Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. júni 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. 87 Fyrir skömmu er komin út ársskýrsla Lands- banka íslands fyrir árið 1974. Skýrslan flytur að vanda ýmsan fróðleik um þróun fjármála og at- vinnumála á árinu, og um afkomu og rekstur bankans. Þar kemur margt athyglisvert i dags- ljósið, en sennilega mun þó sá kafli skýrslunnar, sem fjallar um stjórn og starfslið bankans, vekja hvað mesta athygli. Þar segir m.a., að i árslok 1974 hafi heildartala starfsmanna við bankann verið 662, eða 87 fleiri en i árslok 1973. Nánar er þetta skilgreint þannig, að i Reykjavik hafi fjölg- að um 51 mann, en utan Reykjavikur um 36. Ef til vill eru menn orðnir svo vanir hraðri fjölgun starfsmanna i opinberri þjónustu, að þeir kippa sér ekki neitt upp við það, þótt starfsmönn- um eins bankans hafi fjölgað um 87 á einu ári. Að visu er hér um langstærsta bankann að ræða. Starfsmönnum opinberra fyrirtækja hefur fjölg- að jafnt og þétt, enda þótt stöðugt sé verið að segja, að þau séu að taka upp nýja tækni og hag- ræðingin hjá þeim sé að aukast. Þannig hafa bankarnir flestir eða allir verið að taka rafreikna og ýmsar nýjar vélar i þjónustu sina og hefur þetta átt að spara mannahald, en hjá Lands- bankanum hefur árangurinn þó ekki orðið meiri en sá, að starfsmönnum hans fjölgar um 87 á siðastliðnu ári. Hjá Búnaðarbankanum, sem er næststærsti bankinn, fjölgaði að visu ekki nema um 12 manns á árinu, þar af 7 i Reykjavik. Eigi að siður stefndi i sömu átt hjá honum og Lands- bankanum. Svipuð mun sagan i hinum bönkun- um. Nú er verið að setja á laggirnar stórt fyrir- tæki, Reiknistofu bankanna, sem á að annast vissa þjónustu fyrir þá alla. Húp mun þegar hafa milli 40-50 manna starfslið. Sagt er að starf henn- ar eigi að geta sparað starfsmannahald hjá bönk- unum. Fróðlegt verður að fylgjast með þvi i næstu ársskýrslum þeirra, hvort þessi stofnun leiðir til starfsmannafækkunar hjá þeim, eða hvort hér sé raunverulega annað en nýr kostnaðarauki og starfsmannafjölgun á ferðinni. Það ber að sjálfsögðu að taka hér með í reikninginn, að opinber þjónusta er alltaf að auk- ast á ýmsum sviðum, og þvi hlýtur að fylgja nokkur starfsmannafjölgun. Þetta gerist ekki að- eins hérlendis, heldur um allan heim. Þetta er einn af fylgifiskum tækninnar og breyttra lifnaðarhátta. En einmitt vegna þessarar þróun- ar, sem á að vissu marki fullan rétt á sér, er þörf- in enn meiri fyrir aðgætni i þessum efnum. Þvi miður virðist þetta skorta alltof viða. Hér er þvi mikillar lagfæringar þörf. Þvi er t.d. ekki gefinn nægur gaumur, að af um- ræddri þróun getur leitt það, að ýmsar eldri stofnanir, eða vissir þættir þeirra gegna oft minna hlutverki en áður, en þeim er eigi að siður haldið áfram meira af vana en þörf. Menn eru oft furðu ihaldssamir i þessum efnum, en jafnframt kröfuharðir um breytingar og nýjungar. Alls staðar eru lika kröfurnar um aukna þjónustu. Þótt ekki megi draga þar úr eðlilegri framþróun, er þar einnig þörf fyrir hæfilega ihaldssemi og varfærni, ef þjónustubáknið á ekki að verða þjóðarbúinu ofvaxið. Vissulega má það vera nokkurt aðgæzlumerki og hættumerki i þessum efnum, að starfsliði eins bankans skuli fjölga um 87 manns á einu ári. Þ.Þ. Forystugrein úr Dagens Nyheter, Stokkhólmi: Nema skattsvik Svía 12 milljörðum á ári? Gera verður auknar ráðstafanir gegn þeim Gunnar Strang, sem helur verið fjármáiaráðherra Svlþjóðar I samfleytt 20 ár. ANDtJÐ á sköttum og álög- um er sá neisti, sem tendrað hefir margt uppreisnarbálið meðal alþýðunnar á liðnum öldum. óánægju skattþegn- anna og andspyrnu gegn kröf- um yfirvaldanna verður að taka með I reikninginn ef skilja á til fulls, hvers vegna nýlendurnar í Ameriku snér- ust gegn Englandi, hvers vegna franska byltingin brauzt út og hvers vegna upp- reisnin gegn Gustav Vasa var gerð. Þegar þessir atburðir gerð- ust voru skattar lágir, en hins vegar svo illa liðnir, að alþýða manna reis oft gegn þeim. Nú eru skattar miklu hærri hvar- vetna I hinum iðnvædda hluta heimsins, en koma tiltölulega jafntniður á meginhluta þegn- anna. VARLA er rétt að gera ráð fyrir, að umburðarlyndi al- mennings hafi aukizt til muna á liðnum öldum, enda þótt all- ar aðstæður hans hafi tekið miklum og róttækum breytingum. Mestu ræður efa- laust um breytta afstöðu til skatta, að hinir háu skattar eru nú lagðir á einstaklinga með háar tekjur — mjög háar tekjur I samanburði við tekjur forfeðra okkar á liðinni tið. Af þvi leiðir, að skattþegnar eru nú umburðarlyndari gegnvart álögum en áður var. Miklu skiptir einnig um af- stöðu þegnanna til skatta, að ákvörðun þeirra og álagning er nú miklu lýðræðislegri en fyrr meir. Almenningur veit, að hann er þátttakandi i skatt- lagningunni gegnum kjörna fulltrúa slna. Alþýða manna veit einnig vel, að skatttekjunum er yfir- leitt varið til nytjamála, sem hún viðurkennir. Skattar eru ekki framar innheimtir af fógetum og öðrum yfirvöld- um, sem lifa i vellystingum á kostnað skattþegnanna. Kjömir forustumenn almenn- ings ákveða skattaálögurnar og verja innkomnum tekjum til almennings heilla. SKATTAKERFIÐ hefir vlða tekið miklum breytingum og • batnað til muna, bæði hvað snertir þol þegnanna og jöfnun milli þeirra. Tekjuskattar alls þorra manna nú á timum eru innheimtir við útborgun launa hjá atvinnurekendum. Aug- ljóst er, að miklu þolanlegra er að sjá á bak fjárhæð, sem greiðandinn hefir ekki fengið i hendur, en að þurfa að taka uppveskið sitt og vera knúinn til að telja upp úr þvi fé til rikis og sveitarfélaga. Flestir óbeinir skattar eru einnig „duldir” og þvi ekki eins tilfinnanlegir fyrir skatt- greiðandann. Virðisauka- skattur og söluskattar eru fólgnir I kaupverði vöm og kaupandinn sér þá aldrei til- greinda sérá parti. Skattar og gjöld, sem atvinnurekandinn innir af hendi, eru innheimtir hjá honum. Skattar þessir koma að siðustu niður á laun- þegunum i lægri launum og neytendum i hærra vöruverði en ella, en þvi er litil athygli veitt, hvernig tilfærslurnar gerast. Tekjuskattar, erfðaskattur og fleiri tegundir skatta hafa gert kleift að dreifa álögunum tiltöl ulega sanngjarnlega. Þetta var erfitt á þeirri tið, þegar innheimtur var salt- skattur, tiund og þess háttar skattar. Vera má, að velmeg- andi menn, sem verða nú að þola þyngri álögur en áður, fagni breytingunni ekki bein- linis. En allur þorri manna, sem fyrrum efndi til skatta- uppreisnanna, sættir sig miklu betur við þetta nýja fyrir- komulag. ALLIR flokkar í Sviþjóð að- hyllast háskattastefnu. Hvað skattaálögurnar snertir ætti þvi ekki að skipta sérlega miklu máli, hvort borgaraleg- ir flokkar eða sósialistaflokk- ar fara með völd. Hægri flokkurinn er eini flokkurinn, sem boðar allsherjar skatta- lækkun, en I raun og veru er hann aðeins að berjast gegn jaðarsköttum. Barátta flokks- ins er þvi meiri i orði en á borði. Við sleppum að visu við skattauppreisnir nú orðið, en ekki eru allir ánægðir samt. Ekki þarf lengra að leita en til grannlandanna, Noregs og Danmerkur, til þess að finna iskyggilega stóra hópa manna, sem vilja gera róttæk- ar breytingar til skatta- lækkunar og sýnast reiðubún- ir að taka á sig eðlilegar af- leiðingar, eða missi megin- hluta viðbúnaðar velferðar- samfélags nútlmans. Hin tillitslausa einstaklings- hyggja, sem áhangendur Glistrups og flokksmenn Anders Lange boða, er síður en svo geðfelld, en hjá þvi verður ekki komizt að taka hana alvarlega. Flokksfylgi Glistrups og Langes er nú- timaafbrigði skattauppreisn- ar. Og vitanlega er ekki unnt að bæla þessa uppreisn niður með valdi. Hitt er annað mál, aö ef til vill er unnt að draga nokkuð úr afli hennar með meiri hófsemi i ráðstöfun opinbers fjár en við höfum viðhaft nú um alllangt skeið. ÞESS mætti til dæmis gæta, bæði hér i Sviþjóð sem annars staðar, að láta skattana ekki hækka svo ört, að þeir gleypi allan efnahagslegan ávinning. Flestir sætta sig við hækkaða skatta, meðan kaupgetan eykst eða svokallaðar ráðstöf- unartekjur hækka. Mótmæla er hins vegar að vænta, ef skattahækkunin hrifsar til sin allan ávinninginn og meira til og sniður öllum þorra manna þrengri rauntekjustakk en áð- ur. Andstaðan gegn sköttum hefir hófsamlegri áhrif á gang stjórnmálanna hér i Sviþjóð en I grannrikjunum. Hér kem- ur hún einkum fram i einka- framtaki einstaklinganna i undanbrögðum, skattflótta og skattsvikum. Enginn veit með neinni vissu, hve hárrar fjár- hæðar hinn sameiginlegi sjóð- ur fer á mis vegna skattsvika. Lögfræðingurinn Lennart Eliasson hefir gizkað á 12 milljarða sænskra króna á ári, sem er ekkert smáræði. Þessi upphæð nægði til þess að ferfalda fjölskyldubæturnar, rlflega að tvöfalda framlag til varnarmála eða lækka tekju- skatt um 1600 sænskar krónur á meginþorra launþega. SKATTSVIKIN ala á óánægju hjá þeim fjölmörgu þegnum, sem gegna skyldum sinum heiðarlega, og eins hjá þeim, sem þannig er ástatt um, bæði hvað tekjur og gjöld áhrærir, að þeir koma skatt- svikum engan veginn við. Þessi óánægja grefur undan skattasiðferði almennings og getur, ef illa tekst til, valdið alvarlegri andstöðu eins og Norðmenn og Danir hafa feng- ið að reyna. Af þessum sökum þarf, i sambandi við fyrirhugaðar breytingar á skattakerfinu, að leggja höfuðáherzlu á að minnka möguleika til skatt- svika. Þetta er miklu mikil- vægara en að lögfesta á pappírnum örlitið aukið rétt- læti, sem getur orðið að rangindum þegar til fram- kvæmda kemur. Eins og nú standa sakir munar efnahags- lega einna mestu á þeim sam- félagsþegnum annars vegar, sem koma skattsvikum við og stunda þau, og hins vegar þeim, sem ekki geta snúðað Strand fjármálaráðherra. Þessi munur verður að hverfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.