Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 18.06.2005, Síða 62
42 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Tiny, rapparinn knái úr Quarashi,er ekki jafn saklaus og hann lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti ef tekið er mark á þeim félags- skap sem hann er bendlaður við. Hann er víst meðlimur í hinni alræmdu Fazmo-klíku sem hefur haldið sig á Hverfisbarnum. Tiny er þó ekkert ýkja hrifinn af því að vera hluti af þessari klíku og vill sem minnst af sinni aðild vita. Brúðkaupið sem DV kallar brúð-kaup aldarinnar fór fram í Dóm- kirkjunni í gærkvöldi. Þá voru gefin saman Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson. Veislan var haldin í Iðnó að viðstöddu margmenni en veislustjórar voru þau Gísli Marteinn Baldursson og Inga Lind Karlsdóttir úr Íslandi í bítið. Gárungarnir í Reykjavík sögðu þetta vera enn eitt dæmið um aukna samþjöppun fjölmiðla en eins og flestir vita er Svanhildur þátta- stjórnandi hjá Stöð 2 en Logi fréttahaukur hjá RÚV. Starfsmenn beggja fyrirtækjanna hafa þó líklega grafið stríðsöxina og fagn- að með samstarfs- mönnum sínum. Búast má við að glanstímaritin Hér & nú og Séð og Heyrt hafi sýnt brúðkaup- inu mikinn áhuga sem og DV. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Innsýn í næturlífið www.heineken.is „Við erum búnir að selja nærri 300.000 eintök af Da Vinci-lyklin- um sem er efst á metsölulistanum í Danmörku og nærri 70.000 ein- tök af Englum og djöflum sem er í öðru sæti. Svo hefur myndskreytt útgáfa af Da Vinci-lyklinum nærri selst upp á þremur vikum en við létum einungis prenta 7.000 ein- tök af henni en það eru bara 300 eintök eftir,“ segir Snæbjörn Arn- grímsson, eigandi bókaforlagsins Bjarts, en bókaútgáfan gefur út bækur metsöluhöfundarins Dans Brown út þar í landi. Í haust er væntanleg ný íslensk þýðing frá Bjarti á þeirri bók Browns sem hann skrifaði á milli Da Vinci-lykilsins og Engla og djöfla og heitir Deception Point. firjár bækur Browns og Bjarts efstar í Danmörku BÓKAÚTGÁFAN BJARTUR Bækur Dans Brown seljast vel í Danmörku. Þrjár þeirra eru efstar á metsölulistanum þar í landi fyrir síðastliðnar tvær vikur. Snæbjörn Arn- grímsson er eigandi bókaútgáfunnar Bjarts sem gefur Brown út í Danmörku. Nýjasta mynd strákanna í kvik- myndafyrirtækinu Poppoli, Africa United, verður frumsýnd fyrr en ráðgert var í upphafi. Skipuleggjendur alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi ákváðu að taka myndina upp á arma sína og verður hún því frumsýnd í byrjun júlí í stað september. Einnig tekur myndin þátt í heimildarmynda- keppninni á hátíðinni. „Þetta kom frekar óvænt upp á,“ segir Ragnar Santos, framleiðandi myndarinnar, sem hefur verið í vinnslu í rúmlega þrjú ár. „Það voru þeir Skúli Malmquist og Þór- ir Snær hjá ZikZak kvikmyndum sem plögguðu þessu en þeir eru einmitt meðframleiðendur mynd- arinnar. Við erum í skýjunum yfir því að fá að vera með á þessari há- tíð, sem er ein af þeim stóru eins og í Cannes og Toronto,“ segir Ragnar en meðal þeirra sem verða gestir á hátíðinni eru Alex- ander Payne, Walter Salles, Sharon Stone, Thomas Winter- berg og Michael Radford. Myndin fjallar um fótboltaliðið Africa United. Með liðinu leika menn alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Marokkó, Níger- íu, Kólumbíu, Serbíu og Kosovo. „Þetta er í alvörunni lið sem spil- aði í utandeildinni hér á Íslandi en spilar nú í þriðju deildinni. Myndin fjallar um fimm aðalpers- ónur, líf þeirra og raunir. Ein af þeim er þjálfarinn og hann er í rauninni heilinn á bak við fót- boltaliðið Africa United,“ segir Ragnar. „Óli kynntist þessum strákum í fótboltaliðinu fyrir um tíu árum síðan og við fengum svo þá hugmynd að gera mynd um þá,“ segir hann og á við félaga sinn í Poppoli, Ólaf Jóhannesson, sem jafnframt leikstýrir mynd- inni. „Þetta er ekki leikin mynd en hún er byggð upp eins og ekta bíó- mynd og það eru alls konar plott í henni. Núna erum við að leggja lokahönd á hana, Óli er í Englandi að prenta á filmu og við Benedikt Jóhannesson, einn af okkur í Poppoli, erum að klára að ganga frá lausum endum hérna heima en myndin er að mestu leyti á ensku. Við ætlum svo að reyna að sýna myndina hérlendis í byrjun október.“ AFRICA UNITED Myndin er á leiðinni á stóra kvikmyndahátíð í júlí sem hald- in er í Tékklandi. Hún fjallar um utan- deildarlið á Íslandi sem kemst upp í þriðju deildina en liðið er skipað mönnum alls staðar að úr heiminum. POPPOLI PICTURES: NÝJASTA MYNDIN FER Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Afríska fótboltaliðið til Tékklands Golf Golfið hefur verið inni í nokkurn tíma en nú virðist semsumarið reki alla út á golfvöll. Golfsprengjan nær til fólks úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða FM- hnakka, viðskiptajöfra eða Jón Jónsson námsmann. Það er helst að konurnar haldi sig fjarri góðu gamni en að sjálfsögðu ættu þær að taka upp golf- siðinn líka. Lacoste Flestir kannast við gamla góða Lacoste-merkið. Klassísku bolirnir frá fyrirtækinu fást í tískubúðum bæjarins á ný, með örlítið breyttu sniði. Nú eru komnir bolir með kvensniði í öllum regnbogans litum sem fara konum sérstaklega vel. Ítalía Heiti áfangastaðurinn í dag er tvímælalaustÍtalía. Svo virðist sem Íslendingar séu skyndilega að uppgötva landið því önnur hver manneskja er að fara til Ítalíu eða þekkir manneskju sem er á leiðinni þangað. Hvort sem um er að ræða lúxus- ferðir til Toscana, borgarævintýri í Róm eða menn- ingarferð í Pompei er ljóst að Ítalía er málið í dag. Þungir rakspírar Gamli og þungi rakspírinn er úti,jafnvel undir nýjum merkjum. Konur vilja ekki vera minntar á afa sinn þegar þær knúsa bóndann, sérstak- lega ekki að sumri til þegar ferskleikinn ræður ríkjum. Varalitur Gloss er inni, varalitur úti.Mattur og þykkur varalitur er ekki málið í sumar en þeim mun ljósari og glærari, því meiri líkur á að hann sleppi. Varalitablýanturinn er að sama skapi alveg úti. Skærlitaðir sport-bílar Gulir og grænir sportbílar eru úti. Þeir sem eiga peninga eyða þeim ekki í sportbíla, heldur flottan Landcruiser-jeppa, Volkswagen Touareg eða svartan BMW-fólksbíl. INNI ÚTI ...fær Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, fyrir að lýsa yfir þeirri skoðun sinni að konur séu sýni- lega betur gefnar en karlar, auk þess að skynja hlutina betur. Skemmtileg ummæli í námunda við kvennadaginn 19. júní. HRÓSIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt: 1 ský á auga, 5 þras, 6 enskt smá- orð, 7 átt, 8 spendýr, 9 erfiðleikar, 10 kindur, 12 gerast, 13 fantur, 15 á nótu, 16 dvelur, 18 nánös. Lóðrétt: 1 erfiður í skapi, 2 karlfugl, 3 tveir eins, 4 frá Niðurlöndum, 6 nirfils- háttur, 8 framkoma, 11 á í Þýskalandi, 14 léleg, 17 hækkar – s. LAUSN Lárétt: 1vagl,5arg,6no,7na,8fíl,9 basl,10ær, 12ske,13fól,15an,16unir, 18nísk. Lóðrétt: 1vangæfur, 2ara,3gg,4hol- lensk,6níska,8fas,11rón,14lin,17rí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.