Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 14
HEILSUGÆSLA Gamla heilsuvernd-
arstöðin við Barónsstíg verður
væntanlega sett í sölu á næstu
tveimur vikum, að sögn Þórhalls
Arasonar hjá fjármálaráðuneyt-
inu. Hann segir að ekki sé búið að
verðmeta bygginguna, en það
verði gert þannig að menn hafi
hugmyndir um hvernig eigi að
verðleggja hana. Hún verður seld
samkvæmt samningi sem fulltrú-
ar ríkis og borgar gerðu með sér
á dögunum.
Guðmundur Einarsson, for-
stjóri Heilsugæslunnar, telur að
meira liggi á að finna nýtt hús-
næði undir miðstöð heimahjúkr-
unar, sem nú er á Grensásvegi.
Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur
verið selt. Nýi eigandinn þarf að
nota húsnæðið, þannig að miðstöð-
in verður að víkja.
„Það verður að rýma húsnæðið
fyrir næsta vor,“ segir Guðmund-
ur. „Að auki hefur húsnæðisþörf
miðstöðvarinnar aukist í tengslum
við samþættingu við félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar. Við þurf-
um því heldur stærra húsnæði en
það sem starfsemin er í núna.“
Hann bætir við að miðstöðin
þurfi helst að vera staðsett á því
svæði þar sem þjónustan er mest
austan til í borginni, en þó ekki
mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkis-
kaup sem sér um fasteignavið-
skipti af þessu tagi hefur enn ekki
auglýst eftir húsnæði fyrir mið-
stöðina, þar sem starfsmenn fjár-
málaráðuneytis og heilbrigðis-
ráðuneytis hafa ekki gefið grænt
ljós á að þarfalýsingu fyrir hana.
Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar
strik í reikninginn.
Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir
Heilsugæsluna sem er í gömlu
heilsuverndarstöðinni við Baróns-
stíg segir Guðmundur að ekki liggi
eins mikið á því. Hann hefur gert
drög að þarfalýsingu fyrir nýtt
húsnæði Heilsugæslunnar, en seg-
ir að betur þurfi að vinna í henni.
„Starfsmenn fjármálaráðuneyt-
isins vilja ganga í að selja húsið,“
segir Guðmundur.“ Við höfum í
sjálfu sér engan áhuga á að fara
héðan út en við förum að sjálf-
sögðu eftir þeim ákvörðunum sem
æðri embætti taka.“
jss@frettabladid.is
Á MARKAÐ Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður auglýst til sölu á næstu dögum. Ekki er búið að setja verðmiða á hana.
6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR
FASTEGINIR Fulltrúar Reykjavíkur-
borgar vonast til að fá nálægt
hundrað milljónir króna fyrir
húsið við Fríkirkjuveg 3 sem
auglýst hefur verið til sölu. Hús-
ið, sem er fæðingarstaður Gunn-
ars Thoroddsen, fyrrverandi for-
sætisráðherra, hefur staðið autt í
rúmt hálft ár eða síðan Innkaupa-
stofnun Reykjavíkurborgar var
flutt í Ráðhúsið.
„Það hafa margir sýnt húsinu
áhuga,“ segir Karl Georg Ragn-
arsson hjá umhverfis- og tækni-
sviði borgarinnar. „Þeir sem hafa
helst áhuga er fólk sem tengist
Gunnari. Síðan hafa veitinga-
menn haft samband við okkur
Hægriflokkarnir vinna á í Noregi:
Stefnir í tvís‡nar kosningar
NOREGUR Fylgiskannanir sýna lít-
ilsháttar aukinn stuðning við
hægriflokkana í Noregi þegar að-
eins vika er til kosninga.
Í nýrri könn-
un Norska ríkis-
útvarpsins og
Dagbladet hallar
mjög á Mið-
flokkinn sem er í
r a u ð g r æ n a
bandalaginu svo-
nefnda með Verkamannaflokkn-
um og Sósíalíska vinstriflokknum.
Samanlagt hafa þessir flokkar
haft ríflega helming kjósenda
með sér eða allt að 54 prósent eða
þar til nú að þeir hafa nákvæm-
lega helming fylgisins.
Flokkur Kjells Magne
Bondevik, Kristilegi þjóðarflokk-
urinn, hefur ástæðu til að fagna
nærri níu prósenta fylgi í könnun-
inni, en það er talsvert umfram
það sem hann hefur mælst með að
undanförnu.
Fimmtungur norskra kjósenda
hyggst kjósa Framfaraflokk
Carls. I. Hagen, sem veitt hefur
minnihlutastjórn Bondeviks
stuðning.
Þrátt fyrir sveiflurnar að und-
anförnu fengi Jens Stoltenberg og
rauðgræna bandalagið þann
fjölda þingsæta sem tryggt gæti
því meirihlutastjórn. - jh
sem vilja búa til ráðhúsveislusal
með möguleika á að nýta garðinn.
Þá hefur Fríkirkjan sýnt þessu
mikinn áhuga,“ segir Karl, en
þótt húsið sé friðað að utanverðu
eru margir möguleikar á að
breyta lóð og innviðum hússins.
Brjóstmynd af Gunnari Thorodd-
sen stendur á lóð hússins en
styttan fylgir ekki með í kaupun-
um. „Hún verður líklega í
geymslu í vetur,“ segir Karl, „en
henni verður valin nýr staður
næsta vor.“
Húsið hefur verið metið á um
áttatíu milljónir króna. „Við vitum
að við fáum meira fyrir það,“ seg-
ir Karl. - sgi
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
7
2
7
Vantar þig...
YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR
LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ
MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI.
SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTA-
BLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK
LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU
HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU
Á SKILABOÐUM ÞÍNUM.
AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT
ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
Á VISIR.IS.
PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR
Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS.
– smáauglýsingar sem allir sjá
Heilsuverndarstö›in
ver›ur sett í sölu
Rá›gert er a› augl‡sa gömlu Heilsuverndarstö›ina til sölu innan tveggja
vikna. Forstjóri Heilsugæslunnar, sem flar er til húsa, telur meira liggja á a›
finna húsnæ›i fyrir mi›stö› heimahjúkrunar sem flarf a› flytja fyrir vori›.
SKIPTING ÞINGSÆTA
Samkvæmt könnun NRK og Dagbladet
halda Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski
vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn 88
þingsætum af 165.
Fríkirkjuvegur 3 auglýstur til sölu:
Borgin vill fá hundra› milljónir
GUNNAR FER Í GEYMSLU Brjóstmynd af
Gunnari Thoroddsen stendur á lóð hússins
við Fríkirkjuveg 3. Styttan verður ekki seld
með húsinu og verður í geymslu í vetur
þangað til henni verður fundinn nýr staður
að vori.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
AP, SV OG SP
88 sæti
FRP
34 sætiRV, 2 sæti
V-KRF-H
45 sæti
Norsku
ÞINGKOSNINGARNAR