Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN 19 30 ára MILLILANDAFLUG ÍSLENDINGA 30 ára Enda þótt 30 ár séu stuttur kafli Ilifi þjóðar, er þaö þó ærinn timi I þróunarsögu flugsins. Nú á 30 ára afmæli millilandaflugs okkar ís- lendinga nægir að bera saman farkost, sem nýttur var til fyrstu flugferðar frá Islandi með far- þega, Katalina-flugvélina TF- ISP, og þotur Islenzku flugfélag- anna, Flugfélags íslands og Loft- leiða. Fyrsta ferðin frá Reykjavik til Largs, hinn 11. júlí 1945, tók 6 klukkustundir. Nú tekur flug þessa leið nima eina og hálfa klukkustund. Og áfram heldur þróunin i fluttækni. Innan skamms verða hljóðhverfar þotur I flugi yfir heimshöfin. Þá verður hægt að ferðast til baka i u'man- um. Þannig getur viljað til, að sá sem leggur upp I ferð I dag, komi á ákvörðunarstað I gær! Nú þegar 30 ár eru liðin frá upp- hafi millilandaflugs Islendinga, eiga eflaust margir erf itt með að setja sig I spor þeirra, sem stóðu aö fyrsta millilandafluginu. Heimsstyrjöldin siðari stóð enn, þótt vopnahlé væri komið á I Evrópu. Allar samgöngur milli landa lutu lögmáli striðsins. Á þetta ráku þeir sig, örn Ó. John^ son og samstarfsmenn hans hjá Flugfélagi Islands, er þeir hófu undirbiining fyrsta millilanda- flugsins i ársbyrjun 1945. Eftir að brezka stjórnin leyfði tilrauna- flug frá tslandi til Skotlands, varð að svara mörgum og ílóknum spurningum um áhöfn, farþega og væntanlegan farkost. Það var skilyrði, að Bretar yrðu með I á- höfn flugvélarinnar. Flugfélag ís- lands hafði haustið áður keypt flugbát af bandarlska flughern- um. Sá hlaut einkennisstafina TF- ISP. Þessi flugvél var innréttuð I Reykjavik með sætum fyrir 22 farþega. Eftir flókin bréfaskipti, samtöl og skeytasendingar var loks svo komið I byrjun júlimánaðar 1945, að endanlegt leyfi til fyrsta flugs- ins fékkst. Um það leyti voru fjór- ir farþegar bókaðir i fyrsta milli- landaflugið. Það voru þrir kaup- sýslumenn, þeir Jón Jóhannes- son, Hans Þórðarson og Jón Einarsson, og séra Róbert Jack. Akveðið var, að Jóhannes R. Snorrason yrði flugstjóri, Smári Karlsson flugmaður, Jóhann Glslason loftskeytamaður og Sig- urður Ingólfsson vélamaður. Að kröfu brezkra yfirvalda voru tveir Bretar I áhöfninni, W.E. Laidlaw siglingafræðingur og A. Ogston loftskeytamaður. Snemma morguns hinn 11. jiíli voru framangreindir menn, á- samt forstjóra Flugfélags íslands ogallflestustarfsliðiþess,staddir við Skerjafjörð i Reykjavlk. Klukkan 7.27 hóf flugbáturinn sig á loft og tók stefnu til suð-austurs og hvarf i skýjabakka, þeim sem eftir stóðu. Flugið til Skotlands gekk vel. Fyrst var flogið I skýj- um, en siðar I sólskini I 7000 feta hæð. Yfir Tiree-eyju undan Skot- landi var flughæð lækkuð 14000 fet og siðan flogið yndir skýjum til Largs Bay skammt frá Glasgow. Þar lenti TF-ISP eða „Gamli Pét- ur", eins og þessi flugvél var oft kölluð, eftir 6 klst. og 4 min. flug frá Reykjavik. Auk hinna fjög- urra farþega i fyrsta millilanda- fluginu var fluttur póstpoki til Skotlands i þessari ferð. Vel var tekið á móti áhöfn og farþegum I Largs. Daginn eftir, hinn 12. júli hélt flugbáturinn TF- ISP svo heimleiðis. Lent var á Skerjafirðinum kl. 17:01 og var fjölmenni saman komið til að fagna áhöfn og farkosti. í sam- sæti um kvöldið skýrði forstjóri félagsins frá þvi, að i undirbiín- ingi væru tvær millilandaflug- ferðir til viðbótar þetta sumar, og að ráðgert væri að fljiíga bæði til Skotlands og Danmerkur. Næstu tvo millilandaflug Kata- lina-flugbátsins TF-ISP voru far- in frá Reykjavik seint I ágúst- mánuði og i byrjun september. 1 fyrra flugið var lagt af stað 22. ágiíst og flogið til Largs Bay sem fyrr. TIu farþegar voru frá Is- landi, og ætlaði helmingurinn til Skotlands, en hinir til Danmerk- ur. Ákveðið var að gista I Largs um nóttina, en halda af stað snemma næsta dag. Hér tóku þó veðurguðirnir itaumana. Þennan dag var rigning og lágskýjað yfir Norðursjó, og það var ekki fyrr en 25. águst, að TF-ISP gat haldið á- fram. Þann dag var flogið yfir Helgoland og Kielarskurð og það- an til Kaupmannahafnar. Áður en lagt var upp frá Largs, sendi flug stjórinn skeyti til Islenzka sendi- ráðsins i Kaupmannahöfn og til- kynnti komu flugbátsins. Skeytið hafði þó ekki enn borizt sendiráð- inu kl. 15:40, er lent var i Kaup- mannahöfn. Koma flugbáts frá Islandi vakti töluverða athygli, og var ýmislegt ritað um þetta flug I dönsku blöðin. Hinn 27. ágúst var haldið frá Kaupmannahöfn til Reykjavikur með 15 farþega. Lagt var af stað frá Kaupmannahöfn kl. 07:40 að morgni og lent I Reykjavik kl. 21:20. Þar með var fyrsti far- þegahópurinn i millilandaflugi kominn til íslands, og jafnframt fyrsta farþegaflug milli Islands og Norðurlanda orðið að veru- leika. Þriðju flugferðina fór svo TF- ISP til Skotlands og Danmerkur I september. Alls urðu farþegar Flugfélagsins milli landa 56 þetta sumar. Þegar halda skyldi frá Kaupmannahöfn i siðari ferðinni þangað, urðu áhöfn og farþegar fyrir töfum. Astæðan var undir- alda á Eyrarsundi, sem torveld- aði flugtak. Um áramót 1945/46 samdi Flugfélag Islands við Scottish Airlines um leigu á tveim Libera- tor-flugvélum til reglubundins millilandaflugs. Það hófst i mai 1946. Þetta fyrirkomulag hélzt i tvö ár, unz félagið eignaðist eigin Skymaster-flugvél, „Gullfaxa", tveim árum siðar. Loftleiðamenn sátu ekki heldur með hendur i skauti hvað milli- landaflug áhrærði á þessum tim- um. Hinn 15. júni 1947 kom fyrsta Skymaster-flugvél okkar Islend- inga, „Hekla", til Reykjavikur. Flugvélin fór sitt fyrsta milli- landaflug með farþega og pdst til Kaupmannahafnar hinn 17. jUni. Máltækið segir, að oft sé mjór mikils visir. Segja má, að það hafi sannazt á flugmálum okkar íslendinga. Sá "þáttur i sam- göngusögu þjóðarinnar, sem hófst 11. júli 1945, hefur vaxið og dafnað örar en nokkurn gat grun- að. Samtimis hófst einnig annar þáttur og ekki ómerkari: nýr þáttur I atvinnusögu landsmanna. Nú starfa hátt á annað þUsund A höfn TF-ISP I fyrsta fluginu til Kaupmannahafnar taliö frá hægri: Jóhannes R. Snorrason, flugstjóri, Sigurður Ingólfsson, vélamaður, Jóhann Gfslason, loftskeytamaður, Magnús Guðmundsson, aðstoðar- flugmaður. Sama áhöfn var I fyrsta fluginu til Skotlands að öðru leyti en þvi að þá var Smári Karlsson aðstoðarflugmaöur. manns við flugið, og þar að auki er fjöldi fólks tengdur þvi að ein- hverju leyti. Gjaldeyristekjur af starfsemi islenzku áætlunarflug- félaganna nema á siðari árum miklum fjárhæðum, og siðast en ekki sizt, hefur millilandaflug Is- lenzku flugfélaganna tryggt okk- ur íslendingum forræði i sam- göngumálum landsins við um- heiminn. (Frá Kynningardeild Flugleiðah.f.) Flugbátur Flugfélags íslands, TF-ISP fórþrjár ferðir til útlanda sumarið 1945 og flutti samtals 56 fár- þega og póst milli landa. Hér er þessi fyrsta „millilandaflugvéT'Islendinga I erlendri flugbátahöfn. KVE RIN E L AIN E> S Heykvíslar til tenginga á ámoksturstæki og þritengi dráttarvéla. Tæki, sem allir bændur þekkja. Verð kr. 61.000.— Til afgreiðslu nú þegar Nónari upplýsingar hjá sölumanni Globusn LAGMÚLI 5, SIMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.