Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 11. júni 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 42 svo sem verið nógu þakklátur þegar Orval áttaði sig á því hvernig bezt væri að losa steininn. Hann haf ði klif rað upp og bundið kaðal um steininn. Svo sagði hann mönn- unum að toga i hinn endann á meðan hann beitti þykkri trágrein til að hræra steininn. Hann hentist yf ir brúnina með skrölti og skall niður. Steinf lígar f lugu í allar áttir og þeir rétt náðu að forða sér. Hlustaðu nú á mig, Orval, sagði hann og var nú rólegri. Mér þykir þetta leitt. Þetta voru fyrirtaks hundar. Þú mátt trúa því, að mér þykir þetta leitt. Hann fann snögga hreyfingu við hlið sér. Singleton miðaði rifflinum og skaut á runnaþykkni. Singleton, ég sagði þér að hætta. Ég sá eitthvað hreyfast. Þetta kostaði þig tveggja daga kaup, Singleton. Konan þín verður öskureið. En ég er viss um að ég sá eitthvað hreyf ast. — Segðu mér ekki hvað þú heldur að þú hafir séð. Þú skýtur með sama óðagotinu og á lögreglustöðinni, þegar hann brauzt út. Hlustaðu á mig. Það sama gildir um ykk- ur alla. Hlustið. Þið skutuð hvergi nærri honum. A meðan þið voruð að skjóta á hann, hefði hann gert allan skratt- ann og sloppið SAMT á burt." — Svona nú, Will. Tveggja daga kaup? sagði Single- ton. Þér er ekki alvara. Ég er ekki búinn enn. Lítið svo á skotfærin sem þið hafið eytttil einskis. Helmingur skotfæranna er á þrot- um. Þeir litu á tóm skothylkin, sem lágu umhverfis þá í skítnum og virtust undrandi á f jölda þeirra. — Hvað ætlið þið að gera, ef þið rekist aftur á hann? Eyða hinum hluta skotfæranna á hann og henda svo steinum? — Ríkislögreglan getur flogið hingað með meira af skotfærum, sagði Lester. — Ætli þér líði þá ekki vel — þegar þeir koma bjngað hlæjandi að skotfæraeyðslunni hjá þér. Hann benti enn einu sinni á tóm skothylkin. Hann veitti því nú fyrst athygli, að ein tegund skothylkjanna var mjög frábrugðin hinum. Mennirnir horfðu skömmustu- légir niður fyri sig, er hann veiddi þau upp. — Þessi skot eru meira að segja ónotuð. Eitthvert fíflið hefur rifið skotin úr rifflinum án þess að hafa fyrir því að skjóta. Hann sá greinilega hvað hafði gerzt. Þeir höfðu misst stjórn á sér í öllum æsingnum. Fyrsta dag veiðitímabilsins gátu menn orðið svo án þess að hleypa af fyrst. Svoskildi hann ekkert í því, af hverju hann hitti ekki það sem hann miðaði á. Teaslegat ekki látið hjá líða að minnast á þetta. Svona nú. Hver gerði þetta? Hver er litla barnið? Látið mig fá byssurnar. Ég skal láta ykkur fá hvellettubyssu. Númerið á skothylkjunum var 3000 kalíber. Hann ætlaði að athuga hver væri með riff il með þeim kalíbera- fjölda, þegar Orval benti í átt að klettabrúninni Svo heyrði hann væl. Ekki voru allir hundarnir, sem Rambo skaut, dauðir. Einn þeirra hafði rotast af krafti kúlunnar. Hann var nú að ranka við sér, sparkaði og vældi. — Iðraskot, sagði Orval með viðbjóði. Hann spýtti og klappaði hundinum, sem hann var með. Svo rétti hann ólina að Lester, sem var næstur honum. Haltu fast, sagði hann. — Þú sérð hvað hundurinn skelfur. Hann finnur blóðlyktina af hinum hundinum og getur misst stjórn á sér. Hann spýtti aftur og stóð upp. Sviti og ryk blönd- uðust á grænum fötum hans. — Bíddu hægur, sagði Lester. — Áttu við að þessi geti orðið grimmur? — Kann að vera. Þó efast ég um það. Sennilega reynir hann að losa sig og hlaupa burt. Haltu fast. — Mér er hreint ekkert um þetta. — Enginn bað þig um það. Hann gekk f rá Lester, sem hélt um ólina. Svo fór hann að særðum hundinum. Hann lá á hliðinni og sparkaði með fótunum. Hann reyndi að velta sér á magann og standa upp. En alltaf féll hann aftur á hliðina og vældi aumlega. — Það var svo sem auðvitað. Iðraskot. Helvítið skaut hann f kviðinn. Hann þurrkaði sér með erminni um munninn og beygði sig yf ir hundinn, sem lét sér fátt um finnast. Hinn hundurinn togaði í ólina, sem fær hann til að stökkva upp. Hann beygði sig niður og athugaði sárið á kvið hundsins. Svo stóð hann upp skjálfandi og hristi höf uðið með viðbjóði yfir gljáandi garnaflækjunni. Hann skaut hundinn bak við eyrað án þess að hika. — Djöfuls synd, muldraði hann og horfði á skrokkinn kippast í dauða- rofunum og liggja svo kyrran. Gráminn í andliti hans var orðinn að roða, og hrukkurnar voru enn meira áberandi. — Eftir hverju erum við svo sem að bíða? sagði hann hljóðlega við Teasle. — Komum okkur af stað og merjum úr honum líftóruna. Hann steig eitt skref í átt frá hundinum, staulaðist YÉger 21.Drekinn I bessari ætt, annaö liferni Jief ég ekki þekkt sl&an ég hættiiskóla. MIÐVIKUDAGUR ll.júní 7.00 Morgunútvarp - 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Á viga- slóð” eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýð- ingu sina (17). 15.00 Miðdegistónleikar Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur forleik eftir Auric: Antal Dorati stjórnar. Eberhard Waechter, Sandor Konya, Ilse Hollweg, kór og hljómsveit útvarpsins i Köln flytja atriði úr óperunni ,,I Plagliacci” eftir Leon- cavallo, Franz Marszalek stjórnar. Kornél Zempléni og Ungverska Rikishljóm- sveitin leika „Tilbrigði um barnalag” oþ. 25 eftir Do- hnanyi. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. ' 17.30 „Með viljann aö vopni” smásaga eftir Mögnu Lúð- viksdóttur Ingibjörg Jó- hannsdóttir leikkona les. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmáium Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur i útvarpssai: Sigriður Ella Magnúsdóttir syngurlög eftir Brahms og Richard Strauss. Jónas Ingimundarson leikur á pianó. 20.20 Sumarvakaa. A ferð yfir Hellisheiði 1921 Guðmundur Bernharðsson frá Artúni á Ingjaldssandi segir frá. b. Kvæði eftir konur Olga Sigurðardóttir les c. „Að ofan”, smásaga eftir Pétur Hraunfjörð Pétursson Höf- undur les. d. Kórsöngur Karlakór Isafjarðar syngur undir stjórn Ragnars H. Ragnars. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki Sigurður Skúlason leikari les (10) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið”eftir Jón Helgason. Höfundur les (25). 22.35 Ojassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. » 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. júni 20.00 Fréttir og veður Dagskrá og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teiknimyndaflokkur 15. þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Nýjasta tækni og visindi. H jartangangráðar. Ný d-ráttarvclasæti. Flot- brautir. Fæðuuppsprettur sjávar. Umsjónarmaður Sigurður Richter. 21.30 Fyrirmyndar eigin- maður (An Ideal Husband) Sjónvarpsleikrit gert eftir samnefndu leikriti Oscars Wilde. Aður sýnt i ágúst 1974. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Leikritið fjallar um breskan stjórnmála- mann.sem hafist hefur til vegs og virðingar. Dag nokkurn kemur kona nokkur i veislu, sem stjórn- málamaðurinn og kona hans halda. Hún hefur i fór- um sinum upplýsingar, sem geta eyðilagt frama hans, og hyggst nota þær i eigin þágu. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.