Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005 11
Réðst á lækni í mars:
Fjóra mánu›i
í var›haldi
DÓMSTÓLAR Maður sem setið hefur
í gæsluvarðhaldi í rúma fjóra
mánuði fyrir að hóta og ráðast á
prófessor í réttarlæknisfræði í
mars, var í gær úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarðhald, til
30. september.
Sveinn Andri Sveinsson, lög-
maður mannsins, segir hann hafa
kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
Maðurinn, sem er 34 ára gam-
all, sætir einnig ákæru, með öðr-
um 43 ára gömlum manni, fyrir að
hafa um nokkurt skeið fram til
nóvemberloka árið 2003 staðið að
framleiðslu amfetamíns í sölu-
skyni. Málin voru sameinuð í síð-
ustu viku. - óká
MÓTMÆLI Í ÚKRAÍNU Mótmælendur úr
úkraínska Sósíalistaflokknum í stymping-
um við lögreglu þegar þeir reyna að fara
með kornpoka í úkraínska stjórnarráðið í
Kíev í gær. Aðgerðirnar voru mótmæli
gegn breytingum á landbúnaðarstefnu
ríkisstjórnarinnar sem þeir halda fram
að skaði úkraínska bændur og þorp.
Þrjú hundruð flóttamenn:
Ná›ust á
gúmmíbátum
MADRÍD, AP Spænska lögreglan
handsamaði þrjú hundruð afríska
flóttamenn sem gerðu tilraun til
að komast til Spánar á gúmmíbát-
um um helgina. Þetta er mesti
fjöldi flóttamanna sem náðst hef-
ur á Spáni á þessu ári.
Flóttamennirnir voru flestir
karlmenn og meirihlutinn frá
Marokkó. Þúsundir flóttamanna
reyna að komast yfir Gíbraltar-
sund frá Afríku til Spánar á
hverju ári. ■
HOUSTON, AP Tveir fyrrverandi
forsetar Bandaríkjanna, George
Bush eldri og Bill Clinton, hafa
lagt fjársöfnun til handa fórnar-
lamba fellibylsins Katrínar lið.
Fjársöfnunin er með sama sniði
og sú sem hrundið var af stað
eftir flóðbylgjurnar við Ind-
landshaf og nefnist Bush-Clint-
on Katrínarsjóðurinn.
„Við höfum mestan áhuga á
því að bretta upp ermarnar og
hefjast handa,“ sagði Bush. „Við
þurfum öll að vinna saman til að
ná markmiði okkar.“
Bush og Clinton heimsóttu
fórnarlömb flóðanna sem hafast
við í flóttamannaskýlum í
Houston í Texas. Clinton sagði
að hann og Bush hefðu ekki af-
ráðið að leggja söfnuninni lið
sitt vegna þess að þeim þætti al-
ríkisstjórnin ekki vera að
standa sig heldur til að fylla upp
í þar sem aðstoð yfirvalda nær
ekki til og hjálpa fólki sem ann-
ars gæti orðið útundan.
Milljarðar íslenskra króna
hafa þegar safnast og hafa stór-
fyrirtæki í Bandaríkjunum ekki
látið sitt á eftir liggja.
Meginmarkmið sjóðsins
verður að hjálpa fólki að koma
undir sig fótunum að nýju eftir
hamfarirnar.
- sda
Fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hefja fjársöfnun:
Milljar›ar króna hafa safnast
BILL CLINTON OG GEORGE BUSH ELDRI
Meginmarkmiðið er að hjálpa fólki að
koma undir sig fótunum að nýju eftir ham-
farirnar.
Tillaga um sameiningu fellur í grýttan jarðveg hjá bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu:
Engin ástæ›a til a› sameinast
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórar
Kópavogs, Mosfellsbæjar og Sel-
tjarnarnesbæjar taka illa í tillögu
Ólafs F. Magnússonar, borgarfull-
trúa Frjálslynda flokksins, um að
sameina sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, segir að tillagan beri
vott um að Ólafur F. sé orðinn mið-
stýringarsinni.
„Ég tel ekki neina ástæðu til að
sameina sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Gunnar I.
„Ef það yrði gert yrði til 185 þúsund
manna sveitarfélag sem væri mjög
miðstýrt, líkt og ríkið. Það verður
líka að vera ákveðin samkeppni
milli sveitarélaga um þjónustu. Sú
samkeppni deyr ef þetta yrði gert.“
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri Seltjarnarnesbæjar, segist
telja að tillaga Ólafs F. myndi falla í
afar grýttan jarðveg á Seltjarnar-
nesi.
„Seltjarnarnesbær hefur veitt
sínum íbúum góða þjónustu á betri
kjörum en nágrannasveitarfélögin.
Það er því alveg ljóst að sameining
myndi ekki koma Seltirningum til
góða.“
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj-
arstjóri í Mosfellsbæ, segir ekki
koma til greina að Reykjavík inn-
limi Mosfellsbæ.
„Sameinað sveitarfélag yrði allt
of stórt gagnvart sveitarfélögunum
á landsbyggðinni. Það væri miklu
frekar að kanna möguleikann á því
að búa til þrjú álíka stór sveitarfé-
lög á svæðinu sem gætu keppt
hvort við annað um þjónustu.“ - th
ÆTLAR EKKI AÐ LÁTA LYKLANA AF HENDI Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi,
hyggst ekki láta lyklana að bæjarstjóraskrifstofunni af hendi. Hann vill ekki sameiningu.
ÁSTRALÍA
RÚTUSLYS Í ÁSTRALÍU Tveir létust
og fleiri en tuttugu slösuðust al-
varlega í rútuslysi suður af Sydn-
ey í Ástralíu í gær. Nær allir far-
þegar voru taívanskir ferðamenn.
Rútan rann út af veginum og valt
niður bratta hlíð.