Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 16

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 16
„Börnin eru komin í skólann og lífið því að komast í fastar skorður á ný eftir talsverðan losarabrag síðsumars,“ segir Helga Mölller söng- kona og flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir sumarið hafa verið ágætt þótt það hafi haft sína galla eins og gengur. „Veðrið var nú ekkert sérstakt og golflega séð var sumarið ekki of gott, í það minnsta ekki framan af,“ segir hún en golfbakterían heltók Helgu fyrir sex árum. „Ég er í Nesklúbbnum og spila úti á Nesi og svo á ég sumarhús við Grindavík og spila talsvert þar. Annars spila ég bara úti um allt land og allan heim.“ Helga hefur ferðast mikið í starfi sínu hjá Icelandair og hin seinni ár tekur hún golfsettið með sér þegar stoppað er leng- ur en í nokkrar klukkustundir. Eflaust eru fæstir landsmenn farnir að huga að jólunum en Helga Möller er ekki í þeim hópi. Jólahátíðin er enda annatími hjá henni. „Ég syng mikið á aðventunni og eins og undanfarin jól verð ég á Hót- el Loftleiðum,“ segir hún. „Ég er eiginlega orðin eins og réttur á jóla- hlaðborðinu þar og einhverju sinni sagði Magnús Kjartansson að það ætti að pakka mér niður með jólaskrautinu. Ég er hins vegar ekki sammála því,“ segir Helga og hlær. Hún hefur haft talsvert að gera í söngnum að undanförnu og söng meðal annars í fjölmörgum brúð- kaupum í sumar. 16 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR fireifa sig áfram í kolni›amyrkri Reykkafarar slökkviliða leggja sig jafnan í mikla hættu þegar þeir fara inn í brennandi hús sem er fullt af hita, sóti og reyk. Á skömmum tíma þurfa þeir að ganga úr skugga um að enginn sé í húsinu, finna elds- upptök og hefja slökkvistarf. Líkamshiti reykkafara getur hækkað um þrjár gráður. „Við horfðum á húsið og reyndum að ímynda okkur hvernig það er að innan. Svo þreifuðum við okkur áfram með höndum og fótum,“ segir Sverrir B. Björnsson slökkviliðsmaður sem ásamt fé- lögum sínum þurfti að kafa inn í reykjarkófið í Fiskislóð 45 í morg- unsárið á sunnudag. Sverrir var ekki á vakt þegar kallið kom heldur lá hann sofandi í rúminu sínu. Fáum mínútum eft- ir að síminn gall var hann kominn inn í brennandi húsið. Reykköfun er með því erfiðara sem slökkviliðsmenn þurfa að kljást við í störfum sínum enda kolniðamyrkur og brennandi hiti. Og hætturnar leynast víða. „Menn geta dottið niður um göt í gólfum eða um hluti sem standa í gang- veginum,“ segir Valgarður Sæmundsson slökkviliðsmaður en þannig var einmitt umhorfs í Fiskislóðinni. Þrátt fyrir góðan útbúnað slökkviliðsmanna segir hitinn fljótt til sín í brennandi húsi og líkamshiti reykkafara getur hækkað um tvær til þrjár gráður auk þess sem vökvatap er mikið. Búningur og búnaður vega um 25 kíló og af þessu má sjá að reykköfun kostar mikla orku. Sagt er að hálf klukkustund í reykfylltu húsi jafnist á við fjög- urra tíma erfiðisvinnu. Hitinn uppi við loft getur verið 1.000 til 1.500 gráður en niðri við gólf er hann yfirleitt á bilinu 60 til 80 gráður. Og vart þarf að spyrja að leikslokum ef eldtunga teygir sig að slökkviliðsmanni. „Þjálfun og reynsla er lykilat- riði þegar reykköfun er annars vegar,“ segir Valgarður og félagar hans, Sverrir og Sigurjón Hend- riksson, taka undir. Eitt er að fikra sig áfram í þétt- um reyknum, annað að vita ekki hvað stendur í gangveginum – eða yfirleitt vita hvert leiðin liggur. Og alltaf er unnið í kapphlaupi við tímann. bjorn@frettabladid.is „Þetta mikla mannfall og allur þessi mikli skaði kemur mér mjög á óvart í ljósi þess að Bandaríkjamenn segjast alltaf vera mestir og bestir í öllu, þar á meðal björgunaraðgerðum. Nú er kannski að koma í ljós að þeir eru ekki mestir og bestir,“ segir Guð- mundur R. Gíslason, veitingamaður í Egilsbúð í Neskaupstað og söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen, spurður um afstöðu hans til viðbragða Bandaríkjastjórnar við fellibylnum Katrínu. Guðmundur segir að eflaust hefðu Bandaríkjamenn gagnrýnt aðrar þjóð- ir ef staða sem þessi hefði komið upp annars staðar. „En kannski er þetta meira en menn bjuggust við og björgunarstarfið því ekki öflugra en raun ber vitni,“ segir Guðmundur. GUÐMUNDUR R. GÍSLASON VEITINGAMAÐUR Ekki mestir og bestir VIÐBRÖGÐ BANDARÍKJASTJÓRN- AR VIÐ FELLIBYLNUM KATRÍNU SJÓNARHÓLL Lífi› a› komast í fastar skor›ur á n‡ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA MÖLLER SÖNGKONA nær og fjær OR‹RÉTT„ “ Næsta útspil borgaryfir- valda var tillaga Dags B. Eggertsson um kaffihús í Hljómskálagar›inum „til a› hleypa lífi í hann.“ fietta er merki- legt flví Reykjavíkurlist- inn hefur drepi› lífi› í flessum gar›i me› um- gengni sinni vi› hann.“ SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDS- DÓTTIR, ÍBÚI VIÐ BJARKARGÖTU, UM HLJÓMSKÁLAGARÐINN Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. „Ég er alveg viss um a› ska›abótadómn- um sem féll n‡lega í Texas, eftir a› ma›ur sem nota›i Vioxx lést, ver›ur snúi› vi› í Hæstarétti.“ MAGNÚS JÓHANNESSON, LÆKNIR OG PRÓFESSOR, Í FRÉTTABLAÐINU UM AUKAVERKANIR LYFJA OG SKAÐABÓTAMÁL. Eiginkonan og tveir þingmenn fengu far til Siglufjarðar Notaði flugvél Flugmála- stjórnar sem einkaþotu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ÞORSTANUM SVALAÐ Vökvatapið verð- ur mikið eftir stuttan tíma í reykfylltu húsi. RÝNT Í REYKINN Slökkviliðsmenn meta stöðuna á brunastað. GULLIÐ GLÓIR Að loknum störfum í Fiskislóð á sunnudagsmorgun. DAGSLJÓS Slökkviliðsmaður gengur út úr reykjarkófinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.