Fréttablaðið - 10.06.2005, Qupperneq 18
18 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Afmælishátí› í Öskjuhlí›
Fuglavinir óttast um ófleyga unga:
Haldi› köttunum inni
Öskjuhlíðarskóli hélt upp
á 30 ára starfsafmæli í
gær. Nemendur og starfs-
fólk skólans gerðu sér
glaðan dag og fóru í
skrúðgöngu upp í Lundar-
skóg sem er grenndar-
skógur skólans.
Mikil gleði ríkti meðal nemenda
Öskjuhlíðarskóla þegar þrjátíu ára
starfsafmæli skólans var fagnað
með eftirminnilegum hætti. Ekki
spillti fyrir að þetta var síðasti
skóladagur fyrir sumarfrí.
Skemmtanahald var á leikvelli
skólans með hoppikastala og
skemmtiatriðum. Börnin hlustuðu
andaktug á idolstjörnuna Hildi
Völu sem söng nokkra ljúfa tóna.
Kókómjólkurkisinn læddist um
skólavöllinn og nokkrir vaskir
drengir sýndu vel æfðan breik-
dans sem vakti mikla lukku.
Að loknum skemmtiatriðum
var haldið af stað í stutta skrúð-
göngu inn í Lundarskóg sem er
grenndarskógur Öskjuhlíðarskóla
og vinsæll til lautarferða. Í lund-
inum var foreldrum, nemendum,
systkinum og starfsfólki boðið
upp á pylsur af grillinu sem allir
gæddu sér á af bestu list.
Þó Öskjuhlíðarskóli hafi starf-
að í 30 ár er saga hans mun
lengri. Mikið starf hefur verið
unnið allt frá árinu 1961 þegar
Höfðaskóli var settur á stofn í
Sigtúni. Á þeim grunni sem lagð-
ur var með starfinu í Höfðaskóla
byggist starfsemi Öskjuhlíðar-
skóla, en það voru nemendur
Höfðaskóla ásamt kennurum
sem fluttu í hið nýja húsnæði
haustið 1975 ásamt nemendum
Skóla fjölfatlaðra. ■
Nú þegar fuglsungar skríða úr
eggjum sínum, ýmist hálf- eða
ófleygir, hýrnar yfir köttum sem
hugsa sér gott til glóðarinnar.
Fuglavinum er því mikið í mun að
kattaeigendur hafi hemil á dýrum
sínum og haldi þeim inni eins og
kostur er.
„Við hvetjum fólk til að halda
köttum sínum inni, sérstaklega
yfir nóttina því það er þá sem þeir
veiða mest,“ segir Arnór Þ. Sig-
fússon formaður Dýraverndar-
ráðs. Hann segir ekki liggja ljóst
fyrir hvort ágangur katta hafi
áhrif á stærðir fuglastofna en ef-
ast ekki um hæfni þeirra til að
drepa. „Kettir eru gríðarlega öfl-
ug rándýr og það er í eðli þeirra
að drepa sér til matar þó þeir
þurfi þess ekki.“
Og ekki er nóg með að blessað-
ir ungarnir séu í hættu því kettir
eru líka fullfærir um að drepa
fullvaxna fugla. „Þeir drepa rjúp-
ur,“ segir Arnór, „og ég hef séð
ketti ráðast á endur við Tjörnina.“
Eina ráðið gegn árásum katta á
fugla er að halda þeim innan dyra;
bjöllur í hálsólum geta gert gagn
en þó ekki nægt. „Bjöllur koma
alls ekki í veg fyrir að kettir geti
veitt því fuglar eru ekkert sér-
staklega hræddir við bjöllur og að
auki eru margir kettir það snjallir
að þeir geta læðst án þess að það
heyrist í bjöllunni,“ segir Arnór
formaður Dýraverndarráðs sem
tekur skírt fram að honum sé ekki
illa við ketti. „Mér er hins vegar
illa við óábyrgt kattahald. Kettir
eru hin ágætustu dýr og þetta er
alls ekki þeim að kenna. Eigendur
þeirra verða að sýna meiri
ábyrgð.“ bjorn@frettabladid.is
„Einhvern veginn fyndist manni eðlileg-
ast að Vilhjálmur yrði áfram,“ segir Lísa
Pálsdóttir útvarpskona um næsta leið-
toga sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Margir eru nefndir sem mögulegt leið-
togaefni í fyrirhuguðu prófkjöri flokksins í
Reykjavík í haust.
Vilhjálmur er oddviti borgarstjórnar-
flokksins og vill vera það áfram. Líklegt
er að Gísli Marteinn Baldursson fari fram
á móti honum en einnig hafa verið
nefndir Júlíus Vífill Ingvarsson og Guð-
laugur Þór Þórðarson.
Lísu finnst æskudýrkunin of mikil, Vil-
hjálmur hafi verið í þessu í mörg ár og
staðið sig ágætlega. Hún giskar á að bar-
áttan muni standa milli Vilhjálms og
Gísla Marteins og sér engan annan fyrir
sér í baráttunni. „Í svona flokki flykkjast
menn um einhverja tvo,“ segir Lísa, sem
finnst erfitt að taka mark á Gísla Marteini
sem leiðtogaefni þar sem hann sé
krakkalegur og finnist allt æðislegt og
frábært.
LÍSA PÁLSDÓTTIR ÚTVARPSKONA
Erfitt a› taka mark
á Gísla Marteini
LEIÐTOGAEFNI D-LISTA
SJÓNARHÓLL
Það er margt spennandi að gerast í tónlistarlífi Harðar Áskelssonar
organista og stjórnanda Mótettukórs Hallgrímskirkju. Í næstu viku
heldur hann til Finnlands og spilar á þremur orgeltónleikum og
verða aðaltónleikarnir í dómkirkjunni í Tampere. Hörður ætlar að
spila blandaða tónlist bæði eldri barrokkverk og íslenska tónlist.
„Ég fer aldrei utan nema spila eitthvað íslenskt,“ segir Hörður en
Bach er þó aldrei langt undan hjá honum.
Þá stendur Hörður í miklum undirbúningi fyrir kirkjulistahátíð sem
haldin verður í ágúst. „Sumarfríið verður því stutt bæði hjá mér og
kórfélögunum,“ segir Hörður sem ætlar þó að vera í fríi í júlí.
Hann er með veiðidellu og fer obbi sumarfrísins í að standa úti í
á að sveifla veiðistöng. Hann byrjar á að fara til Grænlands í sjó-
bleikju. Hörður er spenntur fyrir því enda hefur hann aldrei komið
til Grænlands áður. Þá fer hann í veiði í Laxárdal eins og hann
gerir á hverju ári og í laxveiði á Norðausturlandi. Þá ætlar hann, á
miðri kirkjulistahátíð, að bjóða einsöngvurunum Mattheusar pass-
íunnar að veiða hálfan dag í Elliðaánum í Reykjavík.
En áður en Hörður getur slakað á í ánum í júlí þarf hann að halda
fimm tónleika og því nóg við að vera.
Vei›ir sjóbleikju á Grænlandi
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HÖRÐUR ÁSKELSSON ORGANISTI
nær og fjær
„En ástin á sér skugga-
hli›ar á langri lei› a›
settu marki. Bolli í
Sautján leitar hennar
eftir skilna› vi› Svövu
sína og hefur ekki alltaf
erindi sem erfi›i.“
EIRÍKUR JÓNSSON BLAÐAMAÐUR UM
LJÓNIN Á VEGI AMORS Í HÉR&NÚ.
„Osturinn er lúmskur
og flá er ég a› tala um
allar ger›ir af ostum
alveg frá kotasælu og í
vel geymdan flroska›-
an ost.“
HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR SJÓN-
VARPSKONA UM OST Í FRÉTTABLAÐ-
INU.
OR‹RÉTT„ “
Ástarsamband
prests og
kennara að
leggja
Landakots-
skóla í rúst
Rifrildi foreldra og skólastjórnar
má rekja til staðgengils biskups
Bæjarstjórar á höfuð-
borgarsvæðinu:
Gunnar,
Gunnar og
Gunnar
Lengi vel var Gunnar Valur Gísla-
son, bæjarstjóri á Álftanesi, eini
bæjarstjórinn á höfuðborgar-
svæðinu sem hét
Gunnar. Það hef-
ur aldeilis
breyst á stuttum
tíma, því nú hafa
tveir bæst til
viðbótar.
F y r i r
skemmstu tók
Gunnar Einars-
son við stjórnar-
taumunum í
Garðabæ af Ás-
dísi Höllu
Bragadóttur og í
síðustu viku
settist Gunnar I.
Birgisson í stól
bæjarstjóra í
Kópavogi.
Eftir því sem
næst verður
komist er þetta í
fysta sinn sem
menn að nafni Gunnar eru hæst-
ráðendur í þremur nágranna-
sveitafélögum á höfuðborgar-
svæðinu, að minnsta kosti sunnan
við Fossvoginn. Bæjarstjórinn í
Hafnarfirði heitir Lúðvík.
-bs
ARNÓR Þ. SIGFÚSSON „Kettir eru gríðarlega öflug rándýr og það er í eðli þeirra að
drepa sér til matar þó þeir þurfi þess ekki.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
SKRÚÐGANGA Berglind fánaberi fer fyrir fríðum flokki nemenda, starfsfólks og foreldra sem gengu undir lúðrablæstri upp í Lundarskóg
til að gæða sér á pylsum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
H
EL
G
AD
Ó
TT
IR
FÉLAGAR Þeir Björgvin, Danni og Ólafur
skemmtu sér hið besta á afmælisdegi
skólans.
HILDUR VALA Söngur idolstjörnunnar
heillaði krakkana og margir sungu með.