Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 62
34 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR Það er meira hvað fólk þarf að gifta sig á sumr- in. Ekki það að mér finnist nokk- uð að því að fólki sem mér þykir vænt um taki þá ákvörðun að heit- ast hvort öðru það sem eftir lifir ævinnar. Það er æðislegt. En þessa helgi fer ég í þriðja brúð- kaup sumarsins, ekki mikið veit ég miðað við suma aðra, en miðað við þetta framhald fara allar sól- ríku helgarnar í að fagna með þessum nýgiftu. Og brúðkaupin og veislurnar eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Það var byrjað við austurbugt, með tvo stangveiðimenn í baksýn á meðan hjónakornin játuðust hvort öðru. Presturinn hafði eitt- hvað reynt að biðja þá kurteislega að hvíla veiðarnar um örlitla stund, en þá skildu þeir enga ís- lensku, né ensku, og vissu ekkert hvað var um að vera. Enda er það ekki hversdagslegur viðburður að fólk sé að gifta sig við austurbugt. Samkvæmt sögunni sem lifði eftir vígsluna var annar veiðimann- anna að draga inn örlítinn titt, eftir langa og stranga baráttu, um leið og brúðguminn sagði já. Við sem vorum þarna þurfum enga spádómsgáfu til að vita að þetta verður ekki táknrænt fyrir hjóna- band þeirra. Brúðkaup númer tvö var allt öðruvísi. Í stað þess að vígslan færi fram utandyra var það inni í kaþólsku kirkjunni á meðan sólin skein á Reykvíkinga sem fögnuðu þjóðhátíðardeginum. Ég fékk gæsahúð af söngnum og reyndi að fylgja því sem presturinn var að segja. Veislan á eftir var hins vegar táknræn fyrir brúðhjónin og allir veislugestur voru sam- mála um að hún sýndi að þau eru elskuð af æðri máttarvöldum. Hvernig annars er hægt að skýra það að stafalogn var á Kjalarnes- inu? Og á morgun er svo þriðja veislan. Ég óska öllum brúðhjón- um sumarsins til hamingju og bíð bara eftir boðskortunum í haust- og vetrarbrúðkaupin. STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR HOPPAR Á MILLI BRÚÐKAUPA. Í stafalogni á Kjalarnesi M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Þetta... leit... svo... vel... út Maður gerir ekki grín að konum sem hafa verið á gulrótarkúr í þrjá mánuði. Hann Tommi er svo mikill nölli! Palli, svona orð notum við ekki hér í húsinu! Hvernig orð?En... hann... ég.... Svona orð sem ég skil ekki. Jæja, látum Snúllu þá ákveða hvern hún elskar. Jamm. Fýlukisi! Ég hata miðviku- daga. Gleðilegan konudag, elsk- an. Poki frá Byko? Uss, þú þurftir ekki að gera þetta. Hvað ætli þetta sé? Kassi af nöglum? Nýtt stjörnuskrúf- járn? Þetta sérstaka sand- pappírsblað sem mig lang- aði svo í? Þetta er stálharður lás á bað- herbergis- hurðina. Það er mun- ur á róman- tík og praktískri rómantík. Ímyndaðu þér að fara í freyðibað án þess að þurfa að negla hurðina aftur...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.