Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 78
50 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR Hollywood-smástirnið BerglindÓlafsdóttir er farin af landi brott eftir stutt stopp á Íslandi. Hún dvaldi í faðmi fjöl- skyldunnar í Hafnar- firði og lét sjá sig í sundlaugum borg- arinnar og á djamminu um helgina. Þó lífið í Hollywood sé sjálfsagt meira krassandi en á Íslandi hefur blómarósin greinilega ein- hverjar taugar til föðurlandsins. Frekari fregnir af nýjustu ævintýrum Berglindar hafa ekki borist. Landsmenn geta þó glaðst yfir þvíað Andrea Róbertsdóttir er væntanleg á skjáinn á ný en hún mun leysa Þórhall Gunnarsson og Svanhildi Hólm af í Íslandi í dag. Andrea mun vafalaust vekja athygli fyrir bein- skeytta framkomu eins og félagar hennar í þættinum. Menn velta því fyr- ir sér hvort Andrea hafi eitthvert leyni- vopn undir hönd- um því hún vill engin viðtöl veita og forðast aðra fjölmiðla eins og heitan eldinn. Borgar Þór Einarsson, sonur InguJónu Þórðardóttur og fósturson- ur Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra, lýsti fyrir skömmu yfir framboði til for- manns SUS, Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. Nú bíða menn spenntir eftir að fleiri gefi kost á sér til for- mannsemb- ættisins og hafa nokkur nöfn þegar verið nefnd, þar á meðal Pétur Árni Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri SUS. Áður en Borgar Þór lýsti yfir framboði sínu var Pétur Árni farinn að íhuga framboð og nú er beðið í ofvæni eftir því hvort hann láti slag standa. Lárétt: 1 vísdómurinn, 6 fara hratt, 7 í röð, 8 tónn, 9 skel, 10 stjórnmálasamtök, 12 upphaf, 14 ljúf, 15 grastotti, 16 eftir miðnætti ( ensk stytting), 17 hreyft úr stað, 18 óþokki. Lóðrétt: 1 vola, 2 sog, 3 átt, 4 auðfengið, 5 nudda, 9 peningur, 11 handsama, 13 ... litla tindilfætt, 14 op, 17 bogi. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Ekkert MSG Allur okkar fiskur er án MSG (þriðja kryddið) Mikið úrval af grilfiski. Grillspjót, risarækjur, hörpuskel og humar. Í gær var fyrsti dagurinn af þrem- ur í hundrað metra góðgerðar- spretti Talstöðvarinnar. Þáttagerð- armennirnir í Allt og sumt, Hall- grímur Thorsteinsson og Helga Vala Helgadóttir, hafa fengið til liðs við sig fólk úr ýmsum áttum til að taka sprettinn á Laugardalsvelli og getur fólk hringt inn í þáttinn og veðjað á sigurvegarann. Söfnunar- fénu verður úthlutað til góðgerða- stofnunar sem er valin af þeim spretthlaupara sem fer hundrað metrana á bestum tíma. „Helga Vala skoraði á mig í beinni svo ég gat ekki skorast undan. Þetta fór svona ágætlega í gang. Ég reyndar datt í fyrsta hlaupinu,“ segir Hall- grímur en með honum í gær var Baldvin Þór Bergsson frá RÚV. Hugmyndin að keppninni vakn- aði þegar heyrðist af japönskum öldungi sem slegið hefur met í spretthlaupi í sínum aldursflokki. Talstöðvarfólkið velti fyrir sér á hvaða tíma fólk á besta aldri færi hundrað metrana. Í dag geta hlust- endur fylgst með því þegar Jakob Frímann Magnússon hleypur hundrað metrana en Talstöðin send- ir út beint frá góðgerðarsprettinum klukkan 3.20 í dag og á morgun. Gó›ger›arsprettur Talstö›varinnar HALLGRÍMUR THORSTEINSSON OG BALDVIN ÞÓR BERGSSON „Fólkið úr Íslandi í dag fór að tala um að vera með en veiktist svo skyndilega eða varð illt i hnénu svo við hlupum í skarðið,“ segir Hallgrímur um góðgerðarsprettinn. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Ólína Þorvarðardóttir. Í Krýsuvík. Detroit Pistons og San Antonio Spurs. Rokksveitin Mínus mun spila með Queens of the Stone Age og Foo Fighters á seinna kvöldi tónleika- hátíðarinnar Reykjavík Rocks, 5. júlí. „Það er æðislegt að fá að spila með Foo Fighters og ekki síður Queens of the Stone Age sem er persónulega í meiri metum hjá mér,“ segir Frosti Logason, gítar- leikari Mínus, enda mikill aðdá- andi sveitanna. „Ég hef fylgst vel með báðum hljómsveitunum og á alla diskana með þeim – er alveg einlægur aðdáandi.“ Mínusmenn hafa verið að vinna að nýju efni og býst Frosti við að áhorfendur fái jafnvel að heyra eitthvað af því á tónleikun- um í Egilshöll. „Ég geri ráð fyrir því að við verðum með eitthvað nýtt en þar sem tónleikarnir eru í svo stórri höll spilum við líklega gömlu slagarana.“ Þegar hafa selst um níu þúsund miðar á tónleika Duran Duran 30. júní og um sjö þúsund miðar 5. júlí þegar Foo Fighters og Queens of the Stone Age stíga á svið. Þar af hafa selst um þrjú þúsund miðar sem gilda á bæði tónleika- kvöldin. Að sögn Kára Sturlusonar tón- leikahaldara var stefnan sett á að selja tíu þúsund miða á hvort kvöld og svo virðist sem takmark- inu verði náð. „Það er búið að taka mikið af miðum frá sem eru eyrnamerktir 1. júlí. Fólk virðist vera að bíða eftir því að fá pening í hendurnar og virðist sem við náum takmarkinu,“ sagði Kári. Ekki er búið að ákveða hvaða sveit kemur til með að hita upp fyrir Duran Duran en það skýrist væntanlega innan skamms. REYKJAVÍK ROCKS: UPPHITUNARBÖNDIN AÐ SKÝRAST Mínus hitar upp fyrir Foo Fighters FRÉTTIR AF FÓLKI AÐ MÍNU SKAPI HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR, FEGURÐARDROTTNING OG SJÓNVARPSKONA Á SIRKUS. TÓNLISTIN Í bílnum er nýi diskurinn með Coldplay; „X&Y“, en ég er einnig hrifin af disk Tenderfoot; „Without Gravity“ sem hentar best í rólegri stemn- ingu. Keypti nýlega „O“ með Damien Rice og Norah Jones fer líka oft á fóninn. Svo langar mig í „I’m Wide Awake It's Morning“ með Bright Eyes og kanna að- eins betur hljómsveitina Snow Patrol. BÓKIN Bókin á náttborðinu er „Anna, Hanna og Jóhanna“ eftir Marianne Fred- riksson. Langar rosalega að lesa meira eftir Arnald Indriðason og einnig hina sannsögulegu og undarlegu „Sögu af pí“ eftir Yann Martel, sem og bækur Isabel Allende. BÍÓMYNDIN Fór síðast á Mr. and Mrs. Smith sem var fín en svolítið fyrirsjáan- leg. Er mjög hrifin af sálfræðitryllum og hasarmyndum og sá eina virkilega góða um daginn „Assault on Precinct 13“. Get horft endalaust á Fight Club, American Beauty og Snatch, og langar að sjá nokkrar í bíó núna; Crash, The Hitch- hiker’s Guide to the Galaxy og Downfall, sem ég hef heyrt að sé virkilega góð. BORGIN Verð að viðurkenna að ég hef ekki ferðast mikið, fór í fyrst skiptið til út- landa í fyrra og þá til Tókýó og Peking. Reykjavík er því ennþá borgin mín, að minnsta kosti þar til ég hef reynslu af öðrum borgum. Mér finnst yndislegt að búa í miðborginni þótt ég sakni nú alltaf heimabæjar míns, Hveragerðis. Er á leið til Köben í sumar og þá bætist ein í safn- ið. BÚÐIN Er núna fyrst að byrja að versla í Kolaportinu, en Harpa vinkona finnur allt sitt hafurtask þar, allt frá glingri upp í flíkur. Fer oftast þangað til að finna eitt- hvað sniðugt og fann reyndar líka litla búð á Laugavegi sem selur alls konar antik og furðulegustu hluti. VERKEFNIÐ Þessa dagana er aðalverk- efnið að byggja upp Kvöldþáttinn ásamt Siggu P, Gumma Steingríms og fríðu föruneyti, og sem sýndur verður á sjón- varpsstöðinni Sirkus, sem fer í loftið á morgun. Þátturinn er spjall- og skemmti- þáttur, með puttana á púlsi skemmtana-, menningar- og þjóðlífs. Svo er bara að nýta sumarið til hins ýtrasta og fara í sem flestar útileigur; sitja í góðra vina hópi, syngja og hlusta á gítarglamur. Hverager›i, Kolaporti› og gítarglamur í útilegum ... fær Rúnar Júlíusson fyrir að vera útnefndur bæjarlistamaður Reykjanesbæjar. Rúnar er vin- sælli en nokkru sinni fyrr eftir 45 ára feril og er bókaður í afmæli sjö ár fram í tímann. HRÓSIÐ MÍNUS Rokksveit Íslands fær það verðuga verkefni að hita mannskapinn upp fyrir Foo Fighters og Queens of the Stone Age. DAVE GROHL Þess er skemmst að minn- ast þegar Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, fékk hljómsveitina Nilfisk frá Stokkseyri til að hita upp fyrir sig á tónleik- um sveitarinnar í Laugardalshöll fyrir tveimur árum. Lárétt: 1viskan,6æða,7uú,8la,9aða, 10sus,13rót,14góð,15tó,16am,17 ýtt,18paur. Lóðrétt: 1væla,2iða,3sa,4auðsótt,5 núa,9aur, 11góma,13tóta,14gap,17 ýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.