Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.06.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19.júní 1975. TÍMINN 13 SU!,ls!!ffliuffll iBjfffl.jjjlm.lli. Saklausir bera skaðann Eins og nýlega kom fram i fréttum, var ávisanafalsari handtekinn á Húsavik, eftir aö hafa gert mikinn usla á Akur- eyri. Það, sem ekki kom fram i fréttinni, var það, að umræddur ávisanafalsari var með stolið ávisanahefti og ferðaðist um á nafni þess, sem heftið átti.. Um þetta skrifar S.Bj.: ,,Sá atburður gerðist fyrir rúmri viku, að þekktur heiðurs- maður hér i Reykjavik var staddur i samkvæmi hér i borg- inni. Var hann aðeins við skál. Honum rennur i brjóst, og legg- ur sig útaf i sófa. Eftir u.þ.b. 10 min. vaknar hann, og verður þess þá var, að veski hans er horfið. 1 veskinu var ávisana- hefti, ásamt öllum persónuskil- rikjum. Var málið strax at- hugað, og kom þá i ljós, að meöan maðurinn lagði sig, hafði óboðinn gest borið að garði. Hafði sá snör handtök og rændi hinn sofandi gest, og hvarf hið skjótasta á braut. Gestgjafar hins rænda heiðursmanns höfðu þó borið kennsl á dólginn. Var nú snarlega hringt I lög- regluna, og kom hún skjótt á staðinn. Þegar verðir laganna heyrðu nafn hins óvelkomna gests, urðu þeir ekkert hissa, þvi hann er einn þekktasti af- brotamaður landsins, og vel kunnugur stöðvum og ifangels- um lögreglunnar. Var honum nýlega leppt lausum til reynslu, en á þó eftir að afplána 200 daga af fyrri dómum fyrir glæpi sina. Lögreglan hefur strax leit að manninum, en hann finnst ekki, þrátt fyrir hörkuleit úrvalslög- reglumanna. Næst gerist það, að fréttir berast frá Akureyri um að falskar ávisanir séu komnanþari umferð, og þá fer að færast fjör i málið. Banka- stjóri sá, sem fyrrnefndur heiðursmaður hefur haft við- skipti við i áratugi, lætur nú simann glóa, og lætur loka tékk- heftinu, og er i stanzlausu sam- bandi við lögregluna. Og af sinni alkunnu skarpskyggni og dugnaði, kemur hann lögregl- unni á sporið. Næstu fréttir eru þær, að glæpamaðurinn hefur haft snör handtök. Hafði hann krækt sér i kvensnipt eina, sem til var i tuskið, og er sú alþekkt. Þvi næst höfðu þau fengið sér leigu- bil og haldið norður I land. Þeg- ar til Akureyrar er komið, lætur hann skrá sig á Hótel KEA á nafn þess heiðursmanns, sem hann rændi, og segist að auki vera með brúði sina með sér. Þvi næst er hafizt handa, og hendur aldeilis látnar standa fram úr ermum. Nú er farið i dýrustu tizku- og skartgripa- verzlanir á Akureyri, og þar er verzlað óspart, og að sjálfsögðu allt það dýrasta keypt, meðal annars dýrustu gullúr á bæði, dýrustu alfatnaðir, rándýrar snyrtivörur, og allskonar skart- gripir, af dýrustu gerð að sjálf- sögðu. Sagan heldur áfram, og nú er haldið áleiðis til Húsavikur, en þá er netið farið að þrengjast um skötuhjúin. Lögreglunni á Húsavik er gert aðvart, og legg- ur hún þegar af stað til móts við skötuhjúin. Akureyrarlögreglan leggur af stað og eltir þau. Skartgripasalinn hafði einnig snör handtök og elti þau á eigin spýtur. (Sá gaf það ekki eftir, enda mikið i hann spunnið). Nást þau skötuhjú síðan komin langleiðina til Húsavikur, og eru samstundis handtekinn og flutt I fangelsið á Húsavik. Siðan eru þau svo flutt daginn eftir til Akureyrar, og tekin þar til strangrar yfirheyrslu. Nokkr- um dögum seinna eru þau svo flutt til Reykjavikur, og dveljast nú i strangri gæzlu Reykja- vikurlögreglunnar. (Vonandi þarf fólk i höfuðborginni ekki að óttast það, að þeim verði sleppt á næstunni). Þvi er svo við þessa sögu að bæta, að stærstu fölsuðu ávisun- ina fékk leigubilstjórinn, sem ók þeim norður, en hún hljóðar upp á kr. 70.000.00 (Annars eru ekki öll kurl komin til grafar enn, svo að ekki er hægt að vita nema stærri upphæðir komi fram). Núer spurningin þessi: Hvers vegna i ósköpunum eru nöfn slikra afbrotamanna ekki birt? Geta blöðin og lögreglan ekki komið á ákveðinni reglu um það, hvenær ástæða þykir til að birta nöfn afbrotamanna? Al- menningur á heimtingu á þvi að fá vitneskju um afbrotafólk, sem hefur afbrot að atvinnu, ef svo má segja, til að varast það. S.Bj.” Svar til Tómasar Gunnars Sæmundssonar UAA VARNIR GEGN GARNAVEIKI í TIMANUM 4. júni er- birt grein eftir Tómas Gunnar Sæmundsson bónda I Hrútatungu um garna- veiki á Fögrubrekku I Hrútafirði. Er þar rakin saga málsins og teknar upp ályktanir frá fundi i Staðarskála 16. aprfl og einnig frá nefndarfundum, sem haldnir voru nokkru siðar. Grein þessi ber með sér, að höfundur hefur ekki veriö á fundinum I Staðar- skála, sem kemur meðal annars fram i þvi, að hann eignar öðrum undirrituðum niðurlag 4. liðar ályktunar frá 16. aprfl ásamt öðr- um ályktunum fundarins. Þetta er ekki rétt. Nefnd oddvita, sem samdi ályktanir fyrir fundinn gerði ekki ráð fyrir sérstakri einangrun Fögrubrekkufjárins, heldur kom fram tillaga um það siöar á fund- inum sem viðbótartillaga viö til- lögur oddvitanna. Um þetta urðu allmiklar umræður, sem enduðu með þvi, að bætt var við 4. lið til- laga við tillögur oddvitanna. Um þetta urðu allmiklar umræður, sem enduðu með þvi, að bætt var við 4. lið tillagnanna orðunum ,,t.d. með girðingu”. I þessu felst auðvitað ekkert loforð um girð- ingu en það mun hafa komið fram á fundinu, að e.t.v. væri hægt að gera einhverja einangrun með litlum tilkostnaöi. Akveðið var að fela þriggja manna nefnd að at- huga þetta mál. Þegar tillögur komu frá þeirri nefnd, var alls ekki um neinar smávægilegar breytingar að ræða miðað við ályktanir fundarins 16. april: Nefndin gerir ráö fyrir allt að 5 km langri girðingu, bótum vegna landþrengsla og að lokum niður- skuröi á öllu fénu á Fögrubrekku i haust, sem alls ekki var reiknað með I tillögum fundarins 16. april. Hér er um að ræða kostnað upp á 2-3 milljónir eða meira, án þess að teljandi likur séu til þess, að slikt kæmi að nokkru gagni. Skulu nú færð rök fyrir þvi: 1) Það verður aö segjast eins og er, þótt illt sé, að hvergi hefur tekizt að uppræta garnaveiki með öllu, þar sem hún hefur komizt inn á nýtt svæöi, ekki einu sinni með heildarniöur- skurði og fjárleysi i eitt ár. 2) Mörgum sinnum hefur veriö reynt að hindra útbreiðslu með þvi að lóga öllu fé á fyrsta bæ eða fyrstu bæjum, þar sem veikin hefur komið fram á nýj- um svæðum. Hvergi hefur þaö tekizt eins og til var ætlazt og vandséð er, hvort slikar að- gerðir hafa orðið til þess aö hægja að ráði á útbreiðslu garnaveikinnar. 3) Miklar likur eru til þess, að minni hætta stafi frá Fögru- brekkufénu á þessu sumri en á s.l. sumri og jafnvel lengra aft- ur i timann.Likur benda til þess, að veikin hafi borizt þangað með heyi frá bæ suður i Borgarfirði, þar sem garna- veiki fannst skömmu siöar, fyrir 5 árum þ.e. árið 1970. Unnið hefur verið að þvi að rannsaka féð og lóga öllum grunsamlegum kindum. Auk þess er nú vitað um hættuna og hægt að vara sig á samgangi fjárins við annað fé. Allt Fögrubrekkuféð verður sér- merkt með rauðum plasteyrna- merkjum og eru hlaupandi númer á merkjunum 1-500. Byggð verður fjárrétt til þess að fé af öðrum bæjum verði ekki rekið þar I hús I sumar eða haust. Að sögn kunnugra mun fátt aðkomufé koma fyrir við smalamennskur^ á Fögru- brekku að jafnaöi'og eins mun fáttfé þaöan koma fyrir annars staðar. Gert er ráð fyrir þvi að aðkomufé verði strax tint úr i sérstakan dilk. 4) Miklar líkur eru til þess, að garnaveiki hafi borizt á aðra bæi I nágrenninu, þar sem svo langur timi getur veriö liðinn frá þvi að garnaveikin barst að Fögrubrekku. Blóöpróf eða aðrar rannsóknir á fé ná- grannabæjanna hafa engum vafa eytt, fremur styrkt grun- inn, þótt ekki hafi enn tekizt að staðfesta garnaveiki viðar. Að öllu þessu athuguðu og ára- tuga reynslu I þessum málum, töldu starfsmenn Sauðfjárveiki- varnanna ekki verjandi að leggja i svo mikinn kostnað, sem tillaga nefndarmanna hlaut að hafa I för með sér, enda hin siðari ár hætt að beita þeirri aðferð, hún talin tilgangslitil, eða tilgangslaus. I grein Gunnars i Hrútatungu kemur fram að hann heldur að undirritaðir hafi komið norður einungis til að ræða um Fögru- brekkuféð og ráöstafanir I sam- bandi við það. Svo var alls ekki. Erindi okkar á fundina I Flóð- vangi 15. april og Staðarskála 16. april var fyrst og fremst það, að vinna að þvi að fá samstöðu hreppsnefnda og fleiri aðila á þessum svæöum um bólusetningu gegn garnaveiki á sem flestu ásetningsfé þegar á næsta hausti. Þetta gekk vel og mætti fullum skilningi. I reglugerð um bólusetningu gegn garnaveiki er einungis gert ráð fyrir bólusetningu ásetnings- lamba. Þetta virðist i svona til- viki vera of seinvirk aðferð til þess að girða fyrir tjón af völdum veikinnar, enda hefur á siðari ár- um oft verið bólusett fleira en lönib, þegar bólusetning er hafin á nýjum svæðum. Uppkoma garnaveiki á nýju svæði gefur tilefni til að vara sterklega við kaupum á heyi á grunsamlegum eða sýktum bæj- um og svæðum til fóðurs handa sauðfé og nautgripum. Einnig verður að sýna gætni við kaup og sölu á sauðfé og nautgripum til lifs og minnast þess hvaða reglur gilda um þau mál. Gripaflutn- ingabflar, sem fara óhreinsaðir milli varnarhólfa frá einum bæ til annars, eru varhugaveröir og allir þeir menn, sem fara á milli bæja og koma I gripahús og óhreinka skófatnað sinn, skyldu minnast þess, að garnaveikisýkl- ar geta lifað mánuðum saman i taði neðan i stigvélunum, þótt skolað sé af þeim. Með árunum hefur komið betur og betur I ljós, að einangrun á fé og niðurskurður á einstökum bæj- um hafa reynzt mjög gagnslitlar aðgerðir til þess að hindra út- breiðslu garnaveiki. Lang veiga- I GMC TRUCKS Höfum til sölu: 74 Chevrolet Nova. 74 Chevrolet Malibu 2ja dyra. 74 Chevrolet Impala. 74 Chevrolet Vega. 74 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur meö vökvastýri. 74 Chevrolet Nova 2ja dyra sjálfskiptur meö vökvastýri. 74 Saab 96. 74 Morris Marina sta- tion. 74 Scout II. 6 cyl. bein- skiptur. 74 Ford Escort. 74 Willys jeppi með blæju. 74 Austin Mini 1000. 73 Opel Cadett. 73 Volkswagen 1300. 73 Vauxhall Viva de luxe. 73 Ford Escort. 72 Fiat 127. 72 Opel Caravan. 71 Vauxhall Viva. 71 Volkswagen 1302 S. 71 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur. 70 Opel Rekord 4ra dyra L. 70 Opel Rekord 2ja dyra. 70 Opel Commandore Coupe. 71 Hillman Hunter Super. Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 | Bandarisku rafsuðuvélarnar aftur fyrir- liggjandi. Verö afar hag- stætt. Með hverri vél fylgir islenskur leiðbeiningabækl- ingur um suðuvir og rafsuðu. Flestir varahiutir fyrirliggj- andi. Iðnaðarvörur, Kleppsvegi 150, Reykjavik, Pósthólf 4040, simi 8-63-75. HAGSTÆÐ KAUP I GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Pantið heyvinnuvélarnar strax mesta ráðið er bólusetning gegn veikinni, framkvæmd af vand- virkni og nákvæmni og þess gætt aö ekki sleppi úr kindur, sem bólusetja á. Þegar vel tekst til á ein bólusetning að nægja kindinni ævilangt til varnar gegn þessari veiki. Einnig hefur góð fóðrun, góð húsvist og hreinleg umgengni við fóörun og brynningu sitt að segja, sömuleiðis reglubundin ormalyfjagjöf. Ekki þarf að efa, að vel verður að þessu staðið I Hrútafjarðar- hólfi og bólusetning framkvæmd, liklega á öllu ásetningsfé þegar á næsta hausti. Má þvi vænta þes s, að veikin geri ekkert teljandi tjón á þessu svæði og mun litlu máli skipta, hvort féð á Fögrubrekku er einangrað i sumar eða ekki. Reykjavik 11. júni Sæmundur Friðriksson Siguröur Sigurðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.