Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 29
Gullhælaskór
kr. 5.990
Topshop
Gulllínan frá Mac Sólarpúður
kr. 2.390, Skin Shimmer fyrir lík-
ama kr. 2.790, brons andlitsfarði kr.
2.990, gull-perlupúður kr. 2.290, Debenhams
3FIMMTUDAGUR 23. júní 2005
Sundfötin komin í töskuna. Ekki seinna vænna enda var sumardag-
urinn fyrsti hér í landi á þriðjudag, 21. júní. Nú er aðeins eitt eftir
áður en farið er á sólarströnd og það er að eyða líkamshárunum,
nokkuð sem konur hafa lengi þekkt en karlar eru að uppgötva. Sam-
kvæmt nýlegri könnun rakar fimmti hver karlmaður í Frakklandi
eitthvað af líkamshárunum til að fullkomna útlitið, konum til mikill-
ar ánægju, því nú þykir ekki lengur sérlega rómantískt að leggja
höfuð sitt á kafloðna bringu og horfa á nef fullt af hárum. Aðferðirn-
ar eru ýmsar, allt frá rakvél upp í lasermeðferð sem eyðir hárunum
fyrir fullt og allt. Karlar eru viðkvæmir fyrir því að kusk falli á
karlmennskuímyndina og því verður að setja á markað snyrtivörur
sem eru ætlaðar þeim sérstaklega. Sjálfsagt er oft um sömu vörur
að ræða og áður voru seldar konum.
Þekktasta og einfaldasta aðferðin við að eyða hárum er að raka
þau. Nú eru komnar á markaðinn frá Remington og Braun rakvélar
fyrir herra sem bæði eru fyrir skeggið og hárin undir höndunum eða
á bringunni. Aðrir velja háreyðingarkrem sem skilur ekkert eftir en
eitt fyrsta merkið sem setti á markað krem fyrir karlmenn Nair,
markaðssetur fyrir þetta sumar háreyðingarspray sem er einstak-
lega auðvelt í notkun og hreinlegra en krem. Snyrtifræðingar eru þó
ekkert hrifnir af kremunum og rakstrinum. Ekki bara vegna þess að
viðskiptavinurinn er að þessu sjálfur heima hjá sér og kemur þar að
leiðandi ekki í vaxmeðferð heldur vegna þess að rakstur og
kremmeðferð auka hárvöxtinn. Þeir segja að líkamshárin verði
harðari og líkist meira og meira skeggi. Í París eru nokkrar snyrti-
stofur eða fyrirtæki sem helga sig eingöngu fegrunarmeðferðum
fyrir karla og þar er fjórðungur starfseminnar fólginn í háreyðingu
með vaxmeðferð. Reyndar er sömuleiðis hægt að kaupa vaxborða til
að nota heima við. En fyrir þá sem nenna ekki að standa í þessu ves-
eni þá er varanlega lausnin leysigeislameðferð. Hárunum er þá eytt
fyrir lífstíð. Vandamálið er einungis það að ekki dugir að fara einu
sinni í slíka meðferð heldur getur þurft frá tveimur upp í tíu skipti
eftir því um hvaða líkamspart er að ræða. Hver tími kostar um 150
evrur (ríflega 12.000 krónur). En til þess að brjóstkassinn sem búið
er að verja vetrinum í að stækka, njóti sín, verða hárin að fjúka og
fína sundskýlan má ekki falla í skuggann af hárbrúskunum sem
standa út úr. Þeir lötustu sem ekki vilja vera flokkaðir með hellis-
mönnum geta í það minnsta farið í smá kantskurð.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Hárbrúskar hellismannsins
LAGERÚTSALA
BUXUR, PILS, PEYSUR, BOLIR OG JAKKAR ÚR ELDRI LISTUM
- 4 VERÐ - 900 - 1.900 - 2.900 - 3.900
LAGERSALA LAUGAVEGI 97,
GENGIÐ NIÐUR PORTIÐ FRÁ LAUGAVEGI
ERUM AÐ FLYTJA LAGERINN
L A G E R S A L A
Vegna frábærra undirtekta höfum við
ákveðið að hafa opið þessa helgi
Fáránleg
verð:
Opnunartími
fim. 12-18
fös. 12-18
lau 12-18
490
990
1490
1990
Lengi hefur verið beðið eftir ilminum frá Willi-
amson en hann var kynntur fyrir skemmstu.
Breski hönnuðurinn Matthew Williamson afhjúpaði
nýja ilminn sinn í verslun Harvey Nichols í London
fyrir stuttu. Lengi hefur verið beðið eftir ilminum,
sem heitir einfaldlega Matthew Williamson, og var
frumsýningarpartíið stjörnum prýtt. Williamson er
frægur fyrir að hanna hippaleg og litrík föt fyrir
stjörnur eins og Jade Jagger og Kelis. Innblásturinn
fyrir ilminn kemur frá þeirri fyrrnefndu og ofurfyrir-
sætunni Helenu Christensen. „Ég vildi skapa ilm sem
felur í sér lífstíl þessara stúlkna; hvernig þær klæðast
og hvert þær fara í frí,“ segir Williamson. Útkoman er
seiðandi ilmur með snert af vanillu, jasmín og trjá-
kvoðu.
Williamson í frumsýningarpartíinu en fyrir aftan hann má sjá vöruna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Matthew Williamson með nýjan ilm
Gulllitaðar flíkur og fylgihlutir
eru og verða í efstu sætum vin-
sældalista tískumógúlanna út
sumarið ef ekki lengur og það er
alltaf að bætast við nýjan varning
í glóandi gulli. Á sumrin verður
gullið útlit á andliti og likama líka
mjög eftirsóknarvert. Eitt það
flottasta á gullmarkaðnum núna
er nýja „Star Bronzer“ kremið frá
Lancome, „Pure Gold“ sem er
makað um líkamann og gerir
hann ómótstæðilega gylltan og
glansandi. Einnig er sumarlínan
frá Mac mjög girnileg, gullitaðir
augnskuggar, glansandi gloss og
gullsanseraðir kinnalitir hafa
aldrei verið vinsælli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Gullarmbönd kr. 1.090 stk.
Topshop
Star Bronzer frá Lancomé
frá kr 3.500-4.000
Gull og meira gull
Gullið er búið að vera mjög áberandi í vetur og þessu gullæði
er alls ekkert að ljúka.