Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 6
6 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR Flugslys í Indónesíu: Á anna› hundra› létust INDÓNESÍA, AP Þota í innanlands- flugi hrapaði niður í íbúðahverfi í Indónesíu aðeins fáeinum sek- úndum eftir flugtak með þeim afleiðingum að í það minnsta 131 létust, margir þeirra voru á jörðu niðri. Fimmtán farþegar lifðu flugslysið af og sátu þeir allir aftast í vélinni. Slysið var í suðurhluta borg- arinnar Medan í Súmötru og var annað mannskæða flugslysið í Indónesíu á síðustu níu mánuð- um. Þotan var af gerðinni Boeing 737-400 og var frá Mandala flug- félaginu á leið til Jakarta. Skýjað var og lítið skyggni þegar vélin flaug inn í húsaröð og rann því næst eftir fjölfarinni umferðar- götu. Fréttastofa í Indónesíu seg- ir að vélin hafi flogið á raf- magnsvíra en ekki sé ljóst hvort það hafi valdið slysinu. Eldur kviknaði í þotunni við slysið og stóðu á annan tug íbúð- arhúsa í ljósum logum. Þá kvikn- aði í að minnsta kosti í tíu bílum. Alls voru 116 farþegar og áhöfn um borð í vélinni en talið er að rúmlega 100 farþegar hafi látist og að minnsta kosti þrjátíu á jörðu niðri. - sda Sjálfstæðismenn vilja gjaldfrjáls bílastæði í Reykjavík: Vilja stö›umælana burt úr mi›bænum BORGARMÁL Stöðumælar verða fjarlægðir í miðborginni og tekið upp svokallað skífukerfi ef tillaga sem sjálfstæðismenn leggja fram í borgarstjórn í dag verður sam- þykkt. Með skífukerfinu er bíleigend- um gert kleift að leggja ókeypis í tiltekin stæði í ákveðinn tíma. Þá verða þeir að setja skífu eða miða í framrúðu bílsins sem gefur til kynna hvað klukkan var þegar bílnum var lagt. Ef fólk virðir ekki sett tímatakmörk á það á hættu að þurfa að greiða sekt. „Kaupmenn í miðborginni eru flestir ósáttir við núverandi fyrir- komulag og benda á ójafna sam- keppnisstöðu þar sem viðskipta- vinir þeirra séu skattlagðir á með- an verslanir í öðrum hverfum aug- lýsi óspart að hjá þeim séu næg ókeypis bílastæði og engar sekt- ir,“ segir í greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna. „Skífukerfið hefur gefist vel á Norðurlöndun- um, Þýskalandi og víðar um heim. Fyrir skömmu var slíkt kerfi tekið upp í miðbæ Akureyrar og hafa viðtökurnar verið góðar.“ Áætlað er að tekjur borgarinn- ar vegna stöðubrota muni nema um 450 milljónum króna á þessu ári. - th0 Vill a› læknar reki sjúkrahús Spítali sem rekinn er af læknum myndi skapa faglega samkeppni, bætta fljónustu vi› sjúklinga og auki› starfsöryggi lækna. fietta segir Tómas Helgason prófessor sem vill sjá slíkan spítala. Framkvæmdastjóri lækninga Landspítala - háskólasjúkrahúss er ósammála. HEILBRIGÐISMÁL Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa við undir- búning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjár- festa. Þetta segir prófessor Tómas Helgason, fyrr- um sviðsstjóri geðssviðs Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss, í grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti ver- ið í byggingu Borgarspítalans. Læknar hins sjálfstæða spít- ala gætu samið við Trygginga- stofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. „Kæmi þá g æ l u v e r k e f n i Landspítalans, DRG-kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þ j ó n u s t u n a , “ segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast „fagleg samkeppni og þjónusta við sjúk- linga batna, starfsöryggi lækna myndi aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengsl- unum við Hringbraut.“ Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans, er honum ekki sammála. „Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því,“ segir hann. „Þau rök gilda áfram. Sam- einingin var gerð til að ná hag- kvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönn- um færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönn- um fannst um sameiningu Sjúkra- húss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð.“ Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunar- vanda Landspítalans. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spít- alans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. „Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar Piltur í gæsluvarðhaldi: Neitar annarri stunguárásinni LÖGREGLA Gæsluvarðhald yfir pilti, sem talinn er hafa stungið tvo aðra með hnífi í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, hefur verið fram- lengt allt til föstudagsins 14. októ- ber. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, kvað rannsókn málsins ganga vel, en fátt um hana að segja að sinni. Í skjölum lögreglu sem lögð voru fyrir Hæstarétt vegna fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðar kemur fram að pilturinn vilji ekki kannast við að hafa stungið nema einn um nóttina og neitar því að hafa lagt til hans tvisvar, heldur hljóti hnífur- inn að hafa skoppað. - óká Rúðubrjótar á Selfossi: Skemmdar- varga leita› LÖGREGLA Vegfarandi á Selfossi tilkynnti um eld í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands um miðnætti á sunnudagskvöld. Lögregla segir að fundist hafi eldspýta í blaða- bunkanum og telur að kveikt hafi verið í. Tjón var óverulegt en vegna hitans kom sprunga í eina rúðu. Fyrr um kvöldið höfðu verið brotnar rúður í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi og telur lög- regla ekki útilokað að þar hafi sömu skemmdarvargar verið á ferð. Þar bar lögreglu að garði um klukkan tíu um kvöldið, eftir að brothljóð höfðu heyrst, en greip í tómt. Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málanna tveggja. - óká LÖGREGLUFRÉTTIR TVÖ FÍKNIEFNAMÁL Í FIRÐINUM Lögreglan í Hafnarfirði hefur til rannsóknar tvö fíkniefnamál sem upp komu í bænum aðfara- nótt mánudags. Maður var hand- tekinn með fimm grömm af því sem talið er amfetamín og í bíl tveggja annarra fundust þrjú grömm af kannabisefnum. Allir voru handteknir og yfirheyrðir. Bandaríkin: N‡r forseti Hæstaréttar WASHINGTON, AP George Bush Bandaríkjafor- seti hefur til- nefnt John Ro- berts sem nýjan forseta Hæsta- réttar. Roberts tekur við af Willi- am H. Rehnquist sem lést fyrir skömmu. Ákvörð- un Bush kom á óvart, því John Roberts var ekki einn þeirra sem nefndir höfðu verið sem hugsanlegir eftirmenn Rehnquists, sem Bush tilnefndi sem hæstaréttardómara í júlí. Bush þarf nú að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Roberts er eindreginn fylgis- maður Bush forseta og var lög- fræðilegur ráðgjafi George Bush eldri. - sda KÓSÓVÓ FORSETI MEÐ KRABBAMEIN Ibrahim Rugova, forseti sjálfs- stjórnarhéraðsins Kósóvó, skýrði frá því í gær að hann væri með krabbamein í lungum en ætlar ekki að segja af sér embætti. For- setinn, sem er 61 árs, sagðist ætla að halda áfram að berjast fyrir sjálfstæði Kósóvó frá Serbíu, nú sex árum eftir lok stríðsins í Júgóslavíu. Á að styrkja foreldra ungra barna sem vilja vera heima? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú fundið fyrir auka- verkunum vegna lyfjatöku? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 26% 74% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BÆJARLIND 6, SÍMI 554-7030 EDDUFELL 2, SÍMI 557-1730 NÝJAR HAUSTVÖRUR STR. 36 - 56 JOHN ROBERTS Nýr forseti hæsta- réttar Bandaríkj- anna. ENGIR STÖÐUMÆLAR Á AKUREYRI Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Guð- mundur Jóhannsson, formaður umhverfisráðs bæjarins, fjarlægðu fyrir skömmu síðasta stöðumælinn í bænum. RÚSTIR EFTIR FLUGSLYS Þota hrapaði á íbúðabyggð skömmu eftir flugtak í borg- inni Medan í Indónesíu. Um hundrað far- þegar létust og að minnsta kosti þrjátíu á jörðu niðri. verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður.“ Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðing- um, öðrum en þeim að þær væru fjarri öllu sanni. jss@frettabladid.is TÓMAS HELGASON Gagnrýnir fram- kvæmdastjórn LSH harðlega. Í FOSSVOGI Spítali sem rekinn er af læknum gæti verið í byggingu Borgarspítalans, segir Tómas Helgason í grein sinni. JÓHANNES M. GUNNARSSON Hafnar gagnrýninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.