Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. júni 1975 TÍMINN 5 Málefni aldraðra Málefni aldraðra, einkum og sér I iagi langlegusjúkl- inga, er miklu stærra vanda- mál en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ekki er um það að ræða, að þetta vandamál komi einungis við gamla fólkið, sem það þó gerir auðvitað mest, heldur bera ættingjar og vandamenn þess þunga bagga, þar sem það kemur i verkahring þeirra að veita gamla fólkinu þjónustu, ef það ekki kemst inn á sjúkrastofn- anir. Er oft érfitt um vik, þvi að I mörgum tilfellum er um að ræða fólk, sem stundar at- vinnu og á óhægt með að hlaupa frá. Bréfið til Félags- málastofnunar A þetta er minnzt nú vegna þess, að einstaklingur i Reykjavfk, sem hefur á slnu framfæri háaldraða móður, hefur ritað Félagsmálastofn- un Reykjavlkur bréf, þar sem hann skýrir frá viðleitni sinni til að hafa áhrif á opinbera að- ila og fjölmiðla I þeim tilgangi að bæta hag hinna öldruðu. Sá, sem hér um ræðir, er Sigurður H. ólafsson. Ástæða er til að birta þetta bréf tii að almenn- ingur fái frekari innsýn I þessi mál. Bréf Sigurðar til Félags- máiastofnunarinnar er svo- hljóðandi: ,,i tilefni tilrauna minna til áhrifa á framkvæmdaraðila á málefnum rúmliggjandi og lltt sjálfbjarga gamalmenna, þá fannst mér hlýða að skýra stofnunni, frá þvl, sem ég hef aðhafzt að undanförnu. (Frá 2. maf og þó aðallega seinustu 15 daga). Með það i huga fór ég tii fundar við Guðmund Jóns- son ellimálafulltrúa I bækistöð Félagsmálastofnunarinnar I Vonarstræti 4. Guðmundur óskaði eftir að ég hripaði niður á blað uppiýsingar, m.a. við hverja ég hef þegar rætt um þessi mál, og sendi Félags- málastofnuninni, og geri ég það hér með: Úr borgarstjórn Reykjavlk- ur hef ég náð til og rætt við: a. Aðalfulltrúar: Kristján Benediktsson, Alfreð Þor- steinsson, Birgir Isl. Gunnars- son borgarstjóra, Óiaf B. Thors, Markús örn Antons- son, Elln Páimadóttir, Davið Oddsson, Adda Bára Sigfús- dóttir, Björgvin Guðmunds- son, og litillega við Ragnar Júliusson og Pál Glslason, en við þá á ég eftir að ræða betur. b. Varafulltrúar og nefnda- menn: Valgarð Briem, Hilm- ar Guðlaugsson og Herdis Biering. Við fjölmiðlana: Morgun- blaðið: Styrmir Gunnarsson ritstjóra, Elin Pálmadóttir og Sverrir Þórðarson. Timinn: Jón Helgason ritstjóra og Al- freð Þorsteinsson. Þjóðviij- inn: Kjartan^, ólafsson rit- stjóra. Visir: Erna Ingólfs- dóttir. Alþýðublaðið: (Man ekki nafn blaðamannsins). Rlkisútvarpið-Sjónvarp: Emil Björnsson dagskrárstjóra og Guðjón Einarsson frétta- mann. Við einstaklinga og stofnan- ir: Hjálparstofnun kirkjunn- ar: Guðmundur Einarsson framkvstj. Landlæknir: þ.e.a.s. Benedikt Tómasson læknir. Hrafnista DAS: Rafn Sigurðsson forstjóra, Pétur Sigurðsson alþingismaður. Elli- og hjúkrunarheim ilið Grund: GIsli Sigurbjörnsson forstjóri. Félagsmálastofnun Reykjavlkur: Guðmundur Jónsson ellimálafulltrúi. Borgarlæknir: Skúli Johnsen borgarlæknir. Heimahjúkrun: Rannveig Þóróifsdóttir yfir- hjúkrunarkona. öryrkja- bandalagið Hátúni: Eggert Magnússon húsasmiður. Við Stefán Bogason heimilislækni, rúmliggjandi móður minnar, Ingibjargar S. Sigurðardóttir (90 ára). Enn hef ég ekki náð tii allra þeirra, sem ég ætla mér að ræða þessi mál við. Hver árangur verður af þessari viðleitni minni verður erfitt að spá. Ég vona að hún beri einhvern árangur. Hætt að taka ó móti skrósetn- ingarbeiðnum Við áðurnefnt fólk ræddi ég þetta aðallega: Að það væri bæði synd og skömm, hvernig búið er að öldruðu rúmliggjandi (eða lltt sjáifbjarga gamalmennum). Fóiki, sem segja má að hafi lagt grundvöll þann til fram- fara, sem viðbyggjum á I dag, eftir margra alda kyrrstöðu I þjóðfélaginu. Og nú I dag ( svo var einnig fyrir þrem árum) er hætt að taka á móti skrá- setningarbeiðnum frá þessu fólki. Og ckki nóg með það, heldur er áformað að fækka rúmum á elli- og hjúkrunar- heimiium I borginni. Minna má á það um leið, að sparifé þessa fólks hefur eyðzt I verð- bólgu, — öllu heldur mætti segja að við yngra fólkið höf- um stolið fénu. Hversvegna er litið sem ekkert gert I þvi að koma upp sjúkrarúmum fyrir langlegu- sjúkiinga? Það er að vísu ver- ið að setja niður nokkur rúm iangt frá sjúkrahúsunum. Hvernig stendur á þessu? Jú, rikisvaldinu er talið um að kenna. Hvernig er þetta, er borgarstjórnin þá eins konar leikskóli, sem engu fær ráðið, sem spyrja verður kennarann (rlkisvaldið) hvort þetta eða hitt megi gera? Sagt er að „rlkið” eigi að greiða 85% kostnaðar við byggingu sjúkrahúsa og stað- armenn 15%. Er þetta rétt skipting? Þvi ekki að telja I hverju umdæmi hve margt fölk er 67 ára og eldra og miða greiðsluhlutann við þá hlut- fallstölu? Þá á ég sérstaklega við langlegurúm fyrir aldr- aða. Verkefni fyrir lífeyrissjóði? Væri hægt að fá lán frá llf- eyrissjóðum til sllkra fram- kvæmda? Ég leyfi mér að halda því fram, að samkvæmt „anda” llfeyrissjóðanna þá séu þeir tii þess að létta undir með fólki sem orðið er 67 ára og eldra. Lifeyrissjóðum er heimilt að ávaxta fé sitt með rikistryggðum skuldabréfum. Þvi ekki að ieita til þeirra? Ég hef orðið margs visari I samræðum við áðurnefnt fólk t.d. er engu likara en gieymzt hafi þrjár hæðir i húsi Öryrkjabandalagsins við Há- tún, húsnæði fyrir 80 rúm. Húsnæði þetta er tilbúið að öðru leyti en þvi að eftir er að ganga frá kallkerfi og nokkr- um handiaugum. Að visu vantar rúm I stofurnar og fleiri húsgögn og en ég trúi ekki öðru, en að nóg sé af rúm- um, sem nota megi þótt ekki séu þau samkvæmt nýjustu tlzkubiöðum. Það er með öllu óafsakan- legt að láta umrætt húsnæði i Hátúni standa ónotað I fieiri mánuði en þegar eru liðnir. Leitað út fyrir raðir hjúkrunarfólks? Ýmsir hafa minnzt á að erfitt sé að fá starfsfólk á sjúkrahúsin, sérstaklega hjúkrunarfólk. Þvi ekki að gera þá kröfu til félags hjúkr- unarfólks, að geti það ekki lagt til nægilegan fjölda fag- lærðs fólks verði leitað til ann- arra I þau störf sem laus eru, eða verða? 1 þvi skyni verði haldin stutt námskeið fyrir væntanlegt starfsfólk. Enn- fremur fari fram athugun á vinnutilhögun i sjúkrahúsum er tekur til hjúkrunarfólks. Það nær ekki nokkurri átt að loka sjúkradeildum á sumrin, eins og átt hefur sér stað, vegna sumarleyfa starfsfólks, ekki frckar en hægt er að loka lögreglu- og slökkvistöðvum. Ég læt hér staðar numið að sinni.” Svo mörg voru þau orð. Sjálfsagt eru ekki allir sam- mála öllu, sem fram kemur hjá bréfritara, en vissulega eru þessi mál þess eðlis, að ekki verður undan þvi vikizt að bæta úr. -a.þ. Segja md, að d síðustu dratugum hafi Svíþjóð opnazt fyrir fyrir oss Ávarp forseta íslands, dr. Kristjdns Eldjdrns, í veizlu til heiðurs Svíakonungi í gærkvöldi Herra konungur Yðar hátign. Mér er það sérstakt gleðiefni að bjóða yður velkominn til Islands. Ég veit að ég mæli fyrir munn allrar islenzku þjóðarinnar þegar ég segi að hinn ungi konungur vinaþjóðar vorrar I Sviþjóð er mikill aufúsugestur i landi voru. Fyrir fjórum árum vorum við, kona min og ég, i opinberri heim- sókn I Sviþjóð og nutum þar ógleymanlegrar gestrisni og hlý- hugar konungsfjölskyldunnar, rikisstjórnarinnar og allra ann- arra sem við áttum samfundi við. Þegar þér nú eruð gestur okkar minnumst við alls þessa með þakklátum huga. En á þeim tima sem siðan er liðinn hafa þau um- skipti orðið að fallinn er i valinn Hans Hátign Gustaf VI Adolf, hinn aldurhnigni og ástsæli kon- ungur Svia og skilningsriki vinur vor íslendinga. Góðvild sina i vorn garð sýndi hann við mörg tækifæri, allt frá þvi að hann kom hingað til lands fyrst sem krón- prins og fulltrúi þjóðar sinnar á Alþingishátiðina 1930. Með þökk og virðingu minnumst vér hans nú, um leið og vér heilsum yður, sem nú hafið tekið við merki hans, og færum yður hugheilar hamingjuóskir sem konungi hinn- ar sænsku þjóðar. Sú var tiðin að vér, sem byggj- um þetta land langt vestur i hafi, áttum tiltölulega litil samskipti við Sviþjóð og miklu minni en hin vestlægari Norðurlönd. Ástæðurnar fyrir þessu liggja i augum uppi, landfræðilegar og þó Frh. á bls. 15 Frá veizlunni á Hótel Sögu I gærkvöldi. Hótelstjórinn Konráð Guðmundsson vlsar hinum tignu gestum I saiinn, Carl XVI Gustav Sviakonungur gengur á milli forsetahjónanna. Tlmamynd: Gunnar Nú skil ég þd aðddun, sem einkenndi allt sem ég hafði og heyrt fyrir ferðina Svarræða Carls XVI Gústafs Svíakonungs í veizlunni að Hótel Sögu í gærkvöldi Hr. forseti. Leyfið mér fyrst að þakka þau vingjarnlegu orð, sem þér fóruð um mig persónulega. Leyfið mér lika að segja, að ég met mjög hin hlýlegu ummæli yðar um afa minn og þau hrærðu mig mjög. Ég fullvissa yður um að á hinni löngu ævi sinni hafði afi minn ætið mikinn áhuga á tslandi. Þegar á unga aldri tók hann þátt i rann- sókn grafa frá vikingaöld. Mér er lika um það kunnugt, að honum var mjög hlýtt til yðar, herra forseti. Það jók á vináttu hans, að þið áttuð sameiginleg visindaleg áhugamál. Við heim- sókn yðar til Birka fyrir fjórum árum heyrði ég i fyrsta sinn is- lenzku talaða i þessari ævafornu menningarbyggð. Það sýndi mér fram á hversu mikið vald erfða- venjanna er og þau málfarslegu tengsl, sem ri'kja á rrnlli landa okkar. A vorum dögum hafa tengslin milli Islands og Sviþjóðar einnig styrkzt á öðrum sviðum, eins og þér nefnduð i ræðu yðar. Það er mér ánægja að geta sagt hér i Reykjavik, eins og ég hef áður gert i öðrum norrænunr höf- uðborgum, að við Sviar erum þeirrar skoðunar, að norræn samvinna sé ákaflega mikilvæg. Á löndum vorum er ýmis land- fræðilegur munur og þau eiga sér ólika sögu. Með þvi að taka tillit Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.