Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. júni 1975 TÍMINN 9 ð hafa orðið öðrum að liði fatlaða, annast þjónustu við fólk sem dvelst á stofnunum, rekstur bilsins, og svo laun min. — Annast þú ein alla starfsemi deiidarinnar? — Ég var alveg ein fyrsti niu mánuðina sem ég vann við þetta, en ég hef haft aðstoð siðan i febrúarmánuði siðastliðnum. — Hvemig hefur fólk tekið þess- ari nýju starfsemi? — Mjög vel. Ef allar þær blessunaróskir, sem mér hafa hlotnazt siðan ég byrjaði á þessu yrðu að áhrinsorðum gæti ég áreiðanlega lifað góðu og áhyggjulausu lifi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þarf heldur að kvarta undan þvi, að fólk hafi ekki notfært sér þessa þjónustu, en hins vegar er starfsemi okkar ung enn og við verðum að sniða okkur stakk eftir vexti og ekki teygja okkur lengra en fært er. Þessi starfsemi er bæði dýr og timafrek, þvi þýðir ekki að bera saman tölur á þessum vettvangi og öðrum, til dæmis hvað snertir almenn útlán á söfnum. Þar er svo óliku saman að jafna. Það er ólikt seinlegra að fara með bókina heim til notandans, kenna honum meðferð tækis, (segulbands eða kassettutækis), heldur en að afhenda alsjáandi manni bók á bókasafni sem hann svo fer með heim og skilar sjálfur að notkun lokinni. — Þörfin er auðvitað miklu meiri en sem svarar getu ykkar, enn sem komið er? — Já, mikil ósköpÞvler nú verr, en auðvitað er ekki við öðru að búast, enn sem komið er. Ég gleymi þvi ekki, þegar ég kom á Hrafnistu, D vala rheim ili aldraðra sjómanna i fyrra, þá reyndustvera yfir fjörutiu manns i þessu eina húsi, sem vildu reyna þetta, og sumir þurftu þess nauðsynlega. Að visu er hér um dvalarheimili að ræða — stofnun — en hvernig halda menn að ástandið sé á landinu öllu, þegar öll sjúkrahús og hæli eru talin með? — Fáið þið mikið af fyrirspurn- um utan af landi? — Talsvert, já, en þó myndu þær áreiðanlega vera miklu fleiri, ef við hefðum auglýst starfsemi okkar meira en raun er á. Og alltaf eru þeir fleiri og fleiri, sem vita að við erum til og leita til okkar. — Hvers konar bækur eru það aðallega, sem þið eruð með? Skáldrit eða fræðibækur tii dæmis? — Að mesu leyti skáldrit, en lika ævisögur, þjóðsögur og sitthvað fleira. Það sem mér finnst eink- um vanta, eru fræðibækur, kennslubækur og jafnvel hreinar fagbækur. Mér finnst lika mjög æskilegt, ef við værum með ein- hverja lesningu, sem kæmi með vissu millibili, i likingu við tima- ritin, sem við, hin sjáandi, fáum reglulega og viljum hafa . — Þú nefndir fræði- og kennslu- bækur, og vaktir þar máls á nokkru sem vel er athugunar vert. Kæmi ekki vel til greina að stuðia að sjálfsnámi blindra einmitt með þessum hætti? — Jú, einmitt. Hljóðbækur eiga ekki að vera eingöngu til gamans, heldur llka til gagns, alveg eins og allar aðrar bækur. Fólk missir sjón á öllum aldri, sumir fæðast meira aðsegja blindir, þvi miður, og við þvl er ekki annað að gera en að nýta allt það sem menn eiga yfir að ráða, þótt einn þáttinn, sjónina, vanti. Nám er ekki held- ur bundið við bernsku- og æskuár, þótt margir hyggi að svo sé. Ef menn langar til þess að læra eitt- hvað. þá eiga þeir að fá tækifæri til þess að gera það, á hvaða aldri sem þeir eru, og blindir menn geta lært, engu slður en aðrir, þótt þeir séu komnir á fullorðins ár. Hvl ekki að fara að læra tungumál eftir segulböndum, kassettum eða venjulegum „lingafón”, eftir að hafa misst stjón? Ég sé ekki neitt þvi til fyrirstöðu — en þá þarf fólk lfka að hafa aðgang að þeim tækjum, sem til þess þarf. — Er ekki neinum erfiðleikum bundið að afla sér þeirra? — Segja má, að tækjamálin séu enn óleyst vandamál hjá okkur. Segulbandstæki eru orðin dýr. Félagsmaður i Blindrafélaginu getur fengið segulbandstæki tollfrjálst, en síðan ég fór að vinna við þetta, hefur enginn af lánþegum- minum fengið sér segulbandstæki, heldur eingöngu kassettutæki, þvi að þau eru svo miklu handhægari. 1 desem- bermánuði siðastliðnum kostaði gott kassettutæki tollfrjálst um tiu þúsund krónur, en segul- bandstækin eru að sjálfsögðu miklu dýrari. Þannig er hægt að ná til okkar — Við förum nú senn að slá botninn I þetta Elfa Björk, en þú myndir kannski vilja segja mér undir lokin, hvernig auðveldast er að ná til ykkar fyrir þá sem ekki eru alveg undir handarjaðrinum á ykkur? — Þeir sem eiga heima i Reykja- vik, geta hringt I sima 36814, það er Borgarbókasafn, útibú Sól- heimum. ^ezt er að hringja á nrrgnana, klukkan tiu til tólf, alla daga nema miðvikudaga. Þeir, sem eiga heima úti á landsbyggðinni, geta að sjálfsögðu llka hringt eða skrifað mér, en þeir geta llka snúið sér til næsta bókasafns, sem þá veitir alla umbeðna fyrir- greiðslu. — Sendið þið ekki út lista yfir það sem þið hafið upp á að bjóða? -—Eins og er, höfum við aðeins lista með venjulegu svartletri, prentaða á blað, en ég ætla, eins fljótt og ég get, að lesa listann inn á spólu, og hélzt, ef þvl verður viö komið, að hafa jafnframt örstutta kynningu á hverri bók um leið. Þetta þyrfti bæöi að vera til á seg- ulbandsspólu og kassettu, og svo væri hægt aö lána þetta eins og hvert annað lesefni, til þess aö lánþegar gætu gengið úr skugga um, hvað það er, sem við raun- verulega höfum á boðstólum. — Aðlokum ElfaBjörk: Hugsar þú ekki gott til að vinna þetta verk I þágu blindra og fatlaðra, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem óhjákvæmilega segja til sln fyrst I stað? — Jú, sannarlega. Víst -gaman að vinna á veni'-.VogU bókasafni, en að v-öita sllka þjónustu á sýi.'n.rahúsum og hælum er þó margfalt meiri ánægja. Að rétta þeim hjálparhönd, sem þurfa liðsinnis við, er eins og að hafa hlotið hæsta vinnig I happdrætti. -VS. FRÍMERKJASÝNING í HAGASKÓLA SHÞ-Reykjavlk. Næst komandi föstudag verður opnuð stór fri- merkja- og myntsýning i Haga- skóla. Að sýningunni standa Landssamband Islenzkra frl- merkjasafnara og Myntsafn- arafélag Islands. Þetta er stærsta sýning, sinnar tegund- ar, sem haldin hefur verið af þessum samtökum. Á frimerkjasýningunni getur að lita mörg af beztu söfnum hér á landi, en þetta er jafnframt samkeppnissýning, og fá öll þau söfn, er hljóta silfurverðlaun eða hærri, rétt til þátttöku á alþjóðlegum sýningum, undir vernd F.I.P., þ.e. Alþjóðasam- taka frimerkjasafnara. A sýn- ingunni verða um 84 rammar. Þá er þessi frimerkjasýning að þvl leyti einstök, að I fyrsta skipti taka Færeyingar, sem heild, þátt i frimerkjasýningu. Hér taka 7 einstaklingar úr Föroya Filatelistfélag þátt i sýningunni, með 12 sýningar- efnum I 21 ramma. Koma nokkrir meðlimir félagsins það- an i hópferð hingað til að vera á sýningunni, og einnig mun fulltrúi þeirra sitja Landsþing L.I.F., sem áheyrnarfulltrúi. Verða Færeyingarnir hér á landi 8.-22. júni. Þá hefur verið gerður sér- stimpill, sem notaður verður á sérstöku pósthúsi sýningarinn- ar. Er hann með merki L.I.F. og textanum „FRÍMERKI 75”, auk staðarheitisins, Reykjavik og dagsetninga. Landssambandið hefur einnig getið út sérstök umslög til stimplunar á sýningunni, I tveim litum. Þá hefur verið gefin út sérstök sýningarblokk, sem verður til sölu á sýning- unni, og aðeins þar, en það sem verða kann óseltaf upplaginu að sýningu lokinni, verður eyöi- lagt, og miðast þvl upplag blokkarinnar einungis við það sem selt verður. Þá hefur Myntsafnarafélagið gefið út barmmerki, sem verða til sölu á sýningunni. En I sýn- ingardeild þess verða sýndar ýmsar myntir og myntsöfn, auk seðla, og verða þarna mörg mjög góð söfn á því sviði. Auk þessa verður svo 8. Landsþing L.Í.F. haldið i tengslum við sýninguna, og hefst það laugardaginn 14. júni klukkan 14 I Hagaskólanum. Meðal gesta á þinginu verður áheyrnarfulltrúi frá Færeyjum og Ernst A. Kehr, General Comissioner Heimssýningar- innar „INTERPHILA-76”, sem haldin verður I Bandarikjunum á næsta vori, en hann mun ávarpa þingið. Kehr er á leið frá London, eftir að hafa skráð nafn sitt á „Roll of Disguinguishe Philatelists,” sem er álitinn mesti heiður, er nokkrum fri- merkjamanni getur hlotnazt. Gróska hefur verið I félags- málum frimerkjasafnara I vetur, og hafa þrjú ný félög verið stofnuð i Hafnarfirði, á Suðurnesjum og á Akureyri. Eftir að hinar nýju reglur um þátttölu i Alþjóðlegum sýning- um tóku gildi, sem kveða á um að aðeins meðlimir landssam- bands þess, sem er aðili að F.I.P., geti tekið þátt I þeim, og að söfnin verði að hafa fengið a.m.k. silfurverðlaun á sýningu i heimalandi sinu, áður en þau fá aðgang, er enn meiri nauðsyn á að halda slikar sýningar ár- lega. Landssamband islenzkra frl- merkjasafnara hefur verið meðlimur alþjóðasamtakanna siðan 1968 og tekið þátt i öllum sýningum þeirra, — áður var Klúbbur Skandinavlusafnara aðili. Nú er unnið að undirbúningi þátttöku I Interphila og dönsk usýningunni ,HAFNIA-76”, sem báðar eru undir vernd alþjóða- samtakanna. björns Halldórssonar, en um hann sagði Þórbergur, að hann hefði verið einn af „gáfuðustu og mætustu mönnum, sem ég hafði kynnzt á æfinni.” Og rétt er það, enda ómótmælt af þeim sem bezt þekktu til, að Hall- bjöm Halldórsson prentari var einn af merkismönnum sinnar kynslóðar á íslandi. Hins vegar er Hallbjarnardrápa ekki meðal mestu verka Þórbergs Þórðar- sonar. í henni er meira af glæsi- legu málskrúði en innri dýpt. 1 þessari nýju útgáfu á Eddu eru þrlr viðaukar, ljóð, sem Þórbergur Þórðarson orti á efri árum sinum. Flest hafa þau verið birt einhvers staðar á prenti áður, en þó ekki öll. Fyrsti viðauki, Raulað við sjálf- an sig, birtist I Timariti Máls og menningar árið 1954, annar við- auki, Marsinn til Kreml, kom sérprentaður I bókarformi á vegum Helgafells 1962, og kvæð- in I þriðja viðauka hafa verið að birtast i Þjóðviljanum og Tlma- riti Máls og menningar slðustu tuttugu árin eða svo, en þó eru þar ljóð, sem ekki hafa verið prentuð fyrr en nú. Þessi síðari tlma skáldskapur sýnir vel, að Þórbergur Þórðar- son var sjálfum sér likur — og sjálfum sér trúr — til hinztu stundar. I þessum kvæðum er hann enn sem fyrr hæðinn, bein- skeyttur, og hefur lag á að koma lesandanum á óvart. Þannig er I fyrsta viðaukanum vísan, sem vitnað var i hér að framan, „Hér er sumar á fjöllum og sól- skin I bæ.” Og siðar i þessum sama viðauka standa þessar linur: Það er margt I mannheimi, sem maður enginn veit. .Ýmislegt I uppheimi, sem ekkert mannsbarn leit. Dálftið I djúpheimi, sem Darwin enginn reit. Marsinn til Kreml er I viðauka no. 2. Þetta kvæði sýnir ljósléga, að Þórbergur taldi sig aldrei ofgóðan til þess að taka svari þess málstaðar, sem hann aöhylltist.ef honum þótti á hann hallað, hvort sem það var sóslalismi, spíritismi eða eitt- hvaðannað. Skipti þá ekki máli, þótt I hlut ættu skáldbræður hans og viðurkenndir snillingar, eins og til dæmis í þessu tilviki. Slðasti kafli Eddu I þessari nýju útgáfu, viðauki nr. 3, er vafalaust dauflegasti hluti bók- arinnar, þótt þar sé að finna Sósusálminn fræga, sem höf- undurinn fór með I útvarps- viðtali fyrir tæplega hálfu öðru ári, og er nú prentaður eftir seg- ulbandsupptöku. „Mislukkað atómljóð” og „Inspirasjón” munu varla verða talin meðal gimsteina Islenzkra ljóða, enda má teljast öruggt, að höfundur- inn hafi ekki ætlað þeim slikan sess. • Það, sem fyrst mætir augum lesandans á siðum Eddu, er gamansemi Þórbergs Þórðar- sonar og markviss fyndni hans. Seinna, þegar betur er lesið, þykir okkur ekki minna vert um alvöruna, sem oftast er á næsta leiti við gáskann: Alltaf þrái ég litlu Ló er lækkar sól. Þrái ég hennar hugarheim og hjartaskjól. Fagurt syngur mófuglinn, þá nálgastlitlaLó. Þaðþarf átakanlega vöntun á skopskyni til þess að finnast Edda Þórbergs þreytandi bók aflestrar, og trúlega yrði honum á að glotta við tönn, ef hann ætti eftir að lesa slikan dóm um Eddu sina, þegar hann bregður sér niður af astralplaninu til þess að gá hvernig okkur geng- ur, sem enn erum að bjástra við papplr og ritvél I okkar frum- stæðu jarðllfstilveru. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.