Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 19
ORMAR Sníkjudýr geta nýst gegn ofnæmi. BLS 3 [ ÞEMABRÚÐKAUPHvernig væri að gifta sig í anda Friends? BLS 6 ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 6. september, 249. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.24 13.26 20.26 AKUREYRI 6.05 13.11 20.15 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona er ein af Stelpunum á Stöð tvö. Hún er að eigin sögn ekki mikil líkamsrækt- arstelpa en tekur tarnir í ræktinni og á hjólinu milli þess sem hún er límd við bílinn. „Ég gerði ekkert í sumar nema hjóla stundum en nú er ég að byrja aftur í ræktinni,“ segir Katla. Eins og hjá mörg- um dettur líkamsræktardugnaður hennar niður milli þess sem hún fer reglulega í leikfimi. Spurð um hvað hún geri helst í líkamsræktarstöðvunum segir Katla að hún skemmti sér ekki svo vel í tækjasaln- um. „Mér finnst bara gott að fara í góðan þrektíma og taka vel á því.“ Katla fær líka dálítið út úr því að setj- ast á bak hjóli sínu. „Ég hjóla bæði mér til ánægju og líka til að komast á milli staða,“ segir hún, en bætir við að það fari eftir skapinu hverju sinni hvort hún nenni að nota hjólið til að komast milli staða. „Ég er kannski límd við bílinn í einhverja mánuði og svo fer ég aftur að hjóla.“ Þegar maður vinnur sem leikari er kannski ekki svo nauðsynlegt að vera í reglulegri líkamsrækt. Katla jánkar því að í leikarastarfinu felist í raun mikil lík- amsrækt. „Það fer rosaleg orka í að sýna kannski þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þótt þú sért ekki á harðaspretti inni á sviðinu allan tímann þá ertu samt að nota mikla orku í þetta,“ segir hún. Katla lætur ekki hvað sem er ofan í sig og tekur vítamín til að halda líkamanum góðum. Hún er vön að drekka aloa vera- drykk á hverjum morgni og finnst það gera sér mjög gott. Hún drekkur heldur ekki kaffi – hefur eiginlega gefist upp á því og drekkur grænt te í staðinn. „Ég hef drukkið það í þrjú ár og líður miklu betur. Þegar maður er undir miklu álagi kemur kaffið ekki sterkt inn. Þá er betra að drekka eitthvað róandi.“ ■ Hjólar, s‡nir og drekkur aloa vera Fellibylurinn Katrín skilur eftir sig mikla eyðileggingu og nú hafa menn verulegar áhyggjur af því að sjúkdómar kunni að breiðast út á svæðunum sem verst urðu úti. Ýmsar bakteríur ná að grassera við aðstæður sem þessar og smitsjúkdómar eru fljótir að berast. Þá hafa flóð- in einnig mengað drykkjarvatn og uppskeru. Kóleru-faraldur er að breiðast út í Vestur-Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út formlega viðvörun og reyna nú að bregð- ast við af mætti við faraldirnum. Enn sem komið er hefur Gínea- Bissá orðið verst úti. Þar voru 9.047 tilfelli verið tilkynnt í júní, júlí og ágúst. Þar sem mikið hef- ur ringt í Vestur-Afríku uppi á síðkastið má búast við að farald- urinn berist til Nígeríu, Kamerún og Tsjad. Brúðarkjólaleiga Katrínar hefur boðið upp á skemmtilegan af- mælisleik fyrir brúðhjón í sumar. Leikurinn er þannig uppbyggður að þeir viðskiptavinir sem leigja eða kaupa brúðar- kjól og ætla að gifta sig á árinu fara í lukkupott. Dregið er á tveggja mánaða fresti og eru vinn- ingarnir veglegir, til dæmis leik- húsmiðar og gjafa- kort frá fyrirtækjum. Í síðasta út- drætti ársins verður dregið um ferðavinning til Evrópu sem er ekki amalegur glaðningur fyrir nýgift par. Brúðkaupsferðir eru alltaf vin- sælar. Nú hefur færst í aukana að brúðhjón kjósi að fara saman í ævintýraferð til framandi slóða í stað hefðbundinna brúðar- ferða. Ýmsir aðilar bjóða upp á skemmtilegar ævintýraferðir sem henta vel fyrir brúðhjón. Hjá Ferðaskrifstofu stúdenta er hægt að fá ýmsar upplýsingar um æv- intýraferðir og þá hefur ferða- skrifstofan Embla líka verið dug- leg við að bjóða upp á spenn- andi lúxusferðir til spennandi staða sem henta brúðhjónum vel. Hjólið er Kötlu kært og á því ferðast hún sér til ánægju og nytsemdar. KRÍLIN Allar hugsanirnar sem maður er búinn að hugsa fljúga upp í loftið og verða að skýjum! SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LIGGUR Í LOFTINU [ HEILSA - BRÚÐKAUP ]

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.