Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 20
Íslenskum eigendum húsbíla skipta or›i› hundru›um. Aukin fljónusta fyrir flá á tjald- svæ›um er ekki í bo›i hvar sem er en ef vel er skipulagt er hægt a› gista eingöngu á tjald- svæ›um me› öllum helstu nau›flurftum. Með þeirri sprengingu sem hefur orðið á kaupum Íslendinga á felli- hýsum, húsbílum og hjólhýsum síð- ustu ár hefur orðið áberandi skortur á hentugum svæðum fyrir tækin enda velflest tjaldsvæði landsins ekki útbúin með slík ökutæki í huga. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins bjóða vel yfir 20 tjaldstæði víðs vegar um landið alla helstu þjón- ustu, sem ferðafólk á húsbílum þurfa á að halda. Upplýsingar af skornum skammti Líklega er fátt leiðinlegra fyrir ferðafólk á nýjum dýrum húsbíl með öllum helstu þægindum að geta vart notið þeirra vegna þess að þjónusta er víða af skornum skammti. Tæma þarf klósett reglu- lega, aðgangur verður að vera að vatni ef allt á að vera eins og best verður á kosið svo ekki sé minnst á að geta tengst rafmagni til að hlaða rafhlöður og knýja ljós og raftæki. Það kom því á óvart að upplýs- ingar um þá staði þar sem ferðafólk getur gengið að slíkri þjónustu vísri liggja alls ekki á lausu. Ferðamála- ráð, sem heldur úti stórum og mikl- um ferðabrunni um landið fyrir inn- lenda sem erlenda ferðamenn, stendur sig að nokkru leiti vel. Á heimasíðu þeirra eru upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins, alls 157 með formleg leyfi, og mörgum þeirra gefin einkunn. Ferðamenn finna hins vegar engar upplýsingar er lúta að þjónustu við þá sem ferð- ast með tjald- eða fellihýsi eða hús- bíla. Engar upplýsingar er heldur að fá á skrifstofu ráðsins. Sama reyndist uppi á teningnum þegar upplýsinga var leitað hjá upp- lýsingastöðum fyrir ferðafólk. Að- eins á þremur slíkum miðstöðvum hafði starfsfólk almennt vitneskju um þjónustu sem í boði var á tjald- stæðum héraðsins. Ferðafólki er bent á að verða sér úti um tímaritið Áning 2005 sem fæst gjaldfrítt á mörgum upplýs- ingastöðum fyrir ferðamenn. Eru þar einna ítarlegastar upplýsing- arnar um tjaldsvæði landsins og þá þjónustu sem þar er veitt. Allt er þegar þrennt er Segja má að fyrir húsbílaeigendur sem skipta orðið hundruðum hér á landi fyrir utan þann fjölda húsbíla sem hingað kemur með Norrænu hvert ár sé aðgangur að vatni, raf- magni og aðstöðu til að tæma sal- erni einna mikilvægast. Vitaskuld er hægt að komast af án þess en það er súrt til þess að hugsa fyrir þá sem greitt hafa dágóðar upphæðir fyrir þægindi og lúxus í nýjum hús- bílum. Sérstök stæði fyrir húsbíla eru allvíða á tjaldstæðum landsins en ef í harðbakka slær er hægt að leggja hvar sem er og hefur það einmitt verið raunin á nokkrum stöðum þar sem þjónusta á tjaldsvæðum er tak- mörkuð að ferðafólk leggur þá oft á tíðum á vegum yfir nótt. Fullyrða má þó að finna má öllum stað þegar á tjaldsvæði er komið nema þá að- eins að húsbílarnir séu of margir. Í Ásbyrgi, sem er vafalítið einn allra vinsælasti áningarstaðurinn hér- lendis komast innan við tíu bílar í einu í rafmagn og verða hinir að gera sér að góðu að vera án. Allnokkur tjaldstæði sem ekki eru talin upp hér bjóða rennandi vatn og í einhverjum tilfellum raf- magn en ekki upp á tæmingu á ferðaklósettum með góðu móti. Þó skal ferðafólk ekki bera kvíðboga fyrir að prófa hin 140 tjaldstæðin á landinu enda margt annað í boði víða eins og heitir pottar, aðgengi fyrir fatlaða, sorpflokkun og sólar- hringsgæslu á tjaldsvæðunum. Betur má ef duga skal Hjónin Sigrún Haraldsdóttir og Jón Gunnar Þorkelsson gerðu gott betur en láta sér nægja að kaupa sér hús- bíl fyrir þremur árum síðan. Þau hafa nefninlega búið í honum síðan og ferðast í honum landa á milli hvert ár. Þau koma þau árlega til Ís- lands og sjá landið og aðbúnað fyrir ferðafólk sannarlega með gests augum. Sigrún segir aðstöðunni almennt áfátt á Íslandi en breyting sé að verða til batnaðar. „Það má margt betur fara heima á Íslandi. Merk- ingum er áfátt og engar eru sér- merkingar fyrir húsbíla eins og tíðkast í öðrum löndum Evrópu. Hvergi annars staðar er heldur heimilt að leggja hvar sem er yfir nótt en á Íslandi er í rauninni engar athugasemdir gerðar við slíkt nema á Seyðisfirði. Aðstaðan er misjöfn og langt í land að hún sé svipuð og erlendis en það er þó aðeins að breytast enda sífellt fleiri sem sækja landið heim á húsbíl.“ albert@frettabladid.is 20 23. júní 2005 FIMMTUDAGUR Verð á sumarblómum hjá fjórum stærstu söluaðilunum á höfuð- borgarsvæðinu er að mestu það sama og verið hefur undanfarin ár og fer lítið eitt hækkandi ef eitt- hvað er. Þó er kjörtími núna til þess að versla litskrúðug blóm í garðinn því verðið lækkar að jafn- aði þegar líður fram á sumar og svo er einnig nú. Svo undarlega vill til þetta sumarið að stjúpur eru einna ódýrastar þegar keyptar eru í magni en þær eru að jafnaði dýrastar allra sum- arblóma. Engin ein skýring er til á því að sögn garðyrkjufræðinga sem leitað var til en allir vildu þeir meina að samkeppni í sumar- blómageiranum væri afar virk en fjögur fyrirtæki eru stærst á því sviði á höfuðborgarsvæðinu; Blómaval, Garðheimar og gróðra- stöðvarnar Mörkin og Storð. Vernharður Gunnarsson, eigandi gróðrastöðvarinnar Storð á Dal- vegi, segir eftirspurn eftir blómum svipaða og undanfarin ár. Verð sé almennt það sama og það var. Hann tekur þó fram að engar teg- undir hafi hækkað í verði. Í svipaðan streng tekur Helga Steingrímsdóttir, garðyrkjufræðing- ur hjá Garðheimum. Þau segja sumarblóm seljast yfirleitt vel fram í júlí en markaðurinn hafi tekið seint við sér nú vegna tíðarfarsins í vor sem var kaldara en undanfar- in ár. Ver›lag svipa› og í fyrra VERÐKÖNNUN SUMARBLÓMIN Í GARÐINNÚTGJÖLDIN > Hvað kostar tíu mínútna símtal? Síminn 113,50 Vodafone 102,50 Síminn 242,50 Vodafone 202,50 Síminn 152,50 Vodafone 152,50 *Venjuleg dagsgjaldskrá án allra tilboða eða afsláttarpakka INNAN KERFIS GSM í GSM GSM í GSM UTAN KERFIS SÍMINN GSM í Vodafone GSM Vodafone GSM í Síminn GSM Í HEIMASÍMA Síminn GSM í heimasíma Vodafone GSM í heimasíma og hagur heimilanna Tjaldsv. í Laugardal, Reykjavík Tjaldsvæðið í Borgarnesi, Borgarf. Tjaldsvæðið Fossatúni, Borgarf. Tjaldsvæðið á Tálknafirði, Vestfj. Tjaldsvæðið Tungudal, Ísafirði Tjaldsvæðið Hlíð, Mývatni Tjaldstæðið Ásbyrgi, Norðurlandi Tjaldstæðið Seyðisf., Austurlandi Tjaldsv. Borgarf. Eystri, Austurl. Tjaldsvæðið Hallormstað, Austurl. Tjaldsvæðið að Höfn, Austurlandi Tjaldsvæðið Egilsstöðum, Austurl. Tjaldsvæðið á Djúpavogi. Austurl. Tjaldstæðið Hveragerði, Suðurlandi Tjaldst. að Kirkjubæjarkl., Suðurl. Tjaldstæðið í Þorlákshöfn, Suðurl. Tjaldstæðið að Laugarvatni, Suðurl. Tjaldsvæðið á Hvammst., Norðurl. Tjaldsvæðið að Laugarbakka Tjaldsvæðið Alex, Reykjanesi Tjaldsvæðið Bakkaflöt, Skagafirði Tjaldsvæðið í Kjarnaskógi, Norðurl. Hagur húsbílaeigenda fer vænkandi LITRÍKT SUMAR Fátt er meira uppörvandi en að koma í vel snyrta garða sem litir og angan sumar- blóma setja svip sinn á. ÍSLAND ER LANDIÐ Á kortinu má sjá þá staði þar sem eigendur húsbíla fá alla helstu þjónustu sem þeir óska, svo sem aðstöðu til að tæma ferðaklósett, rafmagnstengingar og rennandi heitt og kalt vatn. Afar mismunandi er hvaða þjónustu önnur tjaldstæði bjóða upp á en á mörgum þeirra stendur til að auka þjónustu á næstunni vegna aukinnar umferðar húsbíla. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 221 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.