Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur IX. júni 1975 TÍMINN 3 Aftur málflutningur fyrir Félags dómi vegna samúðarverkfallsins OÓ—Reykjavik — Félagsdómur átti að kveða upp dómsúrskurð i máli skipafélaganna gegn Vél- stjórafélagi tslands i gær, vegna samúðarverkfaUs vélstjóra á kaupskipum. Lögmaður stefnda óskaði eftir fresti til að undirbúa málflutning, en máiflutningur verður endurupptekinn, þar sem lögð hafa verið fram ný gögn, en annars var munnlegum málflutn- ingi lokið. Dómurinn ákvað að fresta þvi málflutningi aftur fram á fimmtudag, þ.e. á morgun, og væntanlega verður dómur kveð- inn upp fljótlega eftir það. Þingað var i málinu s.l. mánu- dag, en skömmu áður tilkynnti Vélstjórafélagið, að samúðar- verkfallinu hefði verið aflétt, og kom þá fram, að um yrði að ræða að málsókn yrði látin niður falla vegna breyttra viðhorfa. En eins og fram kom i Timanum i gær, munu skipafélögin vilja fá úr- skurð um hvort samúðarverkfall sem þetta sé löglegt samkvæmt vinnumálalöggjöfinni. Af þeim sökum verður málinu fram haldið og úrskurður kveðinn upp. Evensen, hafréttarráðherra Noregs, sat fund með Islenzku rikisstjórninni I gær. A myndinni sést hann með Geir Hallgrimssyni forsætisráðherra og Einari Agústssyni utanrikisráðherra. Timamynd GE. Háppdrætti Háskóla íslánds: Sjö milljónir til Hólmavíkur ÞRIÐJUDAGINN 10. júnl var dregið I 6. flokki Happdrættis Háskóia tslands. Dregnir voru 9,450 vinningar að fjárhæð niutlu milijónir króna. Hæsti vinningurinn, niu miiljón króna vinningur, kom á númer 14589. Sjö miiljónir af þessum stóra vinningi voru seldar i umboðinu á Hólma- vlk, ein miiljón I Keflavík og ein miiljón hjá Frimanni Fri- mannssyni I Hafnarhúsinu. 500,000 krónur komu á núm- er 48168. Sjö miðar af þessum vinningi komu upp i Verzlun- inni Straumnes i Breiðholti, einn miði á Skagaströnd og einn I ólafsvik. 200,000 krónur komu á núm- er 37128. Einn miði af þessu númeri kom upp I umboðinu i Vestmannaeyjum en allir hin- ir I Borgarbúðinni i Kópavogi. 50,000 krónur: 37 — 1000 — 3767 — 4644 — 10908 — 12198 — 12897 — 13454 — 14588 — 14590 — 15368 — 15549 — 20889 — 21675 — 25416 — 26005 — 32917 — 34751 — 34881 — 35363 — 36421 — 36486 — 37082 — 39635 — 40529 — 41462 — 42362 — 43617 — 45688 — 47868 — 48529- — 51317 — 52649 — 56640 — 56746 — 57544 — 59308 — Barn drukknaði í d Tveggja ára gamall drengur drukknaði i Djúpadalsá i Skagafirði s.l. mánudag. Dreng- urinn hét Guðmundur Björn Hrólfsson. Ritgerðarverðlaun í barnaskólum Við skólaslit um siðustu mán- aðamótfór að venju fram afhend- ing bókaverðlauna úr sjóði Hall- grims Jónssonar, fyrrum skóla- stjóra, fyrir islenzka ritgerð á fullnaðarprófi (nú unglingaprófi) Iskólum borgarinnar. Verðlaunin hlutu að þessu sinni: Elisabet Waage, Alftamýrar- skóla, Selma Ósk Kristiansen, Austurbæjarskóla, Sigriður Sig- urjónsdóttir, Hvassaleitisskóla, Svanhvlt Axelsdóttir, Hagaskóla, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Fellaskóla og Þorvarður Carr, Langholtsskóla. Við skólaslitin voru einnig af- hent verðlaun þjóðhátiðarnefndar 1974 fyrir ritgerð um sögusýning- una að Kjarvalsstöðum sl. haust. I þessari ritgerðakeppni tóku þátt nemendur fimm aldursflokka, þ.e. 10—14 ára börn. Veitt voru ein verðlaun hverjum aldurs- flokki, en þau voru röð af vegg- skjöldum þjóðhátiðarnefndar, er frú Sigrún Guðjónsdóttir teiknaði. Verðlaunin hlutu: Þórunn Egilsdóttir, 4. bekk Hvassaleitisskóla, Bjarni Hin- riksson, 5. bekk Breiðagerðis- skóla, Auður Einarsdóttir, 6. bekk Melaskóla, Skúli Þ. Ingimundar- son, 7. bekk Alftamýrarskóla og Elin Rut ólafsdóttir 8. bekk Alfta- mýrarskóla. veiðivörður tjáði Veiðihorninu i gær, að rúmlega 130 laxar væru nú komnir á land úr allri ánni frá þvi að laxveiði hófst. Hörður lét þess sérstaklega getið, að i Stekknum hefðu fengizt 25 laxar, en það væri óvenjulegt svo snemma veiði- timans. Veiðin tók fjörkipp um leið og hlýnaði i veðri um sið- ustu helgi, og á mánudag veiddist 20 punda lax á fyrsta svæðinu, sem er sá stærsti til þessa. Nýr hópur laxveiðimanna hóf laxveiði á mánudag, en þeir sem á undan voru fengu alls um 40 laxa. Meðalþyngdin er 8-12 pund. A fyrsta svæðinu eru rúmlega 100 laxar komnir á land, 25 i Stekknum, 1 á öðru svæði og 2 á fjórða svæðinu, sem er frá veiðimerki neðan Stekks að Norðurárbrú við Hauga (Munaðarnessveiðar). 52 laxar hafa farið um teljar- ann i Laxfoss. Miðf jaröará Veiði hófst I Miðfjarðará föstudaginn 6. júni. A mánu- dag voru 25 laxar komnir þar á land, og var meðalþyngd þeirra um 10 pund, en sá stærsti var 15 pund. Hjór.in Sigrún og Perry Nielsen sjá um veiðihúsið að Laxahvammi i sumar, og sagði Sigrún á mánudag, að fremur kalt hefði verið frá þvi veiði hófst, en um helgina hefði rignt og hlýnað, og hefði veiðin þá strax glæðzt að mikl- um mun. Þar er veitt á 6 stengur. Sigrún sagði enn fremur, að laxveiðimennirnir hefðu séð mikið af laxi i ánni og að bjartsýni rikti um góða veiði i sumar. Heildarveiðin i Miðfjarðará i fyrra var 837 laxar, og var meðalstærð þeirra 8,4 pund. Þverá i Borgarfirði. Veiði hófst 7. júni i Þverá, og er þar veitt á 12 stengur. Hornið hafði samband við Guðnabakka og fékk þær upp- lýsingar, að nú væru komnir 45-50 laxar á land, og væri þyngd þeirra mjög breytileg, 10-20pund. Vellitur þvi út með sumarveiðina i Þverá. A siðast liðnu sumri veidd- ust 1748 laxar i Þverá, að meðalþyngd 7,8 pund. Sumarið 1973 var metlaxveiði- ár þar sem annarsstaðar, og fengust þá 1965 laxar. Þjóðhöföingjar ferðast sjaidan „létt”, þegar um opinberar heimsóknir er að ræða. Hér er verið að bera farangur Sviakonungs inn I Ráðherra- bústaðinn, en auk klæða, gjafa, orða og annars, sem nauðsynlega til- heyrir, kom hann með borðbúnaðinn I veizluna sina með sér. Og börnin fyigjast spennt með og spyrja: „Hvað skyidi nú konungurinn vera með I öllum þessum töskum?” Hér er borgarstjórinn að ianda einum af þeim sex löxum, sem hann veiddi I Elliðaám I gærmorgun. Þetta er hinn vænsti iax, sennilega um 12-14 pund. , Timamynd: G.E. Elliðaár. Veiðin byrjaði vel i Elliða- ám i gærmorgun. Frá þvi klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt eftir hádegi, komu niu vænir laxar á land. Samkvæmt hefð voru það borgarstjórinn, Birgir Isleifur Gunnarsson, og rafmagns- stjóri, Aðalsteinn Guðjónsson, sem hófu veiðina. Borgar- stjórinn fékk sex laxa, en ekki vissi Hanna á skrifstofu Stangveiðifélags Reykjavik- ur, hve stórir þeir voru. Mikill lax virðist vera i Elliðaám, og lofar það góðu um laxveiðina i sumar. A sið- ast liðnu sumri fengust 2033 laxar úr ánum, og var meðal- þyngd þeirra 5,7 pund. Arið 1973 fengust 2276 laxar úr Ell- iðaám. Laxá i Aðaldal Veiði hófst i Laxá i gær- morgun. Voru það Húsviking- ar sem hófu hana að venju, en þeir verða við veiðar til 15. júni. 1 gærmorgun lönduðu þeir tiu löxum, að sögn Helgu Halldórsdóttur, ráðskonu i veiðihúsinu að Laxamýri. Ekki vissi Helga um stærð laxanna, en seinna i vikunni mun Veiðihornið birta nánari fréttir frá Laxá. — Helga sagði i gær, að mjög gott veður væri fyrir norðan, sól og 19 stiga hiti. Ain er vatnsmikil, og litur vel út með veiði þar i sumar, að sögn laxveiðimann- anna. Á siðast liðnu sumri veidd- ust 1817 laxar i ánni, og var meðalþyngd þeirra 12,1 pund, sem var einna mesti meðal- þungi, sem fékkst i laxveiðiám á landinu sl. sumar. Metárið 1973 fengust hvorki meira né minna en 2522 laxar úr Laxá. 20 punda lax í Norðurá Laxveiðin hefur verið frem- ur treg vegna kulda undanfar- ið, og hefur hitinn i ánni farið allt niður i 3 stig, en nú virðist veiðin vera farin að glæðast að mun. Hörður Haraldsson Evensen ræðir haf- réttarmál á íslandi Oó-Reykjavik. Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs og for- maður svonefndrar Evensens- nefndar hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, kom til Reykja- vfkur I gær. Hér mun hann ræða landhelgis- og hafréttarmál við rikisstjóm og aðra ráðamenn. Strax eftir komu ráðherrans til Reykjavíkur kl. 17.00 i gær sat hann fund með rikisstjórninni i Stjórnarráðshúsinu. Þar mun hafa verið rætt um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 mílur og skipzt á skoðunum um fiskveiði- og hafréttarmál. Evensen mun dvelja hér á landi I dag og, mun hannm.a.hitta Hans G. Andersen ambassador og fleiri að máli. Ráðherrann kemur til íslands frá London, en þangað kom hann frá Moskvu, og er tilgangur ferðar hans að kanna sjónarmið ráða- manna um hafréttarmál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.