Fréttablaðið - 10.06.2005, Side 64

Fréttablaðið - 10.06.2005, Side 64
44 10. júní 2005 FÖSTUDAGUR Kringlan Fótaaðgerðafræðingur - nuddari Í lok júní verður opnuð ný og endurbætt snyrtistofa á 3. hæð Kringlunnar. Á stofunni er til leigu aðstaða fyrir fótaaðgerðafræðing og nuddara Áhugasamir hringi í síma 892 6962 eða 891 7513. Lindsay Lohan hefur reynt að halda því fram undanfarið að hún sé ekki með lystarstol eða aðra átröskun. Þegar myndir af henni eru skoðaðar sést þó greinilega að kílóin eru að hrynja af henni og var hún þó ekki með nein aukreitis til að missa. Lík- legt þykir að stúlkan sé að sligast undan álagi. Síðasta ár hefur verið henni mjög erfitt en faðir hennar, Michael Lohan, var dæmdur í fang- elsi fyrir ýmis afbrot. Kærastinn hennar, Wilmer Valderrama, hætti einnig með henni og nú fyrir skemmstu keyrði ljósmyndari á bíl hennar til að ná góðri mynd. Slúður- blöðin hafa elt hana á röndum og umfjöllunin er oftast neikvæð, ann- að hvort um það hversu mikið hún skemmti sér eða rifrildi hennar við ungpíuna Hilary Duff. Nú virðist Lindsay hafa ákveðið að taka þátt í nýjasta æðinu hjá ung- um Hollywood-stjörnum en það er að grenna sig hættulega mikið. Fyr- ir aðeins sex mánuðum var Lindsay, sem er átján ára gömul, eðlileg í laginu, með þykkt og glansandi rautt hár og fallegar freknur. Nú er hún hins vegar orðin hættulega grönn, langt undir kjör- þyngd og með þunnt aflitað hár. Þær sögur gengu einnig að hún hefði losað sig við freknurnar með geislameðferð til að vera fullorðins- legri. Þegar Lindsay mætti á frumsýn- ingu myndarinnar Mr. and Mrs. Smith í síðustu viku áttu ljósmynd- ararnir erfitt með að trúa sínum eigin augum. Stúlkan nánast hvarf þegar hún stóð á hlið og þótti minna meira á Pappírspésa en þá ungu konu sem þeir áttu að kynnast og var með fallegar línur og ávalan barm. Hún og aðrar stjörnur eins og Jessica Simpson og Nicole Richie, sem hafa verið í öfgafullri megrun nú upp á síðkastið, þykja vera öðr- um ungum konum afar slæm fyrir- mynd og hafa fjölmiðlar vestanhafs gagnrýnt þær harðlega fyrir útlitið. ■ Hverfilist Lindsay Lohan GRENNST Nánast óþekkjanleg. Söng- og leikkonan sem aðeins fyrir sex mánuðum var eðlileg í laginu og heilbrigð virðist nú bókstaflega vera að hverfa. Hvetja á klúrinn hátt Fótboltastelpurnar í Macalester College í Bandaríkjunum öskra „rökum þessar píkur“ til að hvetja félaga sína á fótboltaleikjum. Tvær íslenskar stelpur sem stundað hafa nám við skólann kenndu félögum sínum í fótboltanum nokkra góða frasa sem eru óspart notaðir. Nú eru tvær stelpur úr liðinu, þær Meghan Leahey og Annie Borton, komnar til Íslands til að spila fótbolta með Fjölni. „Ólöf, vinkona mín og herbergis- félagi úti, kom okkur í samband við liðið og þetta hljómaði eins og frá- bært tækifæri til að spila fótbolta einhvers staðar annars staðar,“ seg- ir Meghan. „Ég hitti Ólöfu í fyrra þegar hún kom í Macalester til að spila fótbolta. Systir hennar Erla var þar líka og við urðum góðar vin- konur og ákváðum að búa saman,“ segir Meghan og á við grindvísku systurnar Ólöfu og Erlu Pétursdæt- ur. Meghan er frá bænum Plymouth í Minnesota-ríki og spilar á sumrin með St. Paul Blackhawks. Hún kynntist Annie, sem er frá Berkeley í Kaliforníu, í Macalester College þar sem þær stunda BA-nám. Skól- inn er í tvíburaborgunum svoköll- uðu, í höfuðborg Minnesota-ríkis, St. Paul. Meghan á eftir eitt ár en Annie tvö og munu þær halda áfram að spila með fótboltaliði skólans sem er í þriðju deild bandaríska fót- boltans. Þær kunna vel við sig á Íslandi og þakka þjálfurum og liðsfélögum í Fjölni fyrir góðar móttökur. Þær hafa komið sér fyrir í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er mjög lítill bær en fólkið er vingjarnlegt og það er mjög fallegt hérna. Ég held að þetta verði gott sumar. Alla vega þegar við verðum búnar að læra á almenningssamgöngurnar,“ segir Meghan. Þær stöllur hafa þegar ferðast eitthvað um landið með ís- lenskum vinkonum sínum úr Macalester, en efst á dagskránni fyrir sumarið er að fara til Vest- mannaeyja um verslunarmanna- helgina. rosag@frettabladid.is FJÖLNISSTÚLKURNAR Meghan Leahey og Annie Borton leika knattspyrnu með Fjölni og kunna ágætlega við sig á Íslandi. LINDSAY LOHAN Sæt og frískleg í falleg- um kjól. Þetta er sú Lindsay sem flestir þekkja. GRENNRI Hér var ferlið byrjað. Lindsay er hér óneitanlega grönn en hefur ennþá rauða hárið og freknurnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.