Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR FELL S.F. Egils- stöðurri Sími 97-1179 Slöngur og tengi Heildsala Smásala HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATLJNI 6 - SÍMI (91)19460 141. tbl. —Fimmtudagur 26. júni 1975 — 59. árgangur Staðan í togaradeilunni á miðnætti: Samningamál á lokastigi „Óvíst, hvort við komum togurunum út eftir samninga" Eru rekstrarörðugleikar útgerðar- manna slíkir? BH-Reykjavlk. — Um miönætti var enn ekki búiö að undirrita neitt samkomulag I togaradeil- unni, en það mörg atriði væntan- legs samkomulags afgreidd, að búizt var jafnvel við þvi, að sam- komuiagið yrði undirritað fyrir morguninn. Að vfsu voru enn óaf- greidd mál, sem menn voru mis- jafnlega bjartsýnir á, að gætu leystist án töluverðrar fyrirhafn- ar, en þá höfðu Ifka raknað hnút- ar, sem sólarhring áður höfðu reynzt illleysanlegir. Á miðnætti hafði sáttafundur aðila I togaradeilunni staðið I 30 klst. eða frá þvi kl. 5 I fyrradag, og auðséð að fundi yrði ekki slitið fyrr en samkomulag hefði náðzt. Þá varð ekki betur séð en höfuðdeiluatriðin væru enn sem fyrr hin aukna aflaprósenta yfir- manna.ef fækkað væri um borð, en hún er lögbundin 0.075% hjá yfirmönnum við slíkar kringum- stæður. Þá mun og hafa verið deilt um stöðu fjórða vélstjdra, og fengum við ekki betur séð en deilt væri um rými hans um borð, á þann ve’g, að bátsmaðurinn yrði að vikja út káetu fyrir honum. Hins vegar var fundin lausn á hinum miklá vanda matsveina, sem nú eru tveir um borð i skip- ym, sem hafa yfir 20 manns um borð. Mun samkomulagið m.a. kveða svo á um, að matsveinar á fiskiskipunum segi sig úr sjó- mannasambandinu 1. desember n.k. og verði eftir það félagar i Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, sem sé, yfirmenn með auknar skyldur og réttindi. Þá hafði og náðst samkomulag um aukinn útbúnað veiðarfæra, áður en þau koma um borð, en um það atriði hafði verið þó nokkur meiningarmunur, svo að ýmsum Nýr AAallorca-ferðaklúbbur: Bjóðum 25-30% lægra verð til Mallorca HJ-Reykjavik. Enn einn aðilinn hefur bætzt i hóp þeirra, sem bjóöa vilja fólki ódýrar ferðir til Spánar. í kvöld verður stofnaður i Sigtúni Klúbb Mallorca, sem að sögn Vincente Gomez forgöngu- manns stofnunarinnar nýtur styrks spænskra ferðamálayfir- valda. Hafa þau stofnað klúbba með liku sniði i flestum löndum Evrópu til að auka á ferðamanna- strauminn til Spánar. Veita þau klúbbunum alla hugsanlega að- stoð m .a. hafa þau boðið ákaflega hagstætt verð á rikishóteli i grennd Palma og ókeypis afnot af Eldvörpin eða eignarnám? BH-Reykjavik. — Fundi land- eigendafélags Járngerðar- staða og Hóps eða eigenda Svartsengis og stjórnar Hita- veitu Suðurnesja, sem hófst um kvöldverðarleytið I gær- kvöldi, var ekki lokið um mið- nætti, þegar Timinn fór i prentun, þannig að málalyktir eru ekki kunnar. Hins vegar hefur blaðið aflað sér upplýs- inga, sem benda til þess, að hér hafi verið um lokafund þessara aðila að ræða. Ekki muni frekar reynt að komast að samkomulagi við landeig- endur, heldur verði tekinn annar tveggja kosta: Heitt vatn unnið i Eldvörpum, sem cru i eigu rikisins, eða notuð eignarnámsheimild á Eld- vörpum, eftir mati. rútubilum i skoðunarferðir. — Við getum boðið um 25-30% lægra verð en islenzkar ferða- skrifstofur, sagði Vincente. Við höfum fengið tilboð frá i'slenzkum aðila um flug fyrir 24-25.000 kr. og hótel með fullu fæði býðst okkur fyrir 1.000 á sólarhring, svo að hálfsmánaðar ferð ætti að kosta rétt undir 40.000 kr, en sambæri- legt verð hjá ferðaskrifstofunum er 58.000. kr. Timinn innti þá Stein Lárusson hjá Úrvali og Guðna Þórðarson hjá Sunnu eftir áliti þeirra á stofnun þessa klúbbs. Steinn kvaðst eiga afar bágt með að trúa, að nokkur aðili gæti boðið ódýrari ferðir en Islenzku ferða- skrifstofurnar gerðu nú þegar. Að vlsu væri slikt e.t.v. mögulegt, ef bara væri flogið um aðalferða- mannatimann, þegar hvert sæti væri fullnýtt, en ekki ef halda ætti uppi ferðum allt sumarið. Guðni kvað það alls ekki rétt, að verðið, sem tiltekið er hjá Klúbb Mallorca sé neitt lægra en það sem islenzku ferðaskrifstof- urnar bjóða upp á. Við höfum ein- mitt verið með ferðir á svipuðu verði eða frá um 35.000 kr og ég á afar bágt með að trúa, að mögu- legt sé að bjóða lægra verð. Samkomulag BH-Reykja vik. — Samkomu- lag náðist I fyrrinótt I kjara- deilu bókagerðarmanna og prentsmiðjueigenda. Var samkomulagið undirritað i gærmorgun og er byggt á sömu forsendum og ASl-sam- komulagið. fannst sjóvinnan flytjast um of I land. Það skal tekið fram, að upplýs- ingaöflun var með erfiðasta móti I gærkvöldi, eins og svo oft, þegar samningamál eru á lokastigi, og var nánast eins og enginn samn- ingaaðila vildi láta neitt eftir sér hafa af ótta við að tala af sér og gera samningsstöðuna jafnvel strembnari en áður. En hitt var ljóst, að áhugi allra var rikur á að binda endi á deiluna, þannig að togararnir gætu sem fyrst komizt á veiðar, — og vissulega nær sú von alllangt út fyrir fundaher- bergi sáttasemjara, að deilan megi sem fyrst leysast. BH-Reykjavik. — Fyrirheit rikis- stjórnarinnar við togaraútgerð- ina eru fyrst og fremst I sam- bandi við lánamál, en það er bara ekki nóg fyrir okkur. Að hvaða gagni kemur það fyrirokkur að fá lengri greiðslutima á stofnlánum, ef við höfum ekki peninga til þess að greiða fyrir oliu og veiðarfæri? Þannig komst fulltrúi eins tog- araútgerðarfyrirtækisins að orði viö Timann i gær, og taldi hann jafnframt, að erfiðleikar yrðu á þvi að koma togurunum út, enda þótt samningamálin leystust hjá sáttasemjara, af þeim sökum, að peningar væru ekki til hjá útgerð- arfyrirtækjunum. — Bæjarútgerðirnar eru ofan á i þessum efnum. Það er ekkert vafamál, að yfirvöld á viðkom- andi sstöðum spýta i byssunum til að koma togurunum út — en hvað verður gert fyrir einkafyrirtæk- in? spurði heimildarmaður Tim- ans. Við skulum nefna ákveðið dæmi, þar sem eru lán til endur- nýjunar á tækjum. Minni togar- arnir og önnur fiskiskip fá allt að 80% kostnaðar við slikt úr Fisk- veiðisjóði, en við njótum engrar slikrar fyrirgreiðslu. Eins og kunnugt er, eru annir miklar hjá forystumönnum út- gerðarmála þessa dagana, og þrátt fyrir mikla fyrirhöfn i gær reyndist Timanum ógerleg að fá þá til þess að lýsa skoðunum sin- um á þessu máli. Þá voru ráð- herrar þeir, sem Timinn hafði samband við, ekki reiðubúnir að tjá sig um málið. ■ . ■ .:>■ ' ... m * * **$. r . * ‘ * * ' - * * *. VM MORGUNBLAÐSMENN TEKNIR MEÐ 16 TUNNUR AF BENSÍNI m > O Tapeð á togaraverkfallinu: 1300 mi Mjónir BH-Reykjavik. — Útflutnings- verðmæti aflans, sem reikna má með að farið hafi forgörðum i togaraverkfallinu mun vera eitthvað á annan milljarð króna, að likindum rúmar 1300 milljónir króna, sagði Gamaliel Sveinsson hjá Þjóðhagsstofnun, þegar Timinn ræddi við hann i gær, og bað hann um upplýsing- ar um togarastoppið. Kvað Gamaliel aflaverðmæti úr sjó áætlað 50-55 milljónir á viku, og væri þá reiknað með 3880 tonnum að meðaltali á tog- ara. Þessar aflaforsendur væru heldur meiri en á sama tima i fyrra, miðað við úthaldsdag, en ástæðan væri sú, að togaraút- gerðin hefði kannski ekki verið komin á fullt skrið. Gamaliel sagði, að útflutn- ingsverðmæti aflans eða FOB- verð hans mætti siðan finna á þeirri forsendu að margfalda aflaverðmætið úr sjó með 2,2, þannig að útflutningsverðmætið væri um 120 milljónir króna á viku. Verkfallið er búið að standa i 11 vikur, og þvi augljóst, að tap- ið af þvi, miðað við útflutnings- vermæti aflans, er rúmlega 1300 milljónir króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.