Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005 13
SJÁVARÚTVEGUR Íslenska sjávarút-
vegssýningin 2005 verður sett á
morgun klukkan tíu og stendur í
fjóra daga, til 10. september.
Sýningin hefur verið haldin á
þriggja ára fresti síðan 1984 og
verður nú líkt og 2002 haldin í
íþróttahúsinu Smáranum í Kópa-
vogi. Talsmenn sýningarinnar
gera ráð fyrir svipuðum gesta-
fjölda og síðast, en það var
stærsta sýningin frá upphafi og
voru gestirnir rúmlega 18.000
talsins.
Fjölmiðlafyrirtækið Nexus
Commercial Fishing stendur að
sýningunni. „Sýningin er mjög
mikilvæg fyrir bæði framleiðend-
ur og notendur,“ segir Bjarni Þór
Jónsson, fulltrúi Nexus á Íslandi.
„Þarna sjá menn á einum stað allt
það nýjasta í þessum geira.“
Um 800 fyrirtæki verða með
sýningarbása í Smáranum. Sýn-
ingarrýmið er alls 13.000 fermetr-
ar undir þaki og auk þess er úti-
rými.
Sýningin er alþjóðleg og hefur
gegnum tíðina unnið sér sess sem
einn helsti viðburður heimsins
fyrir allt sem tengist sjávarút-
vegi. Sýnendur eru frá 37 löndum
og eru margir hverjir komnir
langt að.
Heimasíða sýningarinnar er
www.icefish.is. - grs
Íslenska sjávarútvegssýningin hefst á morgun:
Ein stærsta s‡ning fyrir sjávarútveg
Lögreglan á Selfossi:
Fann fíkniefni
á skemmtista›
LÖGREGLA Skemmtistaður á Sel-
fossi var rýmdur eftir að lög-
regla fann þar fíkniefni og tól til
neyslu þeirra við eftirlit aðfar-
arnótt laugardags.
Málið er til rannsóknar og efn-
in í greiningu, en að sögn lögreglu
á Selfossi voru fáir inni á staðn-
um, starfsfólk og örfáir aðrir.
Í greinargerð á lögregluvefn-
um kemur fram að starfsmenn
skemmtistaðarins voru taldir
eigiendur þeirra tóla til fíkni-
efnaneyslu sem fundust og því
áleit lögregla nauðsynlegt að
loka staðnum til að gera þar frek-
ari leit. - óká
NORSKU KONUNGSHJÓNIN Konungshjónin
eru á leið í opinbera heimsókn til Was-
hington.
Noregskonungur:
Heimsækir
Washington
OSLÓ, AP Haraldur Noregskonung-
ur og Sonja drottning fara í opin-
bera heimsókn til Washington í
næstu viku. Konungurinn afhjúp-
ar þar styttu af móður sinni heit-
inni, Mörtu krónprinsessu.
Styttan er úr bronsi og er eftir
norska myndhöggvarann Kirsten
Kokkin. Hún er gjöf frá Banda-
ríkjamönnum af norskum upp-
runa til að minnast hundrað ára
sjálfstæðis Noregs.
Marta var eiginkona Ólafs V.
konungs og flúði til Bandaríkj-
anna ásamt þremur börnum sínum
þegar Þjóðverjar hernámu Noreg
í síðari heimsstyrjöldinni. ■
Kína og Evrópusambandið:
Samkomulag
um fatna›
BRUSSEL, AP Fulltrúar Evrópusam-
bandsins og Kínverja hafa náð
samkomulagi um innflutning á
kínverskri vefnaðarvöru til Evr-
ópusambandsríkjanna. Sam-
kvæmt samningnum verður heim-
ilt að flytja inn kínverskar vefn-
aðarvörur, sem hafa verið kyrr-
settar á landamærum Evrópu-
sambandsins um nokkra hríð.
Leyfilegt verður að flytja 75
milljónir flíkur frá Kína til Evr-
ópusambandsins og er það tölu-
vert meira en áður var leyft. Sam-
komulagið er undir því komið að
ríki Evrópusambandsins sam-
þykki það fyrir sitt leyti. ■
BRETLAND
TVEIR FÓRUST Í FLUGSLYSI
Breska strandgæslan fann flug-
vélarflak á Írlandshafi í gær og
var lík eins manns í vélinni. Ann-
ars manns er enn saknað. Flug-
vélarinnar hafði verið leitað frá
því á sunnudag. Slæm veðurskil-
yrði voru á Írlandshafi í gær,
þoka og ókyrrð í lofti.
UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Verið er að ljúka uppsetningu sýningarbása í Smáranum í
Kópavogi áður en sýningin opnar í fyrramálið.