Fréttablaðið - 10.06.2005, Síða 52
10. júní 2005 FÖSTUDAGUR
> Við hrósum KSÍ ...
... fyrir að taka á máli Ólafs Þórðarsonar en
hann gekk of langt með
ummælum sínum gegn
Garðari Erni Hinrikssyni. Menn
geta ekki komist upp með
að segja það sem þeim
dettur í hug og haldið að
þeir komist upp með
það bara af því að þeir
biðjast afsökunar daginn
eftir.
Heyrst hefur ...
... að landsliðsþjálfarar Íslands í knatt-
spyrnu leggi ofurkapp á það að fá
æfingalandsleik fyrir lokatörnina í haust.
Ásgeir og Logi horfa til landsleikjadagsins
18. ágúst en þá fara fjölmargir vináttu-
landsleikir fram en flestar þjóðirnar sem
eru ekki að spila í undankeppninni hafa
þegar skipulagt sína leiki þennan dag.
sport@frettabladid.is
32
> Við óskum ...
.... Björgvini Rúnarssyni og
íslenskum körfubolta til
hamingju með að eignast
nýjan alþjóðlegan dómara.
Björgvin stóðst FIBA-prófið á
dögunum og bættist í hóp með
þeim Kristini Óskarssyni og
Sigmundi Má Herbertssyni en
þeir voru einu FIBA-dómarar
íslands.
Tryggvi Gu›mundsson hefur skora› öll 10 landsli›smörkin sín gegn fljó›um
sem eru fyrir ne›an okkur á Styrkleikalista FIFA.
Tilbúinn í stóru þjóðirnar
FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson átti
mjög góðan leik með íslenska
karlalandsliðinu gegn Möltu á mið-
vikudagskvöldið, skoraði eitt
mark, lagði upp tvö og var óhepp-
inn að skora ekki fleiri mörk sjálf-
ur. Markið sem kappinn skoraði
var það tíunda fyrir íslenska A-
landsliðið en það vekur athygli að
Tryggvi hefur bara skorað gegn
litlu þjóðunum – knattspyrnuþjóð-
um sem voru í 133. sæti eða neðar
á síðasta FIFA-listanum.
Tryggvi hefur 12 sinnum verið í
byrjunarliðinu gegn „stórri“ þjóð
en það eru hinsvegar liðin tæp
fjögur ár síðan hann fékk að byrja
inn á gegn stórri þjóð í und-
ankeppni HM eða EM. Tryggvi var
í byrjunarliðinu og spilaði 70 mín-
útur í 1-2 tapi gegn Dönum á Laug-
ardalsvellinum 2. september 2000
en þetta er jafnframt í eina skiptið
sem hann hefur byrjað alvöru
landsleik gegn „stærri“ þjóð.
Verið á spýtunni
„Ég hef fengið að byrja um það
bil helmingin af mínum landsleikj-
um og flesta gegn þessum litlu lið-
um. Annars hefur maður verið á
spýtunni og fengið að koma inn
kannski í fimm til tíu mínútur í lok-
in. Það segir sér sjálft að það er
auðveldara að skora þegar maður
spilar 90 mínútur en 5 eða 10 mín-
útur,“ sagði Tryggvi í viðtali við
Fréttablaðið í gær en hann hefur
aðeins fengið að klára 2 leiki af
þeim 20 sem hann hefur spilað
gegn „stóru“ þjóðunum.
„Ég þykist alveg vera tilbúinn
að fá að spila gegn þessum stóru
þjóðum en ég er samt ekkert bitur.
Það er langur tími í næsta leik en
ef maður heldur áfram á sömu
braut hér heima og spilar vel með
FH þá fær maður vonandi að vera
með í haust,“ sagði Tryggvi sem
var að koma af æfingu hjá FH-lið-
inu en það stutt stórra högga á
milli hjá kappanum enda næsti
leikur FH-liðsins í Landsbanka-
deildinni gegn Þrótti í Kaplakrika
á morgun.
Tryggvi hefur farið sérstaklega
illa með Möltubúa og Ísland hefur
unnið sannfærandi sigra í öllum
fjórum leikjunum sem hann hefur
spilað gegn þessari 400 þúsund
manna þjóð í Miðjarðarhafinu.
Tryggvi hefur leikið þá alla frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og
á þeim tíma skorað 3 mörk sjálfur
og gefið 5 stoðsendingar á félaga
sína í liðinu. Markatala Íslands í
þessum fjórum leikjum er 16-2 ís-
lenska liðinu í hag.
Staðráðinn í að sanna sig
„Ég fæ að spila gegn þessum
litlu þjóðum og er alltaf staðráðinn
í að sanna mig. Ég er sóknarmaður
og þegar við erum að spila við
minni þjóðirnar þá er meiri
áhersla lögð á sóknina. Þegar við
spilum gegn stærri þjóðunum þá
er kannski komnir menn í mína
stöðu sem eru sterkari varnarlega.
Vinstri vængurinn í 4-3-3 er frá-
bær staða fyrir mig, þar er ég fyr-
ir framan markið en get einnig
nýtt mér minn vinstri fót og gefið
góðar fyrirgjafir fyrir markið.
Þessi staða hentar mér því mjög
vel,“ sagði Tryggvi og nú er að sjá
hvaða leikkerfi og hvaða leikmenn
landsliðsþjálfarnir nota í næsta
leik sem verður væntanlega gegn
Króötum á Laugardalsvellinum 3.
september. ooj@frettabladid.is
„Ég bjóst aldrei við því að þetta mál
færi svona langt og þetta kom mér á
óvart,“ sagði Eiríkur Guðmundsson, for-
maður meistaraflokksráðs ÍA, í gær.
Aganefnd KSÍ ákvað að sekta Knatt-
spyrnudeild ÍA um 15.000 krónur vegna
ummæla sem Ólafur Þórðarson, þjálfari
liðsins, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum
eftir leik gegn Val. Þá fékk Ólafur sjálf-
ur alvarlegar ávítur vegna
ummælanna. Hann
vildi ekki tjá sig
um málið þegar
Fréttablaðið
hafði samband
við hann í gær.
Ólafur lét ýmis orð
falla um dómarann
Garðar Örn Hinriksson,
var ósáttur við víta-
spyrnudóm í umræddum leik og sakaði
Garðar um að hata ákveðna leikmenn
Skagamanna. Eftir að myndir af atvik-
inu, þar sem Garðar dæmdi vítaspyrnu,
voru opinberaðar hringdi Ólafur í hann
og bað hann afsökunar og viðurkenndi
síðan mistök sín í útvarpsþættinum Mín
skoðun daginn eftir.
„Ólafur átti að
halda þessum
skoðunum
fyrir sjálf-
an sig
en ekki
fara
með þá
í fjöl-
miðla.
Hann
biður síð-
an Garðar afsökunar og ég hélt að
þessu máli væri þar með lokið, en það
þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu, þetta
er bara búið og gert,“ sagði Eiríkur en
neitaði því að Ólafur fengi refsingu frá
sjálfu félaginu. „Við þurfum bara að
treysta á að hann verði skynsamur og
láti ekki skapið hlaupa með sig í gönur.
Ég tók nú eftir því að Logi Ólafsson
gargaði eitthvað framan í fjórða dómar-
ann í landsleiknum gegn Ungverjum
um helgina, það er spurning hvort KSÍ
muni sekta hann líka?“
Í fyrrasumar veitti KSÍ þjálfara einnig al-
varlegar ávítur. Þá sakaði Þorvaldur Ör-
lygsson, þjálfari KA, Kristin Jakobsson
um kynþáttafordóma eftir bikarleik
gegn ÍA. Leikmaður félagsins, Slobodan
Milisic, fékk einnig ávítur fyrir ummæli
um Kristin eftir leik.
AGANEFND KSÍ: ÁVÍTTI ÓLAF ÞÓRÐARSON, ÞJÁLFARA ÍA, OG SEKTAÐI KNATTSPYRNUDEILD FÉLAGSINS
Bjóst aldrei vi› flví a› fletta færi svona langt
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
7 8 9 10 11 12 13
Föstudagur
JÚNÍ
■ ■ LEIKIR
20.00 KA og KS mætast á
Akureyrarvelli í fyrstu deild karla.
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn.
07.30 Olíssport á Sýn.
08.00 Olíssport á Sýn.
08.30 Olíssport á Sýn.
17.45 Olíssport á Sýn.
19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.
19.30 Motorworld á Sýn.
20.00 World Supercross á Sýn.
21.00 HM í póker á Sýn.
23.15 NBA úrslitakeppni á Sýn.
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Lætur mikið til sín
taka í Nottingham þessa dagana.
Guðjón Þórðarson:
Mótar li›i›
ekki strax
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Notts County, segir í
viðtali á heimasíðu félagsins í gær
að hann sé búinn að ákveða dag-
setningu til að velja þá leikmenn
sem hann ætli að nota á næsta
tímabili og segir hana vera daginn
fyrir fyrsta leik.
Guðjón hefur lítið getað fylgst
með leikmönnum liðsins nema á
myndbandsupptökum, því hann
kom ekki til liðsins fyrr en leiktíð-
inni lauk nú í vor. Hann segist í
viðtalinu lítið geta metið frammi-
stöðu leikmanna eftir upptökun-
um, því hann sé ekki með á hreinu
hvaða taktísku skipanir þeir voru
með undir þjálfara sínum á þeim
tíma.
„Ég verð sjálfur að skoða þessa
leikmenn á undirbúningstímabil-
inu og þar fæ ég væntanlega að
sjá hvernig hver og einn bregst
við ólíkum aðstæðum í leik og
þannig get ég tekið ákvörðun um
framhaldið sjálfur,“ sagði Guðjón.
„Ég get horft á leikmann spila
á myndbandi, en það segir mér
fátt fyrr en ég fæ að sjá til hans á
undirbúningstímabilinu og því
verður það okkur gríðarlega mik-
ilvægt,“ sagði Guðjón.
- bb
George Best, fyrrum stórstjarnaManchester United, var handtek-
inn í gær eftir að fullyrt hafði verið
að hann hefði
ráðist á konu.
Vicky Pope heitir
þessi umrædda
kona og er 34
ára, hún segist
hafa reynt að
hindra Best þegar
hann var að
áreita fyrrum kærustu sína, Ginu
Devivo, en þá hafi hann brugðist
ókvæða við og slegið sig í hálsinn
fyrir framan börnin hennar þrjú.
Best var eins og svo oft áður undir
áhrifum áfengis þegar þetta gerðist
Hollenski sóknarmaðurinn DirkKuyt hefur mikinn áhuga á að
ganga til liðs við Liverpool. Heyrst
hefur af áhuga Evrópumeistarana á
leikmanninum þótt enn hafi liðið
ekki komið með
tilboð í hann.
Kuyt leikur með
Feyenoord í
heimalandinu en
segist dreyma um
að leika fyrir
Liverpool. Hann
skoraði eitt af
mörkum hol-
lenska landsliðsins sem sigraði
Finnland 4-0 á miðvikudaginn og
var einnig á skotskónum á nýaf-
stöðnu tímabili þar sem hann lét
boltann syngja 32 sinnum í mark-
inu. Rafael Benitez, stjóri Liver-
pool, er í leit að sóknarmanni og
hefur víst verið að skoða Peter
Crouch, Raul og Albert Luque und-
anfarna viku.
David Pizarro, leikmaður ítalskaliðsins Udinese, bað í gær um
að verða settur á sölulista. Það er
mikið áfall fyrir Udinese að missa
þennan leikmann sem er algjör lyk-
ilmaður og leikstjórnandi á miðj-
unni. Udinese tekur þátt í Meist-
aradeild Evrópu á næstu leiktíð og
sagði Luciano Spalletti þjálfari liðs-
ins starfi sínu lausu fyrir skömmu og
nú er ljóst að Pizarro er líka á leið
burt. Vonast var til að Meistaradeild-
arsætið yrði gulrót fyrir Pizarro til
að vilja halda áfram en svo var ekki.
Inter, Juventus og AC Milan hafa
öll sýnt áhuga sinn og ekki er ólík-
legt að Roma blandi sér í slaginn ef
Spalletti tekur við liðinu. Pizarro er
25 ára landsliðsmaður frá Chile og
ljóst að verðmiðinn sem Udinese
skellir á hann verður í hærri kantin-
um.
West Bromwich Albion vill fámarkvörðinn Chris Kirkland frá
Liverpool samkvæmt Sky fréttastof-
unni og kemur til greina að hann
fari til þeirra á lánssamningi í eitt
tímabil. Kirkland
er orðinn 24 ára
og hefur hvað eft-
ir annað misst
sæti sitt sem að-
almarkvörður
Liverpool vegna
þrálátra meiðsla
sinna. Ef Liver-
pool fjárfestir í
spænska markverðinum Jose Reina
frá Villareal gætu möguleikar
Kirklands takmarkast enn frekar.
Kirkland hefur átt við meiðsli að
stríða í baki en er orðinn alveg heill
af þeim meiðslum samkvæmt um-
boðsmanni hans og ætlar nú að
gera allt sem hann getur til að
reyna að vinna sér sæti í landsliðs-
hópi Englands fyrir HM í Þýskalandi
á næsta ári.
ÚR SPORTINU
Íslenskir kylfingar taka þátt á mótum erlendis:
Ólöf María á tveimur yfir
GOLF. Birgir Leifur Hafþórsson úr
GKG lauk fyrsta hring sínum á
áskorendamótaröðinni í Esbjerg í
Danmörku í gær á þremur högg-
um yfir pari. Birgir lék fyrstu níu
holurnar í gær á 36 höggum en
þær síðari á 38 höggum og var því
samanlagt á 74 höggum eftir dag-
inn, sem skilaði honum í 69-89
sæti á mótinu.
Birgir fékk þrjá fugla á hringn-
um í gær, tíu pör, fjóra skolla og
einn skramba. Það er því ljóst að
Birgir Leifur þarf að taka sig sam-
an í andlitinu á mótinu í dag, ef
hann á að komast áfram í gegn um
niðurskurðinn, sem væntanlega
miðast við parið eða einn yfir.
Ólöf María Jónsdóttir úr GK
lék fyrsta hringinn á opna franska
meistaramótinu, sem er liður í
evrópsku mótaröðinni, á 74 högg-
um í dag á tveimur höggum yfir
pari og er á 73-89 sæti af 126 kepp-
endum á mótinu. Ólöf fékk tvo
fugla, fjórtán pör og þrjá skolla á
fyrsta deginum og á ágæta mögu-
leika á að komast í gegn um niður-
skurðinn á mótinu í dag ef hún
leikur vel. Mótið franska er henn-
ar fimmta mót á evrópsku móta-
röðinni í sumar, en hún hefur að-
eins einu sinni komist í gegn um
niðurskurðinn hingað til og það
var einmitt á fyrsta mótinu henn-
ar á Tenerife á Spáni. - bb
Á TVEIMUR YFIR Ólöf María er að gera
það gott í Frakklandi.
LANDSLEIKIR TRYGGVA
GEGN LIÐUM OFAR EN VIÐ Á
FIFA-LISTANUM
Leikir spilaðir: 20
Leikir í byrjunarliði: 12
Leikir sem varamaður: 8
Mínútur spilaðar: 1013
Mörk skoruð: 0
LANDSLEIKIR TRYGGVA
GEGN LIÐUM NEÐAR EN VIÐ
Á FIFA-LISTANUM
Leikir spilaðir: 15
Leikir í byrjunarliði: 8
Leikir sem varamaður: 7
Mínútur spilaðar: 911
Mörk skoruð: 10
MÖRK TRYGGVA GEGN
ÁKVEÐNUM ÞJÓÐUM:
Færeyjar (133. sæti) 2 mörk
Indland (135. sæti) 3 mörk
Malta (136. sæti) 3 mörk
Liechtenstein (141. sæti) 2 mörk
FRÁBÆR GEGN MÖLTU Tryggvi Guðmundsson stóð sig mjög vel gegn Möltu en hann hefur
ekki enn náð að setja mark sitt á landsleiki gegn stærri þjóðunum, það er gegn þjóðum
sem eru ofar en við á styrkleikalista FIFA. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR