á þessari leið a.m.k. burðarlag, og þyrfti þvi að sækja það niður i dalina, og myndi slíkt hafa I för með sér mikinn kostnaðarauka. Hinn eiginlegi Djúpvegur, I skilningi vegalaga, var Ur botni Þorskafjarðar að Eyri I Seyðis- firði. Frá DjUpi liggur vegurinn um Langadal, sem er sléttur og oftast snjóléttur. Dalur þessi er nokkuð langur og skerst þarna suöur I fjöllin. Skammt frá botni hans er farið upp á Þorska- fjarðarheiði, upp svokallaðar Heiðarbrekkur, þar er vegurinn skorinn inn ihllðina á u.þ.b. 2 km. DjUp. Heiði þessi er með svipuðu landslagi og Þorskafjarðarheiði, enda liggja heiðarnar saman, en vegir skiptast, þegar komið er upp & fjallið. Steingrímsfjarðar- heiði milli brUna er milli 7 og 8 km, og er hægt að komast þessa leið á jeppum, með þvi að fara af veginum á Þorskaf jarðarheiði við sæmileg skilyrði, og hefur verið varið smávegis fé Ur fjallvega- sjóði til lagfæringar á þessum vegi. Ég vil og benda á, að fyrsta vélknUna farartækinu, sem ekið var þarna yfir fjöllin, var ekið yf- ir Steingrlmsfjarðarheiði. Mun þaö hafa verið árið 1936, eða eitt- hvað nálægt þvi, og þá áður en nokkur vegur var lagður á þess- um slóðum. Voru þar á ferð- nokkrir ungir og hraustir Isfirð- ingar á gamla Ford. Gefur þetta nokkra hugmynd um það, hversu auðvelt er að fara þessa leið. Hinsvegar lengir þetta nokkuð leiðina frá Reykjavik til Isafjarð- ar, og að auki þarf þá að fara Holtavörðuheiði, sem þarf ekki að vera skárri fjallvegur en Þorska- Þorskafjarðarheiði, mætti notast við I bráð og lagfæra þá slðar. Aðra kafla þyrfti að laga smávegis. Aðstaða við vegarlagningu á Steingrlmsfjarðarheiði sýnist mér að yrði svipuð og á Þorska- fjarðarheiði. 3. Með því að velja Þorska- fjarðarheiði yrði hluti af þeim vegi sameiginlegur fyrir veg yfir Steingrimsfjarðarheiði, og þá mjög stutt af aðalveginum á Þorskafjarðarheiði niður I Staðardal i Steingrimsfirði. Hef ég heyrt, að um þetta atriði hafi verið hugsaö, þegár nUverandi vegur á Þorskafjarðarheiði var lagður. Með þessu móti myndi Strandasýsla tengjast mun betur IsafjarðardjUpi, og þá um leið höfuðstað Vestfjarða, Isafirði, og hlýtur slfkt að vera æskilegt inn- an sama kjördæmisins. Mjög andstætt er fyrir IbUa Stranda- sýslu, ef þeir þurfa að fara til Isafjarðar eða öfugt, — þá verða þeir að fara Trö'llatunguheiði, niður í Geiradal og fara siðan Jóhann Þórðarson: Við veljum Þorskafjarðarheíði kafla, áður en komið er upp á Þorskafjarðarheiðina, en eins og þeir vita, sem hana hafa farið, er hún frekar flöt, og liggur vegur- inn viðast eftir sléttum melholt- um. Þarna er hið ákjósanlegasta vegarstæði, og væri auðvelt að hlaða þarna upp veg i þá hæð, sem nU er venjuleg, með þeim tækjum, sem vegagerðin hefur yfir að ráða. Eitthvað þyrfti að færa veginn þarna til frá þvi sem hann er nu og velja sér snjóléttari leið, en mestur hluti vegarins yfir heiðina, sem lagður var þarna fyrir u.þ.b. 30 árum, var lagður með handverkfærum, og þá að sjálfsögðu valið það land, sem auðveldast var að ryðja með haka og skóflu. • í;g hef verið á ferð yfir Þorska- fjarðarheiði bæði haust og vor, þ.e. þegar snjóa er að leysa og i fyrstu snjóum, en þá sést einmitt bezt, hvar heppilegast er að hafa veg til að forðaSt snjóa. Á Þorska- fjarðarheiði er auðvelt að leggja veg þar sem ekki kemur mikill snjór, enda skefur þarna vel af. Mér hefur virzt, að viðast verði snjór ekki yfir þetta 1 til 1,5 m þykkur, og miða ég þá við þær stikur, sem um alllangt skeið hafa verið meðfram veginum. Að sjálfsögðu eru þarna dældir, sem hægt væri að fylla upp, eða þá að færa veginn þar til. Ekki væri og heldur hætta á að þarna skorti efni til vegagerðar, — af þvl er þarna nægjanlegt, bæði i burðar- lag og slitlag. Ég held ég megi fullyrða, að þarna þyrfti hvergi að sprengja fyrir vegi, þvi jarð- ýta myndi vinna þarna á landinu. Frá Kirkjubóli i Langadal I botn Þorskafjarðar eru um 350 km, og þar af er heiðin sjálf milli brUna um 20 km. Þannig að ef vegur væri þarna sæmilegur, tæki um 15 minUtur að aka þessa leið, og þá miðað við löglegan öku- hraða. Þorskafjarðarheiði er þvl engan veginn lengri en aðrir f jall- vegir á íslandi. Auk þess er hUn fljót ekin sökum þess, hversu flöt hUn er. Það er ekki að marka, þótt mönnum hafi þótt heiðin löng, enda vegurinn yfir hana á köflum afar leiðinlegur og léleg- ur. Ég vil og benda á að landpost- arnir völdu ávallt Þorskafjarðar- heiði, eða a.m.k. flestir, þegar þeir þyrftu að fara fjöll þessi I snjöum og misjöfnu veðri. Að sjálfsögðu hafa þeir valið auð- veldustu leiðina. Ég er þvl þeirrar skoðunar að velja beri Þorskafjarðarheiði sem aðalleið Ur DjUpi og að. Steingrlmsfjarðarheiði er á milli Staðardals I Steingrlmsfirði og Langadals og eða Lágadals við fjarðarheiði. Aðalkostir þess að fara þorska- fjarðarheiði eru í stuttumáliþess- ir: 1. Leiðin Isafjörður — Reykjavik um Þorskafjarðarheiði er 512 km, sem auðveldlega má stytta með þvi að fara yfir lágan háls frá Laugabóli og yfir i Langadal, og yrði þá vegalengdin ekki nema um 490 km. Leiðin Isafjörður — Reykjavik um Kollafjarðarheiði, ÓdrjUgs- háls og Hjallaháls er 536. km. Ég sé ekki ástæðu til að taka það með I reikinginn, að i náinni framtið verði farið að byggja brU Ur Skálanesi I Reykjanesi, þ.e. fyrir Gufufjörð, DjUpafjörð og Þorskafjörð, eða Ur Skálanesi I Hallsteinsnes fyrir Gufufjörð og DjUpafjörð og siðan inn með Þorskafirði, og Ht ég þá á, hversu seint gengur með vegalagnir á Vestfjörðum yfirleitt. En ef farið yrði á brU úr Skálanesi i Reykja- nes, þá yrði vegalengdin 520 km ef farið væri um Reykhóla, en 513 km, ef farið væri inn með Þorska firði að sunnan. Ef farið yrði á brU Ur Skálanesi I Hallsteinsnes og inn með Þorskafirði, þá yrði vegalengdin 523 km. Þannig að kostnaður við framkvæmdir þessar yrði eflaust mikill, en vegarstytting óveruleg. Á þessu stigi verðum við þvi að halda okk- ur við, að farið yrði Hálsa, eins og vegurinn er nU. Fyrir IbUa norðan DjUps kemur þetta miklu verr Ut, þvi ef við tök- um dæmið frá Kirkjubóli i Langa- dal I Króksfjarðarnes, þá er vegalengdin 60 km. um Þorska- fjarðarheiði en 123 km um Kolla- fjarðarheiði og Hálsa. Hér er þvi 63 km munur, eða 126 km fram og ¦ til baka. Það yrði þvi til storkostlegs óhagræðis og um afturför að ræða I samgöngumálum fyrir IbUa norðan DjUps, ef Kollafjarðar- heiði yrði valin, og má byggðin þarna vart við slikri röskun. Leiðin Isafjörður- Reykjavík um Steingrimsfjarðarheiði er 559 km. sem má stytta um tæpa 20 km, eins og að framan greinir. 2. Mjög auðvelt er að leggja veg yfir Þorskafjarðarheiði sökum þess, að þar er nægjanlegt efni I veg, og svo það, að vegurinn ligg- ur yfir slétta heiði. Vegur yfir Kollaf jarðarheiði yrði skorinn inn I hlíð mikinn hluta leiðarinnar, efni I veginn yrði að flytja langt að, og sennilega þyrfti að sprengja þar fyrir vegi á köflum. Einnig þyrfti að brUa þarna ein- hverjar ár, en það yröu þó senni- lega stuttar brýr. Suma kafla af vegi þeim, sem nU liggur yfir vestur Reykhólasveit yfir Hjalla- háls, ÓdrjUgsháls og Kollafjarðar heiöi. Vegur yfir Þorskafjarðar heiöi skapar þvi mikla möguleika á að tengja á þennan hátt Strandasýslu og IsafjarðardjUp með vegi upp Ur Staðardal á veg- inn á Þorskafjarðarheiði. Hér er um að ræða byggðir innan sama kiördæmisins og æskilegt að þessar byggðir hafi meira sam- band sfn á milli en verið hefur, bæði menningarlega, félagslega og atvinnulega. Mundi slikt skapa nokkra festu I byggð þarna-Áður fyrr var mikill samgangur á milli þessara byggöarlaga, sem stafaði áf því, áð þá voru notuð önnur samgöngutæki en nU. Ég vil benda á, að nU fyrir skemmstu kom Pálmi bóndi á Kluku I Bjarnarfirði akandi á sínum Bronco þarna yfir fjöllin, Ur Staðardal yfir Steingrlmsfjarðar- heiði I DjUp. Hann ók að visu á harðfenni, en þetta sýnir þó hversu slétt er þarna uppi á f jöllunum. 4. Auöveldast verður að gera veg yfir Þorskafjarðarheiði, ef miðað er við að fá hann snjólaus- an eða snjóléttan. I þvi' sambandi vil ég benda á, að sjálfar vest- firzku heiðarnar eru snjóléttar eða jafnvel snjólausar, sökum þess að snjó skefur af þeim. Hins vegar eru það skerðingarnar i fjallshllðarnar, sem fyllast af snjó. Vil ég i þvi sambandi benda á heiðarnar á vesturfjörðunum. Þar eru dalirnir beggja vegna og sneiðingar I fjallshliðunum, sem eru fullar af snjó. Hrafnseyrar heiði er stutt sjálf og snjólaus, en vegurinn um hana milli byggða er einn snjóþyngsti vegur landsins. Kollafjarðarheiði er mjög svipuð henni, hUn er stutt sjálf, en snjó- þungir dalir að henni beggja vegna. 5. Ekkert vafamál er, að skemmstan tima mun taka að leggja þokkalegan veg yfir Þorskafjarðarheiði, og einnig þaö, að hver spotti, sem þar yrði lagður, kæmist strax f gagnið, vegna þess vegar, sem fyrir er. Fullgera mætti þar veg milli byggða á tveimur árum. En vegalengdin öll Langidalur — Þorskafjarðarbotn er um 27 km, og þar af upp á heiði 20 km, eins og aö framan greinir. Sennilegt má þó telja, að svipaðan tima tæki að leggja veg yfir Stein- grlmsfjarðarheiði. En vega- lengdin Langidalur—Kleppistaðir I Staðardal er 17 til 18 km, en þaðan að Hólmavik eru 18 til 20 km. Um Kollafjarðarheiði er þaö að segja, að þar er aðeins jeppaslóð, um það bil 26 km milli vegarins viö Laugaból i Isafirði á veginn I Kollafirði við Breiðafjörð. Miðað við frekar erfiða og dýra vega- lagningu og eftir atvikum brUar- gerð, þá tæki það vart skemmri tlma en þrjU ár að leggja þann veg, sem að sjálfsögðu yrði ekk^ ert notaður fyrr en honum væri lokið. Auk þess þyrfti að laga verulega veginn Ur Kollafirði yfir Hálsa I Þorskafjörð, þannig að það myndi sennilega taka um fjögur ár, eða alla leiðina um sjö ár. Samantekið yrði þvf niður- staðan sU, að vegur frá Laugabóli við IsafjafðardjUp um Kolla- fiarðarheiði i Þorskafiarðarbotn er um 78 km. Vegalagning og endurbætur tækju sjö ár, þar af fyrstu 3árin ónothæfur vegur. Vegur Langidalur—Þorska- fjarðarbotn 27 km. Fram- kvæmdatimi 2 ár. Nota mætti strax kafla, sem lagðir yrðu. Vegur Langidalur—Hólmavik um 36 km. Framkvæmdartlmi tvö til 3 ár. Þtí ég taki hér eindregna af- stöðu með Þorskafjarðarheiði, þá er ég m jög fylg jandi þvi, að vegur yfir Kollafjarðarheiði yrði lagað- ur, og að þar væri þokkalegur sumarvegur fyrir flesta bila, og sama er að segja um Steingrims- fjarðarheiði, eins og ég hef getið hér að framan. Mér sýnist þvi, að hvernig sem á mál þetta er litið, þá beri að velja Þorskafjarðarheiði sem aðalleið Ur DjUpi og að. Er þvi nauðsynlegt að hefja þar þegar framkvæmdir á komandi sumri, þvl það er algerlega óverjandi, hversu lengi heilt byggðarlag er bUið að vera sambandslaust við aöalakvegakerfi landsins, og á ég þá við IsafjarðardjUp. Hér er þvi ekki verið að fara fram á nokkurn forgang fram ; fir aðra lands- hluta, heldur aðt 'ns farið fram á aö standa þeim .afnfætis. Þrátt fyrir mi .nn snjóavetur hefur verið hægt að komast frá Isafirði inn I Díjp flesta mánuði vetrarins, 'jannig að ef upphlaðinn v ir hefði verið yfir Þorskafjarfar 'ði, hefði senni- lega verið hægi 5 komast þá leið til Reyk>vikur, 'ia engu slður en Reykjavlk—Akui yri. ^aðerþvlvona lra,semáhuga og hagsmuna hafa 'ð gæta i sam- bandi við mál þessi, að þingmenn Vestfjarða fái stuðn ng þings og fjárveitingavalds t.'l að hægt verði að ljUka þessum siðasta áfanga DjUpvegar. Reykjavfk, 2. mai 1975. Jóhann Þórða.'son frá Laugalandi. Útboð Húsfélagið að Lönguhlið 19-25 oskar hér með eftir tilboðum i að fullgera bilastæði undir malbik. Tilboðsgagna má vitja á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, s.f, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað eigi siðar en þriðjudaginn 10. júni 1975 kl. 11 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ARMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.