Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. júni 1975 TÍMINN 15 Borgarráð: ÆSKULÝÐSFELÖGIN SKORTIR LEIÐBEINENDUR Blikur á lofti varðandi æskulýðsstarfsemi á vegum borgarinnar BH-Reykjavik. — Þaðer ljóst, að ýmsir borgarfulltrúar hafa vax- andi áhyggur útaf útþenslu æskulýðsstarfs á vegum borgar- innar, og hafa efasemdir um, að fjármagn það, sem til starf- seminnar er veitt komi að fuilum notum. Hér verður að hafa i huga að útgjöld til æskulýðsstarfsemi á vegum borgarinnar hafa fimmfaidastá sama tima og fjár- framlög til frjálsrar félagsstarf- semi hafa hækkað litið sem ekk- ert. Upp úr sauð á borgarráðs- fundi sl. þriðjudag, er þeir létu gera sérstakar bókanir um þessi efni, borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Albert Guðmundsson og Markús Örn Antonsson, fyrr- verandi formaður Æskulýðsráðs. Bókun Alberts er svohljóðandi: ,,Eg tel að starfsemi æsku- lýðsráðs hafi farið út fyrir upphaflegar hug- myndir og starfs- svið ráðsins, sem i upphafi átti að 1 | stuðla að út- wL'' _____ vikkun á starfsemi þeirra æsku- lýðs- og iþróttafélag, sem eru i borginni, en er nú i auknum mæli að yfirtaka á kostnaðarsaman hátt starfsemina i beinni sam- keppni við hin frjálsu æskulýðs- félög. Með þvi dregur úr sjálf- boöastarfi í æskulýðsmálum, og starfið færist yfir á launaða starfskrafta með það auknum kostnaði fyrir borgaryfirvöld, að nauðsynlegt er að athuga vel hvert stefnir, áður en haldið er áfram á þessari braut.” Bókun Markúsar svohljóðandi: Arnar er Sumarsýning Listasafns islands er aö hefjast, og veröur safniö opnaö á laugardaginn kl. 13.30. Safniö er opiö alla daga frá kl. 13.30 til 16. i sölum safnsins Isumar veröa sýndar 176 myndir eftir 76 listamenn, fs- lenzka og erlenda. í tilefni kvennaárs eru 67 myndir I hliöarsölum safnsins eftir 25 listakonur. Fyrir nokkrum árum bárust safninu aö gjöf fjórar myndir i austur- lenzkum stil frá Svianum dr. Etztler og konu hans. Nú hefur safniö fengiö aöra myndagjöf frá hjónunum, 5 myndir einnig af austurlenzk- um uppruna. Myndir þessar eru frá miöri 16. öld og fram til 18. aldar. Eru þær hinar mestu gersemar og hafa veriö á sýningum vlöa er- lendis. Myndineraf tveim verkum, sem sýnd veröa I Listasafninu I sumar. ((Timamynd Gunnar) Sigríður E. og Símon syngja nyrðra Næstu daga munu þau Sigriður E. Magnúsdóttir og Simon Vaughan baritonsöngvari halda tónleika norðanlands og austan við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar pianóleikara. Simon Vaughan er enskur bari- tonsöngvari frá London. Hann söng ungur með ensku þjóðar- óperunni. Árið 1971, vann hann i Englandi keppni, sem kennd er við Richard Tauber, og það gerði honum mögulegt að stunda frek- ara söngnám i Vin. Siðan hefur hann starfað i Englandi og sungið viða þar í landi. Þau Sigriður E. Magnúsdóttir, Simon Vaughan og Jónas Ingimundarson hafa haldið nokkra tónleika hér sunnanlands að undanförnu við góðar undir- tektir. Næstu tónleikar þeirra verða á Akureyri næstkomandi laugar- dag kl. 3.00, i Skjólbrekku Mývatnssveit n.k. sunnudags- kvöld kl. 21.30 A Húsavik n.k. þriðjudagskvöld kl. 21.00 og á Egilsstöðum á miðvikudagskvöld kl. 21.30. í tilefni af þess- ari bókun A.G. vil ég vekja athygli á þvi frumkvæði, sem Æskulýðsráð Reykjavikur hef- ur haft að uppbyggingu húsnæðisaðstöðu fyrir frjálst félagsstarf i borginni. Gleggsta dæmið um þetta er félagsmiðstöð Breiðholtsbúa i Fellahelli. Með byggingu félagsmiðstöðvar i Ar- bæjarhverfi er haldið áfram á þeirri braut að efla starfsemi félagsskapar ibúanna i viðkom- andi hverfi. Fullyrðingum um óeðlilega samkeppni æskulýðs- ráðs við hin frjálsu félög vil ég mótmæla með tilvisun til tölu- legra upplýsinga um hlutfallslega litla notkun ráðsins sjálfs á húsakynnum i Fellahelli.” Aðspurður kvaðst Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins lengi hafa verið mjög hugsi um það, hvort beinn skemmtanarekstur á veg- um borgarinnar, i' þvi formi, sem nú er, ætti rétt á sér — hvort sllkur styrkur væri ekki betur kominn hjá félögunum sjálfum. — Að minum dómi, sagði Kristján Benediktsson, er tilfinnanlegur skortur hjá félögunum á leiðbeinendum og leiðtogHHum, hjá öllum æskulýðs- leiðtogum, skátafélögunum og Iþróttafélögunum. Hver góður maður á þvi sviði sópar að sér stórum hópi unglinga. En þetta gerist ekki nema með peningum. Félögin fá ekki menn til þess að taka að sér leiðbeiningarstörf, nama greiða þeim þóknun fyrir Þaðværi hægt að sinna margfalt fleiri unglingum, ef hægt væri að veita meiri peningum inn i félögin i þvi' skyni að fá til þeirra leiðbeinendur og þjálfara. Borgarróð: Biðskýlísaðstaðan bætt á Hlemmtorgi — Hugmyndir um að kaupa færanlegt hús þóttu fráleitar BH-Reykjavik. Bætt biðskýlisað- staða á Illemmi hefur nú verið samþykkt i borgarráði og borgar- stjórn, og varð nokkur ágreining- ur i borgarráði um, á hvern hátt skyldi staðið að þeim umbótum. Varð ofan á, að i gamla Hreyfils- húsinu á torginu skyldi komið upp biðskýli fyrir farþega, um 40 fer- metra aö stærð, og I gamia BP- skýlinu skuli komið upp bættri breinlætisaðstööu með þvi að fjölga salernum. Það var afstaða borgarráðs- mannanna Kristjáns Benedikts- sonar, (F), Oddu Báru Sigfús- dóttur (Alþbl.) og Magnúsar L. Sveinssonar, sem ofan á varð i þessum efnum og áðurer íýsl en áformað er, að framkvæmdir þessar kosti 7-800 þúsund. Á sama máli voru forstjóri Strætis- vagnanna og borgarverkfræðing- ur, sem lýstu þeirri skoðun sinni, að fráleit væri sú skoðun borgar- ráðsmanna Alberts Guðmunds- sonar og Markúsar Arnar Antonssonar að leysa málið með þvi kaupa færanlegt hús, sem nú stendur uppi i þverholti, en stóð áður á Laugavegi, gegnt Stjömubiói, og flytja það niður á Hlemm. Má gera ráð fyrir, að þessi ráðstöfun hefði kostað 12-15 milljónir króna. Fimmtánda þing SUF Fimmtánda þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Húsavik dagana 6., 7. og 8. júnl næstkomandi. Stjórn SUF. Þingmálafundii í Vestfjarða- kjördæmi Framhald þingmálafunda i Vestfjarðakjördæmi verður eins og hér segir: Steingrimur Hermannsson mætir: Miðvikudaginn 18. júni, kl. 22.00, I félagsheimili Djúpmanna, Snæfjallahreppi. Fimmtudaginn 19. júnl, kl. 21:00, Drangsnesi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:00, i félagsheimilinu Arneshreppi. Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Hólmavik. Sunnudaginn, 22. júni, kl. 21:00, Sævangi, Kirkjubólshreppi. Gunnlaugur Finnsson mætir: Miðvikudaginn 18. júni, kl. 21:30, Borðeyri. Fimmtudaginn 19. júni, kl. 21:00, Bjarkarlundi. Föstudaginn 20. júni, kl. 21:30, Reykjanesi. Laugardaginn 21. júni, kl. 21:30, Birkimel, Barðastrandar- hreppi. Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Fagrahvammi, örlygshöfn, Rauðasandshreppi. Allir eru velkomnir á fundina. Þingmenn Framsóknarflokksins. Kópavogur Þeir, sem hafa fengið heimsenda miða i happdrætti framsóknar- félaganna, geri vinsamlega skil sem fyrst. Skrifstofa framsókn- arfélaganna að Alfhólsvegi 5 verður opin næstu daga frá kl. 17-18.30. Laugardaga 2-3. Almennur stjórnmálafundur á Akureyri 8. júní Kjördæmissamband framsóknarmanna i Norðurlandskjör- dæmi eystra efnir til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunnudaginn 8. júnl og hefst hann kl. 14.00. Formaöur Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, ráð- herra, verður frummælandi á fundinum og ræðir hann stjórn- málaviðhorfið. Myndiistarklúbbur Seltjarnarness opnar á laugardaginn sýningu I Vaihúsaskóla á Seltjarnarnesi. Sýningin er sú þriðja I röðinni, sem klúbburinn efnir til, og eru allar myndirnar málaðar á slðasta vetri. Á sýningunni eru myndir eftir 18 listamenn, þau önnu G. Bjarnadóttur, önnu Karisdóttur, Andrés Þorvarðarson, Árna Garðar Kristinsson, Asgeir Vaidimarsson, Auði Sigurðardóttur, Björg tsaksdóttur, Garðar Ólafsson, Grétar Guðjónsson, Jóhannes ólafsson, Jenseyju Stefánsdóttur, Lóu Guðjónsdóttur, Marlu Guðnadóttur, Magnús Valdi- marsson, Seimu Kaldalóns, Sigrlöi Gyðu Sigurðardóttur, Sigurð Karls- son og Unni ó. Jónsdóttur. Unnur lézt i marz sl., en Myndlistarklúbbur Seltjarnarness vill heiðra minningu hennar með þvi að sýna fjögur verk, er hún vann að siðast liðinn vetur. A sýningunni eru 148 verk, og eru þau öli tii sölu. Sýningin stendur dagana 7. til 17. júni. Hér á mynd- inni er Arni Garðar Kristinsson auglýsingastjóri Morgunblaðsins, meö eitt verka sinna. (Tlmamynd Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.