Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19.júni 1975. TÍMINN 5 Bdgborin starfsaðstaða heimilislækna Sem kunnugt er, hefur starfsaðstaöa heimilislækna hér á landi verið heldur bág- borin og leitt til þess, að lækn- arnir hafa fremur leitað eftir öðrum störfum. Þetta á eink- um við I Reykjavik, en sums staðar úti á landsbyggðinni, og raunar einnig i nágranna- bæjum Reykjavikur, hefur þessari neikvæðu þröun verið mætt með stofnun heilsu- gæzlustöðva. Með heilsu- gæzlustöðvunum vinnst það, að fulikomnari tækjaaðstaða fæst, auk þess, sem samvinna nokkurra lækna á hverjum stað auðveldar þeim mjög störfin. öryggi sjúklinga er líka betur borgið, þegar þann- ig er staðið að málum. Heilsu- gæzlustöðvar af þessu tagi, eða visir að þeim, hafa risið á Akureyri, Húsavik, Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði og Kópavogi. Reykjavík hefur dregist aftur úr Enda þótt þessi þróun hafi ekki náð til Reykjavikur, nema að takmörkuðu leyti, eru ýmis teikn á lofti, sem benda til þess, að innan tíðar verði staðið að þessum málum með likum hætti i höfuðborg- inni. Sem kunnugt er, eru fyr- irhugaðar heilsugæzlustöðvar i Árbæjarhverfi og Breiðholts- hverfi. Og ákveðið hefur verið að opna heilsugæzlustöð i Domus Medica. Mjög brýnt er, að þessum verkefnum verði hraðað, þvl að ástandið I heimilislækningum I Reykja- vik er með öllu óviðunandi, og má segja, að Reykjavlk hafi dregizt langt aftur úr á þessu sviði miðað við ýmsa staði úti á landi. Á ráðstefnu um heilbrigðis- mál, sem haldin var I Reykja- vlk nú fyrir skemmstu, kom fram það sjónarmið, sem raunar hafði komið fram fyrir nokkrum árum, að æskilegast væri að skipta Reykjavik nið- ur I ákveðin svæði, sem hvert væri með slna heilsugæzlu- stöð. Var rætt um I þvl sam- bandi, að 6-8 læknar þjónuðu 6- 12 þúsund Ibúum. Gæta verður skynsemi Spurningin er, hversu full- komnar heilsugæzlustöðvarn- ar eiga að vera hvað tækja- búnað snertir. Hugmyndir hafa veriö uppi um það, að heilsugæzlustöðvar, t.d. eins og sú, sem risa á I Breiðholts- hverfi, væru búnar nokkuð fullkomnum tækjum m.a. röntgenmyndatökuvélum, sem eru mjög dýrar, auk þess, sem rekstur þeirra er óheyri- lega hár. Auk þess hefur verið rætt um önnur rannsóknar- tæki. Það var skoðun þess starfs- hóps, er fjallaði um þetta mál á nýafstaðinni ráðstefnu um heilbrigðismál, að það væri ekki rétt að koma þessum tækjum upp á fyrirhuguöum heiisugæzlustöðvum heldur bæri að leggja áherzlu á það að efla þennan tækjakost I sjúkrahúsunum. Astæðan er einfaldlega sú, að ekki er unnt að koma þessari aðstöðu upp, nema með ærnum tilkostnaði og það getur þýtt það, að bið verði á þvi að heilsugæzlu- stöðvarnar rlsi upp. Slysavarðstofan og sjúkraflutningar Þetta sjónarmið er áreiðan- lega rétt. Sömuleiðis það álit, að meðhöndlun slysa verði bezt borgið á einum stað i borginni, þ.e. Slysavarðstof- unni, þar sem útbúnaður og sérhæft starfsliö er fyrir hendi. Reykjavik er ekki það stór borg, að hægt sé að tala um fjarlægðarvandamál. Hins vegar er spurning, hvort ekki sé ástæða til að endurskoða sjúkraflutninga og færa aðset- ur sjúkraliðsmanna af Slökkvistöðinni I sjúkrahúsin. Fyrir kemur, að nauðsynlegt er að læknar séu með I förum, ef alvarleg slys bera að hönd- um. Þetta mál, og mörg önnur, sem viðkomandi eru lækna- og slysaþjónustu I höfuðborginni, þarfnast endurskoðunar—a.þ. Vegahandbókin í enskri útgófu Vegahandbökin er nú komin út I enskri útgáfu. Hér er um að ræða sams konar bók og út kom á is- lenzku fyrir tveimur árum, vega- kortin eru þau sömu, en textanum hefur verið snúið á ensku af þeim Einari Guðjohnsen og Pétri Karlssyni Kidson. Þótt, eins og áður segir, að vegakortin séu þau sömu, þá hefur tækifærið verið notað til þess að gera á þeim ýms- ar minniháttar breytingar. Það var Steindór Steindórsson frá Hlöðum sem á slnum tima samdi texta Vegahandbókarinnar og var hann miðaður við þarfir tslendinga. Nú þegar honum hefir verið snúið á ensku hefur verið tekið tillit til þess, að útlendingar hafa að nokkru önnur sjónarmið en íslendingar hvað vera eigi i slikum texta. En að sjálfsögðu er meginuppistaða textans sú sama og áður. Þess má til gamans geta, að Einar Guðjohnsen hefir viða þýtt ferskeytlur og ljóð og bundið það dýrt á enskunni. Nú geta út- lendingar t.d. lært hið fræga er- indi Þóris Jökuls, Upp skaltu á kjöl klffa, sem hann orti i örlygs- staðabardaga. Vegahandbókin eða Iceland Road Guide, eins og hún heitir á ensku er gefin út af Erni og örlygi og sett og prentuð i Prentsmiðj- unni Odda hf. Filmur eru unnar hjá Korpus, bókband annaðist Sveinabókbandið og káputeikn- ingu gerði Hilmar Helgason. Vegakortin eru skipulögð af Jakobi Hálfdánarsyni en teikn- ingu þeirra stjórnaði Narfi Þor- steinsson. Bændur Oska eftir aö koma 12 ára dreng í sveit í sumar, sem mat- vinnungi. Upplýsingar í sfma 40211 og 40820. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskf ramleiðenda verður haldinn i Tjarnarbúð föstudaginn 20. júni n.k. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenzkra fiskfram- leiðenda. f f! Nýr skuttogari AA Höfn. — Nýr skuttogari kom til Hornafjarðar sl. mánudag. Togarinn, sem heitir Skinney SF 20, er eign samnefnds hlutafélags á Höfn. Mikill mannfjöldi var samankominn á hafnarbakkan- um til að bjóða togarann velkominn. Lúðrasveitlék nokkur lög og oddvitinn, óskar Helgason, flutti ræðu og bauð skip og skips- höfn velkomið. Einnig tóku til máls Sverrir Guðnason fyrir hönd útgerðar- manna og Þorsteinn Þorsteinsson fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Skuttogarinn Skinney var smíðaður i Kristjansand i Noregi og er 297lestir að stærð. Skipið er búið öllum venjulegum tækjum, sem nú tiðkast i slíkum skipum. Heimsiglingin gekk mjög vel. Skipstjóri á Skinney er Þorleif- ur Dagbjartsson, 1. stýrimaður Birgir Sigurðsson og 1. vélstjóri Leó Sverrisson. Búizt er við að skipið fari á veiðar fljótlega. Skrifstofa ríkis spítalanna — Breyttur skrifstofutími Yfir sumarmánuðina, eða til 1. okt. n.k. er skrifstofutimi frá kl. 8.00 til kl. 16.05 mánudaga til föstudaga. Engin breyting verður á opnunartima afgreiðslu né út- borgunartima reikninga frá þvi sem verið hefur. Reykjavik 18. júni 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Lokað á laugardögum Kaupmannasamtök Verzlunarmannafélag íslands Reykjavikur Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðiia verða verzlanir lokaðar ó laugardögum fró og með 21. júní Kaupmannasamtök íslands og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.