Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 23. júní, 174. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.55 13.30 00.04 AKUREYRI 1.28 13.15 00.59 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fótbolta- maður í Val, gerir ekki upp á milli flíkanna í fataskápnum sínum og gæti ekki lifað án sokkanna. Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnu- kappann. „Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna,“ segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. „Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum.“ „Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tísku- strauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þeg- ar ég vakna á morgnana,“ segir Grétar Sig- finnur Sigurðsson. lilja@frettabladid.is Allir jafnir í fataskápnum tiska@frettabladid.is Fyrirsætan Heidi Klum og eiginmaður hennar söngvarinn Seal ætla að búa í Þýskalandi og ala þar upp barn sitt. Ástæðan er sú að brauðið í Þýskalandi er gott fyrir rödd Seal, en hann segist vera með fæðuofnæmi og flestar brauðteg- undir fari illa í hann og skaði röddina. Vera Wang sem er þekkt fyrir hönnun sína á brúðarkjólum, hefur nú hannað lúxus brúðar- svítu á hóteli í Hawaii. Nóttin í svítunni kostar um 250 þúsund íslenskar krónur og á að vera sérstaklega rómantísk. Vera Wang er þá komin í hóp tísku- hönnuða eins og Armani, Ver- sace og Christian LaCroix sem allir hafa hannað hótel. Louis Vuitton hefur hefur ákveðið að taka síðasta plássið í október til að sýna vor- og sumartísku sína fyrir árið 2006. YSL Rive Gauche-sýningin hefur yfirleitt verið haldin á þessum tíma en Louis Vuitton vill sam- eina þetta opnun á nýrri versl- un á Champs Elysses sem verður opnuð næsta dag. Berkeley-hótelið í London hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á pret- a-porter meðlæti með kaffinu. Bakkelsið er sumsé búið til samkvæmt nýjustu tísku, til dæmis er hægt að fá smákökur í formi kvenlíkama sem eru íklæddar, þ.e. kremið líkist bikini frá Gucci samkvæmt nýjustu sumarlínunni. Elton John hefur boðist til að aðstoða tónlistarmanninn Pete Doherty við að losna undan eiturlyfjafíkn. Elton hefur áður aðstoðað stjörnurnar Robbie Williams og Donatellu Versace að yfirvinna fíkn sína. Auk þess hefur hann ítrekað áhuga sinn á að syngja dúet með Kate Moss, sem er kærasta Pete Doherty. Grétar fylgist ágætlega með tískustraumum en þegar kemur að því að velja uppáhalds flíkina þá segir hann sokkana ómissandi. LIGGUR Í LOFTINU í tísku FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Afmælið hans brósa hlýtur að vera fyrr en mig minnti. Hann er strax orðin svo góður við mig! Krukka eða krús BLS. 7 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is Skáparnir á heimilinu geta oft orðið að einhvers konar svart- holi þar sem öllu er hent inn og sumt virðist hverfa að eilífu. Á sumrin leitast flestir við að vera úti, en rigningardegi er vel varið inni við að endur- skipuleggja skápana og hver veit nema maður finni sund- fötin frá því í fyrra. Eflaust lenda margir í vandræðum með hillupláss eða finna leið til að skipuleggja hlutina þannig að auðvelt er að finna þá. Með smá hyggjuviti og nokkrum kössum er hægt að breyta hvaða ruslaralega skáp sem er í fyrirmyndarskáp sem unun er að opna og horfa inn í. Nokkrir góðir hlutir geta skipt sköpum, eins og góðir kassar og hilluhengi, en það þarf bara að muna að mæla skáp- inn áður en rokið er til og kassarnir keyptir. ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vel skipulagður skápur auð- veldar manni að finna hlutina. Tekist á við óreiðuna ÞAÐ ER AUÐVELDARA ER AÐ FINNA HLUTINA Í VEL SKIPU- LÖGÐUM SKÁP. M YN D G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.