Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 7. júni 1975 Sigurður Bjarnason, formaður Framfarafélags Breiðholts III: Borgaryfirvöld fái sama frest og húsbyggjendur FRAMFARAFÉLAG Breiðholts III leggur mikla áherzlu á, að lokið verði við gerð gangstiga um hverfið nú i sumar. Astand þeirra er þannig, að ógerningur er að komast leiðar sinnar eftir þeim, og ber hvað mest á þvi i votviðri, en þá fyllast þeir margir af vatni, vegna þess að þeir eru lægri en lóðir þær, sem að þeim liggja. Þar af leiðandi verður fólk, sem ekki kemst leiðar sinnar eftir gangstigun- um, að ganga meðfram þeim, eða á grasfleti .lóðanna, sem bera þess glögg merki og eru viða eins og flög á að lita. Borgaryf irvöld gefa hús- byggjendum ákveðinn frest, tvö ár, til þess að ganga frá lóðum sinum. Þessu er að visu mis- jafnlega framfylgt eins og dæm- in sanna, en væri ekki sann- gjarnt að borgaryfirvöld fengju sama frest frá okkur húsbyggj- endum, sem þegar höfum borg- að fyrir frágang gatna og gang- stiga með lóða- og gatnagerðar- gjöldum. F.F.B. III hefur frá árinu 1973 og fram til þessa dags skrifað borgaryfirvöldum mörg bréf, þar sem bent er á það ófremdarástand, sem rikir i gangstigamálum Breiðholts III. Ekki hefur félaginu borizt svar við neinu þeirra bréfa ennþá. Fyrstu ibúar Breiðholts III fluttú inn i ibúðir sinar við Þóru- fell i ársbyrjun 1971. Árið eftir gengu þeir frá lóðum sinum með girðingum og malbikuðu bif- reiðastæði. Meðfram Þórufelli að norðanverðu er gert ráð fyrir gangstig, en þar sést aðeins nið- urgrafinn farvegur, þar sem stignum er ætlað að liggja. Far- vegurinn hefur verið ófær gang- andi vegfarendum frá upphafi, og ef fólk, t.d. börn á leið i skóla hafa átt leið yfir gangstiginn i eða eftir rigningu hafa hnéhá stigvél ekki alltaf dugað til, til þess að koma þeim i skólann þurrum fótum. Þetta hefur orðið til þess, að fólk hefur neyðzt til þess i mörgum tilvik- um, að ganga eftir umferðar- götum hverfisins, en slikt skap- ar að sjálfsögðu aukna slysa- hættu. Þótt gangstigurinn norðan Þórufells sé hér nefndur, er hann aðeins dæmi, en þvi miður ekki einsdæmi, i hverf- inu. Allmörg slys hafa orðið á og við gangbraut, sem liggur yfir Norðurfell við Fellaskóla. F.F.B. III hefur margitrekað skorað á borgaryfirvöld, að þar verði komið upp gangbrautar- vörzlu, þar til göngubrú hefur verið byggð yfir götuna, eins og Siguröur Bjarnason. áætlað er. Hefur áskoruninni jafnan verið vel tekið af ráða- mönnum og siðast er ég for- vitnaðist um gang málsins, fyrir sex mánuðum siðan, hafði þvi verið visað til borgarverkfræð- ings, sem einnig tók vel i það, og kvað úrlausnar þörf hið fyrsta. En nú er eitt skólaárið en að baki með fleiri slysum á nefnd- um stað, án þess aö nokkuð hafi verið að gert. Vona ég að það eigi ekki eftir að kosta lif ein- hvers, sem yfir Norðurfell þar að fara, að úr þessu verði bætt. Mikið hefur verið rætt um þann vanda og þá hættu, sem unglingar á léttum bifhjólum (skellinöðrum) skapa, er þeir aka tækjum sinum eftir þeim gangstigum, sem frágengnir eru og malbikaðir. Þegar hafa orðið alvarleg slys af völdum þessara unglinga og ætti það að vera nóg til þess að vekja borg- aryfirvöld til umhugsunar um, að einhverra aðgerða er þörf þegar i stað. Komið hafa fram hugmyndir um uppsetningu hindrana á gangstigunum, en þær þyrftu þá að vera þannig úr garði gerðar, að þær hindruðu ekki umferð barnavagna, hjóla- stóla né aðra umferð sem um gangstigana má fara. Gæti verið fróðlegt að fá tillögur frá einhverjum uppfinningamanni, um hvernig „flokkunarvél” gæti skilið bifhjólin frá eðlilegri gangstigaumferð. Við endastöð S.V.R. i Hóla- hverfi, þ.e.a.s. inni i Hóla- hringnum er leiksvæði barna, sleðabrekkur og þess háttar. Við innkeyrsluna i hringinn hafa nú verið sett upp umferðar- merki, sem banna innakstur allra ökutækja nema strætis- vagna. Ibúar Hólahringsins eru almennt ánægðir með það sem gert er, til þess að útiloka um- ferðina frá leiksvæðum barna sinna. Nokkrir bifreiðaeigendur og yfirleitt þeir sömu dag eftir dag virða þó ekki fyrrnefnd um- ferðarmerki. Þeir aka fram hjá þeim og inn á leiksvæði barn- anna og leggja bifreiðum sinum þar á gagnstigum, þrátt fyrir það, að bifreiðastæði eru fyrir alla ibúa hringsins utan hans. t þessu tilviki virðast ibúarnir sjálfir gera sér að leik, að skapa óþarfa hættu fyrir börnin. Leið til úrbóta væri að girða af leið þá sem strætisvagninn ekur að endastöð sinni. Það mundi hvorutveggja i senn koma i veg fyrir að hægt væri að aka einka- bifreiðum inn á leiksvæðið, og jafnframt fyrirbyggja að börnin kæmust inn á leið strætis- vagnsins. Fleiridæmi mætti nefna, sem þarfnast tafarlau,srar úrlausnar á sviði umferðarmála i Breið- holti III, en hér hef ég aðeins drepið á það, sem ég tel vera mest aðkallandi og ekki þolir frekari bið. Vona ég að með þessumskrifum takist mér að vekja nlutaðeigandi aðila til ■umhugsunar og framkvæmda. J TORFÆRUKEPPNI Á RANGÁRVÖLLUM Nýlega var háð torfæruaksturs- keppni i Varmadal á Rangárvöll- um, á vegum Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu. NIu bifreið- ar tóku þátt i keppninni og luku 7 öllum hliðunum. Keppnin um fyrsta sætið var mjög jöfn og réðst ekki fyrr en i siðasta hliðinu, hver keppend- anna hreppti sætið. Sigurvegari varð Þórður Valdimarsson, sem ók Willys árg. 1974,8 cyl., en hann hlaut 925 stig. I öbru sæti varð Kristinn Kristinsson á Ford Bronco árg. 1974 8. cyl, fékk 910 stig. Sigurvegarinn frá þvi I fyrra Pétur Hjálmarsson, varð að láta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni, en hann ók Willys árg. 1967 6. cyl. Hátt á þriðja þúsund manns fylgdist með keppninni, sem fór fram I ágætu veðri. Þrátt fyrir gifurlega umferð bæði af bifreið- um og gangandi vegfarendum, urðu engin óhöpp, en Fug- björgunarsveitin hafði mikinn viðbúnað I sambandi við keppn- ina. Sjómannadagurinn á Ólafsfirði BS-óIafsfirði. — Sjómanna- hátiðahöldin á Ólafsfirði hófust laugardaginn 31. mai kl. 5 siðd. við höfnina með kappróðri i kalsaveðri og rigningu. Kepptu þar átta róðrarsveitir. Sigraði þar sveit vélbátsins Árna ÓS 43. Stýrimaður var Sæmundur Jóns- son. Að loknum kappróðri fór fram björgunarsýning, er fór einhig fram við höfnina á vegum björgunarsveitarinnar Tindur. Þar voru sýnd linubyssuskot og björgun manna i gúmbát. Sunnudaginn 1. júni hófst sjómannahátiðin með þvi, að fdnar voru dregnir að húni kl. 8 að morgni, þótt kalsaveður væri og norð-austan hriðarél. KI. 10.15 gengu sjómenn I skrúðgöngu frá höfninni til kirkju, þar sem sóknarpresturinn, séra Úlfar Guðmundsson, flutti sjómanna- guðsþjónustu og minntist drukknaðra sjómanna. KI. 13.30 hófust svo aðal-hátiðahöldin við Sundlaug Ólafsfjarðar. Þar var keppt I björgunar- og stakka- sundi. Einar Gestsson sigraði i þessum sundgreinum saman- lögðum og hlaut þvi hinn glæsi- lega farandbikar. Vegna kalsa- veöurs varð svo að sundi loknu að færa hátiðahöldin inn i félags- heimilið Tjarnarborg. Þar setti Ásgeir Asgeirsson hátiðina. Ræðumaður dagsins var Birna Friðgeirsdóttir, formaður slysa- varnadeildar kvenna. Þá voru þrir aldnir formenn, sem voru fyrstu stofnendur slysavarna- deildar karla, þeir Magnús Gamalielsson, Páll Þorsteinsson og Villiam Þorsteinsson, heiðraðir. Karlakór Ólafsfjarðar söng. Björn Þór Ólafsson og séra Úlfar Guðmundsson sungu tvisöng. Frank Herlufsen og Há- kon Sigurleifsson léku á hljóðfæri. Að lokum fo'r fram verðlaunaaf- hending. Klukkan fimm kepptu landmenn og sjómenn i knatt- spyrnu. Þeir fyrrnefndu unnu með 3 mörkum gegn engu. Konur i slysavarnadeild kvenna sáu um kaffisölu i Tjarnarborg allt til kvölds. Stiginn var dans af miklu fjöri frá klukkan 22.00 til kl.2 um nóttina. Húsavikur-Haukar léku fyrir dansi. k ■BSPWPÍi W í $ Sportval bætir við sig húsrými og vöruúrvalið eykst FB-Reykja vlk. Sportval, Laugavegi 116 hefur nýverið fært mjög út kviarnar, þar sem verzlunin hefur verið stækkuð um helming. Eigendur tóku á leigu húsnæðið, sem Verðlistinn hafði áður, og er Sportval nú á tæpum fimm hundruð fer- metrum. 1 framhaldi af stækkuninni hefur verið bætt tveimur vöruflokkum við i verzluninni, sem framvegis mun hafa á boðstólum fjölbreytt vöruúrval fyrir bæði hestamenn og skotmenn. Síðan verður að sjálfsögðu lögð áherzla á mjög aukið vöruúrval á öllum öðrum sviðum, t.d. bæði viðlegubUnaði óg skiðavörum. Þar sem rými er nU mikið i verzluninni gefst viðskiptavinum kostur á að sjá tjöld uppsett i búðinni, svo nokkuð sé nefnt. Sportval hefur nú starfað i 11 ár, og starfsmenn eru þar 12. Eigandi verzlunar- innar er Jón Aðalsteinn Jónas- son. Myndirnar, sem hér fylgja með, sýna verzlunarhUsnæðið eins og það er i dag. Tima- myndir Róbert. 1 g — T ~'W^í 1 mm ■ W f 1 ðd 1. Mlra?l j v\ Wm wr > ’í í|a$i 2 4 6 ÆZIL * Stóá*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.