Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 5. júli 1975. Vistheimili vangefinna á Akureyri eykur við húsakost sinn ASK—Akureyri. Sólborg vist- heimili vangefinna á Akureyri héfur nú um árabil búið við mjög þröngan húsakost. Upphaflega var gert ráð fyrir að þar dveldu 32 einstaklingar, en i dag eru þar um 56 einstaklingar. Til að bæta úr brýnustu þörfinni og um leið að rýma vistheimilið að einhverju Oddeyrargata 32, sem Sólborg hyggst kaupa. leyti, hafa forráðamenn þess i huga að kaupa fasteign á Akur- eyri sem kæmi til með að verða heimili 6-10 einstaklinga. Að sögn Bjarna Kristjánssonar framkvæmdastjóra Sólborgar hefur húseignin Oddeyrargata 32 mjög fastlega komið til greina, enda er um mjög hentugt húsnæði að ræða. Verð hússins ér um 10 milljónir og sagði Bjarni að Sól- borg legði fram um helming þess verðs. Eins og fyrr sagði verðúr þarna um að ræða heimili fyrir um 6-10 einstaklinga. Verður valið úr full- orðið sjálfbjarga fólk sem dveldi að mestum hluta á Sólborg að deginum við vinnu og nám, en hluti hjálpaði til við heimilisstörf i Oddeyrargötu. Að sögn Bjarna yrði um fámennt starfslið að ræða, einungis tveir til þrir starfsmenn eru nauðsynlegir við heimili sem þetta. Aðspurður hvort ekki gætu orðið um að ræða einhvers konar mótmæli frá nágrönnum, sagðist Bjarni álita slikan hugsunarhátt horfinn, enda væri skilningur fólks á málefnum vangefinna mun meiri nú en áður var. Fyrstu dómarnir í Vl-mólunum: Sýknaðir af öll- SIGLFIRZK EININGAHÚS RÍSA NÚ VÍÐA UM LAND Húseiningar h.f i Siglufirði eru nú að framleiða 15 hús fyrir þrjú sveitarfélög, Siglufjörð, Raufarhöfn og Vopnafjörð, og á verksmiöjan að skila þeim i ágúst til október. Húseiningar hafa nú framleitt 9 hús, sem reist hafa verið á Siglufirði, Vopnafirði, Drangsnesi, Seyðis- firði og Skagafirði, tvö hafa verið reist I Borgarnesi og nú er verið að reisa tvö i Garðahreppi. Myndina tók G.E. af framkvæmdum við Siglufjarðarhúsin i Garðahreppi. í verksmiðju Húseininga h.f. starfa um 12 manns við framleiðsluna. Vélvæðing er mjög mikil I verk- smiðjunni. Afkastageta verksmiðjunnar við óbreyttar aðstæður er um 60-80 hús á ári, en afkastageta vélanna er um 250-300 hús á ári. ÍSLENZKIR RADIOAAAATÖRAR SENDA ÚT FRÁ HEIAAAEY um refsikröfum — en dæmdir til þess að greiða mólskostnað — hefur ekki verið gert í 25 ór HHJ—Rvik. 1 gær kvað Hrafn Bragason borgardómari i Reykjavik upp fyrstu dómana i hinum svokölluðu VL-málum, Sýningu Eyjólfs Eyfells lýkur ó sunnudagskvöld Yfirlitssýningu Eyjólfs J. Eyfells sem opin hefur verið þessa viku að Kjarvalsstöðum, lýkur kl. 22.00 sunnudagskvöld. Sýningin hefur verið mjög vel sótt og vakið verðskuldaða hrifn- ingu. Auk almennra gesta bauð lista- maðurinn vistfólki á „Grund” og „Hrafnistu” á sýninguna. For- stjóri SVR sýndi þá vinsemd að gera það kleift með þvi að annast flutning gestanna. Þá hafa séð sýninguna gestir Reykjavikurborgar á lækna- og búfræðingaráðstefnum, sem haldnar hafa verið i borginni þessa viku. 1 dag kl. 5 verður flutt á sýning- unni stutt söngprógram á vegum þjóðdansafélagsins. Sýningin verður ekki fram- lengd. Kirkjudagur aðKálfatjörn A morgun er hinn árlegi kirkju- dagur i Kálfatjarnarkirkju. Guösþjónusta fer fram i kirkj- unni kl. 2 e.h. Þar predikar séra Björn Jónsson, sóknarprestur á Akranesi, en kór Kálfatjarnar- kirkju syngur undir stjórn Jóns Guðnasonar organista. Kórinn hefur starfað mjög ötullega und- anfarið og notið leiðsagnar hins áhugasama stjórnanda sins. Að guðsþjónustu lokinni verður safnazt saman i samkomuhúsinu Glaðheimum i Vogum, en þar selja konur úr kvenfélaginu Fjólu veitingar til ágóða fyrir kirkju- sjóð sinn. Formaður sóknar- nefndar, Jón Guðbrandsson flytur ávarp. Mun hann minnast þeirra miklu umbóta, sem orðið hafa á kirkjunni að Kálfatjörn, og þakka hið mikla framlag og vinarhug, sem safnaðarfólk og aðrir vel- unnarar kirkjunnar hafa sýnt á margvislegan hátt. Kirkjudagar þessir hafa ávallt tekizt mjög vel og verið fjölsóttir. þ.e. þeim málum, sem aðstand- endur undirskriftasöfnunar þeirrar, er kennd var við einkunnarorðdn „Yarið land” höfðuðu gegn fjórtán mönnum sakir meintra meiðyrða. Úrskurður borgardóms var á þá lund, að Úl far . Þormóðsson blaðamaður á Þjóðviljanum og Guðsteinn Þengilsson læknir voru báðir sýknaðir af öllum refsi- kröfum, bæði hvað áhrærir fébæt- ur og fangelsisvist. Hluti þeirra ummæla, sem stefnt var fyrir, var hins vegar dæmdur dauður og ómerkur. Þá var Úlfar dæmdur til þess að greiða 80 þús. kr. I málskostnað, og Guðsteinn til þess að greiða 25 þús. kr. i málskostnað. Enn eru eftir tólf sams konar mál, en málflutningur i þeim hefur ekki enn farið fram. „Samkvæmt ósk utanrlkisráðu- neytisins hefur yfirmaður varnarliðsins á Islandi skilað skýrslu varðandi slit sæstrengs þess, sem liggur i sjó úti fyrir Stokksnesi. Sæstrengur sá, sem hér um ræðir, er hluti af búnaði vamarliðsins á Islandi og þar sem hér er um að ræða atriði er varða öryggismál landsins, er ekki unnt að fara nánar út i einstaka þætti skýrslunnar. Ráðuneytið hefur fullvissað sig um að tilvist þessa sæstrengs og gébe:Rvik. — Dagana 12. og 13. júli n.k. munu sex islenzkir radioamatörar senda út frá Heimaey i Vestmannaeyjum, en þaðan hafa engar sendingar farið frá radioamatörum i að minnsta kosti tuttugu og fimm ár. Kallmerki þeirra er TF7V, en það mun vera I fyrsta skipti, sem slikt merki er notað af radiodamatörum, þ.e.a.s. með einum bókstaf fyrir aftan tölustaf. Tilgangurinn með þess- um sendingum er að vekja at- hygli á Vestmannaeyjum og minnast þess, að nú eru rúm tvö ár liðin frá gosi. Þá fá þeir radioamatörar, sem svara sendingunum, send falleg kort með litmyndum af gosinu i Heimaey og verður kallmerkið TF7V þrykkt á myndina. Radioamatörar um allan heim hafa sýnt þessu mikinn áhuga. N.k. þriðjudag munu islenzkir radioamatörar fara til Vest- notkun hans samræmist að öllu leyti tilgangi þeim, sem fólginn er i starfsemi varnarstöðvarinnar og öryggisvörnum landsins.” Þannig er að orði komizt i til- kynningu, sem utanrikis- ráðuneytið gaf út i gær. Timinn reyndi i gær án árangurs að afla sér frekari upplýsinga um þetta mál en þeir aðilar, sem blaðið hafði tal af kváðust ekki reiðubúnir að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu. mannaeyja með útbúnað sinn og setja loftnet upp og annast annan undirbúning. A laugardaginn 12. júli hefjast svo sendingamar og standa sleitulaust i tvo sólar- hringa. Áhuginn er mikill, og vonast er til, að hægt verði að hafa samband við sem flest fjar- læglönd og þá er átt við lönd utan Evrópu, S-Ameriku, Japan og Ástrallu, svo eitthvað sé nefnt, en þeir radioamatörar, sem að þessu standa eru DX-radioamatörar, en það nefnast þeir, sem mest eða eingöngu hafa radiosamband við erlend lönd. Sent verður á morsi (CW) og á tali (SSB). Þeir radioamatörar.sem að þessari ferð standa, vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem þeir hafa leitað til i Eyjum, en allir veittu þeir góðfúslega fyrir- greiðslur — Það er von okkar, að þetta verði góð kynning fyrir gébé-Rvik — 1 tilefni þess að öld er liðin frá landnámi islendinga i Vesturheimi, hefur Póst- og simamálastjórn gefið út frimerki með mynd af einum kunnasta vesturfaranum, Stephan G. Stephanssyni ( 1853-1927 ). Stephan var tvítugur að aldri þegar hann fluttist til Vestur- heims ásamt foreldrum sinum, en hann gerðist bóndi og landnáms- maður og bjö lengst af I Alberta- fylki. Ekki átti hann kost á skóla- göngu, en aflaði sér menntunar með lestri góðra bóka. Vegna anna við búskapinn, gafst litið tóm til skáldskapar nema á nóttinni og þvi nefndi hann ljóðabækur sinar Andvökur. Stephan var alla tið Islendingur i hug og hjarta þótt hann byggi fjarri ættlandinu eða eins og hann segir i hinu þekkta kvæði sinu: Þó þú langförull lengðir, sérhvert Vestmannaeyjar, sagði einn þeirra sexmenninganna, Guðjón Einarsson. Stórbruni í Eyjafirði ASK Akureyri. — Stórbruni varð á Blómsturvöllum i Glæsibæjar- hreppi sl. fimmtudagsmorgun,250 rúmmetra hlaða og áfast fjárhús brunnu til kaldra kola, án þess að við neitt yrði ráðið. 1 hlöðunni voru um 50 hestar af heyi, óvá- tryggt, en hlaðan og fjárhúsið var lágt tryggt. Lögreglan á Akureyri var fyrst reyks vör um fimmleytið um morguninn og kvaddi út slökkvi- lið. Þegar inn að Blómsturvöllum kom, voru allir i fasta svefni. Munaði minnstu að stórslys yrði, en aðeins 12 metrar eru á milli i- búðarhússins og fjárhússins. Að sögn bóndans, Kristjáns Sveins- sonar, er talið, að kviknað hafi i út frá rafmagni. land undir fót, bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót. Útgáfudagur frimerkisins er 1. ágúst og er verðgildi þess 27 kr. Stærð þess er 26x40 mm og er það grænt og brúnt að lit. Myndin af skáldinu á frlmerkinu er eftir Rikharð Jónsson, en frimerkið var prentað i Frimerkjaprent- smiðju frönsku póstþjónustunnar. t gær fór fram frá Fossvogskapeilunni I Reykjavfk útför Þorgiis Guðmundssonar Iþróttakennara frá Valdastöðum að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Einar Guðnason jarðsöng. Við athöfnina lék Þorvaldur Steingrimsson á fiðlu og félagar úr Fóstbræðrum sungu. Hins látna verður siöar minnzt I islendingaþáttum Tim- ans. Timamynd G.E. Kapallinn er bandarískur — en frekari upplýsingar liggja ekki á lausu Nýtt frímerki í tilefni aldar afmælis landnáms íslendinga í Vesturheimi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.