Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 18
Frá því um helgina hafa orðið að minnsta kosti fimm brunar í Reykjavík og rökstuddur grunur um íkveikju í fjórum þeirra. Ekki er hægt að útiloka aðkomu brennuvargs eða brennuvarga, segir Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. „Á Fiskislóð bendir margt til þess að kveikt hafi verið í. Að minnsta kosti var það svo í fyrra skiptið að farið var þar inn og kveikt í bíl. Í Melabúðinni voru upptök eldsins í kyndikompu þar sem geymdir eru pappakassar og langlíklegast að einhver hafi kveikt í þeim. Þar var hins vegar lítil hætta því eldurinn var af- markaður við kompuna. Svo var maður handtekinn grunaður um að kveikja í rusli í porti fyrir utan Pravda, en hann var tekinn dauða- drukkinn um það leyti og það mál í skoðun,“ segir Hörður, en bætir við að sá hafi verið í haldi lög- reglu í gærmorgun þegar kvikn- aði í öðru sinni á sama stað á Fiskislóð. „Svo var líka bruni á Freyjugötu, en þar var um að ræða bilun í heimilistæki, en vissulega þarf að skoða þetta Fiskislóðarmál eitthvað. Þar er engin starfsemi og engin sérstök ástæða fyrir einhvern að vera ráðast þar inn.“ Brennuvargar á ferð Hörður segir sammerkt með elds- voðunum við Fiskislóð, í Melabúð- inni og við skemmtistaðinn Pravda að það séu mál sem öll komi upp seint að nóttu. „Þarna gæti einhver eða einhverjir verið á ferðinni sem kalla mætti brennuvarga. Það er ekki hægt að útloka það, en við erum að byrja að skoða málin.“ Hörður segir rannsókn á íkveikjum um margt erfiðari en rannsókn annarra mála hjá lög- reglu og komi þar aðallega tvennt til. „Í fyrsta lagi að sanna eldsupp- tökin. En það er bara ekki nóg, því jafnvel þótt menn komist að þeir- ri niðurstöðu að kveikt hafi verið í, þá þarf líka að finna út hver gæti hafa haft hag af íkveikjunni og hver gæti svo hafa gert það. Síðan þarf að sanna sjálfa íkveikj- una.“ Á honum er þó að skilja að menn vilji ekki útiloka að ein- hvern tímann upplýsist um gaml- ar íkveikjur. „Það voru nú sterkar grunsemdir á Laugaveginum og maður í gæsluvarðhaldi um tíma. Alveg eins var það svo með Fákafenið að þar tókst ekki með óyggjandi hætti að sýna fram á annan möguleika á eldsupptökum heldur en íkveikju. Það kom hins vegar aldrei botn í það hver það hefði getað verið, eða hvaða hags- muni hann hefði getað haft af því að kveikja í þar,“ segir hann og vísar með orðum sínum til tvegg- ja stórra bruna sem áttu sér stað árið 2002 og eru enn óupplýstir. Í báðum tilvikum komst lögregla að þeirri niðurstöðu að kveikt hafi verið í. Aðrir brunar óupplýstir Þá eru einnig óupplýstir stórir brunar úti á landi þar sem lögregla telur nokkuð ljóst að kveikt hafi verið í. Stærsta málið er trúlega Ísfélags- bruninn í Vestmannaeyjum í desemberbyrjun 2000. Þar nam tjón um milljarði króna og á þriðja tug manna yfir- heyrðir án þess þó að nokkur hafi beinlínis verið grunaður um verknaðinn. Sömuleiðis hefur ekki verið upplýst um hver var valdur að eldsvoða í rækjuvinnsl- unni Strýtu á Akureyri í júní- byrjun 2001, en þar hljóp tjón á tugum milljóna króna. Rætt var um að unglingar kynnu að hafa kveikt í en aldrei neitt sannað. Lögreglan á Akur- eyri sagði rannsókn máls- ins erfiða, Athugasemdir hafa borist frá ESA, Eftirlitstofnun EFTA, þar sem mein- bugir eru taldir á því að breyta Ríkis- útvarpinu í sameignarfélag. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, svarar spurningum um málið. Hver er afstaða þín til að gera Rík- isútvarpið að hlutafélagi? Ég heyrt umræður um afleiðingar athuga- semda frá Brüssel. Um að það fyrir- komulag sem menn höfðu ætlað í frumvarpinu um Ríkisútvarpið feli í sér of mikil ríkisafskipti ef svo má segja. Það er auðvitað svolítið flókið að finna það að ekki megi vera með ríkisafskipti af ríkisfyrirtækjum. Það virðist nú vera þannig. Heimurinn er flókinn. Ertu þá hlynntur því að gera Ríkis- útvarpið að hlutafélagi? Ég held nú reyndar að það sé skynsamlegri leið en sú sem við völdum í vor. Það er erfitt að rökstyðja það að félag sé í sameign sem er í einkaeign. Það er að segja í eign eins aðila. Það er hálfgert klúður. DAVÍÐ ODDSSON Skynsamlegra en sameignarfélag RÍKISÚTVARPIÐ EHF? SPURT & SVARAÐ 18 6. september 2005 FIMMTUDAGUR Athygli vakti þegar nýverið var kveðinn upp sýknudómur yfir litháískum manni sem tek- inn var í tolli á Keflavíkurflugvelli með tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteins- sýru. Málið fékk skjóta afgreiðslu hjá Sýslu- mannsembættinu í Keflavík og ákært var fyrir innflutning efna til fíkniefnaframleiðslu. Höfð voru stór orð um málið í fjölmiðlum og rætt um fyrstu vísbendingu um tengsl erlendra glæpasamtaka við innlenda fíkniefnafram- leiðslu. Hvað gerðist eiginlega? Í dómnum sem upp var kveðinn í Héraðs- dómi Reykjaness var sýslumaður gagnrýndur fyrir að fara fram með málið án fullnægjandi sönnunargagna. Mistök í verkbeiðni virðist hafa orðið til þess að látið var hjá líða að sanna að í flöskunum hafi verið brennisteins- sýra. Einungis var beðið um rannsókn með tilliti til fíkniefna. Þá var gagnrýnt að ekki hafi farið fram rannsókn á fullyrðingum Litháans um að hann hafi í góðri trú keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og talið þær inni- halda áfengi. Ekki voru lagðar fram upplýsingar úr sakaskrá mannsins, eða kannað hvort væri dýrara í Póllandi, brennisteinssýra eða brenni- vín. Þá þótti ekki hrakin saga hans um ástar- fund á Íslandi. Af hverju var málið ekki rannsakað ytra? Fram kom í máli sýslumanns eftir dóminn að síðustu ár hafi dómstólar ekki lagt trúnað á framburð burðardýra fíkniefna sem ekki hafa viljað kannast við farm sinn. Ósvarað er hvort þetta hafi valdið óþarfa værukærð hjá emb- ættinu, þegar þeir voru komnir með mál sem þeir töldu borðleggjandi að tengdist fíkni- efnaframleiðslu. Eftir stendur að maðurinn var sýknaður og að lög kveða á um að lög- regla rannsaki alla þætti mála, jafnt til sýknu eða sakfellingar grunaðra. Var rannsóknarskyldu ekki sinnt? FBL GREINING: SÝKNUDÓMUR Í BRENNISTEINSSÝRUMÁLI fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI FÓLKS SEM GREINDIST MEÐ LIFRARBÓLGU B Á ÁRUNUM 1997 TIL 2004 Heimild: HAGSTOFAN ÓUPPLÝSTIR STÓRBRUNAR ÞAR SEM GRUNUR LEIKUR Á ÍKVEIKJU: Desember 2000 – Ísfélagið, Vest- mannaeyjum – tjón talið um milljarð- ur króna Júní 2001 – Rækjuvinnslan Strýta, Ak- ureyri – tjón talið 80 til 100 milljónir króna Ágúst 2002 – Fákafen, Reykjavík – tjón metið um 300 milljónir króna Október 2002 – Laugavegur, Reykjavík – tjón nálægt 200 milljónum króna September 2004 – Votmúli, Blönduósi – tjón metið á yfir 100 milljónir króna LITHÁINN Maðurinn var sýknaður af ákæru um innflutning á efni til fíkniefnaframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI RÚSTIR EFTIR BRUNA Á LAUGAVEGI HAUSTIÐ 2003 Um tíma var maður í haldi lögreglu vegna brunans á Laugavegi, en sannanir voru ekki nægar á hendur honum til að málið færi lengra og telst því óupplýst hver var valdur að brunanum. Erfitt a› rannsaka íkveikjur Lögreglan í Reykjavík leitar brennuvargs e›a -varga, eftir a› kveikt var í fjórum sinnum um helgina, flar af tvisvar á sama sta› me› sólarhrings millibili. Íkveikjumál eru fló flung í rannsókn og nokkur stór hafa kom- i› upp sí›ustu ár sem eru enn flá óuppl‡st. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI S .JÖ KU L ÁR FJÖLDI FÓLKS 1997 21 1998 15 1999 45 2000 49 2001 61 2002 39 2003 23 2004 39

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.