Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 5. júli 1975. Teasle klif raði ofan af bílpallinum/ hægt og með mikl- um þjáningum. Þarnæst haltraði hann að vegarbrúninni. AAaðurinn var rétt kominn að gaddavírsgirðingunni við enda akursins. — „Fyrirgefðu, en ég er búinn að fara upp og niður eftir öllu leitarsvæðinu í leit að ákveðnum manni. Það vill vist ekki svo til, að hann sé hér? AAér var sagt að svo gæti verið. Hann heitir Vilfred Teasle, sagði maðurinn. — ,,Ég er Teasle." — „Ég heiti Sam Trautman. Ég er kominn hingað út af piltinum mínum." Enn óku þrír vöruflutningabílar framhjá. Á pöllunum voru menn úr þjóðvarðliðinu, vopnaðir rifflum. Það grillti í andlit þeirra undir hjálmunum. Þau virtust bleikföl. I bliki bílljósanna sá Teasle einkennisbúning Trautmans. Tignarmerki höfuðsmannsins og græna einkennishúfu, snyrtilega samanbrotna í beltisstað. Húfan var einkennistákn grænliðanna.. — „Piltinum þínum?" — „Hann er það kannski ekki beinlinis. Ég þjálfaði hann ekki sjálf ur. Það voru undirmenn mínir, sem gerðu það. En ég þjálfaði mennina, sem þjálfuðu hann. Þess vegna má eiginlega segja, að hann sé minn piltur. Hefur hann gert nokkuð meira? Síðast frétti ég, að hann hefði drepið þrettán manns." Trautman sagði þetta skýrtog blátt áf ram án áherzlu. Þrátt fyrir það kannaðist Teasle við það, sem röddin reyndi að dylja. Þeir voru orðnir margir feðurnir, sem komið höfðu á lögreglustöðina að næturlagi, hneykslaðir og fullir vonbrigða, hjárænulegir og skömmustulegir vegna gerða barna sinna. En hér gegndi ekki sama máli. AAálið var ekki svo einfait. Teasle fann, að það var eitt- hvað annað, sem duldist honum í rödd Trautmans. Eitt- hvað sem var honum með öllu framandi í aðstöðu sem þessari. í fyrstu tókst honum ekki að henda reiður á hvað þetta var. En þegar það rann upp fyrir honum, varð hann hálf ruglaður. — „AAér virðist þú næstum vera stoltur af honum, sagði Teasle. — „Finnst þér það? Fyrirgefðu, það var ekki ætlunin. Sannleikurinn er sá, að hann er besti nemandinn, sem við höf um nokkru sinni útskrifað. Skólinn væri meira en lítið gallaður ef hann hefði ekki bariðeins rækilega frá sér og raun er orðin á." Hann benti á gaddavírsgirðinguna og klifraði yfir hana. AAýktin og jafnvægið i hreyfingunum var það sama og þegar hann kom út úr þyrlunni og gekk yfir akurinn. Hann gekk f átt til Teasles, og var kominn svo nærri, að Teasle sá að einkennisbúningurinn féll þétt að likama mannsins. Hvorki sá blett né hrukku.l myrkrinu virtist hörund mannsins blýlitað. Hár hans var svart og stuttklippt, greitt beint aftur á bak. Andlitið grannt og drættirnir hvassir, hakan skagaði fram. Teasle minntist þess, að Orval jafnaði fólki oft saman við einstakar dýrategundir. Ekki Trautman, hefði Orval sagt. Framburður nafns- ins minnti á orðið silungur. Það átti ekki við. öllu heldur geðillur hundur eða hreysiköttur. Eitthvert slægt og undirförult veiðidýr. Teasle minntist kaldrifjaðra at- vinnuforingja, sem hann hafði átt í höggi við í Kóreu. At- vinnumorðingjar, menn sem lifðu á dauðanum. Hann langaði alltaf að draga sig í hlé, er hann mætti slíkum mönnum. — Ég er ekki viss um, að ég óski eftir nærveru þinni hér, þrátt fyrir allt, hugsaði Teasle með sér. Kannski voru það mistök að biðja þig að koma. En Orval hafði kennt honum að dæma menn einnig eftir handtakinu. Trautmann gekk þrjú skref í átt að Teasle og tók í hönd hans. Handtakið var ekki eins og Teasle hafði búist við. Hann hafði búist við grófu og hrokafullu handtaki. En það var bæði vingjarnlegt og ákveðið í senn. Það hafði strax róandi áhrif á hann. Kannski var Trautman ekki sem verstur. — „Þú ert fyrr á ferð en ég átti von á, sagði Teasle. Þakka þér fyrir. Okkur veitir ekki af allri þeirri aðstoð, sem við getum fengið." Teasle hugsaði ósjálfrátttil Orvals, og sem snöggvasst fannst honum, sem hann upplifði á ný sömu stundina og tveimur kvöldum f yrr. Þá hafði hann þakkað Orval f yrir að koma, og viðhaftnæstumsömu orðin við hann,og hann notaði nú til að þakka Trautman. En Orval var látinn. — „Það er hverju orði sannara. Þið þurf ið alla þá að- stoð, sem fáanleg er, sagði Trautman. — I hreinskilni sagt var ég búinn að ákveða að koma hingað löngu áður en þú hafðir samband við mig. Hann er að vísu ekki lengur þjónandi í hernum. Þetta er með öllu utan við áhrif og afskipti hersins. Samt sem áður finnst mér ég bera nokkra ábyrgð á þessu. Þó vil ég taka það skýrt fram, að ég er ekki hingað kominn til að taka þátt i sláturstarfi. Ég hjálpa því aðeins, að mér þyki þetta verk unnið á viðhlítandi hátt. Þið eigið að handsama hann, en ekki drepa hann án minnsta möguleika til varn- ar. Enn er möguleiki á því, að hann verði drepinn. Þó Klilitill ! 1 LAUGARDAGUR 5. júli 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kl. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt” — stuttur umferðarþáttúr i umsjá Kára Jónassonar (endurt.) óskalög sjúklinga kl. 10.35: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum. Páll Heiðar Jónsson sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar. Iona Brown, Carmél Kaine, Kenneth Heath, Tess Miller og hljómsveitin St. Martin-in-the- Fields leika Konsert I C-dúr fyrir tvær fiðlur, selló, óbó og hljómsveit (K190) eftir Mozart, Neville Marriner stjórnar. Hermann Baumann og hljóm- sveitin Concerto Amsterdam leika Konsert nr. 1 i D-dúr fyrir horn og hljómsveit eftir Haydn, Jaap Schröder stjórnar. 15.45 1 umferðinni. Árni Þór Eymundsson stjórnar þættin- um. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 1 léttuhi dúr. Jón B. Gunn- laugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen annast dægurlaga- þátt. 18.10 Siðdegissöngvar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftíminn. Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarssonsjá um þáttinn, sem fjallar um efni handa börnum. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Nýtt framhaldsleikrit: „Aftöku frestað” eftir Michael Gilbert. Fyrsti þáttur. Þýð- andi: Asthildur Egilsson. Leik- stjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Harry Gordon Hákon Waage Janine Sigriður Þorvaldsdóttir. Macrae: Sigurður Karlsson. Beeding: Helgi Skúlason Bridget: Anna Kristin Arn- grimsdóttir. Aðstoðarlögreglu- stjórinn: Róbert Arnfinnsson. Lacey yfirlögregluþjónn: Gunnar Eyjólfsson. Aðrir leikendur: Guðjón Ingi Sigurðsson, Jón Sigurbjörns- son, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, og Klemenz Jóns- son. 21.20 Enrico Minardi leikur vinsæl lög á selló. 21.45 „Drengurinn minn”, smá- saga eftir Jón óskar. Svala Hannesdóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Auglýsið * i Tímanum ,Verium ,0ggróöurl verndumi landOTjl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.