Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 5. júll 1975. Takmarkað hundahald í Rvík fellt með 11 atkvæðum gegn 4 á fundi borgarstjórnar JG—Reykjavik. A fundi borgar- stjórnar siðast liðinn fimmtudag mælti Guðmundur G. Þórarins- son fyrir tillögu sinni um tak- markað hundahald I Reykjavlk. Tillagan hljóðar svo: Borgarstjórn samþykkir að fela ■ borgarráði að láta hið fyrsta setja strangar reglur um takmarkað hundahald i Reykjavlk. Miöað verði við háan hunda- skatt og ströng viðurlög, ef reglur eru brotnar.” Greinargerð: 1. „Um langt árabil hefur verið rlkjandi bann við hundahaldi I Reykjavík. Reynsla Reykvík- inga af þessu banni er sú, að ókleift hefur verið að fram- fylgja þvi, og hundahald hefur aukizt verulega á slðustu árum. Enginn veit nákvæmlega tölu hunda i borginni, en margir telja, að þeir séu nú um 2000. 2. Ljóst er að yfirvöld treystast ekki til að framfylgja banni við hundahaldi og ógjörningur að ráðast inn á heimili manna og taka af þeim dýr, sem þeir hafa tekið ástfóstri við. 3. Arangur af banni við hunda- haldi er þvi sá, að i borginni er og hefur verið verulegur fjöldi hunda, og engar likur til að á þvi verði breyting. Þetta ástand er óviðunandi, þar eð opinberir aðilar hafa ekki tök á að fylgjast með þvi aö ströngustu heilbrigðisráð- stöfunum sé fylgt, s.s. hreinsun hunda, bólusetning o.s.frv. Heilbrigðisyfirvöld hafa lagt áherzlu á sjúkdómshættu vegna hundahalds. Reynslan sýnir, að slik hætta er mun meiri við rlkjandi bann gegn hundahaldi heldur en ef strang- ar reglur væru I gildi. 4. Nauðsynlegt er þvi, að strangar reglur verði settar, og augljós- lega auðveldara að ganga að hundeiganda, sem ekki greiðir sinn hundaskatt eða virðir ekki settar reglur, heldur. en að fást við núverandi ástand. í reglur um hundahald þyrfti meðal annars að koma: a. Skrásetningarskylda. b. Skaðabótatrygging. c. Kröfur um reglubundna hreins- un og heilbrigðiseftirlit. d. Ákvæði um hundaskatt, t.d. kr. 15.000.00 á ári. e. Bann við að hundur gangi laus. f. Sérákvæði vegna hundahalds I fjölbýlishúsum. g. Bann gegn því, að hundar komi inn I matvöruverzlanir, slátur- hús o.s.frv. 5. Þvi hefur verið borið við, að eftirlit með slikum reglum muni verða mjög kostnaðar- samt. Eðlilegt er, að sá kostnaður sé greiddur af hundaeigendum. Ef gjald er kr. 15.000.00 pr. hund á ári, og STJÖRNU MÚGAVÉL TS8D Múgavél, sérstaklega hentug til raksturs á undan heybindivélum og sjálfhleðsluvögnum Skilur eftir sig jafna og lausa múga Lyftutengd og því lipur í snúningum Vinnslubreidd 2,80 m Er nú til á vetrarverði Aðeíns kr. 147 þús. G/obusf Lágmúla 5, sími 81555, Reykjavík áætlaður fjöldi hunda er 2000, næmu gjöld kr. 30 millj. 6. Það væri fróðlegt verkefni að kanna, hvaða félagslegar ástæður liggja að baki fjölgun- ar hunda i þéttbýli. Ljóst er, að margt mælir með ströngum reglum um takmark- að hundahald. 1 nútimaþjóð- félagi virðist einmanaleiki auk- ast með auknu þéttbýli. Margir eignastldýrinu vin.sem ekkert getur komið I staðinn fyrir. Þótt hundahald I þéttbýli hafi ókosti, verður ekki framhjá þessum félagslegu atriðum horft.” Guðmundur gat þess I ræðu sinni, að hann hefði greitt atkvæði gegn hundahaldi i Reykjavik, þegar málið var til meðferðar i borgarstjórn fyrir fjórum árum. Reynslan hefði hins vegar sýnt, að ókleift væri að framfylgja reglum um bann við hundahaldi. Margt mælti með takmörkuðu hundahaldi I þéttbýli, þótt það hefði einnig sina ókosti. Þrátt fyrir áralangt bann við hundahaldi, væritalið, að um 2000 hundar væru nú i borginni og að hundahald færi vaxandi. — Ljóst er, sagði Guðmundur, að af ýmsum ástæðum treystast yfirvöld ekki til að framfylgja banninu. Núverandi ástand er hins vegar óviðunandi fyrir alla aðila, bæði hundaeigendur og aðra. Guðmundur gat þess einnig, að heilbrigðisyfirvöld hefðu lagzt gegn hundahaldi vegna smit- og sjúkdómahættu. Þrátt fyrir veru- legt hundahald I Reykjavfk, hefði þó ekki frétzt af sjúkdómum, sem borizt hefðu frá hundi til manns. Hefðu heilbrigðisyfirvöld hins vegar á réttu að standa varðandi þetta mál, hlyti að vera ljóst, að hættulegra væri að hafa 2000 hunda I borginni án eftirlits með hreinsun þeirra og bólusétninga, heldur en td. 4000 hunda undir ströngu eftirliti, þar sem allir hundar væru skrásettir. Þvl væri nauðsynlegt að setja reglur um takmarkað hundahald hið fyrsta og kostnað við slikt eftirlit yrðu hundaeigendur sjálfir að greiða með háum hundaskatti. Einnig minnti Guðmundur á yfirlýsingu 22lækna, þar sem þeir mótmæla greinargerð, sem sam- starfsnefnd um heilbrigðiseftirlit Guðmundur G. Þórarinsson. á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega látið birta um hundahald I þéttbýli. Auk Guðmundar tóku þátt i úmræðum: Davið Oddsson (S), Markús örn Antonsson (S), Al- bert Guðmundsson (S), Þorbjörn Broddason (Ab), Adda Bára Sigfúsdóttir (Ab), Elín Pálma- dóttir (S), og Páll Gíslason (S). Atkvæði féllu þannig, að með takmörkuðu hundahaldi voru: Guðmundur G. Þórarinsson (F), Albert Guðmundsson (S), Pálí Glslason (S) og Sveinn Björnsson (S). ■ A móti greiddu atkvæði: Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Davíð Oddsson (S), Elin Pálmadóttir (S), Magnús L. Sveinsson (S), Markús örn Antonsson (S), Ólaf- ur B. Thors (S), Björgvin Guð- mundsson (A), Alfreð Þorsteins- son (F), Adda Bára Sigfúsdóttir (Ab), GuðmundaHelgadóttir (Ab) og Þorbjörn Broddason (Ab). Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn samþykkt: ÍÞRÓTTARÁÐ GERIR KOSTNAÐAR- ÁÆTLUN UM GERVIGRASVÖLL JG-Reykjavlk. —A fundi Borgar- stjórnar Reykjavlkur á fimmtu- daginn var samþykkt tillaga frá Alfreð Þorsteinssyni (F) þess efnis, að iþróttaráð geri kostnaðaráætlun um viðgerð og endurbætur á Laugardalsvellin- um. Mun iþróttaráð gera tvenns konar kostnaðaráætlun. önnur verður miðuð við það, að settar verði hitaleiðslur undir völlinn og ræktað nýtt gras á honum. Hin áætlunin miðast við það, að sett verði gervigras á upphitaðan völlinn. 1 umræðum minnti Alfreð Þor- steinsson á það, að Laugardals- vöilurinn hefði verið tekinn i notkun árið 1957. Engin endur- nýjun hefði farið fram á vellinum slðan, sem heitið gæti. Sagði hann, að ljóst væri, að endurnýja þyrfti allar lagnir undir vellinum og fljótlega þyrfti að taka ákvöröun um það,hvort ráðast ætti i að setja gervigras á völlinn. Sagði Alfreð, að sú lausn væri dýr. 1 framhaldi af þvi sagði hann: Alfreð Þorsteinsson. „Hins vegar er ég ekki i nokkrum vafa um, að slik lausn er sú allraheppilegasta með tilliti til aðstæðna hérlendis. Hér er leiktimabil knattspyrnumanna styttra en viðast annars staðar vegna lélegra vallaskilyröa. Með gervigrasi á Laugardalsvellin- um, væri hægt að leika knatt- spymu allan ársins hring, ekki sízt, ef flóðljósin, sem nú eru á Melavellinum yrðu flutt inn i Laugardal. Tillagan, sem hér er flutt hefur engar skuldbindingar i för með sér. Aöeins er farið fram á það, að gerð verði kostnaðaráætlun til að fá samanburð, og til að auðvelda borgarfulltrúum að átta sig á kostnaöinum. Eg vil að lokum Itreka það, að ekki er hægt að bíða öllu lengur með viðgerðina á Laugardals- velli. Þegar þar að kemur vænti ég þess að sjálfsögðu, að haft verði fullt samráð við þá aðila, sem nota völlinn mest, þ.e. Knatt- spyrnusamband Islands og Frjálsiþróttasamband Islands.” Sveinn Björnsson (S) formaður iþróttaráðs tók næstur til máls og kvaðst styðja tillöguna. Upplýsti Sveinn, að nýr gervigrasvöllur I Sviþjóð hefði kostað 60 millj. isl. króna. Tillagan var siðan samþykkt samhljóða. Atvinnulausum ndms- mönnum fer fækkandi HJ-RcykjavIk. Nokkur fjörkippur hefur oröið hjá atvinnuiniðiun stúdenta slðustu dagana, en að sögn Arnllnar óladótlur, starfs- manns atvinnumiðlunarinnar, eru nú 34 eftir á atvinnuleysis- skrá. Frá þvf vinnumiðlunin tók tii starfa þann 20. mai sl. hafa 198 veriðskráðir. Þar af hafa 74 feng- ið vinnu fyrir tilstilli vinnumiðl- unarinnar, 82 eftir öðrum Ieiðum, en flestir hinna hætt við aö leita sér vinnu og horfið að lestri. — Þorri stúdentanna óskar eft- ir vinnu allt sumarið, sagði Arn- lin, en þó eru þeir nokkrir, sem viíja vinnu til skemmri tima. Meira er um atvinnuleysi meðal kvenna, og það veldur vissum erfiðleikum, að barnaheimilin eru lokuð mánuð á sumri hverju. Þvi eru margar konur, sem æskja eftir hálfsdags eða e.t.v. 60% vinnu. — Við höfum farið gegnum simaskrána og leitað til flestra helztu fyrirtækja i Reykjavik, þar sem við töldum að einhverrar at- vinnu væri von. Þessi leið gaf þó ekki góða raun, þvi að á flestum stöðunum var þegar búið að ráða sumarfólk til starfa. Einnig hefur menntamálaráðuneytið farið á stúfana fyrir okkur og leitað eftir vinnu f rikisstofnunum, en sú leit hefur boriðheldur litinn árangur. — 1 langflestum tilfeilum hafa atvinnurekendurnir sjálfir hringt ogboðið fram vinnu, sagði Arnlin. Og við viljum leggja áherzlu á það, að fólk hefur fengizt i aila vinnu samdægurs, nema ætlazt væri til einhverra sérprófa eða starfið væri með eindæmum illa launað. Starfseminni hér mun haldið áfram eitthvað lengur fram á sumar i trausti þess, að allir hljóti vinnu að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.