Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.06.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. júm 1975 TÍMINN 13 Ljótum áburði svarað Þó að sr. Heimir Steinsson skrifi hólfa siðu i Timann I tilefni af grein minni er það mest um mig persónulega og þvi svara ég ekki. Hins vegar efa ég mjög að hann hafi skrifað grein sina hlæjandi, þótt hann láti liggja að þvi að grein min sé hlægileg. En þar sem Heimir ber mér á brýn Utúrsnúning og feitletrar það, verð ég að biðja Timann fyrir nokkur orð. t grein Heimis i Kirkjuritinu stendur: „Erekki Kristur annars stað- ar nú? Skyldi hann ekki sitja hjá þeim, sem nú eru að vakna grúttimbraðir og útþvældir, af þvi að þeir drukku of mikið i gærkvöldi? Nú þurfa þeir á hon- um að halda, hvort sem þeir vita það eða ekki. En við þörfn- umst hans miklu siður. Við höf- um hjá okkur elskuiega um- gjörð aldagamallar stofnunar. Su umgjörð verður okkar guð i dag, meðan Kristur gengur á milli þeirra, sem hann i nótt hrakti einu skrefi nær klakanum kalda”. Þetta gat ég ekki skilið öðru- vísi en svo að Kristur væri þessi hann, sem hefði hrakið menn nær klakanum kalda. Og mér skildist að hrakningurinn á klakann kalda væri a.m.k. með fram vegna of mikillar drykkju, enda ekki nefndar aðrar ástæð- ur. Hafi hér verið um útúrsnún- ing að ræða ætti séra Heimir að láta svo lítið að skýra fyrir mér að hverju þessi tilvitnuðu orð hans lúta: „....meðan Kristur gengur á milli þeirra, sem hann i nótt hrakti einu skrefi nær klakanum kalda”. Séra Heimir er smávegis að spyrja mig út úr Helgakveri. Fjarri sé það mér að segja að það hafi boðað spiritisma, en mig minnir að þar væri sagt að við mættum biðja guð um vernd og hjálp engla hans. Það er stuttur vegur þaðan yfir að einni hlið spiritismans. Ég tala ekki fyrir munn þjóð- kirkjunnar, en ennþá er ég inn- an þjóðkirkjunnar og hef þar tjáningarfrelsi. Og þegar ég segi að eitthvað sé min skoðun er það einfald- lega af þvi, að ég eigna það ekki öðrum. Einn verð ég að vera á- byrgur fyrir minni skoðun. Mér finnst engin bót að þvi að lengja mál mitt með þvi að segja „sá, er þessar linur ritar”, „höfund- ur þessara orða” eða „sá, er hér heldur á penna” i stað þess að nota hina einföldu og alþýðlegu málvenju og segja bara ég. Halldór Kristjánsson. Tillaga framsóknarmanna í borgarstjórn: Girðing á Nesjavöllum — Veitir unglingum sumaratvinnu BH—Reykjavik. — „Borgarstjórn samþykkir, aö borgarstjóri leiti nú þegar eftir þvi við lána- stofnanir, að þær veiti borginni 20 millj. kr. lán. Fé þessu verði var- ið til að girða Nesjavallaland i Grafningi nú i sumar og hef ja þar uppgræðslu. Til þeirra starfa verði ráðnir unglingar 15 og 16 ára og leitazt við að tryggja trausta og reynda menn til að annast verkstjórn. Við gerð næstu fjárhagsáætlunar borgarinnar verði áætlað fyrir þessum fram- kvæmdum.” Þannig hljóðar tillaga, sem borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins báru fram á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag, og Kristján Benediktsson mælti fyrir. Sagði Kristján Benedikts- son m.a. svo i ræðu sinni: Eins og kunnugt er á Reykja- vikurborg jörðina Nesjavelli i Grafningi. Agangur búfjár og of- beit hefur verið á undanförnum árum og eytt mjög gróðurlendi þessa býlis sem annarra svæða i Grafningi. A sl. sumri fékk Reykjavikurborg magister Ingva Þorsteinsson til að rannsaka gróðurfarslegt ástand upplands borgarinnar svo og NesjavaHa- lands. I skýrslu til borgarstjórnar sl. haust segir Ingvi þetta um Nesjavallaland: „Gróður á þessu svæði ber þess augljós merki, að hann hefur verið ofbeittur um langt skeið. Skóglendi, sem þekur um 166 ha. svæði, er illa útleikið og i hraðri afturför. Það sama er að segja um graslendið og raunar mest allt gróðurlendi Nesjavalla. Gróður- og jarðvegseyðing er ör i landinu eins og viðast hvar i Grafningi. Þetta land þyrfti nær algerrar friðunar við i lengri tima svo að gróður nái að endurnýjast. Með núverandi beitarþunga er ekki annað sjáanlegt en að gróður og jarðvegur hverfi þarna með öllu á næstu áratugum.” Eins og framangreind ummæli sérfræðingsins bera með sér má ekki dragast lengi úr þessu, að landið verði friðað, ef alger gróðureyðing á ekki að eiga sér stað. Slikt væri hins vegar hið mesta slys, þar sem uppgræðsla mundi þá kosta miklum mun meira. Girðing um Nesjavalla- land yrði um 20 km á lengd. Væri hins vegar lönd jarðanna ölfus- vatns, Hagavikur og Nesjavalla girt saman, væri lengd þeirrar girðingar 28-30 km. Talið mun, að hver km girðing- ar kosti 400-500 þús. kr. Mér sýnist augljóst, að borgar- stjórn geti ekki dregið lengur en til næstu fjárhagsáætlunar að ákveða f jármagn til girðingar um Nesjavallaland. Það mesta mundi þá væntanlega verða unnið á næsta ári. Nú er ástand i þjóð- félagi okkar hins vegar þannig, að allar horfur eru á að nokkur hluti skólaunglinga i borginni, einkum þeir sem eru á aldrinum 15 óg 16 ára, muni ekki fá vinnu i sumar. Þetta er alvarlegt mál bæði vegna unglinganna sjálfra auk þeirra fjárhagslegra áhrifa, sem slikt hlýtur að hafa fyrir afkomu heimila þessara ung- linga. 1 dag voru skráðir hjá Það er margt gert til að gleðja okkur — Það hefur vakið þakkarhug okkar, sem dveljumst á Elliheimili Akureyrar, hve marg- ir bæjarbúar hugsa hlýtt til okkar og gera margt til þess að gleðja okkur, sagði Aðalsteinn Guðmundsson frá Flögu, er hann leit inn hjá Timanum á dögunum. Hann gat þess til dæmis, að Leikfélag Akureyrar byði þeimá sjónleiki, félagsmálastofnunin og Náttúrulækningafélagið á sam- komur, og ýmsir klúbbar hefðu lagt sitt af mörkum. — öllum hefur verið ekið að skemmtistað af hjálpfúsum mönnum, og heim aftur að sam- komum loknum, sagði Aðal- steinn, og svo hafa blessaðar konurnar tekið á móti okkur með alúö, hlýju handtaki og rausnar- legum veitingum. Ég kom hingað til þess biðja Timann, sem er blaða útbreiddastur hjá okkur, að — sagði vistmaður á Elliheimili Akureyrar koma þakklæti okkar á framfæri og biðja þessuhugsunarsama fólki, sem lætur sér svona annt um okkur, guðs blessunar. Ráðningarstofu Reykjavikur- borgar 178 unglingar 15 ára, sem enga von höfðu um vinnu og 312 skólanemendur 16 ára og eldri. Vinnuskólinn mun i sumar að þvi er ég bezt veit taka á móti öllum sem til hans sækja og fæddir eru árin 1960 til 1961. Eru likur á, að fjöldi i vinnuskólanum geti orðið á bilinu 1000-1200. Verst mun hins vegar vera fyrir þá, sem eru 15 og 16 ára að útvega sér eitthvað að gera. Allstóran hóp 15 og 16 ára ung- linga mætti nýta við framkvæmd- ir á Nesjavöllum nú i sumar, ef tækist að ' afla bráðabirgðaláns- fjár til þeirra framkvæmda, sem siðan yrði áætlað fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar og endurgreitt á næsta ári. Hér mætti þvi slá tvær flugur I einu höggi. Til máls um þessa tillögu tóku Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri og borgarfulltrúarn- ir Elin Pálmadóttir, Hilmar Guðlaugsson og Páll Gislason. Tóku þau öll mjög jákvætt i til- löguna og töldu hana hina þarf- legustu. Elin Pálmadóttir ræddi málið mjög itarlega með tilliti til gróðurverndar á svæðinu, og Páll Gislason lýsti þeirri skoun sinni, að ganga þyrfti lengra með girð- ingar á þessum slóðum. Hilmar Guðlaugsson sem er formaður stjórnar Ráðningarstofu borgar- innar, fagnaði umræðum um þetta mál i borgarstjórn og kvaðst vænta skjótrar lausnar á atvinnumálum unglinga á þann hátt, sem tillagan felur i sér. Að umræðum loknum v^ir tillögunni visað til borgarráðs og umhverfismálaráðs með öllum greiddum atkvæðum. Frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur Eins og áður býður skólinn 8 og 1/2 mán- aðar skólavist. 5 og 3ja mánaða námskeið. Auk styttri námskeiða, sem auglýst verða siðar. Skólastjóri, simi 1-15-78. Iðnskólinn í Reykjavík: Auglýsing um innritun Iðnnemar á 1. ndmsdri Samkv. lögum um iðnfræðslu (20. gr.) skulu meistarar og iðnfyrirtæki senda iðn- nema til iðnskólanáms næst er það hefst eftir að námssamningur er gerður. Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 1975—1976 fer fram dagana 9. til 13. þ.m., báðir dagar meðtaldir kl. 9:09—12 00 og 13:30—16:00, i skrifstofum yfirkennara, stofu 312. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé fullra 15 ára og hafi staðist miðskólapróf með lágmarkseinkunnum sem menntamálaráöuneytið ákveður. Nemendur með samræmt gagnfræðapróf og tilskilinn ár- angur verða innritaðir I 2. bekk. Við innritun ber að sýna námssamning, vottorö frá fyrri skóla undirrituð af skólastjóra og nafnskirteini. Innritun í 3. bekk. Nemendur sem lokið hafa prófi úr tré- eða málmiðnadeildum Verknámsskóla iðnað- arins, og komnir eru á námssamning hjá meistara i einhverri hinna löggiltu iðn- greina, þurfa að láta innrita sig til fram- haldsnáms i3. bekk iðnskóla á sama tima. Verkndmsskóli iðnaðarins Innritun i tré- og málmiðnadeildir fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) sam- kvæmt þvi sem að ofan greinir. Inntökuskilyrði eru þau sömu og fyrir Iðnskólann, nema að þvi leyti, að námssamningur þarf ekki að vera fyrir hendi. Tréiðnadeildiner aðallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf I tréiðnum, helstar þeirra eru húsasmiði, húsgagnasmiði, skipasmiði. Málmiðnadeildin er fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf i málmiönaði eða skyldum greinum, en helstar þeirra eru: allar járniðnaöargreinar svo og bifreiðasmiði, bifvélavirkjun, blikksmlði, pipulögn, rafvirkjun, skrif- vélavirkjun og útvarpsvirkjun. Innritun í framhaldsdeildir verkndmsdeilda Nemendur sem lokið hafa prófi úr málm- iðnadeild og hyggja á áframhaldandi nám i rafiðngreinum eða bifvélavirkjun verða að sækja um skólavist ofangreinda daga. Tækniteiknaraskólinn Skóli til þjálfunar fyrir tækniteiknara og aðstoðarfólk á teiknistofum tekur til starfa i byrjun september n.k. Inntökuskilyrði eru, aö umsækjandi sé fullra 16 ára, og hafi lokið gagnfræðaprófi eða landsprófi. Innritun fer fram I skrifstofu yfirkennara eins og aö otan greinir. Við innritun ber að leggja fram undirritað prófskirteini frá fyrri skóla, ásamt nafnskirteini. Þeir, sem lokið hafa prófum úr 1. bekk Tækniteiknara- skólans, komi einnig til innritunar i 2. bekk ofangreinda daga. Skólastjóri. Husmæðraskolmn að Staðarfelli i Dalasýslu mun starfa I 8 mánuði, eins og undanfarin skólaár. Umsóknir um skólavist þarf að senda til for- stöðukonu skólans fyrir 25. júni n.k. Simstöð Staðarfells. Jörð til leigu Jörð i Skagafirði til leigu nú þegar eða i haust. Sala kemur til greina. Nokkur bústofn og vélar. Gott vegasam- band. Jarðhiti og fleiri hlunnindi. Lysthafendur sendi bréf til blaðsins merkt Jarðhiti fyrir 17. júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.