Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 28. júni 1975. Norræna sam- vinnusambandið þingar í Reykjavík ÁRSFUNI>UR Norræna sam- vinnusambandsins (NAF — Nor- disk Andelsforbund) verður hald- inn að Hótel Sögu i Reykjavik mánudaginn 30. júni nk. Fundinn sækja um 80 gcstir frá Dan- mörku, Noregi, Sviþjóð og Finn- landi, auk allmargra islenzkra þátttakenda. Sambliða fer fram aðalfundur NAE (Nordisk Andels-Eksport), sem er útfiutn- ingsfyrirtæki norrænna sam- vinnumanna. ' Arsfundir NAF og NAE eru haldnir til skiptis i aðildarlöndun- um, Að þessu sinni er röðin komin að tslandi i sjötta sinn, en fund- irnir voru haldnir hér i fyrsta skipti árið 1950. Erlendu gestirnir koma til landsins á sunnudag og dveljast hér fram á fimmtudag. Auk fund- arins á mánudaginn snæða fulltrúar hádegisverð i boði við- skiptaráðherra og sitja einnig boð forseta Islands að Bessastöðum. A þriðjudag verður farið i dag- langt ferðalag og skoðaðir merkisstaðir eins og Skálholt, Gullfoss og Geysir og Þingvellir. Á miðvikudag verður erlendu gestunum gefinn kostur á að fljúga til Vestmannaeyja, ef veð- ur leyfir. Arsfundinum lýkur með kvöld- verði að Hótel Sögu á miðviku- dagskvöld. Fjölmenni í Viðey MIKIÐ fjölmenni var i Viðeyj- arför þeirri, sem Félag Fram- sóknarkvenna i Reykjavik efndi til á fimmtudagskvöldið. Leiðsögumaður i ferðinni var Örlygur Hálfdánarson, sem þekkir flestum mönnum betur til Viðeyjar. Þessá tímamynd tók G.E., þegar þátttakendur stigu um borð i ferjuna, sem flutti þá út til eyjarinnar. Meiri hluti sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu hlynntur Blönduvirkjun Mó-Sveinsst. — Miklar umræður fara nú fram á Norðurlandi vestanverðu um virkjun i Blöndu. 1 Timanum hefur verið skýrt frá, að fundir i Skagafirði hafi mót- mælt fyrirhugaðri virkjun og bent á að eðlilegra væri að virkja Jökulsá i Skagafirði. Einnig hefur undirskriftasöfn- un farið fram i Svinavatnshreppi gegn hugsanlegri virkjun. Hins vegar hafa margir Húrivetningar látið I ljós mikinn áhuga á að af virkjun Blöndu verði sem fyrst. Telja þeir að virkjunin myndi renna stoðum undir stóraukinn iðnað á Norðurlandi og verða Húnaþingi til ómetanlegra hags- bóta, um leið og Blönduvirkjun geri alla raforkuframleiðslu landsins mun öruggari með svo Séra Jón M. Guðjónsson heiðurs- borgari Akraness A FUNDI bæjarstjórnar Akra- ness var nýlega samþykkt ein- róma að gera sr. Jón M. Guðjóns- son að heiðursborgara Akraness i viröingarskyni fyrir langt og far- sælt starf á Akranesi og forgöngu við uppbyggingu byggðasafnsins að Görðum. Jafnframt flutti bæjarstjórnin sr. Jóni hugheilar árnaðaróskir i tilefni af sjötugs- afmæli hans. Afhending heiðurs- borgaraskjalsins fer fram i Akra- nesskirkju á morgun og hefst at- höfnin kl. 17. stóru orkuveri utan jarðelda- svæða. Málið var rætt i sýslunefnd A- .Húnavatnssyslu og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Sýslunefnd A.-Hún. fagnar yfirlýsingu iðnaðarráðherra, að virkjun á Norðurlandi Vestra, verði ákveðin nú á þessu ári og telur það mikið hagsmunamál allra norðlenzkra byggða, að orkuframleiðslan verði þannig örugggari innan fjórðungsins. Sýslunefnd litur svo á að Norður- landsvirkjun sem verði sameign rikisins og sveitarfélaga i Norð- lendingafjðrðungi, eigi að annast um byggingu og rekstur raf- orkuvera i fjórðungnum og lýsir fullum stuðningi við þá hugmynd, að sameina krafta rikis og sveitarfélaga i öflugu orku- vinnslufyrirtæki, sem gæti unnið að íramtiðar rafvæðingu þessa landshluta, svo ekki komi aftur sá geigvænlegi orkuskortur er nú hrjáir Norðurland. Sýslunefndin beinir þeim eindregnu tilmælum til yfir- stjórnar orkumála og rikis- stjórnar, að rafmagnsdreifilinur verði styrktar og endurnýjaðar jafnhliða aukinni raforkufram- leiðslu, svo að allir landsmenn, sem ekki fá notið jarðhita til húsahitunar, geti fengið til þess rafmagn. Þá lýsir sýslunefndin stuðningi við virkjun Blöndu, enda verði innl. aðilum gefinn kostur á hagkvæmum kaupum raforku i stórum stil, engu siður en út- lendinum og telur sýslufund- urinn, að Blönduvirkjun geti stuðlað að stórfelldri uppbyggingu á vestanverðu Norðurlandi.” Voru 3 fyrstu liðir tillögunnar samþykktir samhljóða. En siðasti liðurinn með 9 atkv. Sýslufundar- menn Bólstaðarhliðarhrepps og Svinavatnshrepps báðu um eftir- farandi bókun: ,,Þar sem við leggjum aðaláherzlu á orkuöflun á svæði Norðurlands Vestra, en metum aðstöðuna þannig, að næsta virkjun þar eigi að vera i Jökulsá i Skagafirði og undirstrik- um þá skoðun okkar hér, þá greiðum við ekki atkvæði með þessum lið tillögunnar.” Þá hefur verið fjallað um málið á fundum hreppsnefnda i sýslunni og a.m.k. þrjár hreppsnefndir, Blönduóshrepps, Sveinsstaða- hrepps og Ashrepps, hafa samþykkt tillögur i málinu, þar sem áhuga er lýst um virkjun Blöndu og hvatt til að öllum undirbúningi virkjunarfram- kvæmda verði hraðað sem frek- ast er kostur. Viðræður standa yfir milli odd- vita þeirra sex hreppa, sem land eiga á virkjunarsvæðinu og iðnaðarráðuneytisins um Blönduvirkjun, og land það, sem fer undir vatn. Unnið er að könn- un á þvi, hvort hægt sé að minnka það land, sem eyðileggst, frá þvi sem fyrst var áformað. Allir oddvitar þeirra fjögurra hreppa i A.-Hún er land eiga að Blöndu, hafa lýst yfir að ástæða sé-til að ræða áfram um virkjun Blöndu, og á hvaða hátt búskaparaðstaða bænda á svæðinu verði bezt tryggð verði af framkvæmdum. Oddvitar þeirra tveggja hreppa i Skagafirði, sem land eiga að Blöndu, telja að fyrst eigi að virkja Jökulsá i Skagafirði, áður en farið sé að huga að Blöndu- virkjun. Heiðmörk 25 ára VS-Reykjavik. HEIÐMORK, hið fræga útivistarsvæði Reykvikinga, á aldarfjðrðungs- afmæli þessa dagana. Hún var opnuð almenningi við hátiðlega athöfn sunnudaginn 25. júni 1950. Sú hugmynd að Reykvikingar skyldu búa sér friðland og úti- vistarsvæði á þeim slóðum, sem siðar hlutu nafnið Heiðmörk, mun fyrst hafa verið sett fram opinberlega i grein, sem Hákon Bjarnason skógræktarstjóri skrifaði i ársrit Skógræktar- félagsins árið 1936. Nefnist greinin Frá ferðum minum sumarið 1935. — Siðan liðu tvö ár, og var þá hugmyndinni aftur hreyft i erindi, sem Skógræktar- félag Islands, undir forystu Árna G. Eylands, sendi bæjarráði Reykjavikur. Árið 1941 gaf Skógræktarfélag tslands út bækling, sem hét Friðland Reykvikinga ofan Elliðavatns, og var i bæklingnum ýmis fróðleikurum svæðið ásamt yfirlitskorti. Nú voru menn farnir að ræða um það sin á milli, að nauðsynlegt væri að gefa þessu nýja útivistarsvæði eitthvert nafn. Prófessor Sigurður Nordal stakk upp á þvi, að landsvæðið yrði kallað Heiðmörk, og var þvi strax tekið fengins hendi. Við eig- um þvi honum að þakka, að úti- vistarsvæði Reykvikinga heitir þessu fallega nafni, sem okkur er orðið svo munntamt. I tilefni af afmæli Heiðmerkur nú, hefur verið gefið út fallegt af- mælisrit, sérþrentun úr Ársirti Skógræktarfélags Islands 1975. Fremst i ritinu er ávarp Birgis ts- leifs Gunnarssonar borgarstjóra, Guðmundur Marteinsson skrifar grein, sem heitir Skógrækt og skyld störf i Heiðmörk, Jón Jóns- son skrifar jarðfræðilegt yfirlit, Eyþór Einarsson skrifar um villtar blómplöntur og byrkninga i Heiðmörk, Þorsteinn Einarsson á grein, sem heitir Fuglar og Heiðmörk, og loks er greinin Úr sögu Elliðavatns, og er hún endurprentuð úr bæklingnum, sem Skógræktarfélag Islands gaf út árið 1941, og fyrr var minnzt á. — Auk þeirra greina, sem hér hafa verið taldar, eru i þessu afmælisriti um Heiðmörk myndir og kort, og er að þeim mikil prýði, að ógleymdri vit- neskjunni, sem þau veita. Enn má nefna, að haldið hefur verið upp á afmælið með þvi að gefa út stórt yfirlitskort um Heiðmörk. Það er gefið út af borgarverkfræðingnum i Reykja- vik og Skógræktarfélagi Islands. 8 Ufl jl D i Gljúfurá. Veiði hófst i Gljúfurá 20. júni s.l.,og I gær voru komnir um 45- 50 laxar á land, sem er ólikt betri veiði en á sama tima i fyrra. Að sögn Sigurðar Tómas- sonar i Sólheimatungu, virðist vera mikill lax i ánni og vatnið mjög gott i henni og hæfilega mikið. En það var einmitt vatnsskortur i ánni i fyrrasum- ar, sem hamlaði hvað mest veiðinni þar, enda fengust ekki nema 150 laxar þá, en sumarið 1973 fengust 628 laxar úr Gljúf- urá. Veitt er á þrjár stangir og eru flestir veiðimennirnir við veiðar i aðeins einn dag, en nokkrir þó i tvo daga. Dumbungsveður og rigning hefur verið við Gljúfurá undanfarið, eða með öðrum orð- um hið bezta veiðiveður. Sigurður sagði, að laxveiði- mönnum litist mjög vel á veiði i ánni I sumar, og væru bjartsýn- ir um að hún yrði mjög góð. Fyrir fjórum dögum reyndist hitinn i ánni átta gráður. Viðidalsá. Gunnlaug ráðskona i veiði- húsinu við Viðidalsá, sagði i gær, að nú væru komnir um niu- tiu laxar á land, en veiðin hefur glæðzt þar verulega siðastliðna viku eftir að hlýna tók i veðri. — I siðustu viku var tæplega veiði- veður, sagði Gunnlaug, vegna kuldanna. Laxveiðimenn lita mun bjartari augum á veiðina nú, en þó finnst þeim áin býsna vatnsmikil, enda hefur rignt mikið að undanförnu. Stærstu laxarnir eru tveir 17 punda laxar, einn 16 punda og sex fjórtán punda. Talsvert er þó farið að bera á smálaxi inn á milli. Norðurá. Á fyrsta svæðinu I Norðurá, sem er frá veiðimerki ofan við Stekk að og með Fossvaði ofan Laxfoss, hafa nú komið á land 450 laxar, og eru þá komnir úr allri ánni um 575 laxar. Veiði- veður er hið bezta við ána, rign- ing og sæmilega hlýtt. Leira og ósasvæðin. Veiðihorninu barst bréf frá Sigurði Lárussyni, Veiðifélagi Breiðdæla með fréttum um sil- ungsveiði, og kann honum hinar beztu þakkir fyrir. Silungsveiði byrjaði 14. júni i Leiru og ósasvæðinu. Fyrstu niu dagana voru seld 15 leyfi og fengust 256 bleikjur. Sá, sem bezt veiddi, fékk 43 bleikjur. Ráðgert er að opna árnar til laxveiöi 1. júli. I fyrra veiddust 126 laxar i ánum, en árið 1973 190, og er það bezta veiðiárið i laxveiði. Siðustu ár hafa veiðzt frá 700 til 1200 bleikjur. Nú er mjög mikill snjór i fjöllum og má þvi búast við nógu vatni i ánum i sumar. Það er Stang- veiðifélag Reykjavikur, sem hefur vatnasvæðið á leigu i sumar. Elliðaár. Mjög hressileg ganga var i ánum i siðustu viku og komu að meöaltali á dag um 20 laxar, að sögn Friðriks Stefánssonar hjá Stangveiðifélagi Reykjavikur. 1 allt eru 185 laxar komnir á land, sem er m jög gott og er þar einna helztað þakka hrotunni I siðustu viku, en til samanburðar má geta þess, að á sama tima i fyrra, voru aðeins 128 laxar komnir á land. Þessa góðu veiði má þakka dumbungsve ðri þvi og rign- ingu, sem hefur verið undanfar- ið, svo þótt flestir séu óánægðir með veðrið, finnast þó aðrir, sem eru mjög ánægðir, en það eru laxveiðimenn. Nú er veitt á fjórar stangir i Elliðaám, en eftir mánaðamót verður fjölgað um eina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.