Fréttablaðið - 10.06.2005, Page 27

Fréttablaðið - 10.06.2005, Page 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.03 13.27 23.53 AKUREYRI 1.59 13.12 00.29 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ásta Þ. Vilhjálmsdóttir hefur alltaf haft gaman af matargerð og var strax sem unglingsstúlka farin að prófa sig áfram með alls konar rétti. Henni finnst kjöt heldur ofmetið í elda- mennsku Íslendinga. „Það kom oft fyrir þegar ég og vinkonur mín- ar vorum á ferð í útlöndum að við fórum á matsölustaði og prófuðum eitthvað skrítið og óvenjulegt. Ég eldaði það svo þegar við kom- um heim og þurfti engar uppskriftir. Ég nota reyndar aldrei uppskriftir,“ segir hún hlæj- andi. „Þetta snýst um tilfinningu.“ Ásta var dugleg að fara á alls kyns mat- reiðslunámskeið fram eftir aldri, og eldaði að sjálfsögðu daglega þegar hún var með börnin heima. Nú er hún gift portúgölskum manni sem hefur sjálfur gaman af að elda og ekki síst grilla. „Ég er frekar vondur grillari,“ seg- ir hún hlæjandi „en eiginmaðurinn bætir það upp.“ Hún segir hann vissulega hafa innleitt portúgalska matarsiði í fjölskylduna, ekki síst sé kryddið piri piri mikið notað, en tengda- mamma hennar sendir þeim það sérblandað frá Portúgal. „Piri piriið sem fæst hér heima er ekki alvöru,“ segir Ásta. „Ég sé hins vegar um matargerð á stór- hátíðum og ef eitthvað sérstakt stendur til, og mér finnst ógurlega gaman að búa til tertur.“ Nú hneigist Ásta til að nota sem mest af grænmeti sem uppistöðu í alla rétti. „Ég er ekki grænmetisæta í þeim skilningi, en mér finnst fólk leggja allt of mikið upp úr kjöti í eldamennsku. Það sem við köllum meðlæti mætti að ósekju vera aðalatriði og svo er í góðu lagi að bæta örlitlu kjöti við.“ Ásta er nýkomin heim úr skemmtilegri helgarferð með stórum hópi kvenna þar sem hún sá um matseldina. „Þar bauð ég upp á ein- faldan kjúklingarétt með grænmeti sem féll í góðan jarðveg. Ég ætla að gefa uppskrift að þeim rétti.“ Þess má geta að kjúklingarétturinn hennar Ástu er fáanlegur á Kaffi Kósý í Austurstræti. Uppskrift Ástu er á bls. 3 edda@frettabladid.is Meðlætið mætti vera aðalatriðið tilbod@frettabladid.is Dömufatnaður af ýmsum gerðum er á 40-60% afslætti í versluninni Friendtex í Síðu- múla 13. Sem dæmi um verð má nefna kjól með blúndu sem áður kostaði 7.100 en fæst nú á 3.900, kvartbux- ur sem voru á 5.700 en nú á 2.900 og síðar skyrtur sem áður voru á 6.200 en eru nú á 3.800. Þetta er ekta sum- arfatnaður sem kemur sér vel nú þegar er að hlýna í veðri hér á landi. Ralph Lauren-gallabuxur í samnefndri verslun í Smára- lindinni eru seldar á 25% af- slætti fram á sunnudag. Þetta gildir bæði um herra- og dömugallabuxur af öllum þeim gerðum sem fyrirfinnast í búð- inni, en það eru fimm mismun- andi herrasnið og sjö misum- andi dömusnið. Algengasta verð á buxunum fyrir lækkun var 11.900 og nú lækkar það um 3.000, niður í 8.900. Safnkassar, kantskerar og skóflur eru meðal þess sem Byko býður þessa dag- ana á lækkuðu verði í tilefni þess að fólk er farið að bjástra í görðun- um sínum og gera fínt í kringum sig. Safnkassi sem áður kostaði 11.598 er nú seldur á 7.990 og skóflurnar og kantskerarnir eru á 20-25% afslætti. Bykó er líka með 25% afslátt af viðarvörn og útimáln- ingu. Þá má ekki gleyma fugla- húsunum sem fást í Byko á 590 krónur og bókstaflega biðja fuglana að búa í sér. Ásta er listakokkur en segist eiga erfitt með að gefa uppskriftir því allt byggist þetta á tilfinningu. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Það heitir „sjálf- stjórn“ að eiga konfektkassa og borða bara einn mola í einu! Flísar og vaskar á tilboði BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.