Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 7. júnt 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 39 var eldri en hinir og hávaxnari. Hann róaði hundana, klappaði þeim og sagði eitthvað við þá mjúkri rödd. Rambo heyrði ekki annað en ógreinilegt taut. Sumir lög reglumannanna sátu á hækjum sér, aðrir stóðu við brún- ina og horfðu á logandi þyrluna. Svo bentu þeir i átt að skóginum, þar sem hann haf ði farið inn í hann. En hann hafði ekki áhuga fyrir þeim. Hann hugsaði fyrst og f remst um þann, sem æddi f ram og aftur og sló hönd á mjöðm sér. Teasle. Það var ekki hægt að villast á stuttum og feitum líkama hans, útistandandi brjóstkass- anum og lágu höfðinu, sem skimaði ótt og títt til beggja handa eins og á bardagahana. Auðvitað. Eins og á hana. Það ert þú, Teasle. Hani. Hann brosti að fyndni sinni. Þar sem hann lá undir runnanum var skuggsælt. Hvíldin var honum munaður. Teasle ræddi við grænklædda manninn. Á meðan miðaði Rambo riff linum á Teasle. Skyldi hann ekki verða hissa á því, að kúla hefði farið inn og út um hálsinn á honum í miðju orði. Það yrði dálagleg skemmtun. Rambo heillað- ist svo af þessum hugleiðingum, að nærri lá að hann þrýsti á gikkinn. Það hefði verið misskilningur. Vissu- lega langaði hann til að drepa hann. Eftir óttann, þegar hann var króaður milli leitarf lokksins og þyrlunnar var honum sama hvað hann gerði til að sleppa lifandi. Hann hugsaði nú um mennina tvo, sem hann hafði drepið í þyrlunni. Honum varð Ijóst, að hann fann ekki eins til þess og þegar hann drap Galt. Enn einu sinni var hann farinn að venjast dauðanum. En svo var spurningin um forgangsrétt. Kletturinn myndi ekki stoppa Teasle. Hann myndi aðeins tef ja för hans um tæpa klukkustund. Það var ekki tryggt, að dauði Teasles myndi stöðva leitarf lokkinn. Þeir höfðu þá enn hundana sem voru f Ijótir að elta uppi slóðina. Hundarn- ir. Þeir voru ekki grimmir eins og þýzkir f járhundar, sem hann hafði séð í striðinu. Samt sem áður voru þetta ósviknir veiðihundar. Ef þeir næðu honum nokkurn tíma voru þeir ekki síður líklegir til að ráðast á hann eins og að króa hann af eins og veiðihundum er kennt. Þess vegna varð hann að byrja á því að skjóta þá. Síðan myndi hann skjóta Teasle, eða þá grænklædda manninn, ef hann gæf i færi á sér undan Teasle. Rambo sá, að eftir því að dæma hvernig maðurinn stjórnaði hundunum, vissi hann sannarlega mikið um slika eftirför. Þegar hann og Teasle væru dauðir yrði hinum sennilega fátt fyrir. Þeir yrðu að snúa aftur heim. Augljóst var, að þeir virtust ekki vita mikið um bar- daga af þessu tagi. Þeir sátu ýmist eða stóðu uppi á klettinum í dauðafæri. Hann saug upp í nefið, fullur vandlætingar. Það var greinilegt, að þeim datt ekki einu sinni í hug, að hann væri neins staðar nærri. Grænklæddi maðurinn átti í erf iðleikum með að stilla hundana. Þeim var haldið saman í einum hóp og f læktust hver fyrir öðr- um. Maðurinn losaði sundur aðalólina og lét lögreglu- mann taka við þrem hundanna. Rambo lá undir svölum lágróðrinum og miðaði á hundana þrjá, sem grænklæddi maðurinn var með. Hann skaut tvo þeirra á augabragði. Hann hefði skotið þann þriðja í næsta skoti, ef græn- klæddi maðurinn hefði ekki kippt honum burt frá brún- inni. Lögreglumennirnir hrópuðu og köstuðu sér mar- f lötum í skjól. Hitt hundaeykið lét tryllingslega, ýlfraði og reyndi að losna frá lögreglumanninum, sem hélt um ólina. Rambo skaut einn þeirra í f iýti. Annar hundurinn rann til og hrasaði fram af klettabrúninni. Lögreglu- maðurinn, sem hélt um ólina reyndi að toga hann upp aftur, í stað þess að sleppa. Hann missti jafnvægið fyrir vikið og hrapaði einnig niður fyrir brúnina. I fallinu tók hann með sér síðasta hundinn af þeim þrem, sem hann hafði. Hann æpti einu sinni upp yfir sig, áður en hann skall á klettagrjótinu, langt fyrir neðan. ATTUNDI KAFLI. Eitt andartak lágu þeir marf latir og sem lamaðir. Sól- in hellti geislum sínum yfir þá. Enginn vindur. Ekkert. Andartakið varð að langri stund. Þá tók Singleton rykk, miðaði i átt að skóginum og skaut í átt að jaðri hans. Hann hafði skotið f jórum skotum, þegar annar maður byrjaði einnig að skjóta. Svo bættust þeir við hver af öðr- um og lágu loks allir i þéttri röð og skothl jóðin dundu eins og skotfærum úr hríðskotabyssu hefði verið hent inn í ofn, og heitar skothleðslurnar spryngju hver á fætur annarri. Þeir skutu allii— nema Teasle og Orval. — Þetta er nóg, sagði Teasle skipandi. En enginn hlýddi. Þeir lágu allir á klettabrúninni bak við steina og moldarhauga. Allir skutu þeir eins hratt og rifflarnir frekast leyfðu. Crack, crack, crack. Gikkirnir voru á sífelldri hreyfingu. Notuð skothylkin þeyttust úr riff lunum og þeir snöruðu nýjum í aftur. Þeir hleyptu af án þess að miða á neittsérstakt. Crack, crack, crack. Teasle lá í skoru milli steina og hrópaði: — Þetta er nóg, sagði ég. Ég sagði ykkur að hætta. En þeir héldu áf ram að þruma skotum á trén og kyrk- HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R aö eitthvað 1 •slæmt gerist./ Laugardagur 7. júni 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi Id. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Svala Valdi- marsdóttir les söguna „Malenu i sumarfriii” eftir Maritu Lindquist (5). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. óskalög sjúk- linga 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Agúst Þor- valdsson á Brúnastöðum ræöur dagskránni. 15.00 Miödegistónleikar. a. Hljómsveitin Philharmonia leikur „Rússlan og Lúd- milu”, forleik eftir Glinka, „Greensleeves”, fantasiu eftir Vaughan Williams og „Elddansinn” eftir Manuel de Falla: George Weldon stjomar. b. Franco Corelli syngur ariur úr itölskum ó- perum. Hijómsveit Francos Ferraris leikur með. c. Eastman- Rochester popp- hljómsveitin leikur marsa eftir Sibelius Schubert og Borodfn: Frekerik Fannei stjomar. 15.45 í umferðinni. 16.30 1 iéttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt meö blöndúðu efni. 17.20 Tiuátoppnum. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Jón Guömundsson rit- stjóri Þjóöólfs — hundraö- asta ártiö Einar Laxness cand. mag. fíytur siðara er- indi sitt. 20.05 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.50 „Sættir” smásaga eftir Guörúnu Jacobsen. Árni Tryggvason leikari les. 21.10 Pianósónata nr. 3 i h- moll eftir Chopin. Claudio Arrau leikur. 21.45 „Astin og dauöi”, ljóöa- flokkur eftir Hrafn Gunn- iaugsson Höfundur ies. 22.00 Frettir 22.15 Veöurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 7. júni 18.00 tþróttir Umsjónarmaöur Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Hættuástand. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Þaö eru komnir gestir. Trausti Ólafsson ræöir viö listakonurnar Guðnýju Guö- mundsdóttur, konsert- meistara, Þórunni Magneu Magnúsdóttir, leikkonu, og Auöi Bjarnadóttun, ballett- dansara. 21.35 Uppáhaldsnemandinn (The Teacher’s Pet) Lekstjóri George Seaton. Aöalhlutverk Clark Gable, Doris Day og Gig Young. Þýöandi Jón O. Edwald. Þrautreyndur og háttsettur blaöamaöur fær skipun frá húsbónda sinum um aö taka þátt i kvöldnámskeiöi fyrir blaöamenn. Hann tekur þetta sem freklega móögun, en fer þó á námskeiðiö undir fölsku nafni. Hann reynist að vonum vera úrvals nemandi, og kennarinn, sem er ung og fönguleg kona, vill óöfús tryggja honum sem mestan starfs- frama. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.