Fréttablaðið - 10.06.2005, Side 65
45FÖSTUDAGUR 10. júní 2005
FRÉTTIR AF FÓLKI
Geri Halliwell lenti ífremur óskemmti-
legri reynslu nú fyrir
skömmu. Þegar hún
fór að kynna nýjustu
plötu sína í
Watford, heimabæ
sínum, var hún
kynnt fyrir fólki
sem Kylie
Minogue. Söng-
konan var í stór-
verslun að búa
sig undir að
árita plötuna
þegar gall við í
kallkerfinu
„Kylie mun
árita eftir tíu
mínútur“.
Stuttu
seinna heyrðist svo aftur, „Kylie er
nú í búðinni“. Geri hafði bara
húmor fyrir uppátækinu og tók því
vel en kynnirinn útskýrði fyrir henni
að hann væri með Kylie á heilanum
eftir að hún greindist með krabba-
mein.
Breska Eurovision-gellan Javine erbúin að ná sér í
engan annan en
táningatryllinn
Nick Carter úr
Backstreet Boys.
Hún kynntist
honum í partíi í
London fyrir
skemmstu og
kysstust þau
fyrir allra aug-
um. Nick,
sem var með
Paris Hilton á
síðasta ári, gekk
upp að Javine og
sagðist ekki geta
hætt að horfa á
hana. Eftir það
eyddu þau kvöldinu
í faðmlögum.
Noel Gallagher er fíkill. Nú þegarhann hefur náð að vinna sig út
úr kókaínfíkn sinni hefur hann snúið
sér að öðru og minna hættulegu
viðfangsefni, íþróttaskóm. Hann hef-
ur sagst
kaupa gamla
Adidas-skó í
massavís og
skilja þá svo
bara eftir í
kassanum án
þess að vera
í þeim. „Ég
hef alltaf ver-
ið háður ein-
hverju,“ sagði
Noel.
Kate Hudson elskar að vera ófrískog langar í annað barn. Eigin-
maður hennar, Chris Robinson úr
The Black Crowes er ekki sammála.
Honum fannst hún erfið því horm-
ónarnir ollu miklum skapsveiflum en
fyrst og fremst fannst honum hún
verða of feit. „Hann varð ástfanginn
af smágerðri fegurðardrottningu en
hún þandist út og var á stærð við
hús,“ sagði vinur rokkarans.
Vertu me› í Kvennahlaupinu 11. júní. Nánari uppl‡singar á sjova.is.
Sjóvá hefur
veri› a›alstyrktara›ili
Kvennahlaupsins í 13 ár.
Njóttu lífsins – áhyggjulaus
Fyrsta Föstudagsflipp Hins hússins verður í dag, 10. júní á milli 13. og
15. Föstudagsflipp er vettvangur fyrir unga listamenn að sýna list sína
en flestir eru þeir í Skapandi sumarstarfi, verkefni sem Hitt húsið hef-
ur yfirumsjón með. Listamennirnir verða út um allan miðbæ og það er
margt spennandi í boði.
Föstudagsflipp
um allan bæ
LISTAHÓPURINN SIGGI verður með frumlegar uppákomur í allt sumar
Listasafn Reykjavíkur: Tónlistarhópurinn Drýas heldur tónleika.
Lækjartorg: Listahópurinn Siggi verður með fróðleiksvél og býður gest-
um og gangandi upp á ókeypis fróðleik.
Austurvöllur: Hópurinn Íslendingar kemur fram, fjöllistahópurinn Far-
sældarfrón flytur leikþátt með fræðilegu ívafi og myndlistarhópurinn
Hýðið sýnir Hýðið.
Apótekið Austurstræti: Strengjakvartettinn Loki.
Ingólfstorg/Iða: Fönksveitin Lama breiðir út fagnaðarerindi fönksins.
Mál og Menning Laugavegi: Klassíski tónlistarhópurinn Gestalæti flytur
tónlist.
Kvosin: Danshópurinn Svið-group verður á ferð og flugi og hópurinn
Íslenski þjóðsöngurinn verður á ferðinni með íslenska þjóðsönginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A