Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,12 61,42
113 113,54
76,67 77,67
10,28 10,34
9,793 9,851
8,249 8,297
0,5607 0,5639
90,79 91,33
GENGI GJALDMIÐLA 05.09.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
106,8203
4 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Efnahagsleg áhrif fellibylsins Katrínar:
Hagvöxtur minnkar um allan heim
LONDON, AP Afleiðinga fellibylsins
Katrínar á Mexíkóflóa mun gæta
um allan heim á næsta ári að mati
hagfræðinga. Ástæðurnar eru að
hækkandi olíuverð hefur áhrif á
efnahagskerfi um allan heim.
Peter Morici, prófessor í Mary-
land-háskóla, fylgist með samlegð-
aráhrifum alþjóðaviðskipta og
segir að neytendur um allan heim
þurfi að eyða meiri fjármunum í
allt frá olíu til flugmiða. „Hækk-
andi olíuverð í Bandaríkjunum
hefur hækkandi áhrif á olíuverð í
Evrópu og Asíu,“ segir Morici.
„Bandarískt efnahagskerfi hægir
á sér, Bandaríkjamenn kaupa
færri vörur frá Evrópu og þannig
veldur bandaríska efnahagskerfið
samdrætti í efnahag Evrópu-
ríkja,“ segir hann.
Morici segir að eftirköst felli-
bylsins hafi alvarlegustu efnahags-
legu afleiðingar á hagvöxt í heimin-
um frá því Íraksstríðið hófst og að
neytendur verði að venja sig við þá
hugsun að verð lækki ekki fljótlega
að nýju. Hækkanirnar séu til lang-
frama. - sda
Lík fljóta í vatninu
e›a eru á ví›avangi
Nau›synlegt er a› flytja alla íbúa frá New Orleans svo a› uppbyggingarstarf
geti hafist. Óleyfilegt a› nokkur ver›i eftir svo hreinsunarstarf gangi sem best.
Fjöldi fólks neitar a› yfirgefa heimili sín. Líkum safna› af götum borgarinnar.
HAMFARIR Meirihluti fórnarlamba
fellibylsins í New Orleans hefur nú
verið fluttur frá borginni. Leitar-
fólk fer nú hús úr húsi til þess að
reyna að finna fólk á lífi sem þarfn-
ast hjálpar og svo flytja megi hvern
einasta íbúa borgarinnar á brott.
Lögreglan skaut á hóp byssu-
manna og drap að minnsta kosti
tvo. Byssumennirnir skutu á hóp
viðgerðarmanna sem voru á leið
yfir brú í borginni. Dregið hefur úr
glæpum og ofbeldi eftir að þús-
undir þjóðvarðarliða voru fluttar
til borgarinnar til að koma á lögum
og reglu. Flestir þjófnaðanna sem
nú eiga sér stað eru framdir í neyð
og er litið fram hjá því ef nauð-
staddir stela sér matvælum eða
drykkjarvörum til þess beinlínis
að halda lífi.
Hópar fólks hafa loks hafist
handa við það hörmulega starf að
safna saman líkum af götum borg-
arinnar. Ótölulegur fjöldi líka er
enn á floti í flóðvatninu, fastur í
byggingum eða liggur á víðavangi.
Yfirvöld vara við því að tala lát-
inna geti farið að hækka all
ískyggilega og óttast að mannfall
geti skipt þúsundum.
Björgunarmenn standa frammi
fyrir þeim vandræðum að fjöldi
fólks neitar að yfirgefa húsnæði
sitt. Sumir segjast vilja vernda
eigur sínar, en aðrir vilja ekki yfir-
gefa gæludýr sín sem ekki eru
leyfð í neyðarskýlunum.
Haft er eftir aðstoðarinnan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
Michael Chertoff, í Washington
Post að engum verði leyft að vera
eftir. „Við munum ekki leyfa það
að fólk dvelji í húsum sínum vik-
um og mánuðum saman meðan við
dælum vatni úr borginni og hreins-
um hana,“ sagði hann. Borgarstjóri
New Orleans, Ray Nagin, tók und-
ir orð Chertoff og sagði það örygg-
isatriði að allir yfirgæfu borgina.
sda@frettabladid.is
Evrópubúar senda aðstoð:
Tjöld og teppi
á fló›asvæ›in
PARÍS, AP Fimm sérfræðingar í
skipulagi hjálparstarfa á vegum
franska Rauða krossins flugu til
Bandaríkjanna í gær. Í fyrradag
komu tólf sérfræðingar frá sex
öðrum Evrópulöndum til flóða-
svæðanna til að aðstoða við
skipulagninguna.
Fyrsta sending með hjálpar-
gögnum fór frá Frakklandi í
gær. Tjöld, teppi, læknaútbún-
aður ásamt fleiru var sent frá
bækistöðvum franska hersins á
frönsku eyjunni Martiník í
Karíbahafinu. ■
FRÁ NEW ORLEANS Hækkandi olíuverð í kjölfar fellibylsins í suðurríkjum Bandaríkjanna
hefur áhrif á efnahagskerfi um allan heim.
Japanar:
Bjó›a olíu
til hjálpar
TÓKÝÓ, AP Japanar íhuga að ganga á
olíuforða sinn og senda hluta af
neyðarbirgðum sínum til Banda-
ríkjanna vegna olíuskorts sem þar
hefur myndast í kjölfar fellibylsins
Katrínar sem reið yfir Mexíkóflóa.
Olíuvinnslustöðvar, innflytj-
endur og heildsalar í Japan eru
skyldugir til að eiga 70 daga olíu-
forða, en markið verður lækkað
verði ákveðið að senda hluta
birgðanna til Bandaríkjanna.
Í síðustu viku ákváðu 26 ríki
sem eiga aðild að Alþjóðaorku-
málastofnuninni að senda tvær
milljónir tunna á dag úr varaforða
sínum til Bandaríkjanna. ■
HÖRMUNGAR AF VÖLDUM KATRÍNAR ERU MIKLAR Hópar fólks hafa loks hafist handa við það hörmulega starf að safna saman líkum af
götum borgarinnar. Ótölulegur fjöldi líka er enn á floti í flóðvatninu, í byggingum eða liggur á víðavangi.
Ríkisstjóri Texas:
Fleiri fylki
taki vi› fólki
AUSTIN, AP Ríkisstjórinn í Texas
ætlar að kanna hvort hægt sé að
flytja hluta fórnarlamba fellibylj-
arins, sem safnast hafa saman í
Texas, til annarra ríkja sem hafa
boðið hafa aðstoð.
Þegar hafa um 250 þúsund
manns flúið til Texas og fjölgar
ört. „Neyðarskýli standa auð í öðr-
um ríkjum meðan þúsundir
flykkjast til Texas daglega. Við
gerum allt sem í okkar valdi
stendur til að sinna þörfum þeirra
sem hingað koma en við þurfum
aðstoð frá öðrum ríkjum,“ segir
Rick Perry ríkisstjóri. ■
Grikkir bjóða aðstoð:
Lána tvö
lystiskip
AÞENU, AP Gríska ríkisstjórnin til-
kynnti í gær að Bandaríkjastjórn
hefði samþykkt að send yrðu tvö
skemmtiferðaskip til að hýsa
fórnarlömb flóðanna í suðurríkj-
um Bandaríkjanna. Vonast er til
að skipin geti hýst þúsundir
manna í nokkra mánuði.
Grikkir hafa einnig boðið fram
aðstoð hjálparstarfsmanna úr
slökkviliðum landsins sem hafa
reynslu af því að bjarga fórnar-
lömbum úr jarðskjálftum og öðr-
um náttúruhamförum. Einnig
hafa Grikkir boðist til að senda
margs konar hjálpargögn. ■
FÓRNARLÖMB Á VERGANGI Grikkir ætla að
senda tvö skemmtiferðaskip til að hýsa
þúsundir fórnarlamba fellibylsins.
Taílendingar aðstoða:
Senda lækna
og hrísgrjón
BANGKOK, AP Taílendingar ætla að
senda að minnsta kosti 60 lækna og
hjúkrunarfræðinga til hjálpar á
flóðasvæðunum í suðurríkjum
Bandaríkjanna. Auk þess verða
birgðir af hrísgrjónum sendar til
hamfarasvæðanna.
Taílendingar sögðust í bréfi til
Bush Bandaríkjaforseta hafa
áhyggjur af matarskorti í kjölfar
flóðanna og buðust til að senda
hrísgrjón. ■
MANNI BJARGAÐ Sérfræðingar í skipulagn-
ingu hjálparstarfa hafa verið sendir frá
Evrópu.