Fréttablaðið - 10.06.2005, Síða 10
10. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna:
Úrbætur gegn heimilisofbeldi
HEILBRIGÐISMÁL Verkefnisstjórn
um heilsufar kvenna hefur verið
falið að athuga sérstaklega
nokkra þætti er varða heilbrigð-
isþjónustu við konur sem eru
fórnarlömb heimilisofbeldis, og
vinna að úrbótum.
Í bréfi Jóns Kristjánssonar,
heilbrigðisráðherra, til Jónínu
Bjartmarz, alþingismanns og
formanns verkefnisstjórnar,
segir að í fyrsta lagi feli ráð-
herra verkefnisstjórninni að
skoða leiðir til að auka fræðslu
til heilbrigðisstétta á þessu sviði
í samráði við forsvarsmenn heil-
brigðisstétta og heilbrigðis-
stofnana. Í öðru lagi að skoða
leiðir til að bæta skráningu upp-
lýsinga um heimilisofbeldi í
sjúkraskrár. Í þriðja lagi feli
ráðherra hópnum að kanna
hvort gerð klínískra leiðbein-
inga sé æskileg leið til að styðja
við starfsfólk í heilbrigðisþjón-
ustu sem í starfi sínu þurfi að
fást við erfið mál af þessu tagi,
efla þekkingu fagfólks og al-
mennings og bæta þannig þjón-
ustu og stuðning við þolendur
heimilisofbeldis.
-jss
NEYTENDAMÁL „Salan á mjólkuraf-
urðunum hefur verið það mikil
upp á síðkastið að við fylgjumst
vel með framleiðslunni og erum
tilbúnir með aðgerðir, að senda
kúbændum bréf ef framleiðslan
dregst saman,“ segir Snorri Sig-
urðsson framkvæmdastjóri
Landsambands kúabænda.
Kvótaárinu í mjólkurfram-
leiðslu lýkur í ágúst og því fylgj-
ast mjólkurframleiðendur vel
með framleiðslunni síðustu
mánuði kvótaársins til að fram-
leiðsla fari ekki yfir kvóta. Það
er hins vegar ekki svo að mjólk-
urskortur sé yfirvofandi segir
Snorri.
„Á síðustu 12 mánuðum hefur
sala á skyrdrykkjum gert það að
verkum að sala mjólkur hefur
aukist verulega og eins hafa ost-
arnir verið vinsælir og þetta
gerir það að verkum að fram-
leiðslan þarf að aukast.“ segir
Snorri.
Snorri segir að einnig sé far-
ið að horfa í auknum mæli til út-
landa með markvissan útflutn-
ing á skyri í huga. ■
Spyr hvort flytja eigi
Bílddælinga til Kína
Kristinn H. Gunnarsson segir Framsóknarflokkurinn hafa fylgt fleirri stefnu a›
n‡ta náttúruau›lindir heima í héra›i. Hann er ósammála formanni flokksins
um a› ekki megi flytja kvóta til sjávarbygg›a.
ATVINNUMÁL Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Framsóknar-
flokksins, stendur fast við þá
skoðun að flytja beri aflaheim-
ildir til sjávarbyggða sem ekki
njóta annarra auðlinda. Halldór
Ásgrímsson, forsætisráðherra
og formaður Framsóknarflokks-
ins, kvaðst í Fréttablaðinu síð-
astliðinn þriðjudag ekki sjá
hvernig útfæra ætti hugmyndir
Kristins um flutning á 20 þús-
und tonna kvóta til sjávar-
byggða sem standa höllum fæti.
„Ég held að það fari nærri
lagi að við Halldór Ásgrímsson
séum gersamlega á öndverðum
meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt
að allur kvóti fari frá Stöðvar-
firði til Dalvíkur? Fari frá Rauf-
arhöfn til Akureyrar? Frá Bol-
ungarvík til Grindavíkur? Frá
Ísafirði til Akureyrar? Er það
eitthvert lögmál í kerfinu sem
má ekki hrófla við? Er það eitt-
hvað sem menn taka bakföll yfir
ef gerðar eru breytingar sem
miða að því að kvóti og atvinna
geti verið í þessum byggðarlög-
um áfram? Kvótakerfið er
mannanna verk og með mann-
anna verkum er hægt að breyta
því,“ segir Kristinn.
Hann bendir á að það hafi
verið stefna Framsóknarflokks-
ins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár
að standa með opinberum að-
gerðum fyrir atvinnuuppbygg-
ingu sem grundvallast á því að
nýta náttúruauðlindir heima í
héraði. „Þannig hafa menn til
dæmis ákveðið að nýta orkuna í
fallvötnunum og lagt mikið á sig
til þess að koma hlutunum í
gang á Austurlandi og snúa
íbúaþróuninni við. Og það hefur
tekist. Það eru nokkur svæði
sem hafa orðið útundan í þess-
um efnum, fyrst og fremst sjáv-
arbyggðir. Ég segi: Það á að nýta
auðlind þeirra, sem er fiskimið-
in undan landi, til atvinnuupp-
byggingar á þeirra svæði. Það á
að ríkja sama stefna þar og er
annars staðar á landinu þótt
auðlindin sé önnur. Og ef menn
vilja ekki breyta fiskveiði-
stjórnunarkerfinu til að gera
það mögulegt spyr ég: Hvaða at-
vinnuuppbyggingu ætlar ríkis-
stjórnin að beita sér fyrir á
þessum stöðum á landinu? Störf-
in eru að fara úr landi. Störfin
eru að leggjast niður vegna
þenslu og hágengis krónunnar.
Fólk er að missa vinnuna. Og
hvað ætlar ríkisstjórnin að
bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á
það að flytja til Kína?“ spyr
Kristinn H. Gunnarsson.
johannh@frettabladid.is
JÓNÍNA BJARTMARZ Formaður
verkefnisstjórnar um heilsufar
kvenna.
KRISTINN H. GUNNARSSON, ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Allir ættu að njóta
auðlinda sinna, líka sjávarbyggðir með gjöful fiskimið skammt undan landi.
MJÓLKURAFURÐIR Mikil aukning hefur verið á neyslu mjólkurafurða upp á síðkastið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Neysla mjólkurafurða hefur aukist verulega:
Bændur tilbúnir me› a›ger›ir