Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. júni 1975 TÍMINN 3 BYGGÐAÞRÓUNARÁÆTLUN N-ÞINGEYJARSÝSLU: Þórshöfn verði miðstöð sýslunnar, útgerð á Raufarhöfn og Kópasker verði „blandaður staður" ASK—Reykjavík. Stefna ber að þvl að öll þjónusta, sem sam- eiginleg á að vera f sýslunni verði á Þdrshöfn. A Raufarhöfn verði höfuðáherzla lögð á eflingu sjávarútvegs og á Kópaskeri á hvers konar iðnað og þjónustu- starfsemi. Þetta kemur fram í byggðaþró- unaráætlun Norður-Þingeyjar- sýslu, er unnin var af Guðmundi Óskarssyni verkfræðingi, fyrir Framkvæmdastofnun rfkisins. Byggðaþróunaráætlunin er nú til umræðu meðal ráðamanna, áður en hún verður tekin tií endanlegrar afgreiðslu. í formála skýrslunnar segir Bjami B. Jónsson meðal annars: „Tildrög áætlunargerðarinnar voru þau, að 25. april 1972 sam- þykkti Alþingi þingsályktun þess efnis að skora á rikisstjörnina að fela Framkvæmdastofnun rikis- ins að gera sérstaka landshluta- áætlun fyrir N-Þingeyjarsýslu. Var samið við Verkfræðiþjónustu Guðmundar Óskarssonar i april 1973, um samningu áætlunarinn- ar. Hefur starfið að áætluninni staðið siðan með hléum, en mest að unnið árið 1974.” Skýrsla þessi er nákvæm og vel unnin úttekt á fyrirtækjum, tekjuöflun, byggingarvandamál- um og mannfjöldaþróun, auk margs annars. Aðaláherzla hefur verið lögð á athuganir í sambandi við eflingu atvinnulifs, en einnig könnuð itar- leg samgöngu-, heilbrigðis-, mennta- og félagsmál auk opin- berrar stjórnsýslu. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir, i þessari fyrstu landshluta- áætlun, að landbúnaður væri tek- inn með i reikninginn. En vegna mikillar óánægju heimamanna með að málefni hans væru ekki tekin eins föstum tökum og aðrar atvinnugreinar, hefur Landnám rfkisins látið gera könnun á stöðu landbúnaðarins f sýslunni. Gera má ráð fyrir að í framhaldi af búsetuáætlun fyrir Hólsfjöll og bæi á Efrafjalli, komi land- búnaðaráætlun fyrir N-Þing- eyjarsýslu, i beinu framhaldi af byggðaþróunaráætluninni. Meðal athyglisverðra stað- reynda, er fram koma i athug- unni, er meðal annars, að mun lægra hlutfall þéttbýlis er bæði i N-Þingeyjarsýslu og á Norður- landi heldur en yfir landið allt. 58 af hundraði Ibúa i N-Þing- eyjarsýslu bjuggu 1973 í þéttbýli, á móti 87 af hundraði yfir allt landið. 1 yfirliti yfir þróun meðaltekna I N-Þingeyjarsýslu kemur i ljós, að hlutfall fbúa sýslunnar fór lækkandi til 1968, en þá voru meðaltekjur aðeins 65.5% af þjóðarmeðaltali. Siðustu ár hafa meðaltekjur hækkað nokkuð. 1972 var mismunur meðaltekna enn mikill, eða 90.2% af landsheild á Norðurlandi, en hins vegar einungis 79.6% af landsheild i Norður-Þingeyjarsýslu. Þegar meðaltekjur eftir at- vinnugreinum eru athugaðar, kemur I ljós, við samanburð, að Norðlendingar náðu ekki lands- meðaltali nema I þremur at- vinnugreinum, en sá galli var á gjöf Njarðar, að þar var einungis um að ræða 25% framteljenda. Þar var um að ræða landbúnað, bankastarfsemi og opinbera þjónustustarfsemi. Hins vegar náðu N-Þingeyingar ekki lands- meðaltali i einni einustu atvinnu- grein. 90% af landsmeðaltali náð- ust aðeins í fimm atvinnugrein- um, og var þar um að ræða 38% framteljenda. Þar var um að ræða landbúnað, bifreiðaakstur, verzlun, bankastarfsemi, og opin- bera þjónustustarfsemi. 1 öðrum greinum voru meðaltekjur i N- Þingeyjarsýslu almennt um 80% af landsmeðaltali. 1 skýrslunni, sem er um 220 bls. er drepið á fleiri vandamál, sem eru veigamiklir þættir i byggða- vanda þeim, er hrjáir Þingeyjar- sýslu. Einhæft atvinnuval, rýrar tekj- ur, samgöngur, menntunarað- staða og þjónusta af öllu tagi er lakari en aðrir landshlutar njóta. í kafla um heilbrigðismál er til dæmis bent á, að í lögum er gert ráð fyrir að þrir læknar skuli þjóna sýslunni, en til staðar er að- eins einn. í kafla um meðaltal ærgilda á jörð kemur fram, að 272 ærgildi reyndust vera i N-Þing. sem er 10% lægra en landsmeðaltal, sem var 303. Það er hins vegar 20% lægra en á Norðurlandi, sem var 336. Bú i N-Þing. voru þvi al- mennt nokkuð langt undir meðal- lagi. Þá kemur fram að Fjalla- hreppur og öxarfjarðarhreppur skáru sig úr. Meðaltal ærgilda á jörð voru þar 30% yfir sýslumeð- altali, 10% yfir Norðurlands- meðaltali og um 15% yfir lands- meðaltali. Að lokum fjallar höfundur skýrslunnar um aðgerðir, er að gagni gætu komið við aðjafna út þann aðstöðumun, er Ibúar sýslunnar mega við búa. Þar tel- ur hann opinbera sjóði verða að fjármagna langmestan hluta at- vinnulifsins, ásamt vélum og tækjum, en að eigendur muni leggja fram rekstrarfé. Stjórnun fyrirtækja verði að bæta, en höf. Þörshöfn telur, að vankunnátta á þvi sviði eigi vafalaust sinn þátt i lélegri framleiðni á ýmsum sviðum at- vinnurekstrar. Nýjum greinum átvinnurekstrar, svo sem niður- lagningu og niðursuðu, fiskirækt og fiskeldi, auk ýmiss konar framleiðsluiðnaðar, verði að koma á fót. Siðast en ekki sizt þurfi að laða að iðnaðarmenn, sem yrðu fyrst i stað nokkurs konar kennarar heimamanna. Hafnabætur og auknar flugsam- göngur séu og einn sá þáttur er bæta verði að ógleymdum sam- göngumálum sýslunnar. Sá hluti skýrslunnar, sem menn eiga vafalaust eftir að deila hvað mest um, er þróun byggða- kjarna i sýslunni. Höfundur kerrist að þeirri niðurstöðu, að Þórshöfn hafi alla kosti til að bera til að gegna þvi hlutverki, og þvi beri aö stefna þar að staðsetningu allrar þjónustu, sem sameiginleg verður að vera i sýslunni, bæði opinberrar svo og á vegum einka- aðila. Varðandi Þórshöfn er og lagt til, að þar verði jafnframt lögð áherzla á eflingu hvers konar framleiðslu- og þjónustuiðnaðar. ARaufarhöfn verði aðaláherzla lögð á eflingu sjávarútvegs, og iðnaður vegna hans gerður sem fjölbreytilegastur. Kópasker er talið hagstætt til hvers konar iðnaðar-og þjónustu- starfsemi, með hliðsjón af þeirri samkeppni, sem bærinn á við að etja gagnvart Húsavik. Þá er og lagt til að sú útgerð, sem þaðan er stunduð, verði efld að þvi mai'ki, sem heppilegt þykir. NÝJA NORÐFJARÐARHÖFNIN Tilraunir fyr- ir útlendinga FB-Reykjavik.l straumfræði- stofnun Orkustofnunar á Keldnaholti hafa verið gerðar likantilraunir með skemmti- bátahafnir fyrir tvo erlenda aðila, Palmas de Mar Company á Puerto Rico og Sea Pines Plantation Com- pany i South Carolina I .Banda- rikjunum, að þvi er segir i árs- skýrslu stofnunarinnar. í skýrslunni ^egir, að þátta- skil hafi orðið i starfsemi stofnunarinnar 1973, er likan- tilraunir hófust. Aðdragand- inn var sá, að islenzkur verk- fræðingur, Gisli Viggósson, hafði numið hafnargerð hjá próf. dr. P. Bruun i Þránd- heimi, og siðan verið sam- starfsmaður hans við rann- sóknir og kennslu við Tækni- skólann I Þrándheimi á árun- um 1968 til 1971. FB-Reykjavlk. í straumfræðistöð Orkustofnunar á Keldnaholti hafa farið fram að undanförnu likan- tilraunir vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda i Neskaup- stað. Hlutverk nýju hafnarinnar i Neskaupstað eykst til muna, þar sem loðnulöndun og útskipun loðnumjöls mun bætast við fyrri verkefni hafnarbakkans, en ætlunin er að endurreisa mann- virki Sildarvinnslunnar hf. á ytri hluta núverandi hafnarbakka við nýju höfnina. Stóraukin notkun hafnarbakkans leiðir af sér, að byggja þarf viðlegukanta fyrir bátaflotann, þannig að hafnar- bakkinn verði eingöngu notaður fyrir löndun og útskipun. Ýmsar athuganir hafa verið framkvæmdar i höfninni i vetur. Höfnin og umhverfi hennar var byggt í mælikvarða 1:60, en sam- kvæmt lögmáli hafnalíkana brenglast hraði og timi þannig, að allt gerist mun hraðar I likaninu en i náttúrunni, eða 7.7 sinnum hraðar. Eftir ýmsar athuganir og tilraunir hafa tvær aðaltillögur verið rannsakaðar, en siðan hefur Likanið að Noröf jarðarhöfn I straumfræðistofnuninni. (Timamynd GE) önnur smáþróazt yfir I liklegustu tillögu að framtiðarskipulagi hafnarinnar. Samkvæmt niðurstöðu likantil- raunanna, hefur höfninni verið skipt I þrjú athafnasvæði: Fremri höfn, þar sem eingöngu fer fram löndun og útskipun, og er stærð hennar 2.3 ha., viðlegu- og þjón- ustukvi fyrir bátaflotann, og trillukvi inn af viðlegukvi, sem eingöngu verður notuð fyrir trill- ur. Niðurstöður tilraunanna sýna, að talsverð ölduhreyfing og straumar verða I viðlegukvi mið- að viö fyrsta áfanga. Þegar höfn- in verður fullbyggð, verður litil hreyfing I viðlegukvinni. Stefnt er að því i sumar, að fremri höfnin, hluti af viðlegukvi, ásamt trillukvi, verði grafin upp. Auk þess verður gerður viðlegu- kantur i bátakvi, ef fjármagn fæst. Eysteinn Jónsson kosinn formaður Sa mba ndsst jórna r FB-Reykjavík. Eysteinn Jóns- son var kjörinn forma stjórnar Sambands islenzkra samvinnufélaga á aðalfundin- um, sem lauk i gær. Tekur Ey- steinn við af Jakobi Frimanns- syni, sem eins og Timinn skýrði frá i gær, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir I stjórn Sambandsins voru kjörnir Valur Arnþórsson, Akureyri, Ólafur Sverrisson, Borgarnesi og ólafur E. ólafs- son, Króksfjarðarnesi. Aðrir I stjórn Sambandsins eru: Finnur Kristjánsson, Húsavik, Guðröð- ur Jónsson, Norðfirði, Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum, Ragnar Ólafsson, Reykjavik og Ólafur Þ. Kristjánsson, Hafnar- firði. I varastjóm voru kosnir til eins árs þeir Ingólfur ólafsson, Reykjavik, Gunnar Sveinsson, Keflavik og Helgi Rafn Trausta- son, Sauðárkróki. Endurskoðandi til 2ja ára var endurkjörinn Björn Stefáns- son, en fyrir var Tómas Árna- son. Auk Jakobs Frímannssonar höfðu nú endað kjörtimabil sitt i stjórn Sambandsins þeir Þórður Pálmason, Borgarnesi og Ólaf- ur E. Ólafsson, Króksfjarðar- nesi. Þeir Jakob Frimannsson og Þórður Pálmason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, voru þeir ákaft hylltir af fundar- mönnum og þakkað langt og giftudrjúgt starf i þágu sam- vinnuhreyfingarinnar. Þórður hefur átt sæti i stjórninni frá 1939 en Jakob frá 1946, þar af sem formaður frá 1960.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.