Fréttablaðið - 10.06.2005, Page 34

Fréttablaðið - 10.06.2005, Page 34
2 ■■■ { Grill }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Lamb er sennilega eitt vinsælasta kjötið á grillið og eitthvað sem flestum líkar, enda bragðgott kjöt sem einfalt er að grilla. Hvort sem grilla á lundir, kótilettur eða heilt lamb þá er gott að ákveða fyrirfram hvernig á að krydda kjötið. Með góðum fyrirvara er hægt að búa til ljúffenga maríneringu til að leggja kjötið í nokkrum klukkustundum fyrir grillið eða yfir nótt. Maggi og Villi hjá Mangó grilli eru sannkallaðir grillkóngar og alla jafnan grilla þeir lamb nokkrum sinnum í viku, enda með risastórt útigrill utan við veitingastað sinn. Hérna gefa þeir góða uppskrift að lambi með meðlæti sem allir ættu að geta fylgt. Grill að hætti Mangó grills Uppskrift fyrir 4 800 gr lambainnanlærisvöðvi látinn liggja í maríneringu í 4 klst. Mangó marínering 2 bollar grill blazing bbq sósa 1/2 bolli Jack Daniels viskí 1/2 tsk svartur pipar 2 tsk Worchestershire-sósa 1 tsk tabasc-sósa (rauð) 1/2 tsk sítrónusafi Salat Tilbúið blandað sumarsalat 1 1/2 bolli ítölsk dressing 1/2 bolli grill blazin bbq sósa ítölsk dressing og bbq sósa ítölsk dressing og bbq sósa Öllu blandað vel saman og salatið sett saman við. Bakaðar kartöflur settar á grillið í 45 mínútur á undan kjötinu. Maggi og Villi segja að þessi upp- skrift geti einnig gengið með kjúk- lingi, nauta- eða svínakjöti, en nauðsynlegt sé að borða Dorritos- flögur með sætum chili pipar með þessum mat. Sjóðheitt lamb í mangó Maríneraður lambavöðvi með salati og kartöflum að hætti Magga og Villa. Grillað lamb með kartöflugratíni og salati. Það er hægt að grilla flest og þar sem margir vilja prófa eitthvað nýtt í stað- inn fyrir sömu kóteletturnar ár eftir ár er alltaf gaman þegar nýjar uppskriftir verða á vegi manns. Ekki síst ef það er heil bók, full af góðgæti á pappír sem bíður þess að stökkva albúið fram á veisluborðið þitt. Bókin Gott á grillið kom út hjá Vöku- Helgafelli fyrir skömmu og er einmitt svona bók. Þar er bæði að finna alls kyns uppskriftir og ýmsan fróðleik um grill og grillun sem flestum mun koma að góðu gagni. Hér eru tvær uppskriftir, birtar með góðfúslegu leyfi höfundarins, Margrét- ar Þóru Þorláksdóttur. Taílensk kjúklingaspjót 4 kjúklingabringur, skornar í 3 ræmur 1 vorlaukur í þunnum sneiðum 1 rautt chili, fræhreinsað og smátt saxað 1 msk grófsaxað kóríander 1 msk grófsöxuð mynta Marinering 1 rautt chili, fræhreinsað og smátt saxað 2 marin hvítlauksrif 1 msk. smátt saxað engifer 4 msk. hunang 2 msk. sojasósa 4 msk. límónusafi Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna. Geymið fjórar mat- skeiðar af henni. Mar- inerið kjúklingabring- urnar í a.m.k. tvær klukkustundir. Þræðið kjötið upp á spjót og grillið beint á meðalheitu grilli í 8-10 mínútur, snú- ið einu sinni á meðan. Leggið spjótin á fat og dreifið afganginum af mar- ineringunni, vorlauk, chili, engifer og kóríander yfir. Berið fram með hrís- grjónum. Og svo einn indælis eftirréttur: Grillaðir bananar með stökkri kara- mellu 4 bananar 5 msk. sykur 2 msk. kókosmjöl 1 appelsína, börkur og safi 1 peli rjómi 2 msk. appelsínulíkjör Setjið 4 msk. af sykrinum í lítinn pott með 1 msk. af köldu vatni. Látið suð- una koma mjög hægt upp og látið malla í 6-8 mínútur eða þar til sykur- inn er orðinn gullinn. Takið pottinn af hitanum og blandið kókosmjöli og app- elsínuberki saman við. Hellið kara- mellublöndunni á bökunarpappír og látið kólna og stífna vel. Brjótið karamelluna síðan niður í styk- ki og myljið þau í matvinnsluvél. Þeytið rjómann með líkjörnum og af- ganginum af sykrinum. Geymið í kæli þar til eftirrétturinn er borinn fram. Skerið bananana í tvennt og penslið sárið með appelsínusafa. Skiptið karamellumauk- inu á milli banana- helminganna. Grillið, með hýðið niður, beint ofan á meðalheitu grilli í 5 mínútur eða þar til karamellan hefur bráðnað og er orðin gullin. Berið fram með þeytta rjómanaum og rífið smávegis appelsínubörk yfir til að skreyta. Kartöflusneiðar með steikinni Það er hægt að flýta fyrir sér með því að nota forsoðnar kartöflur með grillmatnum. Forsoðnar og kryddaðar kartöflu- sneiðar eru seldar í álbakka sem er hægt að skella beint á grillið og snúa kartöflunum einu sinni. Það má líka hafa grillið lokað á meðan kartöflurnar grillast og sleppa að snúa þeim. Kartöflusneiðarnar henta vel með grillmat og hægt er að bera þær fram sem hollt meðlæti með hamborgurum í staðinn fyrir franskar. Kaldar ídýfur úr sýrðum rjóma, jógúrt, skyri eða AB-mjólk henta mjög vel með kartöflusneiðun- um og þá er hægt að bragðbæta þær með söxuðum kryddjurtum, papriku- dufti, chilipipar og ýmsum kryddjurtablöndum. Kartöflubátar henta vel með flestum grillmat og má bera fram í staðinn fyrir franskar. Grænmetisætur geta líka grillað því það er hægt að grilla græn- meti, ávexti, brauð og tofú. Einfalt er að grilla tofú og er þessi uppskrift sem hér fylgir sérstaklega góð og jafnvel þeir sem yfirleitt borða ekki tofú eiga eftir að moka þessu í sig. Ef von er á gestum er því ráð að gera nóg. Grillað tofú Tofú Tamari sojasósa Hvítlaukskrydd Síróp Aðferð Betra er að nota kolagrill en gasgrill fyrir þessa uppskrift. Skerðu tofúið í 5 cm þykka bita Helltu sojasósunni vel yfir bitanna. Kryddaðu með hvítlaukskryddi Láttu ögn af sírópi með. Notaðu bursta til að dreifa blöndunni vel yfir tofúið. Settu tofúbitana á álpappír á grillið, en ef þú vilt fá grillrendur í það skaltu smyrja grillið vel áður en þú setur tofúið beint á grindina. Grillaðu tofúið vel báðu megin. Berðu fram tofúið með góðu sal- ati. Afganga er hægt að nota í sam- lokur næsta dag. Grillað tofú Grænmetisætur geta líka átt góða stund við grillið. Mangó grill-kóngarnir Maggi og Villi á Mangó grill þar sem grillað er alla daga. Fjölbreytt og óvenjulegt á grillið Bókin Gott af grillinu lumar á ýmsu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.